Morgunblaðið - 29.07.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.07.1961, Blaðsíða 12
12 M O RC V N n 1 'A n 1 Ð Laugardagur 29. júlí 1961 Ólafur Böðvarsson fyrrverandi sparisjóðsstjóri HINN júní s.l. andaðist í Hafnar firði Ólafur Böðvarsson fyrrv. sparisjóðsstjóri. Ólafur var fseddur 29. sept. 1878 á Ytri-Reykjum, Ytri- Torfustaðahreppi í Vestur-Húna vatnssýslu sonur hjónanna Krist ið og gott fyrir gamlan mann að leggjast til hvílu að loknum starfsdegi. Svo var um Ólaf Böðvarsson, sem nú hefur verið kvaddur hinztu kveðju. Matthías Á. Mathiesen- ínar Ólafsdéttur og Böðvars Böðvarssonar, bónda og síðar gestgjafa í Hafnarfirði. Vorið 1882 fluttist Ólafur til Hafnarfjarðar með foreldrum sínum og þar lifði hann og starf- aði alla tíð, en tæpra 80 ára lét hann af störfum og hafði þá veitt forstöðu Sparisjóði Hafnarfjarð- ar í tæp 30 ár. Athafna- og viðskiptalífið átti frá öndverðu hug Ólafs Böðvars sonar allan enda voru þeir fáir, sem jafn glöggt mundu og höfðu fylgzt með hinni öru þróun þeirra mála í landinu, og þá ekki hvað sízt í Hafnarfirði. • Það var afar fróðlegt og mjög skemmtilegt að hlusta á Ólaf segja frá liðnum tíma, og hefði fróðleikur hans tvímælalaust fyllt margar bækur, en við það var ekki komandi. — Hann sagði að sig gæti misminnt. I þessum fáu kveðjuorðum, er það ekki ætlun mín að rekja ævi sögu þessa látna heiðursmanns. Ekkert var honum meir á móti skapi, en haldið væri á lofti verk íim hans eða öðru, sem á daga hans dreif. Allt voru það í hans augum skyldustörf við þjóðfélag- ið og samborgarana. Hinn 21. okt. 1904 kvæntist Ólafur Ingileifu Sigurðardóttur Baohmann frá Patreksfirði, mikilli ágætiskonu, sem reynd- ist manni sínum tryggur lífsföru- nautur, enda mat Ólafur konu sína mikils. Frú Inlgileif lézt fyr ir 10 árum. Þau hjónin eignuðust eina dótt ur barna, Maríu, sem reyndist foreldrum sínum sérstök dóttir í alla staði. Þá ólu þau hjónin upp að nokkru leyti svo systursyni frú Ingileifar. Með Ólafi Böðvarssyni er geng inn, sá þeirra Böðvarsbræðra í Hafnarfirði, sem lengst lifði. Þeir settu allir sinn svip á bæinn, sem góðir og gegnir borgarar. Þannig er indælt að kveðja líf- Rifnaði netið á flaki Hermóðs? AKRANESI, 26. júlí. — Hér er Lagarfoss og lestar 100 lestir af fiskimjöli, 100 lestir af refafóðri og tæpar 100 lestir af freð- fiski. — Humarbáturinn Sæfaxi kom inn í dag með rifna vörpuna og sitt hálfa tonnið af hvoru, hum- ar og fiski. Sjómenn halda að þarna liggi við Reykjanesröst- ina skipsskrokkur á botninum. Gizka sumir á að þetta sé vita- skipið Hermóður, sem fórst í of- viðri fyrir 2—3 árum. — Oddur. „Dálítið harkaleg iending" MEÐFYLGJANDI mynd er af DC-8 flugvél flugfélagsins United Air Lines, er fórst fyrir rúmri viku i Denver í Colorado Bandaríkjunum. Með vélinni voru 122 far- þegar, en 17 fórust. Tíu mínút- um áður en vélin kom til Den- ver, skýrði flugmaðurinn frá því, að minnkað hefði þrýst- ingur í vökvakerfi. Líklegt taldi hann þó, að lending tæk- ist, en aðvaraði farþegana um, að hún yrði ef til vill „dálítið harkaleg". Það fór þó svo, að þegar flug vélin hafði snert jörðu og farið tæplega þúsund metra eftir flugbrautinni, sveigði hún skyndilega af leið til hægri, — hver sprengingin kvað við af annarri, en vélin hentist áfram mðe feiknahraða, þar til hún rakst á stóra vöruflutningabif- reið og stöðvaðist loks við steinvegg á nýjum ófullgerð- um vegi. Lógar léku um flug- vélina og farþegar börðust æðislegri baráttu fyrir líf- inu. Flugfryjur höfðu þeg- ar, áður en vélin hafði fylilega stöðvazt rennt sam anlögðu rennibrautum út