Morgunblaðið - 29.07.1961, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.07.1961, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 29. júlí 1961 Allir hreppar greiða fyrir íþróttanámskeið UNGMENNASAMBAND Vest- fjarða efndi að venju til síns íþróttanámskeiðs á þessu sumri. Var það haldið að Núpi í Dýra- firði dagana 13.—25. júní. Kenn- arar voru Valdimar Örnólfsson, Gígja Hermannsdóttir og íþrótta kennarinn að Núpi, Sigurður Guðmundsson. Hefur Sigurður af mikilli elju komið þessum námskeiðum á og brotið með þeim blað í sögu slíkra nám- skeiða. ýif Nýstárlegt námskeið Honum og fleirum forráða- mönnum íþróttamála þar vestra hefur tekizt með skilningi yfir- valda að gera slík iþróttanám- skeið að föstum lið ár hvert. Greiðir hver hreppur lágmarks- gjald, kr. 500, og hvert kaup- tún lágmarksgjald, kr. 1000, til námskeiðanna. Skiptir ekki máli hvort nokkur þátttakandi er frá byggðarlögunum eða ekki. Hverjum hreppi og kauptúni er gert að skyldu að greiða þetta gjald. Þátttökugjald er hins vegar 200 kr. á hvern þátttak- anda. Geta byggðarlögin sent fyrir lágmarksgjaldið þátttakend ur sem því nemur án auka- gjalds, en séu þátttakendur fleiri en lágmarksgjaldið hrekk- ur fyrir, þá verður aukagreiðsla að koma til. Með þessu móti hefur .UMSV tryggt það að íþróttanámskeið séu haldin hvert ár — og reynslan af þeim námskeiðum hefur verið sú að ekkert byggðarlag sér eftir greiðslunni til námskeiðanna, enda hefur tekizt vegna lág- marksgjaldsins að útvega hæf- ustu kennara hverju sinni. ★ Vel heppnað Þátttakendur að þessu sinni voru 29 unglingar frá 13—16 ára og auk þess allir landsmótsfarar UMSE, 9 talsins. Á þessu námskeiði voru kenndir fimleikar, frjálsar íþróttir, handknattleikur, körfu- knattleikur og sund. Á kvöldin voru kvöldvökur og tilsögn í fé- lagsstarfi, mikið um dansa og mikið um söng. Allir ungling- arnir sem námskeiðið stunduðu sýndu þjóðdansa og fimleika 17. júní að Rafnseyri. ★ Gott mót í upphafi námskeiðsins fór fram árlegt héraðsmót UMSV í frjálsum íþróttum. Náðist þar allgóður árangur í ýmsum greinum, en keppnisgreinar voru alls 21 fyrir karla og konur og eru starfsíþróttir meðtaldar. Úr slit mótsins urðu þau að Grett- ir hlaut 131 stig, Stefnir 100 stig, UMF Mýrahrepps 54 og Höfrungur 47 stig. Heims- met í sundi rÓKÍÓ — Bandaríkjamaður- inn Chet Jastremski setti í dag nýtt heimsmet í 200 m bringusundi. Synti hann vega- lengdina á 2 mín 33.6 sek. Jastremski á fyrra heimsmetið < 2.35.3, og bíður það afrek stað- 7 festingar. Hann var er hannl vann hið nýja afrek að keppa á japanka meistaramótinu. Staðfeta metið er 2.36.5 og á það Gathercole, Átralíu, sett í Brisbane 1958. Jastremski bætti einnig hið staðfesta met í 100 m bringu undi. Synti hann vegalengd- ina á 1.10.7 mín er staðfesta metið er 1.11.5. og á Rússi það. Jastremski á hins vegar tíma 1.09.9 sem bíður staðfestingar sem heimsmet. Úrslit í dag ÍSLANDSMÓTIÐ í handknatt- leik karla heldur áfram í dag kl. 3 í Hafnarfirði. Þá keppa Vík- ingur og ÍR og FH og Fram, og verður það úrslitaleikur. Vinni Fram verða þau að keppa aftur, en FH dugir jafntefli. Á fimmtu- dag kepptu: Víkingur — Ármann 21—14. , Fram — ÍR 22—16. Stigatala félaganna er þessi: FH hefur 6 stig. — Fram 4, Ár- ^iann 4, Víkingur 2, ÍR 0 stig. Um liðin er það að segja, að Ármann, Víkingur og Fram hafa leikið jafnbetur í þessu móti en nokkru sinni áður utanhúss. ÍR 'hefur átt misjafna leiki og hefur stundum leikið betur undanfarin ár. FH er með sterkasta móti. Þó að sumir af landsliðsmönnunum væru ekki með alla leikina, eru yngri menn FH í stöðugri fram- för. Sumir þeirra hafa leikið með afbrieðum vel í þessu móti. 29 lið berjast um Evrdpu- bikaríknattspyrnu Keppnin hafin — lýkur i mai '62 EVRÓPUKEPPNIN er sú keppni, sem undanfarin ár hefur vakið hvað mesta athygli knattspyrnu unnenda um allan heim. Keppni þessi, sem hófst fyrst árið 1955, er haldin að tilhlutan Kanttspyrnusambands