Morgunblaðið - 29.07.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.07.1961, Blaðsíða 11
 I L.augardagur 29. júlí 1961 MORGVNBLAÐ1Ð 11 HART GEGN HÖRÐU vnrnir frjálsra þjóða hafa haldið Rrúsjeff í skefjum SOVÉZKT ofbeldi og hótanir á siðustu ár- \ um hafa neytt frjálsar þjóðir til að koma [J sér upp öflugum vörnum víðsvegar um fj heim. Herstyrkur þessi er — eins og allir il vita, sem það vilja — eingöngu ætlaður til :,l varnaraðgerða, ef Sovétveldið reynir enn að þenja út með valdi yfirráðasvæði sitt í heim- inum og hneppa fleiri þjóðir í kúgunarfjötra •J kommúnismans. j Það hefur sýnt sig, að hið eina, sem hald- [ ið getur ofbeldisöflunum í skefjum, er öflug f mótstaða. Þannig hefur með traustum vörn- | um tekizt að stöðva þá útþenslu kommún- p ismans, sem Sovétveldinu hélzt nær óáreittu uppi árum saman, Sú staðreynd, að land- | vinningar kommúnista hafa nú verið stöðv- aðir, fellur leiðtogum þeirra að sjálfsögðu t mjög þungt. Þeirra hugsjón er áfram sú, að fi sjá járntjaldið sveipast um gervallan heim. 1 Enginn efast um það, að Krúsjeff gangi | eins langt og hann frekast þorir í tilraunum sínum til að ná frjálsum þjóðum undir sig. Margendurteknar ógnanir hans og beiting vopnavalds, þar sem lítillar mótstöðu hefur verið áð vænta, sýnir gjörla, að hann svífst einskis, þegar því er að skipta. Það, sem nú heldur aftur af honum, er tvímælalaust sú vitneskja, að í nýrri heims- styrjöld hefur hann litla sem enga von um sigur. Engin skyndiárás gæti brotið svo gjör- samlega á bak aftur mótstöðukraft frjálsra þjóða, að Sovétveldið gyldi ekki mikið af- hroð í þeim átökum, sem á eftir færu. Þeirri staðhæfingu til sönnunar nægir að benda á, að yfir 2000 sprengjuflugvélar eru nú á flug- völlum víðsvegar um heim allt umhverfis Sovétríkin, reiðubúnar til gagnárása fyrir- varalaust. Nær 200 eldflaugar, sem skjóta. má á hernaðarlega mikilvæga staði hjá and- stæðingnum, eru einnig til taks, ef á reynir, sumar um borð í kafbátum, sem ómögulegt er að tortíma öllum í skyndiárás. Þjóðir hins frjálsa heims — og áreiðanlega enn fleiri — ala þá von í brjósti, að ógnun- um Krúsjeffs og Sovétveldisins linni, svo að lát megi verða á þeim vígbúnaði, sem óhjá- kvæmilegur hefur reynzt til verndar frelsi og mannréttindum. Þær taka undir með for- seta Bandaríkjanna, John F. Kennedy; hin- um unga leiðtoga vestrænna ríkja: „Við kær- um okkur ekki um að berjast, en við höfum barizt áður. — — Við munum ávallt verða reiðubúnir til viðræðna, ef viðræður koma að haldi. En við verðum einnig að vera reiðubúnir til að beita valdi, ef valdi verður beitt gegn okkur“. Hér fyrir neðan er brugðið upp nokkurri svipmynd af þeim herstyrk, sem við augum Krúsjeffs blasir, þegar hann skimar í kring- um sig — og vissulega er honum ekki hvatn- ing til að leggja út í nýja styrjöld. Er í upp- talningunni stuðzt við bandaríska tímaritið „U.S. News & World Report“. 7 2500 sprengju- og orrustuþotur á hundruðum flugvalla Atlantshafsbandalagsins víðs vegar í Vestur-Evrópu, eru viðbúnar að snúast til vam- ar gegn Sovétveldinu með eldflaugum og vetn- isvopnum. Hálfrar milljón manna landher Atlantshafs- bandalagsins í framlínu varnanna, búinn ný- tízku vopnum; að baki þeim eru um 4 milljónir manna í herjum vestrænna þjóða. 60 Xhor flugskeyti, fjarstýrð frá Brettands- eyjum, geta snúizt gegn Kreml og öðrum mikil- 4 Polarís-kafbátar, hver um sig vopnaður 16 eldflaugum, sem skjóta má 1920—2400 km vegalengd; einn þeirra a.m.k. er jafnan viðbúinn á verði. Radarstöðvar af stærstu gerð á Grænlandi og fleiri stöðum eru í gangi allan sólarhringinn til að fylgjast með sovézkum flugvélum eða eldflaugum; auk þeirra eru minni radarstöðvai á fjölda annarra staða svo og skip og flugvélar, sem sji um, að árás komi ekki á óvart. Um 30 Júpíter eldflaugar eru til taks á Ítalíu í atlögu gegn Sovétveldinu og má skjóta þeim inn í mitt landið; fimmtán til viðbótar eru staðsettar í Tyrklandi. Sjötti flotinn bandariski er á Miðjarðarhafi með 2 stór flug- vélamóðurskip og um 200 flugvélar, sem farið gætu til gagn- érása inn yfir suðurhluta Sovétríkjanna; ef Sovétveldið byrj- aði nýja styrjöld myndu 12 flugvélamóðurskip til viðbótar og flugvélar þeirra halda á vettvang. Xyrkneski herinn, sem m.a. hefur yfir að ráða 12 öflugum her- fylkjum, myndi einnig snúast gegn Sovétveldinu í suðri. AL.LITR ÞESSI HERAFLI — OG ENN ÖFLUGRA LIÐ — MUN SNÚAST TIL VARNAR, EF RÚSSAR HEFJA STYRJÖLD. vægum stöðum í Sovétríkjunum með 15 mín- útna fyrirvara. 