Morgunblaðið - 30.07.1961, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 30.07.1961, Qupperneq 17
fT Sunnudagur 30. júlí 1961 MORGVIS'tLAÐlÐ 17 Þjóðleikhúsflokki. SvO nú njótum við þess reglulega að taka til hendinni og gera það sem ókkur langar til. I — Er ekki erfitt að leika líka á sumrin? j — Jú, ég held það sé frekar óhollt að halda óslitið áfram, allan ársins hring, bæði fyrir okkur og svo sjálfsagt lands- . lýð. Og ég held að það sé slæmt að fara beint úr sumarleikferðum í vetrar- starfið og svo öfugt. j — Minntust þið ekki á það áðan, að þið hefðu verið á 1 leiksýningu í París nýlega. Byrjuðuð þið sumarleyfið með siglingu? s ' 31 leiksýning í 4 borgum -— Já, við erum að koma úr ihálfs annars mánaðar ferða- lagi, fórum til London, París- í ar, Múnchen og Berlínar og ■ sáum 31 leiksýningu í þessum borgum. Sýningarskrárnar liggja þarna á borðinu. — Hvað sáuð þið skemmti- legast? i — Þetta hreif mig mest, seg- ir Helga og tekur upp sýning- arskrá gríska leikflokksins, sem nú er á ferðalagi um Evrópu og flytur gömlu grísku harmleikina. — Við sáum Electru eftir Sofokles með grísku leikkonunni Papatana- sou í aðalhlutverkinu og það verður ógleymanlegt. — Það er erfitt að segja hvaða sýning var bezt eða skemmtilegust, segir Helgi. T.d. er eftirtektarvert leikrit eftir Dúrrenmatt, sem í ensku útgáfunni heitir Heimsóknin. Það fjallar um gamla konu, sem kemur til fæðingarbæjar síns til þess eins að hefna sín á einum manni, og fær þórps- búa til að framselja sér hann. Nú, ög sýningin í París á leik- riti Francoise Sagan „Höll í Svíþjóð" er skemmtileg. Leik- urinn gengur þar enn eftir nærri tvö ár. Og eins leikrit um æfi Helen Keller „The Miracle Walker“, Þá mætti nefna „Kæri lygari“, sem í eru aðeins tvö hlutverk og byggist á bréfaskriftum milli Bernards Shaw og leikkonu einnar. Svo má ekki gleýma Altona, nýjasta leikriti Sartr- » es. Nei, það yrði alltof langt að fara að telja upp öll þau leikrit sem okkur fundust at- hyglisverð. Sumar sýningarn- ar voru góðar og aðrar lélegar eins og gengur. — Úr því þið fóruð til Berl- ínar, sóuð þið þá ekki eitt- hvert af leikritum Brechts í meðförum Berlíner Ensemble. — Við fórum gagngert þang að í þeim tilgangi að sjá Hel- en Weigel í einhverju af þeim En leikflokkurinn var þá ekki með neitt af leikritum Brechts í gangi. Hann sýndi eitthvert nýtt sosialrealistískt stykki. Inni á sviðinu var ýmis heilt trésmíðaverkstæði með hefil- bekk Og öllu saman, eða langur kartöfluakur. Og leik- urinn gekk út á það, að verka- mennirnir rifu kjaft við vinnu veitandann Og þess háttar. Betri nýting á leiksviðinu — Og hver verður svo hlut- ur íslenzkrar leiklistar í sam- anburði við það sem þið sáuð 1 stórborgunum? — Við erum fyrst og fremst á eftir í nýtingu á sviðinú. Við sáum aðeins eina sýningu, þar sem voru algerlega realist- isk tjöld á sviðinu. Slíkt er alveg að hverfa. Ef við næð- um betri leiksviðsbúnaði og fengjum leikstjóra, sem er skortur á hér, þá held ég að við séum ekki svo slæm mið- að við stjórþjóðirnar. Mér sýndist það galli á sýnimgum í Frakklandi, hve mikið er að því að leikstjórinn leiki aðal- hlutverkið. Og í Englandi eru þeir farnir að gera dálítið mik ið að því að kaupa fræga leik ara í aðalhlutverkin, en lóta óvana duga í litlu hlutverkin. ★ Við erum nú alveg búin að stöðva það starf, sem ekkert' hefur sýnilega átt að trufla, því börnin á heimilinu hafa verið send í eina ferð í strætó til Hafnarfjarðar, sem er