Morgunblaðið - 29.07.1961, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.07.1961, Blaðsíða 16
16 M O RGV N BL i fí 11> Laugardagur 29. júlí 1961 Skyndibrúðkaup Renée Shann: 38 hvernig þetta fer með þig. Þú hefur sjálfsagt tekið eftir því, að þú ert alltaf að horast ? Hún hló vandræðalega. I>að er ekki nema gott fyrir vaxtarlagið. — Það var nú fullgott eins Og það var og þurfti ekki um að bæta. Þú borðar náttúr- lega sama sem ekkert ? — Nei, ekki sérlega mikið, skal ég játa. — Hvað hefurðu borðað í dag ? — Þrjá bolla af te, samtals. — Jæja, það er nú sama hvað þú segir, nú skaltu gera svo vel og borða almennilega í kvöld. Hann sneri henni svo aft- ur að bílnum, formálalaust, og þau óku beinustu leið til Savoy gistihússins. Þar fór hann með hana beint inn í matsalinn og pantaði mat og lét orð hennar um það, að hún hefði enga lyst, eins og vind um eyrun þjóta. — Nú stjórna ég þessu öllu, sagði hann, einbeittur. — Og ef þú borðar ekki neitt, telpa mín, þá verður þér illt. Það skaltu muna. Og hvernig hef- ur svo svefninn verið ? — Eg hef heldur ekki sofið sérlega vel. En það er nú skilj anlegra. — Vitanlega. En ég held nú, að þú ættir að tala við lækn- inn þinn, og segja honum hvernig allt er og láta hann gefa þér eitthvað við því. Eg á þar ekki við venjuleg svefn- meðöl, að þú eigir að nota þau að staðaldri, en þegar svona sérstaklega stendur á er dá- lítið öðru máli að gegna. — Eg fer líklega til hans á morgun. Nema ég verði þá bú- in að frétta eitthvað. Þegar maturinn kom, fann hún, þrátt fyrir allt iystar- leysið að hún var svöng. Og ekki einungis það, heidur fann hún sig talsvert hressari, þegar máltiðinni var lokið. Þau dokuðu nú yfir kaff- inu og horfðu kring um sig á fólkið við hin borðin. — Eg valdi þennan stað af ásettu ráði, sagði Lionel. — Það er alltaf gaman að horfa á fólkið. Það getur fengið mann til að gleyma sínum eig- in áhyggjum. Halló ! Þarna eru tvö, sem ég þekki. Betty og George Dainton. Eg hef á- áreiðanlega sagt þér frá þeim. Daintonhjónin komu auga á þau, meðan hann talaði. Þau sátu líka við kaffið eft- ir matinn. George Dainton kom til þeirra, og Lionel kynnti hann Júlíu. — Hversvegna drekkum við ekki kaffið saman ? spurði George. — Eg var einmitt að segja við Betty um daginn, að það væri tími til kominn, að þú færir að láta sjá þig hjá okkur. Lionel lét sem hann sæi ekki biðjandi augu Júlíu, sem gáfu í skyn, að hana langaði ekki að tala við neitt fólk, væri alls ekki í skapi fyrir léttara hjal. Hún vissi að þetta var ekki af ónær- gætni gert, heldur mundi hann vita, að hún hefði gott af að hitta fólk, og hætta að hugsa um sjálfa sig. Og eftir skamma stund var henni ljóst, að hann hafði haft á réttu að standa. Daintonhjónin voru fjörug og skemmtileg, svo að innan stundar hafði Júlía gleymt öllum raunum sínum. Það var rétt eins og þegar maður hefur vonda tannpínu, en svo dregur snögglega úr verknum. En hún vissi, að verkurinn mundi koma aftur, en það var nú samt alltaf betra að losna við hann þó ekki væri nema um stundar sakir. — Hversvegna komið þið Lionel ekki til okkar um helgina ? sagði Betty Daint- on. — Við sem eigum þenn- an ágæta kofa úti í sveit. Hvað segirðu um það, Lion- el? — Mér finnst það gæti verið góð uppástunga. — En það verður að vera um næstu helgi, sagði Georg — Eftir það verðum við á kafi í gestum. — Já, það er líka satt, sagði Betty. — Þetta er vit- anlega allt of stuttur fyrir- vari, en sem sagt, eini tím- inn, sem enginn er hjá okk- ur. Er ekki allt í lagi með þig, Júlía ? — Eg er hrædd um, að ég.. Lionel lag&i höndina á arm hennar. — Þú hefur gott af svolítilli tilbreyt- ingu. Hann leit á Betty. — Veslings Júlía á hálferfitt eins og er. — Er það ? Það var leið- inlegt. Betty sendi Júlíu samúðarbros. — Kannske þú vildir þá hugsa þig um og við ákveð- um ekki neitt í bili. Þú kem ur svo ef þú treystir þér. — Þetta er fallega boðið, og þú mátt ekki halda, að þetta sé vanþakklæti hjá mér. — Vitanlega. En vildir þú ekki koma, hvernig sem þetta færi, Lionel ? — Þakka þér fyrir. Það vildi ég gjarna. Júlía bað þess í hljóði, að Lionel þægi boðið. Sjátf yrði hún hjá Robin um næstu helgi. Ó, guð, ef það bara gæti orðið: Ef hún nú fyndi hann fyrir þegár hún kæmi heim í kvöld ! Ef öllum þessum