Morgunblaðið - 10.05.1961, Page 8

Morgunblaðið - 10.05.1961, Page 8
M 8 MORGUISBLAÐIÐ Miðvik’udagur 10. maí 1961 Situr á Borg með trefil um háisinn Viðtal við franska songvarann (jérard Á BEKKJUNUM undir styttu Jóns Sigurðssonar sátu nokkrar sumarklæddar manneskjur og teygðu andlitin upp í sólina eftir hádegið á sunnudaginn, þegar fréttamaður blaðsins gekk inn á Hótel Borg og spurði eftir franska söngvaranum Gérard * Souzay, sem hér hafði dvalið síð- an um miðja síðustu viku og hald ið tvenna tónleika fyrir Tónlist- arfélagið, við geysilega hrifningu. Söngvarinn kom niður stigann, hár og grannur ungur maður, dökkur á brún og brá, enda þykir hann glæsimenni á sviði. Hann hafði ullartrefil vafinn um háls- inn og upp á höku. Han kvaðst hafa vott af kvefi og af ótta við að það versnaði, svo hann gæti ekki sungið, hafði hann varla hreyft sig út af Hótel Borg síðan Gérard Swuzay hann kom, bara setiðlnni og tek- ið inn lyf. Enn voru eftir einir opinberir tónleikar á mánudags- kvöld og því var trefillinn. Bezti ljóðasöngturinn á árinu Það er heldur ekki gaman að því fyrir frægan söngvara að fá kvef, þegar búið er að skipu- leggja hljómleikaferðir fram í maí 1962. Eftir dvölina hér ætlar Gerard Souzay beint til Parísar, þar sem hann syngur á hljóm- leikum í Theatre de Champs Elysées sömu viðfangsefni og á opinberu hljómleikunum hér, eft ir Schubert, Debussy, Poulinc, sem hann segir að sé fremsta ljóðatónskáld Frakka nú, braziliu manninn Lobez o. fl. Þó heimili söngvarans sé í París, stanzar hann þar aðeins í fjóra daga, fer síðan til Berlínar, til að syngja inn á plötur, þaðan til Vínar- borgar til að syngja á tónlistar- hátíð og þá til Bath á Yehudi Menhuin-hátíð, áfram til Amster dam til upptöku hjá Phillips og til Rómaborgar .... Þetta gefur Souzay ofurlitla hugmynd um það líf sem eftirsóttur söngvari lifir. Hin glæsilegi söngferill Gér- ards Souzays hófst fyrir meira en 15 árum. Síðan hefur hann sungið víða um heim, t.d. í Asíu, Suður-Afríku .og á Norðurlönd- um, og kemur þangað enn einu sinni næsta vetur. Sl. haust voru 10 ár liðin frá því hann söng fyrst opinberlega í Bandaríkjunum, og í því tilefni söng hann í óperunni Orfeus í City Center í New York undir stjórn Leopolds Stokow- skys og þótti það tónlistarvið- burður. Fyrir aðeins fáum dögum fékk Gérard Souzay að vita að hann hefði hlotið verðlaunin fyrir bezta ljóðasöng á plötur á árinu fyrir Dichterliebe eftir Schu- mann, Phillipsplötu), en það söng hann einmitt hér á síðari tónleik um Tónlistarfélagsins. Af öðrum nýjum plötum, sem söngvarinn hefur sungið inn á, má nefna aríur úr kantötu Bachs á His Masters Voice plötu og „Songs of many lands“, en þar eru m.a. norsk og sænsk lög. Þess má geta að Gérard Souzey syngur á 14 tungumálum. Dásamleg þögn Eftir að hafa rætt um stund við söngvarann um verkefnin sem bíða hans um víða veröld, var ekkert eðlilegra en spyrja: — Hvernig stendur á því að þér gefið yður tíma til að koma alla leið til íslands, í fámennið hér? — Því ekki það, ég hafði áhuga á því. Og mér hefur fundist dá- samlegt að syngja fyrir fslend- inga. Áheyrendur eru svo