Morgunblaðið - 10.05.1961, Side 24

Morgunblaðið - 10.05.1961, Side 24
Erfiöleikar á að taka við síldinni IMokkur síld skammt frá Keflavíkurbryggju 1 GÆR auglýsti Síldar- og fiski- mjölsverksmiðjan á Akranesi að hún tæki ekki lengur við síld nema af heimabátum. Fiskimjöls- verksmiðjan á Kletti, sem hefur tekið við síldinni í Reykjavík, er hætt að taka á móti vegna þess hve mikið heftur borizt á land af síld og karfa og Lýsi og Mjöl í Hafnarfirði getur ekki tekið við meiru í bili. Enn getur Fiskiðjan í Keflavík tekið á móti og Fiski- mjölsversmiðjan í Njarðvík. Er því að verða illt í efni hjá síldarbátunum að losna við afla sinn. Hvað geta bátarnir gert, ef þeir koma aflanum ekki frá sér? spurð um við Jón Einarsson skipstjóra á Fanney í símtali í gærkvöldi, en hann var þá staddur norður af Hrauni. — Fara með hann til Vést- mannaeyja, en þá fer hálfur ann- ar sólarhringur í túrinn, eða reyna að finna átulausa síld, svo hægt sé að frysta hana. Þá mundi ástandið lagast svaraði hann. En síldin er lystug og mikil áta hér úti, svo að of mikil áta er í henni til að hægt sé að frysta hana. Má vera að síldin, sem þeir voru að veiða í dag út af Keflavík, sé átuminni. Síldveiðin var fremur treg í gær. Nokkrir bátar fengu þó um 1000 tunnur 10 mínútna ferð frá bryggju í Keflavík. Þeir voru Gjafar 200 tunnur, Farsæll frá Garði 300, Hringver 100, Vonin II 200 og Árni Þorkelsson 200 tunn- ur. Guðmundur Þórðarson hafði í gærkvöldi fengið 500 tunnur norður af Hrauni, 6—S mílur frá Akranesi. ' Allmikil síld í gærmorgun Fréttaritari blaðsins í Hafnar- firði símaði: — Allmikil síld barst hingað í gærmorgun og fór hún öll til vinnslu í Lýsi og Mjöl, en fyrirtækið hefir nú tekið við um 36 þús. tunnum frá áramótum. Mest af síldinni hefir þó borizt í aprílmánuði og það, sem af er maí. í gærmorgun var landað hér úr þessum bátum: Auðunn 1700 til 1800 tunnur, Ólafur Magnús- son 1400, Gjafar 1300 og Eldborg 1200. Tjáði Guðm. Guðmundsson framkvæmdastjóri Lýsi og Mjöl blaðinu svo frá í gær, að ekki væri hægt að taka móti meiri síld næstu daga. Er allmikil hætta á því að súr myndist í síldinni ef hún er geymd of lengi og lýsið úr henni verði þá ekki eins gott og ella. Mun taka nokkra daga að vinna það magn, sem barst á land í gær. Fréttaritarinn á Akranesi sím- aði: — 5100 tunnur síldar bárust hingað í dag af þremur bátum og fer allt í bræðslu. Höfrungur II fékk 2200 tunnur, Guðmund- ur Þórðarson úr Reykjavík 2200 tunnur og Sæljón úr Reykjavík 700 tunnur. Síldina fengu þeir 2—3 klst. siglingu norðvestur frá Akranesi. Fyrir bifreið KLUKKAN rúmlega 1 í gær varð 10 ára gömul telpa, Sólveig Ingi bergsdóttir, Langholtsvegi 155, fyrir bifreið á Langholtsvegin- um, og hlaut áverka á fótum og hálsi. Fólksbifreið var á Ieið norður Langholtsveg og mætti annarri lítilli bifreið. En aftan við þá bifreið mun telpan hafa komið hlaupandi út á götuna í stefnu vestur yfir. Bifreiðastjórinn snar hemlaði, en þar eð hemlarnir voru ekki í fullkomnu lagi, rann bíllinn nokkurn spöl áður en hann stöðvaðist. Lenti vinstra frambrettið á telpunni. Hún var flutt á Slysavarðstofuna og það an til frekari athugunar í