Morgunblaðið - 29.07.1961, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.07.1961, Blaðsíða 19
Laugardagur 29. júlí 1961 MORGUNBLAÐIÐ 19 — Rv'ik 175 ára Framihald af bls. 1. hönd að verki, svo sem íþrótta- Ibandalag Reykjavíkur, æskulýðs ráð, Ríkisútvarpið, póstur og sími o.fl. í Neskirkju verða guðs- þjónustur og hljómleikar nokkur kvöld. * BÆJARSTOFNANIR OG EINKAFYRIRTÆKI OPIN Þá hafa verið gerðar ráðstaf anir til þess að bæjarstofnanir verði opnar almenningi á ákveðn um tímum alla virka daga með an á kynningunni stendur, svo að bæjarbúar eigi þess kost að kynnast þeirri starfsemi, sem fram fer á vegum Reykjavíkur- bæjar. Ennfremur hafa stjórnend ur ýmissa einkafyrirtækja fall izt á, að fyrirtæki þeirra verði opin almenningi til- skoðunar. Einnig mun farið í kynnisferðir um ýmsa bæjarhluta undir leið sögn kunnugra manna, sem veita munu upplýsingar um sögustaði og byggingar í viðkomandi hverf um. Jafnframt verða ýmis fyrir tæki heimsótt í ferðum þessum. Einnig munu verða skipulagðar sjóferðir um sundin. SÝNING Á MUNUM GÖMLUM Dagskrá hátíðahaldanna verð ur mjög fjölbreytt. Munu koma fram þekktir Reykvíkingar og listamenn, sem flytja efni til Skemmtunar og fróðleiks. Á hátíðasvæðinu verða sýndir ýmsir gamlir munir, svo sem gamla járnbrautin, gömul tæki gatnagerðar og slökkviliðs, flug- vél, sviffluga og fleiri munir. Skátar munu hafa þar tjaldbúðir og varðelda, ög í umsjá æsku- lýðsráðs verður ganga um bæinn, sem enda mun á hátíðasvæðinu. 2>á verður þar sérstök dagskrá fyrir yngri kynslóðina. Á svæðinu verður komið upp barnaleikvangi með ýmsum leiktækjum, og barnagæzla verður í Melaskólan um. Dansað verður á malbikinu framan við Melaskólann eitt eða fleiri kvöld meðan kynningin stendur yfir. í tilefni kynningar- innar munu samtök kaupmanna gangast fyrir sérstökum glugga- skreytingum í verzlunum bæjar ins. i Framkvæmdastjóri Reykjavík- urkynningarinnar er Ágúst Haf- berg, en framkvæmdanefndina skipa auk formannsins, Björns Ólafssonar fyrrv. ráðherra, Þór Sandholt skólastjóri, sem er vara formaður, Björn Þorsteinsson sagnfræðingur, Óskar Hallgríms son rafvirki og Sigurður Egilsson framkvæmdastjóri. Einnig hafa starfað með nefndinni þeir Páll Líndal skrifstofustjóri Reykja víkurbæjar, og Lárus Sigur- fojörnsson skjalavörður. Arkitekt ar eru Þór Sandholt og Gunnar Hansson. Skrifstofá nefndarinnar er í Hagaskóla, sími 16717. SKIPULAGSSÝNING Eins og áður er getið, verða til löguuppdrættir þeir sem berast um skipulag Possvogs og Öskju hlíðar, sýndir í sambandi við af mælissýningu Reykjaví'kur. Eru stöðugt að berast nýjar tillögur, sem komnar voru í póst frá Norð urlöndum, þegar frestur var út- „ runninn. i' Athugasemd Framh. af bls. 12. Grein þessi fjallar um fram- leiðsluaukningu undanfarinna ára og um þol atvinnuveganna til þess að rísa undir kauphækk unum, enda hafði Helgi áður skrifað mjög athyglisverðan greinarflokk um sama efni, og þar stuðzt við eldri tölur bank- ans. ' < 1 greininni er vikið að hinum endurskoðuðu tölum. Helgi seg- •ir m.a.: „Ég sneri mér því til Framkvæmdabankans til þess að fá staðfestingu á hinum nýju niðurstöðum og skýringu á því hvað rangt hefði verið í hinum fyrri. Mér tókst hvorugt að fá“. Við Helgi töluðum saman í síma nokkrum sinnum, áður en hann skrifaði grein sina, og ég man ekki betur en að ég foyði honum að líta á hinar endur- skoðuðu tölur og að við athug- uðum saman í hverju mismun- urinn væri fólginn. Helgi áleit, að það væri óþarfi, enda vorum við sammála um, að mismunur- inn væri ekki ýkjamikill og að timabil það, sem valið væri, t.d. 1945—1958 annars vegar og 1954—1959 hins vegar, réði meira um vaxtatölur þjóðar- framleiðslunnar, en sá