for- dómalausir og móttækilegir. Það er alveg sérlega hljótt í salnum. Þögnin er svipuð og ég hefi fund- ið í hljómleiksölum í Japan. Þess háttar þögn sem gerir mann feim inn, af því að þegar fólk hlustar svona ákaft, finnur söngvarinn að hann verður að gefa sitt bezta, minna dugar ekki. íslendingar yrðu áreiðanlega undrandi, ef þeir kæmu á hljómleika á Ítalíu, þar sem varla heyrist í söngvar- anum á stundum fyrir gaura- gangi. Það virðist ekki hvarfla að Gérard Souzay að hann hafi sjálf- ur valdið því að áheyrendur hlust uðu svo ákaft á tónleikum hans, að heyra mátti saumnál detta. Er hér var komið tali, kom und- irleikari söngvarans, Dalton Bald vin, inn. — Hann hefur verið með mér einum í 9 ár, sagði Gér- ard Souzay, og ég læt hann hafa nóg að starfa. Og þar með féll talið niður. Blaðamaðurinn hélt aftur út í sólina, söngvarinn vafði treflinum fastar um hálsinn. — E. Pá. Kensluplötur í tungumáluvn Franska, rússneska, spænska og þýzka. Tvær 33 snúninga plötur ásamt leiðarvísnm. Verð kr. 372.20. — Lærið tungumál fljótt. Garbar Gislason h.f. Hindsherg píanó Eitt hinna góðu dönsku Hindsbergs Píanóa til sölu og sýnis á Flókagötu 15 1. hæð í dag og á morgun frá kl. 2—8. ) Blómið í riýjum stað Sl. fjögur ár hefur snotur blómabúð sett svip sinn á Lækjargötuna í nánd við Lækjartorg. Nú er hún horf- in af þeim stað og komin í Austurstræti 16, á neðri hæð- ina í nýja Eymundssonshús- inu. Hér er um að ræða Blóm ið, sem er fyrsta verzlunin er flytur þarna inn á neðri hæð- ina. Á eftir koma skartgripa- verzlun Jóhannesar Norð- fjörðs og útibú frá skóverzlun inni á Laugaveg 100. Blómið reka þær Aðalheið- ur Knudsen Margrét Hinriks- dóttir og Rannveig Jónsdótt- ir, en þær eru allar blóma- í kaupendum í bænum kunnar, 1 voru í Flóru áður en þær settu upp eigin blómabúð. Við litum í gær inn í nýju búð- ina til þeirra. Þar var allt eitt blómahaf, afskornar rós- ir, nellikkur, íris og levkoj og alls kyns pottaplöntur, enda mesti blómatíminn að koma. Og ljósmyndari blaðsins smellti af þessari mynd. Hvitasunnuferð til Vestmannaeyja U N G I R Sjálfstæðismenn efna til ferðar til Vestmannaeyja um hvítasuimuna. Veröur lagt af stað úr Reykjavík með bílum til Þorlákshafnar kl. 2,30 laug- ardaginn 20. maí og farið úr Þorlákshöfn kl. 4. — I Vest- mannaeyjum verður dvalizt til mánudags, siglt um eyjarnar, ekið um Heimaey, horft á bjarg sig og hlýtt messu. Meðan ferða- fólkið er í Eyjum, efna ungir Sjálfstæðismenn þar til skemmt- ana. Farseðillinn kostar kr. 675,00 (kr. 615,00 frá Þorláks- höfn). Þátttaka tilkynnist félög- um ungra Sjálfstæðismanna, í Reykjavík Heimdalli, Valhöll við Suðurgötu, sími 17102 (opið kl. 4—7). Bankamenn unnu HIN árlega skákkeppni Tafl- félags Hreyfilsmanna og Sam- bands íslenzkra bankamanna fór fram að Hlégarði, þriðjudaginn 18. apríl síðastliðinn. Fóru leikar svo að bankamenn báru sigur úr býtum og fengu 16V2 vinning en Hreyfilsmenn 13%. Keppt var í annað sinn um fagran silfurbik- ar, er Landsbanki íslands gaf til keppninnar og hafa bankamenn unnið hann í bæði skiptin. Alls hafa liðin keppt sex sinnum og ávallt á þrjátíu borðum. Hafa