Morgunblaðið - 15.08.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.08.1961, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 15. ágúst 1961 Snæbjdrn Jónsson: Utgáfur Forn- ritafélagsins HVORKI er það umtalsvert né heldur þakkarvert að margt get- um viS íslendingar laert til jafns við aðrar þjóðir. Það væri rauna- legt ef svo væri ekki. Vera má að við séum nú á hnignunarskeiði — alveg fortakslaust erum við það í sumum efnum — en sé svo, verðum við að vona að þjóðin eigi eftir að taka sig á aftur. Áður tyr var hér mikið um hagleik, svo að með fáum þjóðum ætla ég að hann hafi verið meiri eða almennari. Þannig unnu býsna margar konur verk sín af svö inikilli prýði að við horfmm með imdrun og aðdáun á þær menjar sem geymst hafa. Þá hafa og geymst smíðisgripir úr málmum, tsé Og jafnvel steini svo ágætir að ekki vekja þeir minni undr- un. En á gamla tímanum komst samt íslenzk list hvergi á hærra stig en í skriftinni. Jafnvel hvers dags-rithönd manna getur orðið að list. Eða mun ekki flestum þeim er virða fyrir sér eitthvað það er Jón Aðils skrifaði finnast að þar hafi þeir fyrir augum sér það er margfalt fegurri list sé í en þeir geta fundið í kroti því og klessum sem nú reiknast til málaralistar og miklif ríkisfé er varið til að framleiða og geyma? Að þessu athuguðu má það kynlegt heita að ein er sú iðn sem þessi þjóð getur líklega aldrei lært, og það er bókagerð að nú- tímahætti. Orsökin mun einfald- lega sú, að hana viljum við ekki læra. Að vísu vorum við (eftir þeirri reglu að sér eignar smala- maður féð) komnir sæmilega á leið um síðustu aldamót Og raun- ar nokkru fyr. Þá vöru margar íslenzkar bækur prentaðar og bundnar í Danmörku og til Dan- merkur fóru íslenzkir prentarar Og bókbindarar. Að vísu hafa Danir aldrei staðið framarlega í bókagerð og gera það ekki enn í dag; má það þó mérkilegt heita um eina af fremstu menningar- þjóðunum og mjög listelska. En eigi að síður var þó mikið af þeim að læra, einnig í þessari grein. Hér heima varð nokkur tízkubreyting til fegurðar fyrir á- hrif Odds Björnssonar, er hann stofnaði prentsmiðju á Akureyri 1901 eftir lang dvöl erlendis, og mjög gætti nýrra áhrifa til bóta er Gutenberg var stofnuð 1904, enda var Þorvarður Þorvarðar- son bæði smekkvís maður og kröfuharður um góða vinnu í þeirri prentsmiðju. Voru um þetta leyti flestar þær bækur, er út komu, hinar þokkalegustu. Mun me£a segja að svo væri allt af um hverja bók, er í Guten- berg var prentuð, einnig eftir að ríkið eignaðist hana. En þá leið brátt að því að þeirra bóka tók að gæta lítt á markaðinum, því að Htlu varð sint öðru en prentun fyrir stjórnarvöldin. Var það illa að prentsmiðj an skyldi ekki vera stækkuð til þess að geta mætt aukinni eftirspurn. Engin hætta vár á að Steingrímur Guðmunds- son mundi slaka á kröfunni um vandaða vinnu, og sjálfur var hann smekkvís maður. Einmitt þegar margt virtist horfa til bóta hjá okkur, einkum um prentunina, var mikill aftur- kippur í nánd. Sérstaklega gaf einn forleggjari illt fordæmi, en of fúsir voru aðrir að apa hann. í síðari heimsstyrjöldinni keyrði alveg um þverbak og enn var hann leiðtoginn. Það var hreint með ósköpum hve Ijótar ísle.,zk- ar bækur urðu þá og hve illur var allur frágangur á þeim hjá sumum forleggjurunum, enda síður en svo að nokkrar aðfinnsl- ur væri að óttast hjá þeim er um bækur skrifuðu. Einn hinn af kastamesti þeirra jarðvöðla lýsti því beinlínis yfir að hann teldi það ekki sitt hlutverk að víta það sem miður væri. Hlutverkið mun hafa verið hitt, að skrifa skrum — nema þegar svo bar und ir að sá ætti í hlut, sem skylt var að „skamma“, jafnt fyrir gott sem illt. Var líka svo komið að hinir. greindari menn tóku alls ekkert mark á ritdómum — og munu enda naumast gera svo enn. Það ætla ég að ríkisprentsmiðj- an væri alla tíð ósnortin af þessu faraldi, og mjög var það misjafnt hve illa það lék hinar aðrar, sumar líklega lítið orðið sér til vansa, og hlaut það þó að vera erfitt að spyrna móti broddinum. Sama er að segja um forleggjarana að sumir reyndu sem unnt var að