um neyðarútganga vélarinn- ar og farþegarnir þyrptust gegnum logana. Móðir ein fleygði barni sínu til manns er stóð á jörðu niðri og fór sjálf á eftir. Af farþegunum urðu 16 eldinum að bráð. Hinn sautjándi sem fórst var bif- reiðastjórinn í vörubílnum, Henry Blom, 52 ára að aldri. Hann hafði setið þar í góðu yfirlæti og neytt nestis síns. ★ Næsta dag kom slíkt hið sama fyrir DC-8 farþegaflug- vél skammt frá Miami. Flug- manninum tókst að lenda — með naumindum þó Og engan sakaði. Hinn þriðja dag var enn ein flugvél af gerðinni DC-8 hætt, komin. Sú flugvél var einnig frá United Air Lines. Hún var á reynsluflugi, er flugmaður- inn tilkynnti að þrýstingur hefði minnkað í vökvakerfi. Varúðarráðstafanir voru gerð- ar, en lending tókst vel. Hér að Ofan er m. a. stuðzt við frásögn vikublaðsins Time, en þar segir einnig að flug- málastjóri Bandaríkjanna Najeeb Halaby telji ekki ástæðu til þess að stöðva notk- un flugvéla af gerðinni DC-8 í Bandaríkjunum. Hins vegar hafi hann 'fyrirskipað nýjar reglur um notkun vökvaþrýsti tækjanna til lendingar. Athugasemd frá Fram- kvæmdahankanum um þjóðhagsreikningatölur UNDANFARIÐ hafa dagblöðin birt margar greinar um þjóðar- framleiðsluna og um greiðslu- þol atvinnuveganna vegna þeirr- ar aukningar, sem á þjóðarfram leiðslunni hefur orðið. 1 þessum umræðum hefur verið stuðzt við áætlanir Fram- kvæmdabankans um vöxt þjóð- arframleiðslunnar, og ennfremur að nokkru við áætlun, er Árni Vilhjálmsson gerði á vegum bankans, þar sem gerð var at- hyglisverð tilraun til þess að áætla í ýmsar eyður, sem skýrslur ná ekki til. Áætlun Árna, sem birt var í 8. hefti tímarits bankans, „Ur þjóðarbú- skapnum“, nær til áranna 1948 —1958 og sýnir nokkru meiri hækkun umrætt tímabil en þær tölur, er bankinn hefur látið birta sem sínar áætlanir. Þótt áætlun Árna sé fróðleg og byggð á athyglisverðum rökum, hefur bankinn ekki að svo komnu máli treyst sér til þess að nota vinnuaðferðir hans, og áætiunin er því Árna en ekki bankans. Þótt segja megi, að þessar tölur hafi á stundum verið túlk- aðar nokkuð mikið til fra-m- dráttar sjónarmiðum hinna pólitísku flokka, hefur Fram- kvæmdabankinn ekki álitið, að honum bæri að leiðrétta hæpn- ar röksemdafærslur, þótt gerðar séu á grundvelli þessara talna. Hins vegar þykir rétt að gera grein fyrir þeim mismun, þótt frekar smávægilegur sé, sem er á milli eldri áætlana Fram- kvæmdabankans um vöxt þjóð- arframleiðslunnar og þeirra talna, sem Alþýðublaðið, Morg- unblaðið og Vísir hafa birt sem „nýjustu tölur Framkvæmda- bankans“. Bæði eldri og nýrri áætlunin er byggð á sömu frum gögnum, þ.e.a.s. skattskýrslum og áætlunum Hagstofu Islands og Framkvæmdabankans um frádráttar- og viðbótarliði vegna þess mismunar, sem er á skatt- skyldum tekjum, heildarþjóðar- tekjum og heildarþjóðarfram- leiðslu. Auk þess þarf að gera sérstaka áætlun um t.d. „1954 verðgildi" framleiðslunnar árið 1958, þannig að sem nothæfast- ur mælikvarði fáist á verðgildi framleiðslu mismunandi ára, án tillits til þeirra verðbreytinga, sem átt hafa sér stað. Það gefur auga leið, að í slík- um flóknum útreikningum, er erfitt að fullyrða, að þessi eða hin leiðin sé sú rétta. Undanfarin ár hefur stöðugt verið unnið að endurskoðun þess ara talna, bæði vegna þess að nýjar athuganir hafa fært nýja vitneskju og vegna þess, að sjálfar reikningsaðferðirnar hafa verið endurskoðaðar, og svo mun verða komandi ár. í vetur varð það að ráði, að allar talnaraðir fyrir árin 1945 —1958, sem notaðar hafa verið til áætlunar þjóðartekna og þjóðarframleiðslu, voru teknar til rækilegrar