mesti lúxus í þeirra augum. — Ef þú segir eitthvað um húsið, þá hefur það einn stóran kost, kallaði Helgi á eftir okkur, þegar við fórum. Héðan er 5 mínútna gangur niður í Iðnó og 7 mínútna gangur niður í útvarp. — E. Pá. Vonandi hafa mattarstoðir hússins ekki farið. Hann rær á gömul mið EINN ÞEIRRA leikara úr Reykjavík, sem nú eru í sum arfríi úti á landi, er Árni Tryggvason, en hann notar leyfið til að stunda þorskveið ar norður í Hrísey. Árni er gamall Hríseyingur. Þegar við kömum að heimsækja hann s.l. miðvikudag, stóð hann í þorskhrúgu upp í hné, því hann var nýkomdnn að landi með góðan afla. Samt gefur hann sér tíma til að segja okkur eitthvað af sumar verunni í Hrísey — og afla- brögðum. — Ja, mér datt svona í hug að fara hingað með alla fjöl skylduna Og róa á gömlum mið um, en þú mátt ekki halda að þetta sé bara frí frá leikstörf unum. Nei, nei, leikstörfin eru nefninlega eins konar frí frá aðalstarfinu. Stundum finnst mér þó leikstarfið vera aðal starf, svo mikinn tíma tekur það. — Aðalstarfið? Eg hélt að leikhúsið væri þitt aðalstarf. — Nei, ég vinn fullan vinnu dag þess utan. Við getum sagt að ég vinni hjó bænum. Um leið og Árni segir þetta kast- ar hann handfylli af lifur og öðrum fiskinnyflum í sjóinn. Kríur og ritur koma samstund is í stórum hóp, og ráðast á ætið. — Leggurðu ekki lifrina inn í bræðsluna? — Nei, ég gef fuglunum hana alla. Þeir eru einskonar húsdýr hjá mér, og svo hafa krakkarnir svo gaman af þeim. Þetta eru beztu vinir okka\. Nú sjóum við hvar tvær telpur, 10 og 12 ára koma fram bryggjuna með tveggja ára snáða með sér. Þau aka á und an sér stærðar fiskikerru. — Þarna koma landmennirnir mínir. Þær fá nú st.undum að skreppa á sjóinn líka. Sonur- inn er of ungur ennþá, en hann er efnilegasti sjómaður og verður '(/ gglega til að- stoðar, þegar nann stækkar. — Hverja hefurðu með þér á sjónum? Hásetinn vinnur erfiðis- verkin — Venjulega, þegar telp urnar eru ekki með, hefi ég einn hóseta. Og hér vinnur hann öll erfiðustu störfin, eins og venjan er á öðrum skipum. Þessa stundina er hann heima að baka. — Nú, er hann kokkur líka? — Já, svo mó það heita. Það er nefnilega konan mín. Hún hefir verið með mér á sjónum í sumar, nema einn og einn dag, þegar hún hefur þurft að vera heima við bakstur eða önnur hússtörf. Þessi sem sit ur þarna á bryggjustaurnum er vinnukonan. Hún lítur eft ir þeim litla, þegar við erum á sjónum. En hún er líka mesti forkur 1 fiskaðgerð. Hún kom með okkur að sunnan.. Árni tekur stærðar þorsk og kastar upp í kerruna. Þorsk- urinn er nú allur kominn í kerruna. Á bryggjunni er eft ir ein smá depla, ein ýsa og steinbítur. — Þetta fer heim í soðið, segir Árni, og er hann hefur afhent vigtarmanninum aflann, kallar hann á krakk- ana. — Jæja, þá er þetta búið í dag. Nú fer ég að flytja bát- inn. Viljið þið vera með? Og börnin þrjú hraða sér út í trillu, sem er 1% lest að stærð, en hana hefur Árni á leigu fró Dalvík. Norðan gola gárar sjóinn og kvöldsólin ger ir efstu öldutoppana örlítið hvíta. Árni stendur við stýrið og stefnir bátnum fram á leg una. Hann er þarna jafn örugg ur og á leiksviðinu, enda þekk ir hann sjóinn jafn vel og það. Það er fagurt veður í Hrísey þetta kvöld. —St.E.Sig. Landmennirnir fá að skreppa á sjó líka. Árni stendur við stýrið óg stefnir fram á leguna. Sumarkjólar bezta úrvalið í bænum Greiðslusloppar m/ög fjölbreytt úrval MARMDUIIIAIN Laugavegi 89

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.