mismun- ur, sem er milli eldri og nýrri talna Framkvæmdabankans. — Hins vegar er það rétt hjá Helga, að ég vildi ekki segja, hvor vaxtatalnanna væri „rétt“ eða „röng“ og þykist ég hafa rökstutt það í því, sem hér fór á undan, né heldur við hvaða tímabil væri „rétt“ að miða, þar koma til mála dómar, sem hver sá, er um efnahagsmál skrifar, verður sjálfur að fella. Torfi Ásgeirsson Hagdeild Framkvæmdabankans. — Sfefnuskrá Fnamhald af bls. 1 berlega frá efni hennar timan- lega fyrir þingið, svo að tóm gefist til ítarlegrar athugunar og umræðna, áður en það kem- ur saman. 185 síðna löng Þegar hefur verið látið að því liggja af opinberri hálfu, að stefnuskráin hafi að geyma efnahagsáætlun, sem sé við það miðuð, að framleiðsla Sovét- ríkjanna verði innan 20 ára tvö- falt meiri en Bandaríkjanna. — Stefnuskrá þessi, sem sögð er vera um 185 síður, er einnig talin fela í sér ýmis þeirra at- riða, sem tekin hafa verið upp í stefnu kommúnista í alþjóða- málum, síðan Jósef Stalin dó árið 1953. Þar á meðal sé mælt með friðsamlegri sambúð og lýst yfir þeirri skoðun, að styrjöld milli austurs og vesturs sé ekki óumflýjanleg. Ennfrem- ur sé því lýst yfir, að kapítal- isminn og heimsveldisstefnan séu að líða undir lok og byltingum kommúnismans í öðrum löndum megi ná fram með friðsamleg- um hætti. Brauð og akstur Sérstaka athygli hér í landi vekja þau tíðindi, að í stefnu- skránni sé íbúum Sovétríkj anna heitið ókeypis bæði brauði og akstri í almenningsvögnum í náinni framtíð. I stefnuskránni mun felast sú leið, sem áformað er að fara áttina til hins algjöra kommún- isma. Enn mun flokkurinn þó ekki hafa slegið því föstu, hve- nær náð verði á leiðarenda og „sannur kommúnismi" verði kominn á, enda þótt Krúsjeff hafi lýst þvi yfir, að hann bú- ist við að börn barna sinna fái að njóta hans. f>ar sem hann hefur einnig látið svo ummælt, að takmarkinu verði ekki náð fyrr en lífskjör fólksins hafi batnað, er talið líklegt, að stefnuskráin snúist fyrst og fremst um efnahagsmál. Þegar stefnuskráin verður kunngjörð, mun verða litið það hér sem söguleg tímamót. Þriðja stefnuskráin Þessi væntanlega stefnuskrá kommúnista er aðeins hin þriðja i röðinni, sem flokkur inn hefur gefið út. Hin fyrsta var samþykkt á fundi í London 1903 og lagði drögin að bylting' unni í Rússlandi. Síðan var gerð ný stefnuskrá árið 1919 eftir að bolsevíkar, með Lenin í broddi fylkingar, höfðu tekið sér alræðisvald í landinu. Fól- ust í henni áætlanir um að koma á sósíalísku þjóðskipulagi, en fyrir nokkrum árum var lýst yfir því af hálfu sovézkra ráðamanna, að þeim áfanga hefði verið náð. Undirbúningur að stefnuskrá þeirri, sem nú eru horfur á að sjá dagsins Ijós innan skamms, 1939, en á styrjaldarárunum lá vinna við hana niðri. Voru þeir Krúsjeff og Anastas Mikoyan, varaforsætisráðherra, í hópi peirra, sem kvaddir voru til undirbúnings. meðan fundir hafa staðið 1 Evian. Var m.a. komið á vettvang sér- stakt loftvarnalið, en um varnir gegn árás úr lofti hefur ekki ver ið að ræða á staðnum fraim til þessa. Er talið að efling franska liðsins í Evian sé sprottin af sí fellt fleiri sprengjutilræðum 1 Paris undanfarna daga af hálfu þeirra afla, sem andsnúnir eru viðræðum milli Frakka og þjóð- ernissinna. KOM Á ÓVART Fregnin um að viðræðurnar í Evian hefðu farið út um þúfur að sinni, kom flestum mjög á óvart. Almennt var talið, að þeim hefði þokað nokkuð áleiðis upp á síðkastið, enda þótt við marg- vísleg vandamál væri að etja. Af hálfu alsírsku viðræðu- nefndarinnar var því að vísu lýst yfir í dag, að viðræðunum hefði aðeins verið frestað — ekki slitið. Ýmis tormerki eru hinsvegar talin vera á áfram- haldi þeirra, eins og nú horfir. Er haft eftir