1500 bandariskar sprengjuþotur af stærstu gerð eru til taks á flugvöllum í Bandaríkjunum og víðs vegar um heim; sumar þeirra eru ávallt á flugi, viðbúnar til varnar hvenær sem er að degi eða nóttu. 25—30 Atlas flugskeyti, fjarstýrð, eru á skot- Stöðvum í Bandaríkjunum búnar vetnissprengj- um til gagnárása á mikilvæga staði í Sovét- ríkjunum. Sjöundi flotinn bandaríski, með 3 flug- vélamóðurskip, nokkur hundruð flugvélar og öflugt lið, heldur uppi eftirliti með- fram ströndum Kína; flotinn getur haldið norður til Síberíu viðstöðulítið, ef nauð- syn krefur. Eftirlitsflugvélar og -skip á norðanverðu Kyrrahafi fylgjast stöðugt með sovézkum flugvélum og eldflaugum, sem skotið kynni að verða frá Kamchatka-skaganum. Öflugar flugsveitir á Guam, í Japan, Okinawa og Filipseyjum, eru viðbúnar til varnar, ef styrjöld brytist út. Sjólið og landher á Hawaii, í Kóreu og Okinawa, eru einnig við öllu búnir, hve- nær sem er. Biskup vígir ný ja kirkju i Eyvindarhólum undir Eyjafjöllum ’ BISKUPINN yfir íslandi, herra Sigurbjörn Einarsson, lauk yfir- ireið sinni um Rangárvallapró- fastsdæmi um síðustu helgi. Laugardaginn 22. þ. m. vísiter- ®ði biskup Stóra Dals- og Ásólfs- ekálakirkjur, hélt guðsþjónustur é báðum stöðunum, ávarpaði eöfnuðina og ræddi við ferming- arbörn. — Sunnudaginn 23. þ. *n. vígði biskup nýja og veglega kirkju að Eyvindarhólum undir Austur- Eyjafjöllum. að viðstödd um flestum prestum prófasts- dæmisins, séra Jóni M. Guðjóns- lyni fyrrverandi sóknarpresti og fjölda kirkjugesta úr sveitinni og lengra að komnum. Kirkju- vígslan hófst með skrúðgöngu leikmanna, presta og biskups til kiskju. Fór biskup þegar fyrir altari, veitti viðtöku helgum grip um kirkjunnar og vígði síðan kirkjuna. Að lokinni vígslu steig sóknarpresturinn, séra Sigurður Einarsson, skáld í Holti, í stól- inn og flutti prédíkun. Að henni lokinni fór fram altarisganga, og þjónuðu þeir biskup og séra Sig- urður fyrir altari. Komið hafði verið fyrir gjallarhornum utan kirkju, enda varð margt manna að standa úti, og kirkjan þó full út úr dyrum. Veður var fagurt og þótti athöfnin öll hin hátíð- legasta. ★ Stílhrein og fögur Eyvindarhólakirkja hin nýja er teiknuð hjá húsameistara rík- isins og þykir stílhrein bygging og fögur. Hún tekur allt að 120 manns í saeti, auk sönglofts. Yfir- smiður var 'Þorsteinn Jónsson, trésmíðameistari í Skógum. Kirkjan mun kosta með öllum búnaði um 530 þúsund krónur. Safnaðarmenn gáfu endurgjalds- laust á fjórða þúsund vinnustund ir við kirkjubygginguna. Margar dýrmætar og veglegar gjafir bár- ust kirkjunni. Meðal annars gáfu hjónin í Eyvindarhólum, Dýr- finna Jónsdóttir og Sigurður Jónsson, öll ljósatæki í kirkjuna. tvær ljósakrónur og 12 tvístæða vegglampa,, auk þess lóð undir kirkjuna og bílastæði. Börn og fósturbörn Hjörleifs Jónssonar í Skarðshlíð og Eyjólfs Halldórs- sonar í Steinum gáfu tvær fork- unnar vandaðar og hljómmiklar kirkjuklukkur frá Þýzkalandi. Austur-Eyfellingar, búsettir í Reykjavik, Kópavogi og Hafnar firði, gáfu dregil á gang og á- breiðu á gólf fyrir framan grát- ur, haglega gerðan og fagran skírnarfont, smíðaðan og útskor- inn af Bjarna Kjartanssyni og kristalsvasa. Enn fremur má nefna kross úr ryðfríu stáli, smíð aðan af þeim Guðjóni Jónssyni og Kjartani Jónssyni í Vest- mannaeyjum, gefinn af þeim, fjölskyldum þeirra og systkin- um frá Seljavöllum og Drangs- hlíðardal. Að lokinni kirkjuvígslunni bauð kvenfélagið Fjallkonan í Austur-Eyjafjallahreppi öllum kirkjugestum til Skógaskóla að þiggja veitingar. Hafði Jón R. Hjálmarsson skólastjóri lánað sveitungum ' sínum húsakynni skólans til þessara nota, og sátu menn þar fram undir kvöld 1 góðum fagnaði. Ræður fluttu biskupinn herra Sigurbjöm Ein- arsson og safnaðarfulltrúinn, Gissur Gissurarson bóndi í Sel- koti. — (Fr. Holti). Rísuppskeran í hættu PEKING-útvarpið skýrði svo frf í dag, að mjög illa liti út með rísuppskeruna í haust, vegna af- skaplegra þurrka í mesta risrækt- arhéraði landsins, Hunan. Fleiri héruð Kína eru illa leikin af þurrkunum, þótt ástandið aé verst í Hunan, sagði útvarpið. —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.