Land- spítalann. Verkfall- inu íKefla- vík lokið VERKFALLI verkakvenna lauk í Keflavík I gærkrvöldi og átti vinna að hefjast í frysti- húsunum í morgun, að því er fréttaritari blaðsins á staðn- um símaði í gærkvöldi. Samningar voru undirrit- aðir í gærkvöldi. Fengu kon- urnar um 7 % kauphækkun. Dagvinnukaupið hækkaði úr kr. 16,14 í 17,37 og ýmsar aðr- ar lagfæringar voru gerðar. Alftarhjón verpa við Eiði ÁLFTAHJÓNIN, sem tóku sér bólfestu og hreiðruðu um sig vestur við Eiði á Seltjarnarnesi, eru nú komin þangað aftur, hafa gert sér hreiður. f gær urðu þau fyrir dálitlu ónæði, því krakkar höfðU kveikt í sinu ekki langt frá hreiðrinu, en eldurinn var fijótlega kæfður af Eiðisfólki. Nú er kominn sá tími vorsins sem sinueldar geta auðveldlega eytt hreiðrum fugla. Það ættu sinubruna-drengir að athuga. En varðandi álftina hjá Eiði er þess að lokum að geta að hún er grimm og mun ekki leyfa nein ar mannaferðir kringum hreiðr- ið. Kosið í stjórn Vinnu- veitendasambandsins EINS og getið var í blaðinu í gær hófst aðalfundur Vinnuveitenda- sambands íslands síðastliðinn mánudag og fóru þá fram nefnda- og stjórnarkosningar. í stjórn eru nú 37 menn og gengur einn þriðji úr árlega. Þessir áttu að ganga úr stjóm nú: Eggert Kristjánsson, Gústaf E. Pálsson, Hafsteinn Bergþórsn. son, Kristólína Kragh, Kristján Siggeirsson, Geir Thorsteins- son, Karvel ögmundsson, Halldór H. Jónsson og Hallgrím- ur Fr. Hallgrímsson. Fulltrúarnir voru allir endurkjörnir til næstu þriggja ára, að undanteknum þeim breytingum að Árni Snæv- arr var kjörinrr í stjórnina í stað Gústafs E. Pálssonar, sem hefur tekið að sér starf borgarverk- fræðings og frú Árdís Pálsdóttir í stað frú Kragh, sem hættir at- vinnurekstri. Þá var Óli M. ís- aksson einnig kjörinn í stjóm- ina sem fulltrúi fyrir bifreiða- iðnaðinn, en Samband bílaverk- stæða á íslandi gerðist á þessu ári aðili að V. V. S. Endurskoð- endur voru endurkjörnir Jón E. Ágústsson og Oddur Jónsson. Skýrslu framkv.stjóra Vinnu- veitendasambandsins, Björgvins Sigurðssonar, verður getið í blaðinu síðar. Bandalag háskólamanna gefur út afmœlisrit Fundurinn heldur áfram í dag og hefst kl. 10 árd. í Kaupþings- salnum á erindi er fjármálaráð- herra, Gunnar Thoroddsen, flyt- ur um skattamál og fjármál. í gær sátu fulltrúar síðdegisboð félagsmálaráðherra, Emiis Jóns- sonar, í Ráðherrabústaðnum. Aftur í bið - Tal með peð yfir Tuttugasta skákin í einvígi Tals og Botvinniks, sem fór í bið á mánudag, var tefld áfram í Moskvu í gærkvöldi. Eftir 89 leiki og samtals 10 stunda bar- áttu, fór skákin ennþá í bið. llafði Tal þá peð yfir. Botvinnik, sem hefir 1114 vinning gegn 714 vinningi Tals þarf aðeins tvö jafntefli eða 1 vinning úr 5 skákum til að end- urheimta titilinn heimsmeistari í skák. HÁSKÓLI íslands verður 50 ára á þessu ári, eins Og kunnugt er. Bandalag háskólamanna, sem er samband allra félaga háskóla- menntaðra manna á íslandi, hef- ur ákveðið að heiðra Háskólann á þessum merku tímamótum með afmæ’isriti. f riti þessu verða 20—-25 greinar um ýmsa þætti vísindanna, þróun þeirra Og fram tíð, svo og hlutverk Háskóla ís- lands í sambandi við þau. Er ætlunin, að greinarnar