Morgunblaðið - 29.07.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.07.1961, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐIL Laugardagur 29. júlí 1961 Veiðioðfeiðir oð Koldaðornesi Herra ritstjóri! Ég leyfi mér að beiðast þess, í ð þér heimilið mér rúm í blaði /ðar fyrir eftirfarandi athuga- md: Þann 20. þ.m. er h.h. að taka veiðimenn til bæna út af bví, að aðferðir þeirra við veiðarnar svara ekki til þeirra hugmynda, sem hann hefir gert sér um það, hvernig slík veiði skuli fram fara. Ég skal fúslega viðurkenna að það er hvorki skáldlegt, list- rænt eða aðdáunarvert að stunda veiðar með aðstoð „let- ingja“ og á þann hátt, sem lýst er í nefndri grein, en að það sé ámælisvert eða eigi að vera hegningarvert, að haga sér að dæmi fiskimanna sem eins og — Vegavinna Framh. af bls. 3 inn síðastur, og bendir um leið á okkur. Morgunblaðið, útskýrir einhver. — Það kemur heilsíðumynd af Mörtu í Lesbókinni, segir annar. Að máltíð lokinni ræðum við um stund við Guðmund Ólafssön frá Hveragerði. — Hvað gerir þ/ú? ■— Er á tippnum. — Hvernig er lífið þar? — Stundum bölvað puð, en stundum rólegt. — Er ekki mest gaman þá? — Jú, én það má ekki setja það, ég segi það ekki. — Hefurðu unnið lengi á tippnum? ■— í fimm sumur. Þetta er það sjötta. Mennirnir tínast út til starfa sinna hver á fætur öðrum. Það er leitt til þess að vita, að eftir tvo daga verða þeir að hætta að vinna — gegn vilja sínum. — hh. greinarhöfundur orðar það „leggja sínar lóðir í sjó og vitja síðan um“ það lýsir betur en nokkuð annað, hversu átakan- lega áttaviltur greinarhöfundur hlýtur að vera. Sjálfur hefi ég stundað sjómennsku og veitt í ám og vötnum í áratugi, og þótt ég hafi aldrei svo ég viti til séð tilburð höfundar, sem eru sjálf- sagt hnitmiðaðir, framkvæmdir á íþróttavísu og til fyrirmyndar, þá leyfi ég mér að mótmæla því, að lax- og silungsveiði sé, eða eigi að vera, svo hátt hafin yfir fiskveiðar almennt, að menn megi ekki stunda þær á þann hátt að láta stöngina liggja á bakkanum, eða nota haldara, ef aðstæður eru eins og á umrædd- um stað, að menn hefðu ekki þolinmæði eða þrek til þess að standa út í á Og bíða eftir einum smáfiski í marga klukkutíma. Hins vegar er mér kunnugt um, að til eru veiðimenn, sem veiða á kattarvísu og hafa sérstaklega yndi af því, að kvalasprettir fisk anna séu sem lengstir og flestir, en um þá leiðu ástríðu er ekki vert að ræða hér, vil ég aðeins geta þess, að ég tel það ósæmi- legt og ósamboðið hverjum góð- um dreng, að viðhafa aðra að- ferð en þá, sem hafa kvalastund ir fiskanna eins stuttar og verða má. Flestir þeir, sem þessar veiðar stunda eru líka þarna komnir aðallega til þess, að flýja borgar skarkalann og leita hvíldar frá erfðii og andstreymi daglegs lífs, og þótt þeir séu blessunarlega lausir við allar heimspekilegar hugsanir, og þekkj lítið til þess, hvernig menn bera sig að á íþróttavisu við veiðarnar, þá halda menn héim ánægðir, hvað sem veiðj líður, sannfærðir um, að deginum hafi verið vel varið líkama og sál til uppbyggingar. Rvík, 27/7 1961 Jóhann Árnason. m.s. Herjóifur ferðaáætlun í sambandi við þjóðhátíð VESTMTNNAEYJA Frá Vestmannaeyjum kl. 15.00 Til/frá Þorlákshöfn — 19.00 Til Vestmannaeyja — 23.00 Frá Vestmannaeyjum — 05.00 Til/frá Þorlákshöfn — 09.00 Til Vestmannaeyja — 13.00 I. frá Vestmannaeyjum — 08.00 Til/frá Þorlákshöfn — 12.00 Til Vestmannaeyja — 16,00 II. frá Vestm.eyjum — 16.00 Til/frá Þorlákshöfn ' — 20.00 Til Vestmannaeyja — 24.00 Frá Vestmannaeyjum — 00,30 Til Reykjavíkur — 10,30 Ofangreindar áætlunarferðir til Þorlákshafnar eru háðar veðri og eru farþegar vinsamlega