Morgunblaðið - 29.07.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.07.1961, Blaðsíða 1
20 síöur jfttMafófr 48. árgangur 168. tbl. — Laugardagur 29. júlí 1961 Prentsmiðja Morgunblaðsiiis Frakkar hafna milli- göngu SÞ París og New York, 28. júlí. > (NTB _ Reuter) ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóðanna hóf í kvöld að nýju umræðum um Bizerta-málið. í ' Setningu fundarins hafði þá verið frestað í 3 stundarfjórð- unga, vegna fjarveru franska full írúans. Voru um tíma uppi get- gátur um, að hann hygðist ekki eækja fundinn. Síðar barst svo forseta ráðsins, Leopoldo Benites, erðsending frá fulltrúanum, Ar mand Berard, þar sem hann igreindi frá því, að Frakkar teldu ástæðulaust að taka þátt I í umræðuno, Öryggisráðsins um máiið. Eftir að orðsendingin hafði ver Ið lesin upp hófust umræSur í ráðinu að nýju og hafði franski varafulltrúinn, Pierre Millet, þá : tekið sæti Frakka. RÆM TÚNIS-FULLTRÚANS Fyrsti ræðumaður varfulltrúi Túnis, Mongi Slim, sem gerði að i umtalsefni það er hann nefndi „alvarlegt ásandt" er skapazt hefði, vegna þess að Frakkar befðu látið undir höfuð leggjast eð fara að samþykkt öryggisráðs ins frá 22. júlí. M vék hann að för Hammarskjölds til Túnis og pví atviki, er hann var stöðvaður við umferðatálmanir af frönsk iiffl fallhlífarhermönnum. Lét full trúinn svo ummælt, að Öryggis- róðið yrði að gera ráðstafanir til, að ákvarðanir þess væru efcki virt ar að vettugi með þeim hætti sem Frakkar hefðu gert. — Umræð- unum var ekki lokið þegar síðast fréttist. AFSTAÖA FRÖNSKU STJÓRNARINNAR Fyrr í dag gaf franska stjórnin út yfirlýsingu um Bizerta-málið, jþar sem hún hafnaði allri milli- göngu Öryggisráðsins. Væri hún enda óþörf, þar sem friður væri lcominn á. Nú vildu Túnismenn freista þess að ná fyrir milli- göngu Öryggisráðsins því, sem þeim hefði ekki tekizt með vopna valdi. Eina leiðin til þess að leysa úr ágreiningi Frakka og Túnis- manna væri sú að setjast að samn ingaborði. Til þess væri franska Stjórnin reiðubúin. A3 öðru leyti var tekið fram í yfirlýsingunni, að áhugi Frakka á flotastöðinni í Bizerta byggð- Framhald á bls. 19. Reykjavíkurkynning á 175 ára afmæli bæjarins Kynning á sfarfsemi bæjarstofnana og atvinnuvega, sýning á gömlum munum, fjolbreytt hátíoahöld í TILEFNI af 175 ára afmæli Reykjavíkurkaupstaðar hinn 18. ágúst n.k. hefur bæjarstjórn Reykjavíkur ákveðið að efna til sýninga og hátíðahalda, sem hlotið hafa nafnið „Reykjavíkurkynning 1961". Á kynningunni, sem ráðgert er, að standa í 10 daga, verða m.a. sýningar og upplýsingar um þróun bæjarlífsins, sýndir verða ýmsir gamlir munir, lista- menn munu koma fram, haldnir verða hljómleikar, guðsþjón ustur o.fl. o.fl. í sambandi við kynninguna verða svo bæjar- stofnanir og ýmis einkafyrirtæki opin almenningi. Aðalhátíðasvæði Reykjavíkurkynningarinnar mun tak- markast af Melaskóla, Hagaskóla, Hagatorgi og Furumel. Framkvæmdanefnd kynning- arinnar boðaði blaðamenn á fund ¦k ÞRÓUN BÆJARINS í Melaskóla og Hagaskóla verða sýningar og upplýsingar um þróun