Morgunblaðið - 29.07.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.07.1961, Blaðsíða 13
Laugardagur 29. júlí 1961 MORCVISVLAÐIÐ 13 vJTGEFANDI: SAMBAND UNGRA SJÁLFSTÆÐISMANNA # Er erfitt að vera ungur maður í Sovétríkjunum? Á fundum kommúnistaflokksins verður ungt fólk að tjá skipulaginu hollustu sína. Er erfitt að vera ungur maður.. 1 ALLIR kannast við greinar, sem öðru hverju má lesa í Þjóðviljan- um um þau vandamál, sem æska lýðræðisríkjanna 1 Vesturálfu eigi við að glíma. Æska þessara ríkja á að vera á flótta frá lífinu, ihafa ekkert takmark og lifa hug- sjónasnauðu lífi. Æska íslands é að vera sömu sökinni seld. Þess ar Þjóðviljagreinar eru aðeins bergmál af þeim stöðuga áróðri, sem haldið er uppi í málgögnum kommúnismans, þar sem hinu iþorgaralega þjóðfélagi lýðræðis- ríkjanna er kennt um öll þau vandamál, sem æskan á við að Stríða. Að sögn þeirra Þjóðviljamanna er læknisráðið aðeins eitt: Sósíal- ismi. Það á að vera lausnarorð- •ið. Hin sósíalistiska æska á að þeirra dómi að hafa nóg annað fyrir stafni en að fremja afbrot eða drekka sig fulla. Kraftar hennar beinast aðeins að þjóð- nytjastörfum, segja þeir. En hvernig er nú reynsían i ríkjum kommúnismans? Eru þau vandamál, sem æskan á við að glíma í þeim ríkjam mikið á annan veg en í lýðræðisríkjum? Fregnir, sem berast að austan segja okkur aðra sögu en Æsku- 'lýðsfylkingarmennirnir á Þjóð- viljanum vilja vera láta. • Afbrotafaraldur Fregnir, sem berast að austan, ■herma, að afbrot meðal ungs fólks færist stöðugt í aukana, enda bera hinar auknu refsing- ar, sem nýlega hafa verið boð- aðar austur í Rússlandi, vott um mikinn afbrotafaraldur, þrátt fyr ir kreddukenningar, sem halda hinu gagnstæða fram. En áhyggj ur stjórnarvaldanna í Sovétríkj- unum virðast þó í vaxandi mæli beinast að þeirri staðreynd, að aukinn fjöldi ungs fólks er skeyt- •ingalaust um þjóðfélagsmál og færist undan að vinna þjóðnýt Störf. Ein af síðustu tilraunum flokks Ins til að vekja aukna ábyrgðar- tilfinningu meðal ungs fólks er ppurningaþáttur í formi bréfa- skrifta, sem birtist í mál- gagni Ungkommúnistasambands- ins Komsomol, Komsomolskaya Pravda. Úrval af svörum, sem borizt höfðu, var birt 11. og 26. janúar og 24. febrúar sl. Þann 5. apríl efndi blaðið til almenns fundar í Leningrad, þar sem rætt skyldi um sálarlíf og skapgerð nútíma æsku. Lesendur Kom- somolskaya Pravda ræddu efnið síðan í blaðinu undir fyrirsögn- inni „Ég og nútíminn“ og í þeim umræðum komu fram mjög mis- munandi skoðanir um eiginleika æskufólks. Menn greindi á um, hvort æskan væri „efasjúk, eða full ákafa, skyldurækin eða hirðulaus" og þar fram eftir göt- unum. • Athyglisverð svör Á sovézkan mælikvarða var spurningaþátturinn í blaðinu 6. janúar óvenjulega hispurslaus. Blaðið hvatti lesendur sína til að gefa hreinskilin svör við 12 spurningum. Efni þeirra flestra var um tilgang ungs fólks í lífinu — hvort það hefði ákveðin mark- mið og ef svo væri hvaða mark- mið. Og ennfremur hver væru þau neikvæðu skapgerðareinkenni, sem algengust væru meðal ungs fólks. Mörg þúsund svör bárust og flest þeirra, sem birtust voru full af venjulegum kommúnista- slagorðum um ágæti sovézkrar æsku. En meðal þeirra bréfritara, sem drógú fram hinar dökku hlið ar voru margir, sem vildu vekja athygli á viljaleysi unga fólks- ins til að vinna þjóðnýt störf, að- dáun þess á vestrænum siðum og tilhneyging til drykkjuskapar og æsingafulls lífernis. Ein 19 ára gömul stúlka ritaði: „Állir draumar mínir hafa hjaðn- að niður og beinast nú að einu marki — mig skortir peninga". Önnur skrifaði og sagðist ekki geta lifað einn dag án þess að fá „rock and roll“, enda þótt hún bæri virðingu fyrir Beethoven. Slík bréf kölluðu fram margar athugasemdir frá lesendum. 