Morgunblaðið - 29.07.1961, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.07.1961, Blaðsíða 9
Laugardagur 29. júlí 1961 MORGVNBLAÐIÐ 9 Valdemar V. Snœvarr 1 DAG er gerð útför Valdemars V. Snævars, er andaðist 18. þ. m. Hófst hún með kveðjuathöfn á Völlum í Svarfaðardal, en jarð sett verður á Dalvík. Skylt er að geta góðra og merkra manna, er þeir hafa lok- ið ævi sinni, — minnast verka iþeirra og meta. Valdemar fæddist 22. ágúst 1883 á Þórisstöðum á Svalbarðs- strönd, og stóðu ættir hans þar í Þingeyjarsýslu. Á næsta ári misstj hann föður sinn, sem var sviplegt vegna haga fjölskyld- unnar. Minntist Valdemar stund um á þá erfiðleika, sem lífið lagði á menn á þeim tíma, fá- tækt og vandræði. Mundi mörg- um ungum mönnum og ungling irn bregða nú, ef þeir mættu sðstæðum þeim, er ríktu hér fyr- ir aldamótin. Eyjafjörðurinn, sem nú er eitt hið blómlegasta og menningarlegasta byggðarlag landsins og sem gamall söguljómi hvílir yfir, var þá með öðrum svip. Eins' ótrúlegt og það kann að virðasí, þá er það þó stað- xeynd, að þá var þar hart í ári og voru erfiðleikar á hverju vori, að heita mætti, að afla sér mat- ar. Þessa minntist Valdemar stundum í samtölum, en án íbeizkju. Með dugnaði og ráðdeild brauzt hann til mennta og gerð- ist gagnfræðingur frá Möðru- vallaskóla 1901. Hann var virðulegur fulltrúi þeirrar kynslóðar, sem er óðum að hverfa af leikpalli lífsins. Hún er afkvæmi mikilla og sterkra liugsjóna, sem einkennast af trú cg trausti á, að andleg menning og menntun geti lyft grettistaki og verið brautryðjandi verklegra framfara. Og þeir, sem nú lifa og geta borið saman aðstæður manna þá og nú, verða að játa, að mennirnir frá æskuskeiði Valdimars hafi haft rétt fyrir sér. Hin sterka félagshyggja þeirra hefur komið ótrúlega mörgu til leiðar, er á allt er lið- ið, en sú félagshyggja var uppi Iborin af þrá og löngun þeirra tíðar til aukinnar menntunar og fræðslu. Valdemar gerðist skólamaður. Var það rökrétt afleiðing af við- horfi hans til lífsins. Varð hann ekólastjórl á Húsavik 1903 og starfaði þar til 1914. Þá gerðist hann skólastjóri á Nesi í Norð- iViininIiigarorð firðj í átthögum sinnar góðu konu, og starfaði þar til 1943. Eftir það fluttust þau hjónin og mágkona hans til sira Stefáns á Völlum og störfuðu þar að á- hugamálum sínum. Önnur störf hafði Valdemar og haft með höndum en skólastjórn í Norðfirði. Meðal annars var hann símstöðvarstjóri þar um skeið. En aðalstarf hans sýknt og heilagt var að fræða og að ala upp. Við það var hugur hans bundinn. Fræðslustarf hans var marg- þætt, en einbent af lífsskoðun hans og viðhorfi. Hann trúði á mátt fræðslunnar. En það dylst engum, að sú var skoðun hans, að fræðslan þyrfti að einkenn- ast af trú og trausti til Guðs. Hann fór aldrei leynt með það, að mennirnir stæðu andspænis skapara, sem þeir voru skuld- bundnir. En trú Valdimars var óbifanleg, björt og hrein, ein- kennd af trausti til hins milda föður, er eigi vill neinum tortima. Valdemar var kristinn, — í beztu og innilegustu merkingu þess orðs. Er ekki að ófyrirsynju tek- inn sálmur hans: Vor dýra móð- ir, kristin kirkja, í sálmabókina. Hann vildi efla sitt félag, hina miklu kirkju, sem á að ná til allra lýða og vera þeim viti á lífsleiðum. Valdemar