bæjarlífsins. Verður safnað þar saman ýmsum upp- lýsingum og gögnum, sem til eru hjá bæjarstofnunum uin starf- semi þeirra, en hver bæjarstofn un hefur unnið að undirbúningi sinnar deildar. Jafnframt verða þarna sýningar á vegum atvinnu veganna. Þá hafa ýmis félaga- samtök og aðrar stofnanir lagt Framhald á bls. 19. Uppdráttur af hátíðasvæði „Reykjavíkurkynningar 1961". Takmarkast svæðið at Melaskóla, Hagaskóla, Hagatorgi og Furumel. Nr. 1 og 3 eru Melaskóli og Hagaskóli, þar sem verða sýningar og upplýsingar um þróun bæjarlífsins. Nr. 2 er Neskirkja, en þar verða guðsþjónustur og hljómleikar nokkur kvöld. Barnaleikvöllur verður þar sem víkingaskipið er á uppdrættinum, en sexhym ingarnir merkja svæðin, þar sem sýndir verða gamlir munir og tæki o. fl. Svæði skátanna er auð'- kennt með varðeldi og tjöldum. Þar sem litlu fer- hyrningarnir eru merktir inn á uppdráttinn verður komið f yrir sölut jöldum. Eitt eða fleiri kvöld verð- ur svo dansað á malbikaða vellinum framan við Mela- skólann. sinn í gærdag, og greindi for- maður nefndarinnar, Bjfírn Ólafs son fyrrv. ráðherra, þar frá skipu lagi sýningarinnar í höfuðdrátt Kunngjörð á morgun? stetnuskrá sovézka kcirtm- únistailokksins Ný Verður lögð fram at Krúsjett á 22. flokksþinginu í október Moskvu, 28. júlí. (Reuter) I DAG komst á kreik hér erðrómur um, að næsta Sunnudag megi vænta mik- ilvægrar tilkynningar frá sovézka kommúnistaflokkn- um um heimsmálin. Verði þar greint frá þeirri stefnu, sem flokkurinn hyggist fylgja á næstu árum í bar- áttu sinni fyrir hpimsyfirráð- nm. — Lengi í undirbúningí Þessi stefnuyfirlýsing fiokks- ins hefur verið í undirbúningi um 22 ára skeið og á að leysa af hólmi gömlu flokksstefnu- skrána, sem Lenin samdi árið 1919. Mun hún eiga að ná til næstu tveggja áratuga. Verður hin nýja stefnuskrá lögð fyrir 22. þing sovézka kommúnista- flokksins í október nk. af Nik- ita Krúsjeff, forsætisráðherra. Samt sem áður er skýrt opin- Framhald á bls. 19. Viðræðurnar farnar út um Evian þúfur Alsírsku þióðernissinnarnir segia það þó írestun en ekki slit Evian, 28. júlí (NTB — Reuter) ALSIRSKIR þjóðernissinnar hættu í dag viðræðum sínum við Frakka. Lýsti talsmaður frönsku stjórnarinnar, Thi- baud, því yfir eftir fund við- ræðunefndanna í Lugrinhöll- inni við Evian í dag, að full- trúar þjóðernissinnahreyfing- arihnar hefðu tilkynnt, að hún teldi sér ekki fært um sinn að halda lengur áfram umræðum um frið í Alsír. Agreiningur um sahara Thibaud lét svo ummeelt, að leiðtogar viðræðunefndanna, Louis Joxe og Belkacem Krim, hefðu ræðst við einslega um möguleikana á því, að koma f veg fyrir, að viðræðurnar rynnu út í sandinn. en það hefði ekki borið árangur. Talsmaðurinn skýrði af- dráttarlaust frá því, að það hefði verið ágreiningurinn um framtíð Sahara-eyðimerkur- innar, sem viðræðuslitununi olli. Samræður þeirra Joxe og Krim áttu sér stað bæði á fimmtu dag og föstudag og stóðu yfir í meira en tvær klukkustundir báða dagana. Framhald á bls. 1».

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.