beðnir að athuga, að viðstaða í Þorlákshöfn er miðuð við lágmark, en óvíst er að á^etlunartíminn verði alveg nákvæmur. Verði ekki næg eftirspurn eftir fari tvær ferðir milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar hinn 6. ágúst fellur önnur ferðin niður. Forsala verður á fari með ofangreindum ferðum hjá oss og afgr. Skipaútgerðar ríkisins í Vestmannaeyjum. j Kaupið farseðla til Þorlákshafnar á Bifreiðastöð Is- lands með nægum fyrirvara. Fimmtudagur 3. ágúst Föstudagur 4. ágúst Sunnudagur 6. ágúst Mánudagur 7. ágúst Lœknisráð vikunriar Practicus ritar um.: ásamt undarlegri hegðun. Sjúklingarnir geta oft ekki talað á meðan. Þessum köst- um fylgja oft óþægilegar lyktar skyn j anir. 4) Loks má nefna hin ,tak mörkuðu köst“, það er að segja, .kramparnir byrja ef til vill í handlegg eða fæti og breiðast þaðan yfir helming líkcimans, eða þá aðeins við- komandi útlim. í stað krampa koma stundum truflanir á til* finningu í limnum (annað hvort sem sársauki eða dofi). lognveiki sjálfum og öðrum hættuleg, t. d. bifreiðaaKstur eða vinnu á háum pöllum. Margir þeirra hafa áhuga á að fá leyfi til að aka bíl, en læknir þeirra verður að ákveða, hvort hann telur það óhætt, og er þá oftast krafist þess, að sjúkl- ingurinn hafi ekki fengið köst nokkur ár. Þess má geta, að enskur taugalæknir hefur nýlega birt skýrslu um viðtöl sín við 60 flogaveika. Helmingur þessara manna ók bifreið að staðaldri. Þeir höfðu svikið sér út öku- leyfi með því að Ijúga til um ástand sitt. f Bretlandi er ekki krafist læknisvottorðs um heilbrigði manna er þeir sækja um ökuleyfi, en drengskapar- yfirlýsing um að viðkomandi hafi ekki neirtn sjúkdóm er FLOGAVEIKI er ekki sjálf- stæður sjúkdómur, heldur sjúkdómseinkehni. Tveir þættir eru áberandi í floga- veiki. f fyrsta lagi hafa ýmsir „lágan krampaþröskuld" þ. e. a. s. þeim er hættara en öðrum við að fá krampa, ef eitthvað reynir á líkama eða sál, t. d. í veikindum. Hins vegar fyrirfinnast ýms veik- indi sem valda krampa. Helztu orsakir hans eru: Æxli í heila eða heilahimnum og næsta nágrenni, höfuðhögg af völdum slysa, eða af öðrum or sökum, skemmdir í heila við fæðingu (blæðingar súrefnis- skortur), bólgur í heila, æða- sjúkdómar í heila, eitranir (einkum af völdum áfengis) og margt fleira. Tíðastar þessara orsaka munu vera höfuðhögg, æxli og æðasjúkdómar, þannig að fólk með eðlilegan ,,krampa- þröskuld" fær veikina. Köstin má greina í fjóra flokka: 1) Slæm köst: Krampi, sem kemur snögglega, byrjar eins og stirðleiki og meðvitundar- leysi. Sjúklingurinn dettur, og fær kippi í vöðva, sem oft geta orðið mjög ákafir. Hann bítur sig oft í tunguna, froðufellir og missir stundum þvag og saur. Yfirleitt standa köstin í 2—4 mínútur. Eftir köstin sofna sjúklingarnir oft. Sumir fá aðvarandi einkenni undan kastinu, oftast nær klígju eða vanlíðan svo að þeir ná að leggja sig. Þegar þessi ein- kenni vantar er hætta á að sjúklingurinn meiði sig alvar- lega, brenni sig, ef eitthvað glóandi er nærri (kolaofnar og arineldur erlendis). Mikilvægt er, ef vitni eru að kastinu, að þau reyni að koma einhverju milli tanna hins sjúka, svo að hann bíti sig ekki í tunguna, bitsárin geta verið nokkuð stór. Einnig er betra að reyna að hindra mestu krampateygj ur hans, en ekki má halda svo fast að sjúklingurinn geti alls ekki hreyft sig því að vöðva- samdrátturinn getur orðið svo harður að beinbrot hljótist af. 2) Minni köst: Evjúklingur- inn missir meðvitund, oft að- eins örfáar sekúndur. Hann stanzar ef til vill í miðri setn- íngu, en heldur svo áfram að tala, eins og ekkert hafi í skor izt. Yfirleitt detta menn ekki, en missa það sem þeir halda á. Iðulega fylgir kastinu smjatt eða undarlegar hreyf- ingar. Þessi köst eru tíðust í börnum, og koma tvöfalt oftar fyrir hjá stúlkum en drengj- um. Byrji þau þegar um tveggja ára aldurinn eru þau oftast nær góðknyjuð og hverfa um fermingaraldur. 