Morgunblaðið - 29.07.1961, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.07.1961, Blaðsíða 4
4 s. o. s. Óska eftir 2—3 herb. íbúð strax eða fyrir 1. sept. Upplýsingar í síma 16582 eftir kl. 0. Rauðamöl Seljum mjög góða rauða- möl. Ennfremur vikurgjall, gróft og fínt. Sími 50447. og 50519. Rauðamöl Seljum rauðamöl og vikur gjall til uppfyllinga í grunna, í vegi plön o.fl. Sími 50997. Sunnlendingar tannlækningastofan á Sel- fossi verður lokuð í 2—3 vikur frá 29. júlí. Tannlæknirinn. Tveggja til þriggja herbergja Ibúð óskast 1. október. Uppl. í Síma 35757. Ráðskona óskast Má hafa með sér 1 barn. Uppl. í síma 580, Akranesi. Sófaborð Nýtt nýtízku sófaborð úr palesander til sölu á Lauf- ásvegi 74. Til sölu Kvenmanns- og karlmanns reiðhjól að Laugavegi 157. íbúð óskast til leigu fyrir finnska fjöl- skyldu. Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt. „fbúð 5059“. Mótorhjól óskast teg. og verð sendist afgr. blaðsins fyTÍr mánudags- kvöjd. Merkt 5124. Hraðbátur Nýr glæsilegur hraðbátur til sölu. Upplýsingar í símum 36797 og 36953. Mótatimbur til sölu Uppi. í síma 11408 og Hlé- gerði 20, Kópavogi. Myndavél Sem ný 35 mm myndavél til sölu, ódýrt. Uppl. í dag. Sími 37161. Reglusamur maður með bilpróf, óskar eftir einhvers konar atvinnu. Tilboð merkt „Stundvísi 5055“. Sendist afgr. Mbl. Stúlka með eins árs dreng óskar eftir ráðskonustöðu eða vist í Reykjavík eða nágrenni. Uppl. í sima 24355. VORGVNBLAÐIB Laugardagur 29. júlí 1961 í dag er 2X0. dagur ársins. Laugardagur 29. júlí. Árdegisflæði kl. 07:15. Síðdegisflæði kl. 19:36. Slysavarðstofan er opln allan sólar- hringinn. — Læknavörður L.R. (fyrir vitjanir) er á sama stað frá kl. 18—8. Sími 15030. Lamaða stúlkan: NN 100 AB 300 FG 50. Sólheimadrengurinn: HH 50. Gengið • Næturvörður vikuna 30. júli til 5. ágúst er í Ingólfsapóteki, sími 11330. Holtsapótek og Garðsapótek eru opin alla virka daga kl. 9—7, laugar- daga frá kl. 9—4 og helgidaga frá kl. 1—4. Kópavogsapótek er opið alla vlrka daga kl. 9,15—8, laugardaga frá kl. 9:15—4, helgid. frá 1—4 e.h. Sími 23100. Næturlæknir I Hafnarfirði vikuna 30. júlí til 5. ágúst er Ölafur Einars- son, sími 50952. Næturlæknir f Hafnarfirði 22.—29. júlí er Kristján Jóhannesson, sími 50056. Sölugengi: 1 Sterlingspund ...... Kr. 106,40 1 Bandaríkjadollar ..... — 38,10 1 Kanadadollar ......... — 34,65 100 Danskar krónur ........ — 549,80 100 Norskar krónur ........ — 532,10 100 Sænskar krónur ........ — 736,95 100 Finnsk mörk ........... — 11,86 100 Franskir frankar ...... — 776,60 100 Belgískir frankar ..... — 76,47 100 Svissneskir frankar .... — 882,90 100 Gyllini ............... — 1060,35 100 Tékkneskar krónur ...,v.. —- 528,45 100 V.-þýzk mörk .......... — 957,35 1000 Lírur ................ — 61,39 100 Austurrískir schillingar — 147,56 Kvenfélagið Hvítabandið fer skemmti ferð 1. ágúst. Farið verður um Grafn- inginn og til Þingvalla. Uppl. í síma 16360 og 15138. 