frönskum tals- manni, að þjóðernissinnar hafi gert það að skilyrði fyrir frekari viðræðum, að Frakkar gengju þegar að kröfum þeirra varðandi Sahara. Rúm vika er síðan við- ræður Frakka og þjóðernissinna hófust að nýju, eftir nokkurt hlé. Ein mynda Sigurðar. — Nefnist hún „Flótti". Málverkasýning í Bogasalnum UNDANFARIB hefur stað- ið yfir í bogasal Þjóð- minjasafnsins, sýning á málverkum eftir Sigurð Kristjánsson, listmálara. — Hefur aðsókn verið góð, sýningin vakið athygli og allmargar myndir selzt. — Sýningunni lýkur í dag. Sjálfstæðismenn á V atnsley sustr önd Sjálfstæðisfélag Vatnsleysu- strandar efnir til skemmtiferðar í Þjórsárdal á morgun, sunnu- dag. Lagt verður af stað úr Vog- um kl. 8 árdegis. Leiðrétting f GREIN Baldurs Guðmundsson- ar um rekstrargrundvöll síld- veiðiflotans í blaðinu í gær varð prentvilla, sem nauðsynlegt er að leiðrétta. Stóð þar í næstsíð- ustu málsgrein fyrra dálks grein arinnar: „Það hefur orðið óeðli- leg hækkun á sameiginlegum hluta . . en átti að vera: „Það hefur orðið óeðlileg lækkun á sameiginlegum hluta . , .“, o. s. frv. — Frakkar hafna Frh. af bls. 1 ist aðeins 'á nauðsyninni til að tryggja sem bezt öryggi Frakk- lands og hins frjálsa heims á þeim viðsjárverðu tímum, sem nú væru. TÚNISMENN LEITA STUÐNINGS í dag varð kunnugt um ferðir túniskra stjórnarerindreka m. a. til landanna fyrir botni Miðjarð arhafs og ýmissa ríkja Suður- Ameríku. Er erindi þeirra það, að afla fylgis við málstað Túnis í deilunni við Frakka. — Evian Framhald af bls. 1. Viðræðunefnd Þjóðernissinna- hreyfingarinnar hafði tekið skýrt fram, sagði Thibaud, að nefndin gæti ekki látið uppi neitt um það, hvenær úr frekari viðræðum gæti orðið. ORIGISLIÐ EFLT Fyrr í dag höfðu Frakkar eflt verulega herlið það, sem gætt var fyrirskipaður af Stalin áriðhefur öryggis viðræðunefndanna Okkar innilegustu kveðjur og þakklæti sendum við íbúum Norður-lsafjarðarsýslu fyrir vinsamlega sambúð og viðskipti. Ennfremur þökkum við sveitungum okk- ar ágæta samvinnu og bændum sýslunnar fyrir hlýjar kveðjur, samsæti og góðar gjafir. Guð blessi ykkur öll. Systkinin frá Æðey Sigríður, Halldór, Ásgeir LOKAÐ í dag vegna jarðarfarar Jóns Steingríms- suiiar, sýslumanns. Brunabótafélag íslands Systir okkar SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR lézt 19. þ.m. — Jarðarförin hefur farið fram. Oddrún Sigurðardóttir, Steinunn P. Sigurðardóttir, Sesselja Sigurðardóttir. Hjartkær eiginmaður minn HALLDÓR SIGURÐSSON sparisjóðsstjóri, Borgarnesi andaðist í Landspítalanum 27. þ.m. Sigríður Sigurðardóttir Innilegt þakklæti til allra f jær og nær, sem auðsýndu- samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför ÞORBJARGAR JÓHANNSDÓTTUR frá Hjarðarnesi Geir Sigurðsson Sigríður Geirsdóttir, Þráinn Kristinnsson Skúli Geirsson, Sævar Geirsson Sigurður Geirsson Innilegar þakkir fyrir áuðsýnda samúð, við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐRÍÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR Rauðarárstíg 30 Börn, tengdabörn og barnaböm Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hluttekn- ingu við fráfall mannsins míns, föður, tengdaföður og afa JÓNS VALDIMARS JÓNSSONAR Hamarsgerði, Brekkustíg 15 Sérstaklega viljum við færa systrum Landakotsspít- ala innilegar þakkir og einnig Sólveigu, sem hjúkraði honum með mikilli alúð síðustu vikurnar. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna. Þórdís Ágústa Hannesdóttir, Brekkustíg 15. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför JÓNS ÞORLEIFSSON listmálara Ursúia Pálsdóttir Koibrún Jónsdóttir, Gísli Halldórsson Bergur P. Jónsson, Elísabet Pálsdóttir Jarl Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.