Morgunblaðið - 29.07.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.07.1961, Blaðsíða 2
2 MORCVTSBLAÐIÐ Laugardagur 29. júlí 1961 Brottfelldar út- svarseftirst öðvar f FORYSTUGREIN sl. þriðju dag reynir Tíminn að gera tor tryggilega upphæð brott- felldra eldri eftirstöðva út- svara í Reykjavík, sem sam- kvæmt reikningi Reykjavík- urkaupstaður 1960 námu 11.7 millj. kr. á því ári. Segir m. a. í grein Tímans: „Vafalaust eru ýmsar þessar eftirgjafir með rökum, en sterkur grunur leikur á, að ekki sé eins fast haldið og skyldi á útsvarsinnheimtu hjá ýmsum vildarmönnum íhalds- ins, og jafnvel falli stundum niður útsvarsupphæðir allhá- ar hjá mönnum með breið bök og þeim. sem sízt skyldi“. „Hér vantar skýringu", bætir blaðið við, og enda Þótt Morgunblaðið telji sig ekki vera neina sérstaka uppiýs- mgamiðstöð fyrir Tímann. og i þessu tilfelli stæði það t. d. bæjarfulltrúa Framsóknar- flokksíns nær að leiðrétta leiðarahöfund blaðsins, verð- ur ekki hjá því komizt að svara þessum ummælum nokkuð, þar sem í þeim fel- ast mjög alvarlegar dylgjur. Morgunblaðið hafði þess vegna samband við Gunnlaug Pétursson borgairritara, sem skýrði frá því, að hér væri að mestu leyti um að ræða útsvör, sem árangurs- laus lögtök hefðu verið fram- kvæmd fyrir. Slík tilfelli væru mjög mörg á hverju ári, og á sl. ári hefðu árang- urslaus lögtök t. d. verið um 1900 fyrir útsvörum og upp- hæð 12.9 millj. kr. Þá benti borgarritari á, að í greinar- gerð hans með bæjarreikn- ingnum 1960 væri gerð grein fyrir þessum burtfelldu eftir stöðvum, en þar segir á bls. 286: „Á bls. 33 hér að framan sést, að burtfelldar eftirstöðv ar útsvara 1959 og eldra voru kr. 11.7 millj. Þetta eru óvenju háar burtfellingar. Stafar það af því, að í reikn- ingi ársins 1959 voru aðeins færðar burtfellingar, sem nefndir og bæjarráð höfðu gert, en ekki gerðar færslur um þær eftirstæður, sem tví- sýnt þótti, að innheimtast mundu. Koma færslur um slík útsvör fyrir tvö ár þess vegna í reikningi 1960“. Borgarritari bætti því við, að auðvitað væri stöðugt hald ið áfram að innheimta þessi útsvör og hefðu t. d. á sl. ári innheimzt um 350 þús. kr. af burtfelldum útsvörum fyrri ára. Að lokum lét hann þau orð falla, að hann yrði Tíman- um þakklátur, ef blaðið vildi gjöra svo vel að skrifa dálítið meira um þessi útsvör, því að það kynni e. t. v. að verða til nokkurar hjálpar við inn- heimtu þeirra. í framsöguræðu sinni við 1. umræðu í bæjarstjórn gaf Geir Hallgrímsson borgar- stjóri yfirlit um burtfellingar á útsvarseftirstöðvum undan farin ár sem hér segir: Ár: Burtfellt af bæjar- ráði og nefndum: Burtfellt við upp- gjör vegna óvissu um innheimtu: Burtfellt alls: Innborgað Burtfellt Fært til reikn. 1957 1.6 millj. 4.4 millj. 6.0 millj. 0.6 millj. 5.4 millj 1958 0.9 — 5.5 — 6.4 — 1.1 — 5.3 — 1959 3.6 — 0 — 3.6 — 0.7 — 2.9 — 1960 2.6 — 9.5 — 12.1 — 0.4 — 11.7 — Að síðustu er svo rétt að geta þess, að hvorki bæjar- fulltrúi Framsóknarflokksins né aðrir bæjarfultrúar gerðu nokkrar athugasemdir varð andi þetta atriði, þegar bæj- arreikningurinn var til um- ræðu í bæjarstjórn. Að lok- um má svo benda Tímanum á, að nákvæm skrá er haldin yfir þá aðila, sem hér eiga hlut að máli, og á bæjarfull- trúi Framsóknarflokksins auð vitað greiðan aðgang að þeirri skrá, eins og öðrum skjölum bæjarins, en vafa- samt verður að teljast, að á henni muni finnast margir af þeim, sem Tíminn kallar sér- staka „vildarmenn íhalds- ins“. /'NAIShnúhr SVSOhnútar ★ Sn/öhoma » úhn&m