bankamenn sigrað þrisvar sinn- um, Hreyfilsmenn tvisvar og í Skólaslit í Bolungarvik BOLUNGARVÍK, 2. njaí. Barna-! dóttir, Björg Guðmundsdóttir og og unglingaskóla Bolungarvíkur' var sagt upp í gær i Félags- heimilinu að viðstöddum nem endum, kennurum og foreldrum barnanna. Fyrst var sunginn skólasöngur, en þá flutti skóla- stjórinn, Björn Þ. Jóhannesson, skýrslu um skólastarfið. — Sam- tals voru í báðum skólunum 142 nemendur en 9 kennarar, þar af 5 fastráðnir. — Heilsufar var fremur gott, og félagslíf stóð með blóma. Má þar nefna skemmti- fundi, taflæfingar og árshátíðar- hald. Þá gat skólastjóri þess, að frú Sigríður Nordquist, söng- kennari, hafi gefið peninga- upphæð til stofnunar sjóðs, sem nota á til þess að kaupa slag- hörpu í hina nýju skóíabyggingu, sem fyrirhuguð er. — Þá var getið úrslita prófa á fullnaðar- prófi barnaskólans. Efst var Björg Guðmundsdóttir með 8.60. I. bekk unglingaskólans varð Helga Þorkelsdóttir efst með 8.80, sem jafnframt var hæsta einkunn í skólanum, en í II. bekk unglingaskólans varð efst Guðlaug Snorradóttir með 8.32. Guðlaug Snorradóttir. Fyrir hegðun og stundvísi hlutu verð- laun: Jóhanna Hálfdanardóttir, Hlíf Guðmundsdóttir og Grétar Pétursson. — Ónefndur vinur skólans hafði gefið verðlaunabæk ur fyrir beztan árangur í náttúru fræði í II. bekk unglingaskól- ans. Þau verðlaun hreppti Sig- rún Guðmundsdóttir. — Að lok- um sungu allir viðstaddir lagið Landið vort fagra, og lauk með því þessari skólauppsögn. eitt skipti skildu liðin jöfn. Áður en keppnin hófst að Hlé- garði buðu Hreyfilsmenn þátt- takendum og nokkrum gestum til kvöldverðar og voru borð hlaðin kþldum úrvalsmat og á öllu hinn mesti myndarbragur og rausn. Síðar um kvöldið voru káffiveitingar, hinar ríkmann- legustu. Formaður Taflfélags Sam- vinnufélagsins Hreyfils, Magnús Einarsson, ávarpaði gesti og þáttakendur og formaður Sam- bands íslenzkra bankamanna, Hannes Pálsson, þakkaði frábær- an undirbúning Hreyfilsmanna og höfðinglegar móttökur. Bjarni G. Magnússon, banka- fulltrúi, afhenti fyrir hönd stjórn ar Landsbanka Islands fyrirliða sigurvegaranna, Gunnari Gunn- arssyni, hinn fagra bikar Lands. bankans og voru gef£mda færðar þakkir fyrir góðan hug og stuðn- ing við iðkun skákíþróttarinnar. Þá afhenti hann einnig Margréti Þórðardóttur, bankaritara í Bún- aðarbanka íslands áletraða silf- urskál í minningu þess, að húi» hefir verið eini kvenmaðurinn, sem hefir tekið þátt í skákkeppn- inni og verið þátttakandi öll sex ár að undanförnu og ávallt teflt við góðan orðstír. 6 herb. ný íbúð í Kópavogi. íbúðtn er á I. hæð með sér inng. Ibúðinni fylgja teppi á gólfum. íbúðin er rúmgóð og sérlega þægi- leg. Þá voru afhent verðlaun. Verzl- anir í Bolungarvík höfðu að venju gefið bókaverðlaun fyrir beztu námsafrek, og Lionsklúbbur Bol- ungarvíkur hafði eins og í fyrra gefið bókaverðlaun fyrir hegðun og stundvísi, er einskorðuð er við ákveðnar bekkjarsagnir. Þessir nemendur hlutu verðlaun fyrir námsafrek: Jóhanna Hálfdanar- K \ H illi I \ \ Híbýladeild Hafnarstræti 5 — Sími 10422. tl I R

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.