halda hreinum skildi sínum. Einum hygg ég að hafi tekist það með öllu, en því miður er hann ekki meðal hinna stærri. Nú þokar, sem betur fer, í rétta átt, en mikið eigum við enn eftir að vinna upp til þess að kom ast aftur þangað sem við vorum fyrir fimmtíu árum. Ef ritdóm- arar vildu nú með smekkvísi og sanngirni standa einarðlega á verði, ætti senn ekki að þurfa að óttast að íslenzkar bækur verði beinlínis til skammar fyrir óvand aða og ósmekklega útgerð. En til þess að þetta megi verða, þurfa bæði prentarar og forleggj- arar að læra hvernig útgerð bóka skuli vera. Og ekki einungis þeir, heldur og ritdómararnir. Hingað til er mér nær að ætla að allar þessar þrjá stéttir iðki fremur lítið lestur þeirra bóka, er slíkt Fyrri hluti kenna. Á íslenzku eru engar bæk- ur til um þetta efni en sægur bóka og tímarita er til á erl. mál- um um Það. Að svo komu ætla ég að ósköp fáir séu kunnugir þeirri handbókinni, sem sjálfsögðust er talin Og fæst á flestum menning- artungum heims, en það er hand bók Unwin’s. Aftur á móti skilst mér að nú á síðustu árum sé nokkur hópur manna tekinn að lesa „Penrose Annual“ að stað- aldri. En þó að það sé gott og lofsvert, kemur það ekki að nema hálfum notum fyr en heildar- grundvöllur hefir verið lagður með því að lesa rækilega ein- hverja almenna handbók. Það er ekki beinlínis einfalt mál að læra að gera bók fallega og hentug- lega úr garði. í víðri veröld er hvergi þann fcrleggjara að finna er standi framar í þekkingu og reynslu í þessari grein en Cam- bridge University Press og Ox- ford University Press, og í þeirra forlagsbókum eigum við að sjálf- sögðu að leita fyrirmyndanna. En þeir sem lesið hafa um þau heilabrot og þær tilraunir sem það kostaði að koma „Testament of Beauty“ í þann búning sem bókin var í þegar hún loks birtist á markaðinum, þeir munu að ég hygg grípa í huga sínum til orða Hallgríms og segja með sjálfum sér: „von er að mér sé mótkast víst“. Það er von að okkar reynslulitlu forleggjarar, með svo fjarska ófullkomnari tæki en Ox- ford University Press og á allan hátt erfiðari aðstöðu, klóri sér einhvern tíma bak við eyrað áður en þeir eru orðnir ánægðir með útlit og frágang bókarinnar — þ. e. a. s. ef þeir eru samvizku- samir og smekkvísir. Það kostaði ekki litlar bollaleggingar og ekki litla fyrirhöfn að gefa þeirri út- gáfu Passíusálmanna, sem ber mitt nafn, það útlit sem hún hefir, og umíram allt er það Haf- steini Guðmundssyni að þakka hvernig til tókst. En aldrei að eilífu verður unnt að neita því, að hún er miklu fegursta útgáfan sem enn hefir verið gerð af þeirri Pólskir þjdödansar njóta vaxandi vinsæida Eftir Wilhelm Mach TÍU ár eru liðin frá því pólski' þjóðdansa- og þjóðsöngvaflokk urinn „Mazowsze" kom fyrst; fram opinberlega í heimalandi sínu. Það var prófessor Tadeusz Sy- gietynski, kunnur tónlistarmað- ur og tónskáld, sem lagði grund völlinn að starfsemi „Mazowsze“j árið 1948, er hann tók sér fyrir hendur ásamt konu sinni að leita uppi ungt hæfileikafólk í bæj-| um og þorpum Mazowsze-hér- j aðsins. Samtímis safnaði hann' gömlum lögum og dönsum. Fjög j ur þúsund piltar og stúlkur j gengu undir próf, og úr þeim hóp voru valdir 50 manns, er mynduðu kjarna flokiksinjs. Ríkið t veitti fjárhagslega aðstoð. „Maz- owsze“ settist að í Karolin skammt frá Varsjá, og smám saman tóku nýir nemendur að streyma að söng- og dansskólan um úr öðrum héruðum. Karolin varð brátt aðsetursstaður um hundrað ungmenna á aldrinum 12—20 ára, sem helguðu sig tón listinni af lífi og sál. Prófessor Sygietynski fékkst aðallega við að þjálfa raddir nemenda sinna. Flestir söngv- arnir, sem floktkurinn syngur, eru hans verk. Sumpart eigin tónsmíðar, byggðar á þjóðlaga- stefjum, eða þjóðlög, sem hann raddsetti. Þekktir koreografar eins og E. Paplinski og M. Kolpikowna sáu um dansana, og gamlir listamenn á sviði- þjóð- dansa úr heimkynnum obereks- ins, mazurkunnar, polkans og kujawiaksins voru einnig kall- aðir til ráða við samningu dans- anna. Frú Sygietynska hafði veg og vanda af hinum fögru og skrautlegu búningum, sem