X7 Skúrir K Þrumur «a Kutíaski! Hitaskit HAH,» 1 L-taah [ "i —, •'■^'""‘'"■"»1 LÆGÐARMIÐJAN er yfir Suður-Grænlandi og mun fara fram hjá suðurströnd íslands á austurleið. Mun hvessa nokkuð á austan og jennilega rigna eitthvað í Þili, en þorna bráðlega upp með norðlægri átt aftur á Suðurlandi. Veðurspáin kl. 10 í gærkvöldi SV-land til Vestfjarða og miðin: SA kaldi, sums staðar stinningkaldi, dálítil rigning með morgninum. Norðurland til Austfjarða og miðin: Þykknar upp með sunnan gola eða kalda. SA-land og miðin: Þykknar upp með SA kalda, dálítil rigning með morgninum. Haroldur Björnsson lék ú flkur- eyri ú sjötngs ufanæli sínu AKUREYRI, 28. júlí. — í gær- kvöldi var hér í Samkomuhús- inu Kiljans-kvöld, samtöl og þættir úr verkum Halldórs Kiljans Laxness. Helga Valtýs- dóttir, Lárus Pálsson, Haraldur Björnsson og Rúrík Haraldsson fluttu efnið. Voru fluttir þættir úr Paradísarheimt, Heimsljós- inu, Brekkukotsannál og Is- landsklukkunni. Sýning þessi var frábærilega vel flutt, enda gerðu áhorfendur mjög góðan róm að. í lok sýningarinnar kvaddi Lárus Pálsson sér hljóðs, og minntist þess að einmitt þann dag varð Haraldur Björnsson Veizluhöld hjú Auslurþýzkum t GÆRKVÖLDI voru enn veizluhöld um borð í aust- ur-þýzka skipinu Fritz Heckert og sáu vegfarend- ur við höfnina hvar framámenn Sósíalistaflokks ins á íslandi streymdu um borð, ásamt obtoanum af Æskulýðsfylkingunni. Þar sást t.d. Guðmundur Magnússon, fyrrv. formað- ur Æskulýðsfylkingarinn- ar, fara um borð með fríð- an hóp ungmeyja. Einnig voru þar Magnús Kjartans son, Kristinn Andrésson, Björn Franzson o. fL SVART: Síldarverksmiðja ríkisins Raufarhöfn ABCilEFGH ■TíSiTiT i i!Í! H1 A;* ★r Ágætt héraðsmót í Austur- landskjordæmi UM SÍÐUSTU helgi héldu sjálfstæðismenn tvö héraðs- mót í Austurlandskjördæmi, þ.e. á Hornafirði og í Breið- dal. Á mótunum fluttu ræður þeir Gunnar Thoroddsen f jár málaráðherra, Jónas Péturs- son alþingismaður og Sverrir Júlíusson útgerðarmaður. Á ABCDEFGH HVÍTT: Síldarverksmiðja ríkisins Siglufirði Síðasti leikur Siglfirðinga var Be3. Síldar- vísur í FYRRADAG var í blaðinu vísa frá Raufarhöfn um þoku og vísnaleysi. Siglfirðing varð af því tilefni að orði, og tekur fram að hurðin vísi til frægrar pen- ingaskápshurðar: Sjá þeir aldrei sólarlag, sjaldan hurðum loka. Engin vísa dags í dag, dauðans andleg þoka. — ★ — Þessar eru líka frá Siglufirði: Á Siglufirði hönd í hönd, hjúin oft þá sofna. Hafa fjölmörg hjónatoönd hafizt þar og • rofnað. — ★ — Hér er smátt um glit og glans gerist fátt að vonum. En í háttinn eftir dans, eg fer brátt með konum. Og svo er hér leiðrétting á prentvillu er varð í fimmtudags blaði. Þriðja vísuorð í síðustu vís unni á að vera „tehir kóðið eitt“ ekki tekur. háðum stöðunum var einnig sýnd óperan Rita eftir Donni- zetti. Samkomurnar voru háð ar fremur f jölsóttar og tókust ágætlega. Það var á laugardagskvöldið, sem héraðsmótið var á Horna- firði. Var það haldið í samkomu- húsinu Mánagarði. Var húsfyll- ir á mótinu. Ræðumenn voru þeir Gunnar Thoroddsen og Sverrir Júlíusson. Fjölluðu þeir í ræðum sínum um þau mál, sem nú eru efst á baugi, og var gerður góður rómur að máli þeirra. Hið eina, sem á skyggði á móti þessu var, að dansinn féll niður að mestu, þar sem hljóðfæraleikari var ekki fyrir hendi. Á sunnudagskvöldið var svo mótið í Breiðdal, Suður-Múla- sýslu. Þar fluttu ræður þeir Skákin Á Norðurlandaskákmótinu í gær urðu úrslit þessi í 6. umferð. Ingi vann Gunnar, Nilsen vann Björn, Jón Þorsteinsson og Bryn hammer biðskák, Jón Pálsson og Gannholm biðskák. 