Evrópu (UEFA), en í því sambandi eru 31 land. Keppnin fyrir timabilið 1961— ’62 er nú í þann mund að hefjast og ríkir mikill spenningur um hver sigra muni að þessu sinni. Þátttakendur í keppni þessari eru meistaralið í hverju landi, en í þeim löndum þar sem keppn istímabilið hefst í ársbyrjun og lýkur í desember, eru þau lið valin, sem eru efst þegar fyrri hluta keppninnar er lokið á vor in. Gott dæmi um þetta er i Dan- mörku, en þar hefst keppnin í marz og er fyrri hluia lokið í júní. Síðari hlutinn fer síðan fram á tímabilinu ágúst—nóv- ember. Danska liðið B-1913 var efst að fyrri hlutanum loknum og var því valið í Evrópukeppn- ina. • 28 lönd taka þátt Evrópukeppnin er úrsláttar- keppni, en liðin, sem leika sam- an í hverri umferð, leika tvo leiki, þ. e. heima og heiman og gildir markatalan, séu stigin jöfn. Að þessu sinni senda 28 lönd lið til keppninnar og senda Rúss land, Albanía og ísland ekki lið til keppni, en Portúgal hefur rétt á að senda tvö lið að þessu sinni. Ástæðan fyrir því er sú, að portúgalska liðið Benfica sigr aði í keppninni s.l. ár og kemur það af þeim sökum sjálfkrafa inn í þá keppni, er nú er að hefj- ast auk annars portúgalsks liðs. Um síðustu mánaðarmót var dregið um hvaða lið skyldu leika saman í fyrstu umferð, sem skal verða lokið fyrir 30. september n.k. Þessi lið leika þá saman: • Fyrsta umferff Legia (Pólland) — Tottenham (England). G0teborg IFK (Sví- þjóð) — Feijenoos (Holland). Vorwárts (A-Þýzkaland) — Lim field (N-frland). Spora (Luxem- burg). — B-1913 (Danmörk), Núrnberg (V-Þýzkaland) — Drumcondra (S-írland). Liegois (Belgía). — Fredrikstad (Noreg ur). Monaco (Frakkland) — Glasgow Rangers (Skotland). Servette (Sviss) — Hibernian (Malta). Panathinaíkos (Grikk- land) — Juventus (Ítalía). CDNA (Rúmenía) — Austuria (Austurríki). Vasas (Ungverja- land) — Real Madrid (Spánn). CDNA (Búlgaría) — Dukla (Tékkslóvakía). Sporting Club (Portúgal) — Partizan (Júgó- slavía). Þrjú lönd sitja yfir í þessari umferð, en þau eru Benfica (Portúgal), Valkeakosken (Finn land) og Besiktas (Tyrkland). Úr fyrstu umferð koma 13 lönd og bætast þá þau þrjú er yfir sitja í hópinn. Reiknað er með að úrslitaleik- urinn fari fram í maí 1962 í Amsterdam. ÞETTA er hópurinn sem tók þátt í námskeiðinu að Núpi í Dýrafirði. Yzt til hægri í aftari röð eru kennararnir, Valdimar Örn ólfsson og Sigurður Guff- mundsson, íþróttakennari aff Núpi. • Strangar reglur Reglur í keppni þessari eru mjög strangar t. d. getur fram- kvæmdarnefndin ákveðið leik- daga og keppnisstaði ef viðkom andi lönd eiga erfitt með að koma sér saman. Fyrirfram ákveðnum leik verð ur ekki frestað nema landsleikur viðkomandi lands hindri. Eigi lið í erfiðleikum með að fá vega- bréfsáritun þá er því lði er heim sækja á vikið úr keppninni. Kom þetta t. d. fyrir í síðustu keppni þegar A-Þýzkum leikmönnum var meinað um vegabréfsáritun til N-frlands. frska liðinu var vikið úr keppninni. Nú vill svo einkennilega til að A-Þýzkl lið og lið frá N-írlandi eiga að leika saman í 1. umferð! Hefur því verið ákveðið annar leikurinn fari fram í hlutlausu landi. Ekki er hægt að neita því að gaman væri að vita af íslenzku liði í keppni þessari og er von- andi að ekki verði þess langt að bíða. ) Á MÁNUDAGINN hefst í Ósló Norffurlandamót í frjálsum íþróttum. — Til mótsins sendir Island sex keppendur. Verffur þaff án efa fámennasti hópurinn á mótinu, en hann er skipaff- ur harðsnúnum mönnum, sem líklegir eru til afreka og jafnvel meistaratitla. — Sveinn Þormóffsson tók þessa mynd af piltunum sem keppa fyrir fslands hönd á mótinu. Þeir eru frá vinstri Kristleifur Guff björnsson sem keppir i hindrunarhlaupi, Björgvin Hólm sem keppir í tug- þraut, Vilhjálmur Einars- son sem keppir í þrí- stökki, og Jón Þ. Ólafs- son sem keppir í hástökki. Aff baki þeim situr Bene- dikt Jakobsson, sem er þjálfari og fararstjóri pilt- anna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.