eru sniðnir eftir þjóðbúningum hinna ýmsu héraða, en gerðir með öruggum smékk hins skap- andi listamanns. Hún hefur nú um skeið haft á hendi stjórn flokksins eftir lát manns síns. „Mazowsze" hreif þegar í stað pólska áhorfendur með list sinni, og sýningum flo'kksins var fagn að sem merkum listrænum við- burði. Hér var verið að hefja gamla listgrein, sem lengi hafði verið vanrækt, til vegs og virð- ingar á heillandi og listrænan hátt’ án þess að glata hinu sanna og einfalda eðli hennar. Síðan hefur „Mazowsze“ farið víða um heim og kynnt pólska þjóðsöngva og dansa og hvar- vetna átt miklum vinsældum að bók; bókinni sem út hefir komiS margfaldlega oftast allra ís- lenzkra bóka. En endurtekið skal það, að þetta er að minnstu mér: að þakka. , Ekki dugir að ég lengi þetta mál öllu meir um útgerð ís- lenzkra bóka almennt. Þar væri ærið efni í sérstaka ritgerð og hana langa. Ef við viljum af al- vöru gera tilraun til þess að kom- ast upp úr því vansæmdar-feni sem við erum svo djúpt sokknir í, virðist mér að eitt af því fyrsta sem gera þurfi, sé að koma á ár- legri bókasýningu hérna í Reykja vík, þar sem bækur næstliðins árs yrðu sýndar og um útgerð þeirra dæmt. Þetta gera aðrar þjóðir. En alveg skilyrðislaust yrðum við að fá erlenda dómara ef þetta ætti að verða annað en markleysa. í fyrsta lagi efa ég að hér væri hæfa menn að finna, þar sem vitanlega hvorki forleggj arar, bókbindarar né prentarar gætu komið til mála, og ekki efa ég síður einurðina til þess að dæma djarflega og óvilhalt. Þvl hvað sem kann að vera um ís- lenzka þjóðarkosti, þá er það víst að einurð er torfundin á meðal þeirra. Ég hygg að einsætt væri að fá dómara frá Englandi og Sviss, því þessar þjóðir eru nú taldar fremstar í bókagerð. Til Norðurlanda er ekki að leita í þessu efni, nema ef vera skyldi til Svíþjóðar. Áður en ég *hverf yfir á þrengra svið og meir í samræmi við fyrirsögn greinarinnar, leyf- ist mér máske að minna á tvö kver sem ég hygg að enginn Framh. á bis. 16. fagna. Floklkurinn hefur sýnt I flestum löndum Austur-Evrópu, þar af fjórum sinnum í Sovét- rí'kjunum. Hann hefur verið þrisvar í Frakklandi, tvisvar I Kína og auk þess komið fram í Austurrki, Monaeo, Belgíu, Eng- landi, Mongólíu, Japan og fleiri löndum. í árslok er ráðgert, að hann fari til Bandaríkjanna. Alls eru sýningar „Mazowsze" nú orðnar 850 talsins og tala sýningagesta um 5 milljónir. Enn sem komið er hafa ís- lenzkir áhorfendur ek'ki átt þess kost að sjá hina fögru og iitríku dansa „Mazowsze", en öðru hverju hafa söngvar hans heyrzt í íslenzka útvarpinu. „Mazowsze" er í dag ekki ein- ungis merkilegt listrænt fyrir- brigði í menningu Pólsiku þjóð- arinnar heldur einnig athyglis- vert-málefni og að sumu leyti tákn sögulegra tímamóta í póls'kri list; tákn hins almenna og alþýðlega eðlis pólskrar menn ingar. ,,Mazowsze“ spratt upp úr tilraunum, sem aldrei höfðu verið gerðar áður, og vakti áhug-a alls almennings, sem sá í þess- arri starfsemi nýja leið til sköp unar menningarverðmæta og auk þess merkilegt uppeldis- fræðilegt, sálfræðilegt og félags legt viðfangsefni. ,,Mazowsze“ er eklki aðeins söngur og dans. Inn- an vébanda „Mazowsze" mótar unga fólkið framtíð sína. Það fær þar almenna menntun sína og sérmenntun, og að námi loknu víkur það fyrir öðrum ungmennum og fer til frekara náms eða tónlistarstarfa á öðr- um vettvangi, sumir í háskóla aðrir ti'l sinfóníuhljómsveita eða óperunnar, og en* aðrir gerast tónlistarkennarar eða leiðbein- endur við söng- og dansflokka áhugamanna, ser* fer ört fjölg- andi í Póllandi. Margir af þess- um smærri söng- og dansflofck- um hafa þegar getið sér mjög gott orð og far* nú ár hvert með sýningar urn Evrópu. Nú er í Stokkhólmi ,,Wielkopolska“- flokkurinn frá Poznan, og í ágúst mun flokkur frá Lowicz-hérað- inu sýna í Danmörku. Fjölmörg önnur Evrópu-lönd hafa nýlega boðið pólsikum ' þjóðdansa- og þjóðsöngvaflokkum að sýna hjá sér nú í sumar, og má af því nökkuð marka vinsældir pólskra þjóðdansa og þjóðiaga erlendis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.