Morgunblaðið - 29.07.1961, Síða 10

Morgunblaðið - 29.07.1961, Síða 10
10 MORGVTSBLAÐIh Laugardagur 29. júlí 1961 Utg.: H.t. Arvakur Reykjavík. Franikvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 ó mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. AFNÁM VERÐLAGSEFTIRLITS Tllalgagn Framsóknarflokks- ins ræðir í gær um verðlagseftirlit og kemst m. a. svo að rði: „Það þarf þess vegna eng- an að undra þótt kaupfélags- menn um allt land óski eftir afnámi verðlagseftirlits fyrir sitt leyti.... Á það má einn- ig benda til fróðleiks að verð lagsákvæði tryggja engan veginn neytendum lægsta verð á varningi. Þau tryggja aðeins að akveðin hundraðs- tala sé notuð við verðlagn- ingu varanna. Þess vegna er það að þeim, sem gerir óhag- stæðust innkaup varnings, kaupir inn dýrasta vöru, skapa þau mestan hagnað. Þeim, sem hins vegar leitast við að gera sem hagkvæm- ust innkaup, refsa þau. Neytendum í landinu er því furðulítil trygging í verðlagsákvæðunum". Morgunblaðið fagnar því, að það og Tíminn geta að minnsta kosti einu sinni ver- ið sammála í þýðingarmiklu pólitísku máli og vill taka undir orð Tímans. Verðlags- ákvæði eru andstæð hags- munum neytenda, þegar til lengdar lætur. Þau eru neyð- arúrræði, sem stundum get- ur verið nauðsynlegt að grípa til, þegar um almenn- íui vöruskort er að ræða, til dæmis vegna styrjaldar- ástands, en við eðlilegar þjóðfélagsaðstæður og traust an efnahag koma þau í veg fyrir hagkvæmni hinnar frjálsu samkeppni. Eftir skrifum Alþýðublaðs- ins að dæma síðustu tvo dag- ana virðist það blað hins- vegar enn hafa trú á verð- lagseftirliti sem varanlegum úrræðum. Vegna þess tilefnis verður ekki hjá því komizt að benda á að sósíaldemó- krataflokkar Vestur-Evrópu hafa yfirleitt fyrir alllöngu gert sér fulla grein fyrir því, að verðlagshöft væru til þess fallin að skerða hag al- mennings en ekki bæta hann. Hefði verið ánægjulegt, ef Alþýðuflokkurinn íslénzki hefði líka vilja gera sér grein fyrir þessu. Þá hefði getað skapazt samstaða allra ís- lenzkra lýðræðisflokka um eitt þýðingarmikið málefni. GÖNGUM í VIÐ- SKIPTABANDA- LAG k llt útlit er nú fyrir að meginþorri Evrópuþjóða verði í einu viðskiptabanda- lagi áður en langt um líður. Talið er að Bretar muni láta til skarar skríða og ganga í Sameiginlega markaðinn, en það skírist væntanlega nú um helgina. Aðrar þjóðir munu þá fylgja þeim eftir, og Danir til dæmis hafa þeg- ar undirbúið inngöngu í Sameiginlega markaðinn. Hver sem örlög fríverzlun- arbandalagsins (EFTA) yrðu þá, er Ijóst að íslendingar hljóta að verða að taka þátt í viðskiptasamstarfi Evrópu- þjóða á einhvern hátt og lík- legast að réttast væri að ganga þá þegar í Sameigin- lega markaðinn. Ef þessi verður þróunin, sem allt bendir nú til, verð- um við íslendingar að búa við traustan efnahag og frjálsa viðskiptahætti, ann- ars erum við ekki hlutgeng- ir í samstarfi þroskaðra lýð- ræðisþjóða. Eitt með öðru er það, að þá verður að afnema verðlagsákvæði og önnur höft, sem enn eru á viðskipt- um. Þannig styður þessi þró- un það líka að við vindum bráðan bug að afnámi verð- lagseftirlits. Ef til vill mundi einhver hækkun verða á álagningu fyrst í stað við afnám verð- lagseftirlits, en heppilegri innkaup og betri ástundun viðskipta mundi von bráðar veita landsmönnum mun metri viðskiptakjör en þeir búa nú við. Sú hefur alls staðar orðið raunin og þann- ig mundi einnig fara hér. ÓSKAÐ SVARS ryrir nokkrum dögum benti * Morgunblaðið á þann sig- ur íslands, að fá tólf mílna fiskveiðitakmörk viðurkennd með samkomulagi við aðrar þjóðir, án þess að binda sig með samþykktum um að tólf mílur skyldu vera alþjóða- regla, eins og við þó vorum reiðubúnir til að gera á Genfarráðstefnunum. Er hér um augljósan sigur að ræða, þar sem við náum tólf mílun um, en höldum þó dyrum opnum til áframhaldandi út- færslu. Vegna afstöðu Framsókn- arflokksins í landhelgismál- inu leyfði Morgunblaðið sér að spyrja, hvort sá flokkur væri reiðubúinn að standa nú að alþjóðlegri samþykkt um tólf mílna fiskveiðitak- mörk, eins og allir vildu gera á Genfarráðstefnunum. Slíkt