3) Köst með breytingu á meðvitund og/eða minnisleysi, Þessi staðbundnu köst fara eftir því, hvar í heilanum þau eiga upptök sín. Menn vita lítið um, eðli flogaveikinnar en þó má geta þess, að rafsvið heilans verð- rrr óeðlilegt meðan á köstun- um stendur, svo og rétt áður en þau verða sýnileg. (Þetta er athugað með electroeneep hlaografi, ,,heilalínuriti“.) Hver sjúklingur getur feng ið allar hinar ofannefndu teg- undir floga. Meðferðin á sjúk dómnum er stundum falin í skurðaðgerð (við sumum æxl um og blæðingum), en í flest- um tilfellum er stuðst við lyf, venjulega þurfa sjúklingarnir að taka inn ýmsar tegundir af töflum. Lækningatilraunir taka ætíð langan tíma og margir þurfa ævilanga með- ferð. Um það bil helmingur sjúklinganna losnar við köst- in vegna lyfjagjafar. og helm ingur hinna öðlast betri lið- an. Ef sjúkdómurinn er tekinn til meðferðar í tíma og sjúkl- ingurinn tekur lyf sín reglu- lega getur hann búist við að komast hjá andlegum breyt- ing-um. Hin gamla trú, að floga veikt fólk væri eitthvað „skrítið“ er í flestum tilfell um röng, hin „skrítna" hegð un sjúklinganna var sjúkdóms meðferðinni fyrr á tímum að kenna. Frumstæðar þjóðir bera oft mikla lotningu fyrir floga- veikum mönnum, halda að andar hafi tekið sér bólfestu þeim. Að sjálfsögðu mega floga- veikissjúklingar ekki stunda atvinnu, sem getur verið þeim gerir hon-um ókleift að aka látið nægja. Enginn þessara ma-nna kvaðst hafa orðið fyrir slysi af völd-um flogaveikinn- ar, flestir sögðust ekki fá köst undir stýri, aðrir kváðust ætíð vita um þau fyrirfram og stanza í tæka tíð. Nokkrar um ræður hafa orðið um málið, og eru menn ekki á eitt sáttir um hættuna af ökumönnum með flogaveiki en geta má þess, að fyrir ári síðan fékk bílstjóri í Oxford kast undir stýri á aðal götu bograrinnar. Fjórir slös- • uðust og aðeins einn þeirra hefur náð sér. Einn missti mál ið og varð geðveikur af völd- um meiðsla á höfði, annar gengur við hækju, og hinn þriðji er ennþá meðvitundar- laus í sjúkrahúsi. Erfiðara mun fyrir floga- veika menn að aka hér á landi í óleyfi, en þó ætti að vera mögulegt fyrir þá að svíkja sér út læknisvottorð hjá lækni, sem ekki þekkir þá, því sjúk- dómurinn sézt ekki að jafnaði, nema sjúklingurinn fái kast. Von-andi láta men-n ekki slíkt henda sig, þó þeim sé ef til vill óþægilegt að geta ekki ek ið, til þess er líf og heilsa manna of dýrmæt. Einnig skyldu þeir hafa hug- fast, að sjúkdómur þeirra get- ur batnað, og að flogaveiki- sjúklingar þurfa að lifa reglu bundn-u lífi og gæta þess vel að taka lyf sin reglulega. 8é þess gætt þarf sjúkdómurinn ekki að valda þeim miklum óþægindum. (AKTUEL PRESSE STUDIO — Einakréttur Mbl.) Búast má við, að mörg slys hafi orðið erlendis af völdum flogaveikra, en skýrslur eru ekki til um það. I*ó hefur verið reynt í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna að leyfa flogaveikissjúklingum að aka undir nákvæmu eftirliti. Ár- angurinn hefur orðið sá, að í ríkjum þessum hefur dauða slysum í umferð fækkað að mun. Þá má og geta þess, að árið 1959 urðu 505 alvarleg bifreiðaslys í Bretlandi af völd um þreytu eða veikinda en aðeins 402, sem rekja mátti til ölvunar. Bendir þetta til þess, að veikur maður sé jafn hættulegur í umferðinni og drukkinn maður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.