24. marz skýrði blaðið frá stú- dent einum í Moskva, sem stund- aði nám í hagfræðilegri „statis- tikk“. Nafn hans var Stanislav Zhukov Og einn skólafélagi hans lýsti atferli hans. Zhukov starf- aði af mikilli samvizkusemi sem umsjónamaður í Komsomol, en á sama tíma verzlaði hann með erlendar vörur og ól með sjálf- um sér þá stefnu að láta annað fólk afskiptalaust. Á stúdenta- fundum hóf hann miklar árásir á félaga sína, en utan dyra sagði hann á eftir: „Vertu ekki móðg- aður, ég var neyddur til að gera þetta“. Félagi hans lýsti atferli hans á þá leið, að hann notaði skoðanir þær, sem hann héldi fram opinberlega til að dylja eig- inlegar hugsanir sínar. • Léleg lífsskilyrði Margir bréfritárar virðast hafa gripið langþráð tækifæri til að láta í ljós skoðanir sínar. Einn ritaði: „Mig hefur lengi langað til að láta í Ijós skoðanir mínar á mörgum málefnum". Hann bar lof á starf kynslóðar sinnar (á aldrinum 20-—30 ára) og sérstak- lega þeirra, sem unnu í sveita- héruðunum, en kvartaði undan „útbreiddri tregðu manna til áð vinna opinber störf“ og hve „notk un blótsyrða færi í vöxt“! í mörgum svörum var vakin at- hygli á miklum skorti á aðstöðu til tómstundaiðkana, sérstaklega utan við aðalborgirnar. Mjög var algengt að kvartað væri undan „ruddalegri framkomu", sérstak- lega í fari ungra manna gagnvart stúlkum. Listamaður frá Lenin- grad ásakaði stofnanir Komso- mol, sem hann kvað nær ein- göngu fást við verkefni á sviði efnahagsmála, en fjallaði nær ekkert um verkefni á sviði fagur- fræði eða siðfræði. Hann var'enn fremur þeirrar skoðunar, að tóm stundir manna væru illa skipu- lagðar, þar sem nær eingöngu skiptust á dansleikir og fyrirlestr stólum. Hann kvað flest vanda- mál æskunnar stafa af „lélegum lifsskilyrðum og húsnæðisskorti". Hann krafðist þess að, hinn slæmi og smáborgaralegi smekkur unga fólksins skyldi upprættur, en jafnframt fannst honum, að gæta bæri meiri varfærni í því að taka til umræðu á fjölmennum fund- um persónuleg málefni ein- staklinga. Einstaklingurinn á að hafa leyfi til að efast og skýra öðrum frá kvíða sínum, „án þess að eiga það á hættu að hrein- skilni hans komist fyrir augu og eyru almennings.“ • Að afklæðast persónuleik- anum Bréfaþátturinn í Komsömolsk- aya Pravda var auðsjáanlega til þess ætlaður að hvetja til um- ræðna meðal ungra sem gamalla um algengustu vandamál sovét- æskunnar. Hið vinsæla spurninga form var greinilega notað til að skapa meðal ungs fólks aukna tilfinningu fyrir einlægni í garð þjóðfélagsins og að auka þjóð- félagsvitund þess. Hér var því alls ekki um neina allsherjar skoðanakönnun að ræða. Þeir sem hugsa svipað og stúdentinn Zhukov munu að öllum líkind- um halda áfram að fela sérhverja hugsun, sem brýtur í bága við rétttrúnaðinn og sérhverja yfir- lýsingu, sem kann að koma upp um persónuleika þeirra, vegna Fróðleikur fyrir kjósendur HVAÐ myndi ske, ef meiri hluti kjósenda gerði sér fulla grein fyrir nokkrum staðreyndum, sem ekki eru kenndar í skólum? Á þessa leið spyr bandarísk- ur brautryðjandi á sviði efnahagsmála, Fred G. Clark að nafni. Og sem dæmi um þær staðreyndir, sem hann hefur í huga, nefnir hann þessar: 1) Eina uppspretta mik illa auöœfa er ekki meiri peningar — heldur aukin framleiösla. ' 2) Stjórnarvöldin geta ekki veitt fólkinu neitt, sem ekki hefur áöur ver- iö frá því tekiö. 3) Efnahagsstuöningur ríkisins þýöir pólitíska skiptingu verömœta, sem þegar hafa veriö fram- leidd, og sé of mikiö tek- iö frá framleiöendunum, minnkar framleiöslugeta þeirra. k) Launahœkkanir, sem stuöla að veröbólgu, veröa 1 á skömmum tíma engum til góös — en öllum til tjóns. semdir verði skráðar í syndareg- istur þeirra. Margar þær athuga- semdir, sem spurningaþátturinn leiddi af sér, reyndust miklu at- hyglisverðari en hin vanalegu slagorð um „samfélagsandann, hetjudáðirnar og föðurlandsvin- áttuna“. Þær sýna, að sovétæskan þráir eins og allt ungt fólk aö geta látið í ljós skoðanir sínar og þurfa ekki að „afklæðast per- sónuleika sínurn". Athugasemd- irnar sýna okkur ennfremur, að þar sem þetta verður ekki upp- fyllt hneygist æskufólk til drykkjuskapar og æsingafulls líf- ernis. ótta lun að frami þeirra sé í ar, en annað væri ekki á boð- hættu eða óvinveittar athuga- Einn af slögurum kalda stríðsins rifjaður upp (tarantel press) »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.