Morgunblaðið - 29.07.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.07.1961, Blaðsíða 3
Laugardagur 29. júlí 1961 MORGVNBLAÐ1Ð Vegavúmuflokkurinn fyrir framan tjaldbúðirnar við Tungufljót. Ólafur flokksstjóri er fyrir miðju (með húfu). (Ljósm. Mbl.: Markús) Það mætti halda aö verk- föll séu aðalatvinnan Spjallað við vegavinnuflokk og ráðskonu hans — MÉR leið-ast verkföll. Ég vil fá að vinna í friði, og mér skilst á tali mann- anna að þeir vilji allir fá vinnufrið, sagði ráðskona vegavinnumannanna, sem slegið höfðu upp tjaldborg í skógarkjarrinu við Tungufljót í Biskupstung- um. Það var skömmu áður en yfirstandandi verkfall skall á hjá vegagerðinni, að við átt- um leið um Biskupstungurn- ar. Við komum að tjaldfoúð- um vegavinnuflokks Ólafs Guðjónssonar, Eyrarbakka, rétt fyrir hádegið. Flokkurinn var allur úti á vegi að vinna við ofaníbjirð, en ráðskonan stóð og skrældi kartöflur yfir- stórum potti í vagninum, sem fyrir vegavinnumenn er hvort tveggja í senn, eldhús og borð- stofa. Ráðskona flokksins heit ir Marta Jónasdóttir, og hefur langa reynzlu að baki í vega- vinnueldamennsku. — Hvenær hófst ráðskonu- ferill þinn? spyrjum við ráðs- konuna. — Ég hefi verið ráðskona hjá vegagerðinni á sumrin í 16 ár, og hefi verið sjö ár með þessum flokki. — Hvernig líkar þér starf- inn? — Prýðilega. Það er mikil útivinna í þessu. — Er mannskapurinn ekki baldinn? — Ekki get ég sagt það. Þetta eru yfirleitt prýðismenn. Þeir eru sjö í flokknum. — Og kvarta aldrei yfir matnum? — Nei, það gera þeir ekki greyin. — Hvað fá þeir að borða í dag? -— Saltkjöt. — Hvað er fiskur oft? — Það er ekki oft, líklega þrjú mál í viku, segir Marta ráðskona. — Það hefði líklega einhverntíma þótt fínt að fá fisk aðeins í þremur máltíð- um vikunnar. Maður vill fá vinnufrið Fyrsti vegavinnumaðurinn birtist nú í dyrunum. Það er Pétur Þormóðsson, bílstjóri frá Hveragerði. Hann segir Okkur að hann hafi unnið í vegavinnu í nokkur ár, og líki vel. — Hvernig er að búa í tjöldum yfir sumarið-? — Það er ágætt að vera í tjaldi. — Líka í rigningu? — Alveg sama. Það lekur ekki hjá okkur. — Hvað um verkfallið? — Mér lízt illa á það. Helzt vill maður fá vinnufrið. — Eru menn yfirleitt þeirr- ar skoðunar í flokknum? — Það held ég. Mennirnir tínast nú inn einn af öðrum til hádegisverðar, og Guðmundur Óiafsson: — Ég segi það ekki. brátt er Ólafur flokksstjóri mættur. — Hvað hefur þú verið verkstjóri lengi? spyrjum við flokkstjórann. — Ég, man það varla. Ég hefi verið hjá vegagerðinni frá 1928, en ég byrjaði í þess- ari flokksstjórastöðu, ef mað- ur á að nefna hana svo, 1935 eða ’36. — Það er aldeilis búið að filma hana Mörtu við graut- arpottana, segir einhver. — Ég hefði bara þurft að skipta um föt, segir Marta. — Þú hefðir átt að setja upp gleraugun. — Nógu ljót verður myndin samt, segir Marta. — Ekki eru þau ljót gler- augun. j— Láta þeir alltaf svona við þig, spyrjum við. — Á köflum, segir Marta ráðskona, og hlær við. — Já, og svo er að koma ferkfall, segir Ólafur flokks- stjóri. — Maður er farinn að halda að það sé orðin aðalat- vinna landsmanna, þessi verk- föll. Það er ljóta vandræða- v.