100 Pesetar .............. — 63,50 Messur a morgun Dómkirkjan: — Messa kl. 11. Séra Jón Auðuns. Elliheimilið: — Guðsþjónusta kl. 10 f.h. — Heimilispresturinn. Hallgrímskirkja: — Messa kl. 4. — Séra Bjarni Jónsson, vígslubiskup. Reynivallaprestakall: — Messa kl. 1:30. Sóknarprestur. Fjölskyldan á Sauðárkróki: NN 200 AP 300 AB 300 JH 100 Tekið á móti tilkynningum í Dagbók frá kl. 10-12 t.h. Gengið um bæinn „VIÐ grasvelli fríða og grjót- skeifutorg, hún gnæfir vor dýrmæta háskólaborg". Svo var eitt sinn kveðið. Þá var björkin ekki farin að setja svip á lóðina. Nú eru þarna einhver lengstu trjágöng á landinu og hin laglegustu. Leggur margur leið sína í bjarkaskjóli eftir „Háskólahell unum“. Atvinnudeildin stend- ur nú svo að segja inni í skógi, þ. e. a. s. girt skjólbelt- um. Veitir og ekki af því á þessum stormsama stað. Ger- izt nú miklu hlýlegra og vina legra en fyrr á þessum stöð- um. Nokkuð er þarna af Al- askaösp, en ekki þolir hún næðinginn til jafns við birkið. — Sitkagrenihríslurnar við Sólvallakirkjugarðshornið eru furðu brattar og standast stormana, þótt þær standi al- veg áveðurs, en þær skýla tals vert hver annarri, enda verð- ur að gróðursetja þétt á slík- um vinda-stöðum. En blaðlús hefur undanfarin siumur skemmt hríslurnar. — Sól- vallakirkjugarðurinn m u n vera einhver stærsti trjágarð- ur í Reykjavík, og er einnig hinn blómríkasti. Hið misstóra og margvíslega legsteinasafn nýtur sín bezt innanum trjá- lundi. — Tjömin og beltið græna þ. e. Hljómskálagarð- urinn, Háskólalóðin, Sólvalla- kirkjugarður og garðarnir við Sólvallagötu eru eins konar lungu miðhluta bæjarins. Þarf Reykjavík að eignast marga væna gróðurhólma í framtíð- inni. B j a r k i. 1) Meðan þau voru að borða morgunverðinn, útskýrði prófessor- inn, hvað um var að vera og hvað fyrir lá að gera. — Það merkilegasta, sem ég hef fundið hér, er málm- spegill, en á bak hans er letruð ein- hver frásögn.... >f Xr 2) ... .Þið sjáið hann þarna uppi. Við verðum að leysa alla gátu Hljóðapýramídans — áletranirnar á hinu óþekkta letri — áður en við getum þýtt frásögnina á speglinum. GEISLI GEIMFARI 3) — Þess vegna hef ég gert þessa áætlun: Mikkí reynir að skríða inn í pýramídann gegnum litla gatið í véggnum og rannsakar, hvort nokk- ur af hinum innri göngum liggja að raunverulegum inngangi, sem við gætum síðan grafið upp. >f >f >f — Þér getur virzt það smávægi- legt verkefni að vernda keppendur í fegurðarsamkeppni sólkerfisins, Geisli.... — Það er ekki ofmælt, doktor Hjalti! — En þetta er í rauninni mjög þýð ingarmikið verkefni! Ungar stúlkur frá öllum stjörnum yfirgefa heimili sín og koma til jarðarinnar til að taka þátt í þessari miklu keppnL Það er starf öryggislögreglu jarðar- innar að sjá um að þær verði ekki fyrir neinu tjóni! • — Ég veit, ég veit!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.