áhyggjum væri létt af henni. Betty rétti henni höndina í kveðjuskyni. — Þú lætur Lionel vita á morgun, hvort þú getur komið, og hann getur svo hringt til okkar. Það getur verið allt í lagi okkar vegna. Þau skildu síðan og Júlía og Lionel gengu þangað, sem hann hafði skilið bílinn eftir. Það var heiðríkt kvöld og bjartur hálfmáni skein á himninum. Lionel hringlaði smápeningum í vasa si'uum og rétti henni síðan einn þeirra. — Óskaðu nú: Og ég ætla líka að óska. — Á maður ekki líka að hneigja sig þrisvar ? spurði hún <og var nú næstum kom- in í gott- skap, og fór að hugsa um, hvort það væri af víninu, sem hann hafði neytt hana til að drekka með matnum. — Jú, það heyrir víst til. Hún hneigði sig og óskaði sér. Hún óskaði og nú heit- ar en nokkru sinni áður, að Robin væri kominn heim. Þetta var að vísu gömul hjátrú, en svona var það nú samt, að þegar hún steig aftur upp í bílinn var henni léttara en áður. Og nú, er þau óku af stað, var tvennt í huga hennar: Robin og Li onel, Lionel og Robin. Því að Lionel hafði reynzt henni vel og á því var enginn vafi, að hann var alvarlega ástfanginn af henni. — Líður þér betur? spurði hann. — Já, miklu betur, þakka þér fyrir. Hún færði sig ofurlítið nær honum. — Eg er þér svo þakklát. — Þess þarftu ekki, elskan Heyrðu mig...þurfum við að fara beint heim í kvöld ? Klukkan er ekki nema tíu. Ef ég lofa að koma þér heim klukkan ellefu ? t — Það er allt í lagi. — Ágætt. Þá skulum við taka á okkur krók og aka til baka um Mylluhæðina. Þetta var margar mílur úr leið, en henni fannst það ekki gera neitt til. Þau óku þegjandi og Júlíu fannst sér líða betur en nokkru sinni síðan hún fór að hafa á« hyggjurnar af Robin. Hún var að velta því fyrir sér, hvernig hún væri orðin. Enn þá elskaði hún Robin...hún hlaut að gera það...það var óhugsandi, að tilfinningar hennar gagnvart honura hefðu tekið neinum breyting um. Og þó...var hún ekki, ef svo mætti segja, að líf- tryggja sig ef illa skyldi fara...með því að eiga Lion- el til vara....? Þau voru nú kornin út úr borginni og umferðin farin að mrnnka. —• Veiztu nokkuð, hvar við erum ? spurði hún og leit út um gluggann. — Vitanlega. Það er ekkl nema örstutt héðan heim til þín, ef við förum beinustu leið. Og um leið beygði hann inn á mjóa hliðarbraut, þar sem greinarnar á trjánum byrgðu fyrir tunglsskinið. Lionel slökkti á bílnum og Ijósunum og lagði arminn um hana. Ósjálfrátt dró hún sig frá honum, en hann herti á takinu og vildi ekki sleppa henni. — Gerðu þetta ekki, Liönel. — Vertu róleg elskan. — Eg get það ekki, svaraði hún í örvæntingu, og hallaði sér fram, eins og stjörf og taugaspennt. — Þú getur það ef þú vilt sjálf. Hún sneri sér að honum og hugsaði sér fremur en sá and- lit hans í myrkrinu. En hún ajlltvarpiö Laugardagur 29. júlf 8:00 Morgunútvarp (Bæn — 8:05 Tón leikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar. — 10:10 Veðurfr.). 12:00 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sig-* urjónsdóttir). 14:30 I umferðinni (Gestur iKjrgríms-* son). 14:40 Laugardagslögin. — (Fréttir kl. 15:00 og 16:00). 16:30 Veðurfregnir. 18:30 Tónleikár. 18:55 Tilkynningar. 19:20 Veðurfregnir. 19:30 Fréttir. 20:00 ,,Ölafsvaka** — dagskrá, sem Gils Guðmundsscm rith\fundur tekur saman. Flytjend&r aulc hans: Árni Böðvarsson, Stefán Ögmundsson og í>orsteinn Ö* Stephensen. 21:00 Kvöldtónleikar: a) Giulietta Simionato syngur aríur eftir Verdi, Rossini og Saint-Saéns. b) Tékkneska fílharmoníuhljóm* sveitin leikur slavneska dansa op. 46 eftir Dvorák. — Vaclav Talich stj. 21:15 Leikrit: „Læknirinn frá Dun« more" eftir Thomas Patricik Dillon og Nolan Leary 1 þýðingu Þorsteins Ö. Stephensen. — Leik stjóri: Ævac R. Kvaran. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Danslög. 24:00 Dagskrárlok kæliskópsins Æk -flversu ojt ýjjjfliftíinni | ftlib jsér a&kaupG MisUpj| • þa^ Ur að vanda val fians.$ fdsl^ - J CðSPER — Komdu með hjólið, strákur! Það er kominn maður, sem ætlar að kaupa bílinn! VT — Fljótur Jim! . . . Skjóttu gæsina áður en hún kemst und- V — Það er of seint . . komin á bak við sefið! . Hún er — Haldið á myndavélinni 1 getum ekki látið gæsina kvelj- minui, þá skal é« ná i hana! Við | ast þsma svona. særða!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.