ðhorfið. — Þið eruð ekki hrifnir af verkfallinu, segjum við. — Ja, ekki ég, yegir flokks- stjórinn, og það eru allir sam mála um að enginn sé hrif- inn af verkfallinu. — Hvað er nú þetta, segir skóflumaðurinn, sem kemur Frarnh. á bls. 8 STAKSTEINAR Marta ráðskona: Mér leiðast verkföll. Austur-týzkir eiga engan gjaldeyri! Margt spaugilegt kemur fram í samtali því, sem Morgunblaðið átti við skipstjórann á austur- þýzka skemmtiferðarskipinu, sem hér dvelur um þessar mundir og birtist hér í biaðinu í gær. M. a. þetta: „Skipstjórinn sagði, að Austur- Þjóðverjar ættu heldur ekki gjaldeyri til að eyða í ferðalög. Öll viðsbipti þeirra væru vöru- skipti. Skipstjóranum var bent á, að sömu lögmál giltu um skipti á vörum og ferðamönnum, svo ekki ætti það að vera til fyrir- stöðu, að því leyti væru ferða- menn vörur. Skipstjórinn var skjótur til svars og kvað austur- þýzka ferðamenn ekki vera vör- ur, hins vegar væru vestur-þýzk- ir ferðamenn vörur“!! Blaðamönnunum, sem boðið var um borð í austur-þýzka ferðamannaskipið fannst það líka dálitið skrítið og óvenjulegt að þeim voru sýnd veizluföng þau, sem bera átti fram í kokkteil- partýi, er halda átti i skipinu. En þeim var ekki boðið upp á svo mikið sem eina brauðsneið nema blaðamönnum Tímans og Þjóðviljans! Þeir voru boðnir í veizluna á eftir. Þegar blaðamennirnir héldu á brott frá þessari sérkennilegu móttöku mættu þeir veizlugest- unum, sem flestir voru frammá- menn kommúnista í bænum. Ekki myndi þetta þykja gest- risni á íslandi. „En hin nýja stétt“ hefur tekið upp nýja siði. Ný vinnulöggjöf óh j ák væmileg Flestir hugsandi Íslendíngar hafa nú gert sér það ljóst, að ef {þjóðfélag þeirra á ekkS að verða algerri upplausn og moldvörpu- starfsemi kommúnista að bráð þá verður tafarlaust að endurskoða gildandi vinnulöggjöf. Engum kemur til hugar að skerða verk- fallsréttinn eins og gert hefur verið í þeim löndum, þar sem kommúnistar stjórna. En það þarf að koma í veg fyrir að hann verði xnisnotaður jafn herfilega og raun ber vitni. Það verður að hindra að örfámennar stéttir geti stöðvað heilar atvinnugreinar og valdið stórkostlegum truflunum á allri þjóðfélagsstarfseminni. Það verður ennfremur að koma í veg fyrir að stjórnir og fámenn fulltrúarráð einstakra f jölmennra verkalýðsfélaga geti skellt á verk falli að félagsmönnum sínum ger samlega forspurðum. V eg a vinnu verkf allið gott dæmi Vegavinnuverkfallið á Suð- vesturlandi er gott dæmi um það hvernig kommúnistar misnota verkalýðsfélögin. Vegafram- kvæmdir í heilum landshluta eru stöðvaðar um hábjargræðistím- ann, án þess að atkvæðagreiðsla fari fram í svo mikið sem einu einasta verkalýðsfélagi um það, hvort slíkt spor skuli stigið. Það liggur fyrir sannað af hálfu Ing- ólfs Jónssonar landbúnaðarráð- herra og vegamálastjóra að vega vinnuverkamönnum hefur verið boðin sama kauphækkun og sam- ið hefur verið um við mörg önn- ur verkalýðsfélög. Það er stjórn Alþýðusambands íslands, sem kommúnistar ráða einir, er tekur sig til og skelnr á verkfalli í vega vinnunni og stöðvar þannig marg ar lífsnauðsynlegar samgöngubæt ur. Vitanlega er þetta ekki gert í þágu neinna annarra er komm- únista.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.