teldi Morgunblaðið hið mesta óráð, þar sem við höf- um þegar náð miklu lengra og varðveitt réttindi til áframhaldandi útfærslu. Tíminn hefur enn ekki utzYtmm Þessi mynd var tekin, þegar belgíski leiðangurinn kom til Umanak. — Fremst á mynd- inni, til hægri við miðju, er leiðangursstjórinn, Jean Duchesnes, sem var einn hinna fjögurra, sem fórust. í þeim hópi var einnig eina konan í leiðangrinum, Nadine Simandl, og sést hún til vinstri við Duchesnes. Skriöa færöi fram af brúninni DANSKA blaðið Berlingske Tidende hefir nú skýrt frá því, að belgiska fjallgöngu- fólkið, sem beið bana í Græn landi á dögunum, muni ekki hafa hrapað fram af hamra- vegg vegna slæms skyggnis eða villu, eins og talið var í fyrstu, heldur hafi það senni lega lent í skriðu, sem hafi borið það með sér fram af hengifluginu. Ef til vill hafi fjórmenningarnir sjálfir rutt þessari skriðu af stað, þótt erfitt sé um það að segja með vissu. Blaðið byggir hér á framburði þeirra fimm úr belgiska leiðangrinum, sem eftir lifa, en þeir gáfu lögreglunni 1 U m a n a k skýrslu um sl. helgi. — I framburði þeirra kemur m. a. fram eftirfarandi: svarað því, hvort flokkur hans vildi standa að slíkri alþjóðlegri samþykkt, og þess vegna berum við enn fram spurningu um það mál. Hins vegar hefur aðalmál- gagn bandalags stjórnarand- stæðinga, Þjóðviljinn, lýst því yfir að báðir bandalags- flokkarnir séu andvígir því að Færeyingar fái lítilvæg fiksveiðiréttindi hér við land. Áreiðanlega er þjóðin andvíg þeirri afstöðu stjórn- arandstæðinga Tveir sneru aftur Hinn 14. júlí lögðu þau fjögur, sem fórust, af stað frá búðum sínum, ásamt tveim öðr- um úr leiðangrinum, Marty og Harlez, — og var ætlunin að klífa hnjúk nokkurn, sem nefn- ist „Snjópýramídinn“. Þar sem þeir Marty og Harlez voru ekki vel friskir, sneru þeir brátt við til tjaldbúðanna, en hin fjögur héldu áfram (í hópnum var ein stúlka, eins og lesendur minn- ast af fyrri fréttum). Þegar. þau voru enn ókomin til búðanna 17. júlí, lögðu félagar þeirra af stað að leita þeirra, og höfðu meðferðis nokkrar vistir og lyf. Sporin hurfu Tveir félaganna, Tamigneau og Faber að nafni, rannsökuðu hinn bratta norðurvegg Snjó- pýramídans og vesturhlíð hans — án árangurs. Hinir tveir, sem fyrr voru nefndir, athuguðu ranann, sem gengur norður úr fjallstindinum. Þar fundu þeir fótspor, sem lágu upp eftir í áttina til „pýramídans". En skyndilega beygði slóðin og lá síðan til baka, niður eftir brött- um slakka — þar sem sporin hurfu svo snögglega — á hamra brún. Þarna, rétt hjá sporaslóðinni, sáust merki eftir skriðufall — og er það skoðun allra hinna belgísku leiðangursmanna, sem eftir lifa, að þarna hafi slysið orðið. Telja þeir, að hinir fjór- ir félagar þeirra hafi borizt með skriðufallinu niður í undirdjúp- ið, en þarna fyrir neðan er af- ar bratt — og talið ókleift með öllu. Þykir Belgunum fimm ekki ósennilegt, að félagar þeirra hafi sjálfir komið skrið- unni af stað — þótt ekki treysti þeir sér til að fullyrða það. — ★ — Hér ber ekki saman við fyrri fréttir, sem höfðu það eftir Belgunum, að félagar þeirra mundu hafa gengið þarna fram af brúninni, vegna slæms skyggnis. Er ekki ljóst, hvort rangt hefur verið eftir þeim haft — eða hvort þeir hafa ekki minnzt á merkin eftir skriðufallið fyrr en við lögreglu yfirheyrsluna. ítalskir fjallgöngumenn, sem eru í norðurhluta Grænlands um þessar mundir, hafa sent lögreglunni í Umanak boð um það, að þeir séu fúsir til að leita hinna horfnu Belgíumanna — en hinir fimm úr belgiska leiðangrinum, sem eftir lifa, segja að það væri óðs manns æði að reyna að fara niður hamravegginn, þar sem félagar þeirra virðast hafa hrapað. Slíkt væri sama og að ganga í opinn dauðann. Norski sjómaðurinn Norðfirði, 27. júlí NORSKI síldveiðimaðurinn af reknetabátnum Frost frá Hauga- sundi, sem kom hingað slasaður í gær, hefur enn ekki verið rann- sakaður til fullnustu. Verður það sennilega ekki hægt á næstu dög um. Hann er með fullri rænu, en líðan hans virðist hin sama, þó e. t. v. heldur skárrL — S.L.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.