var sjálfur það, sem og kristni var meira en margur ef til vill hyggur. Hann hefur verið talandi dæmi um réttmæti kenningarinnar um hinn almenna prestdóm. Eftir hann liggja söfn sálma, er hann orti. Víða er að finna tækifærisljóð og greinar. Hann var meiri boðberi. meiri prestur en margur hinna vígðu. Og áhrif frá honum gætti víða í kirkjumálum. Hann vildi, að. hinn mikli meirihluti krkjunn- ar, almenningur, léti til sín taka meir en það eitt að kjósa prest. Það var því táknrænt, að hann minntist sjötugsafmælis síns með því að birta á prenti bókina Líf og játning, sem hann ætlaði börnum til fermingarundirbún- ings. Hver sá, er les hver þetta með athygli, sér að það er líf Valdemars sjálfs, er þar birtist, lífsskoðun og játning til skapar- ans, væmnis- og tilgerðarlaust. En innileikinn er mikill og djúpúðugur. En eins og starf Valdemars að kirkju og kristnimálum var inni- legt og þýðingarmikið, var starf hans að vexti góðtemplararegl- unnar það einnig. Meðal annars var hann ritstjóri Smára, er út kom á Seyðisfirðj á árunum 1927—31. Hér birtist enn viðhorf Valdemars: að fræða og ala upp til góðra siða í trú og trausti til Guðs. Valdimar var sjálfur það, sem hann kenndi öðrum að vera; prúður og glaður maður, er öll- um vildi vel. Hann var mikill mannkostamaður, greindur vel og hrekklaus. Áhugasamur og iðinn. Réttsýnn. Heimili hans og kona hans, hans, Stefanía Erlendsdóttur, er hann kvæntist 1995 og nú lifir hann, var einkennt af innileika og hlýleika, sem margir minnast nú, þótt eigi væri þar ætíð margt auðæfa þessa heims. Þau voru samhent í því að láta birtu ráða ríkjum í húsum sínum og veita börnum sínum hið bezta, er for- eldrar geta látið í té, gott uppeldi. En það er og hægt og vert að benda á, að barnalán þeirra hafi orðið mikið. Börnin hafa í rík- um mæli erft hina góðu eign- leka foreldra sinna og bera merki hins góða heimilis síns. í lífi þeirra og láni endurspeglast við- horf Valdemars. Árni verkfræð- ingur, er starfar að verklegum framförum, en Valdemar var eigi fjarri fræðigreinum og áhugamálum hans. Sira Stefán á Völlum, sem er þjónn þeirrar kirkju, er Valdemar elskaði. Ár- Skyldi Wagner snúið sér við í ÞESSI fallega negrastúlka hér á myndinni heitir Grace Bum- bry. Hún er 24 ára að aldri, bandarísk og forkunnargóð söngkona. Bumbry hefur vak- ið mikla athygli í Þýzkalandi þessa dagana — mi'kla athygli, miklar deilur, mikla óánægju en loks almenna ánægju. Ástæðan er sú, að hún syng ur hlutverk Venusar í óper- unni Tannhauser eftir Richard Wagner, á Wagnerhátíðinni í Bayeuth í ár — hin fyrsta blökkukona, sem þar kemur fram í aðalhlutverkL Unnendur Wagners líta á hátíðina í Bayreuth, sem há- punkt menningarviðburða þar í landi og þegar kunnugt var, að bkökkukona ætti að syngja hlutverk Venusar, ætlaði allt um koll að keyra. Mótmæla- bréfum rigndi yfir forstöðu- mann hátíðarinnar, Wieland Wagner, en hann er sonarson- ur sjálfs tónskáldsins. Fólkið sagði að afi hans mundi marg bylta sér í gröfinni, ef hann léti ungfrú Bumbry syngja hlutverk Venusar. Margir sögðu, að þetta væri óvenju- leg hneisa , smekkleysa og lít- ilsvriðing við minningu Wagn ers, en Wagner var s'em kunn- ugt er einn þeirra, er dáði ákaft hinn ljósa norræna hetjulega