7. umferð verður teflda kl. 1.30 í dag. Misskilningur var í blaðinu í gær að Ingvar gæfi þær skákir er hann átti eftir í mótinu. Hið rétta er að Ingvar Þurkast út og engin fær vinning eða jafn- tefli gegn honum eins og áður hafði verið sagt. Þetta þýðir t. d. að Ingi R. er aðeins % vinn- ing á eftir Jóni Þorsteinssyni. Gunnar Thoroddsen og Jónas Pét ursson og töluðu um viðhorfin í stjórnmálum landsins. Mót þetta var ekki eins vel sótt og mótið á Hornafirði, en samt allvel. Á þessu móti tókst þó betur til með dansinn, sem stiginn var af miklu fjöri fram eftir kvöldi. Á báðum mótunum var sýnd óperan Rita eftir Donnizetti, eins og fyrr segir. Hvernig leizt ykkur ú blikunu? — HVERNIG lízt þér á blik- una? spurði Jón Eyþórsson veðurfræðingur, er fréttamað ur spurði hann í gær hvort hann héldi að lægðin við Suði ur-Grænland (sjá Veðurkort í að ofan) ætlaði að eyðileggja helgina fyrir ferðamönnum — Ef þú lítur út, þá sérðu bliku á himninum. I Jón sagði að síminn hefði ekki stanzað á veðurstofunni í gær og allir lagt fyrir hann þessa sömu spurningu. Fólk er að fara í ferðalag og vill fá staðfestingu á því að samskonar veður og í gær haldist en er hrætt við lægð- ina og tolikuna. Við þessu gaf Jón nokkuð óákveðið svar. — Hann sagði að gæti komið aust an átt og rigning um suðvest- ur hluta landsins. En veðrið gæti líka farið sunnan við. Það hefði nú litið illa út um dag- inn, en bjargazt, og svo gæti einnig farið nú. sjötugur. Gat Lárus starfsferils Haraldar, og snilli hans á leik- sviðinu. Einnig flutti Sigurður Kristjánsson, formaður L. A., ræðu og þakkaði Haraldi vel- unnin störf í þágu leiklistarinn- ar. Haraldur þakkaði me3 nokkrum orðum, og minntist þess m. a. að svo einkennilega vildi til, að einmitt á þessum sama stað hefði hann fyrst kom ið fram á leiksviði. Leikhúsgest- ir hylltu Harald með húrra- hrópum og honum bárust einn- ig margir blómvendir. Að sýningunni lokinni hafði Leikfélag Akureyrar boð inni fyrir sunnanleikarana, og nokkra aðra gesti. Þar flutti Ágúst Kvaran minni afmælis- bamsins, en Haraldur þakkaði. Rifjaði hann á skemmtilegan hátt upp gömul kynni og störf í leikhúsmálum á Akureyri, en Haraldur starfaði hér sem kunnugt er nokkuð á fyrri ár- um. Önnur sýning verður hér á föstudag, en síðan halda leik- ararnir til ýmissa staða hér norðanlands, og svo austur um leuid. — St. E. Sig. Filmum sfofíÁ — einum manni dýrmœtar — öðrum einskis virði AÐFARANÓTT s. 1. fimmtudags var brotizt inn í herbergi er- 1-ends ferðamanns, sem hér dvelst, og fáeinum hlutum stolið. Þeirra á meðal voru nokkrar óframkallaðar filmur, sem mann- inum er mjög bagalegt að missa, en útilokað er, að nokkur annar geti haft gagn eða hagnað af. Útlendingurinn er arkitekt, og er hann á leið heim úr ferðalagi, sem hann fór til þess að afla sér alls konar upplýsinga í sérgrein sinni. Telur hann sér filmurnar mjög dýrmætar, og ferðalagið sér að miklu leyti ónýtt. komi þær ekki í leitirnar. Sennilegt er, að þjófarnir hafi álitið eitt- hvað dýrmætt vera í málmhylkj. unum, sem filmurnar eru geymd ar í, og því gripið þær með sér. 7 af filmunum er 36 mynda lit- filmur, þar af 5 Ektachrome. Þess er óskað, að filmunum verði skilað til Rannsóknarlögreglunn ar, og eins eru allir þeir beðnir, sem varir hafa orðið við grun- samleg filmuhylki eða filmur, a* láta Rannsóknarlögregluna vita.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.