endurskoðunar, og mun sú endurskoðun verða birt í næsta hefti tímarits bankans. Framkvæmdabankinn álítur, að hinar nýju tölur séu „rétt- ari“ en hinar eldri miðað við þau gögn, sem fyrir hendi eru. En þar sem þau gögn eru ófull- komin, er ekki víst, að þær gefi réttari mynd af þeim raunveru- leika, sem þeim er ætlað að endurspegla. Mismunur hinna eldri talna- raðna og hinna nýrri er ekki ýkja mikill. Til dæmís má nefna, að samkvæmt eldri á- ætlunum bankans jókst þjóðar- framleiðslan um 28.3% milli ár- anna 1954 og 1958, en sam« kvæmt hinum endurskoðuðu út- reikningum um 24.3% á sama tímabili, og er þá miðað við 1954 verðlag. Árleg aukning þjóðarframleiðslunnar var 6.4% samkvæmt hinum eldri tölum, en 5.6% samkvæmt hinum end- Urskoðuðu tölum, sé umrætt tímabil lagt til grundvallar. Eins og áður er sagt, mun bankinn birta hinar endurskoð- uðu tölur í næsta hefti tímarits síns, en til þess tíma er hann að sjálfsögðu fús að veita rétt- um aðilum frekari upplýsingar varðandi hinar endurskoðuðu tölur, enda hefur útdráttur úr töflunum þegar verið afhentur þeim ráðuneytum, sem um efna hagsmál fjalla. Að lokum fáein orð vegna greinar Helga Bergs, verkfræð- ings, í Tímanum þ. 16. júlí, Framhald á bls. 19. Sigríður Júlíana Mlagnúsdóttir - minníng í DAG er kvödd hinztu kveðju Sigríður Júlíana Magnúsdóttir húsfreyja Landakoti Sandgerði, sem andaðist að heimili sínu 24. þ.m. á sjötugasta og fimmta aldursári. Það er ekki ætlun mín með þessum fáu línum, að rekja ævisögu þessarar góðu og merku konu, heldur langar mig aðeins til þess, með nokkrum orðum, að færa henni hér að leiðarlokum mína beztu þökk fyrir kynnin góðu á liðnum ár- um. Sigríður var ein af þeim kyrr- látu og hógværu í landinu. Hún var kona og móðir sem helgaði krafta sína heimili og ástvin- um í fórnfúsu og blessunarríku starfi, hljóðlátri þjónustu kær- ieikans. Þau hjónin Sigríður og Árni Magnússon eignuðust fimm börn en auk þess annaðist Sig- ríður uppeldi þriggja móður- lausra barna frá fyrra hjóna- bandi manns hennar. Svo af þessu má sjá að verkahringur- inn hefur verið nokkuð stór. En þessi trausta hagvirka kona brást ekki í hlutverki sínu. Börn- in hennar eru nú öll fullorðið fólk, góðir og traustir þegnar þjóðfélagsins. Og er það ekki ein mitt við þær konur og mæður sem slíkum arfi skila eftir erfiða en fórnfúsa lífsbaráttu sem þjóð- in stendur í stærstri þakkarskuld? Fyrir fimmtán árum kom ég ókunnug í þetta byggðarlag og var Sigríður ein af þeim fyrstu sem ég hafði kynni af hér. Þeim hlýhug sem ég þá mætti hjá þessari ókunnu konu gleymi ég ekki. En kynnin urðu nánari með árunum sem ég hef dvalið hér og Sigríði var gott að kynnast. Þessi hægláta grandvara kona var svo auðug af þeirri góðvild og hjartahlýju sem skilur eftir hið sanna „sólskin“ í sálum sam- ferðamannanna. Tryggð hennar var bjargföst og einlæg því þar stóð að baki hið sanna mann- gildi góðrar konu. Nú er hún horfin sjónum af þessu sviði lífs- ins en minning hennar lifir og geymist ens og hlýr geisli um vafin birtu, virðingu og þökk í hjörtum vinanna allra. 1 Eiginmanni hennar aldur- hnigna, börnum þeirra og ást- vinum öllum votta ég mína dýpstu samúð á þessari heilögu og viðkvæmu skilnaðarstund og bið þeim öllum blessunar guðs, Góða vinkona, hjartans þökk fyrir gæðin þín og _tryggð við mig á liðnum árum. Ég kveð þig nú í þeirri björtu lífsins trú sem ég vissi að þú áttir einnig sjálf og bið drottinn lífsins að leiða þig inn í ljósið sitt bjarta á braut- um hins eilífa kærleika. j. IBessuð sé minning þín. I. S.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.