kynstofn. En sonarsonurinn sat fastur við sinn keip og gafst ekki upp, enda tókst honum að fá bæði yfirstjórn hátíðahald- anna Og næstum alla þýzku pressuna á sitt band. — Hann afi snýr sér hreint ekkert við í gröfinni, sagði Wieland Wagner. — Ég er ekki bundinn af neinum hug- myndum um norrænar hetjur Og mun sækja brúna, svarta, rauða eða gula söngvara til að syngja í verkum afa míns ef svo ber undir. Nú — árangurinn af stað- festu hans varð sá, að gagn rýnendur og áhorfendur, sem sáu og heyrðu Grace Bumbry um síðustu helgi, áttu engin orð til þess að lýst hrifningu sinni. Hún var að þeirra áliti hin bezta og fullkomnasta Venus, sem sézt hafði eða heyrzt í Bayreuth — þó hún væri svört. Garðeigendur Sambýlishús Túnjjokur með afborgunum Notið góða veðrið Notið sumarfríin Standsetjið lóðina meðan enn er sumar, greiðið í haust og í vetur. Gróðrarstöðin v/Miklatorg Símar: 19775 og 22-8-22 bbbbbbbbbbbbbtíabbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbb HlJRÐAPUmPIIR nýkomnar BL ggingavörur h.f. Slml 35697 Lougoveg 178 b b b b b b b b b b b .b Vandinn leystur til frambúðar — sagði Macmillan við umrœður um efnahagsmálin mann háskólarektor, fræðari og stjórnandi, réttsýnn dómari. Bera þeir í lífi sínu föður sínum fag- urt vitni. En um góða heimkomu sonanna, er létust og fagnaðar- ríka endurfundi við þá hefur Veldemar eigi efazt. Og Laufey sinnir sínum húsmóðurstörfum með þeim hætti, er hún lærði í heimahúsum. Enn er að telja Guðrúnu Guðmundsdóttur, er þau hjónin tóku að sér unga að aldri, og syrgir nú þann góða mann, er hún ætíð nefnir pabhe. Góður og innilegur maður er nú borinn til legstaðar síns við fjörðinn, er hann ólst upp við, virtur og metinn af öllum, sem er æðra því tignarmerki þjóð- arinnar, sem hún hafði honum veitt að verðskulduðu. LONDON, 27. júlí. — Skömmu fyrir miðnætti lauk tveggja daga umræðu í þinginu um efnahags- málaráðstafanir stjórnarinnar. — Umræður voru allharðar, og bar stjórnarandstaðan fram van- traust á stjórnina. Við atkvæða- greiðsluna um vantraustið í kvöld var það fellt með 346 at- kvæðum gegn 238 — og ráð- stafanir stjórnarinnar síðan sam- þykktar. Gaitskell, foringi Verkamanna- flokksins, var næstsíðasti ræðu- maður í kvöld. Deildi hann mjög á stjórnina fyrir andvara- leysi og ósanngjarnar ráðstaf- anir í efnahagsmálunum. Haim sagði að stjórnin kæmist ekki út úr ógöngunum nema hún hefði virkan stuðning þjóðarinn ar við aðgerðir sínar. Slíkan stuðning hefði hún ekki — þvert á móti hefðu ráðstafanir henn- ar vakið almenna gremju. Macmillan forsætisráðherra, sem talaði síðast, sagði að stjóm in hefði gert sér ljóst, að ekki ' ýddi að einblína á aðstæðurn- ..r í dag — þ. e. að láta nægja bráðabirgðalausn vandans. Hún hefði miðað starf sitt við það að leysa efnahagsmálin til fram- búðar — og það teldi hún gert með þeim ráðstöfunum, sem fyr- ir þinginu lægju. (Áður hefir verið greint frá helztu atriðum þeirra). — Þingmenn stjórnar- andstöðunnar gerðu talsvert hark, er Macmillan hóf mál sitt, og var nokur órói ríkjandi í saln um meðan hann talaði. Magnús Már Lárusson. J = Sími 15300 1 Ægisgötu 4 Þ V I N G U R , margar gerðir og stærðir Ódýr SKRÚFSTYKKI margar stærðir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.