verði rit- aðar fyrir almenna lesendur, en ekki sérfræðinga einvörðungu. Fremst í ritinu verður heilla- óskaskrá (Tabula gratulatoria), sem öllum háskólamenntuðum mönnum á íslandi verður gefin kostur á að skrá sig á. Þeir, sem það gera, eiga að greiða 500 kr. Fá þeir auk skrásetningarinnar afmælisritið án frekara endur- gjalds. Ágóðanum af útgáfu þessari verður varið til eflingar menn- ingar- og félagsmálastarfsemi eldri og yngri stúdenta, svo og lengslum þeirra við Háskólann. Lokaákvörðun um þetta er þó eigi unnt að taka, fyrr en vitað er um undirtektir manna. Afmælishátíð Háskólans verð- ur haldin 6. og 7. október n.k., og á afmælisritið að koma út um leið. Ritnefndinni hefur þegar bor- izt haldin 6. og 7. október n.k., og Kristján Eldjárn og Valdimar Kristinsson hafa yfirumsjón með útgáfu afmælisritsins. Kindur drepast úr fóÖureitrun ÖÐRU HVERJU kemur það fyr- ir víðs vegar um land að ein og ein kind drepist úr fóðureitrun af skemmdu heyi eða votheyi. Fyrir nokkrum dögum kom það fyrir á Neðra-Hálsi í Kjós að milli 10 og 20 kindur drápust úr þessu. Er sjaldgæft að svo margar kindur drepist í einu og tjón bændanna mikið. Fréttarit- ari blaðsins í Kjósinni, Steini á Valdastöðum símaði: Allmikið hefir borið á veiki í fé hér á einum bæ, Neðra-Hálsi. Sl. föstudag voru 10 ær dauðar og fleiri voru veikar. Voru tvær kindur sendar að Keldum til rann sóknar. Hér eru um einhvers kon- ar fóðureitr'un að ræða. Fóðrið sem gefið hefur verið er þurrhey og vothey. Á Neðra-Hálsi búa tveir bræður, Gísli hreppstjóri og Oddur Andréssynir. Hafa þeir I orðið fyrir allmiklu tjóni. Umferðin í Miðbænum í Reykjavík er orðin eins og í stórborgunum. Ekkert má út af bera, svo ekki mynd- ist umferðarhnútur og allt stöðvist. Kl. rúmlega 4 i gær rákust tveir bilar saman í Bankastræti. — Frambrettið á öðrum beygl aðist svo, að hjólið var fast og ekki hægt að stýra bílnum. Meðan beðið var eftir kranabíl, til að koma þessum ólánsbfl frá, mynd- aðist löng og þétt bílaröð upp Bankastræti og svo langt sem augað eygði. — Ljósmyndari Mbl., Ól. K. Mag., stóð niðri á horninu við Póshúsið og tók þessa mynd með aðdráttarlinsu. Tíu togarar seldú í gær og fyrradag f GÆR seldi Ingólfur Arnarson í Grimsby 200 lestir fyrir 12645 pund Og Þormóður goði í Hull 186 lestir fyrir 10019 pund. f fyrradag seldu Askur í Grimsby ’ 173 lestir fyrir 10931 pund, Jón Forseti 191,8 lest fyrir 1S352 pund og Elliðaey 177,2 lestir fyr* ir 11858 pund. í gærmorgun seldi Ágúst 199 lestir í Bremerhavan fyrir 109 þús. mörk og Hafliði frá Siglu- firði 190 lestir fyrir 116 þús mörk. Úranus seldi síld í Þýzkalandi í fyrradag og í gær. Einnig áttu tveir 250 lesta bátar að selja síld Pétur Thorsteinsson í Hol- landi Og Bjarnarey í AJberdeen. Mun hafa verið „autolys“ í síld- inni og sala því ekki góð. Nýr lyfsali tekur við Iðunni f GÆR veitti dóms- og kirkju- málaráðuneytið Jóni Þórarins- syni, lyfjafræðingi í lyfjabúðinnt Iðunni í Reykjavík, leyfi til aS reka lyfjabúðina Iðunni frá 20- þ.m., en frá þeim tíma hefur fríi Jóhanna Magnúsdóttir verið leyst frá lyfsöluleyfinu skv. eigin ósk.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.