Morgunblaðið - 15.08.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.08.1961, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐ1Ð '' Þriðjudagur 15. ágúst 1961 LOKUD LEII Leiðinni til frelsis hef- ur verði lokað. Uggur hinna mörgu þúsunda flóttamanna, sem streymt hafa yfir landamæri Aust ur-Þýzkalands til Vestur- Berlínar reyndist á rök- um reistur. Þeir fundu, að nú kynni e. t. v. að vera síðasta tækifærið, a. m. k. fyrst um sinn, til þess að losna úr viðjun- um heima fyrir og fá ráðrúm til þess að draga andann frjálslega, tala, hugsa — lifa í frelsi. Enginn veit hvað nú tek- ur við. Landamærunum hefur verið lokað. — ★ — Við skulum renna augum okkar nokkra daga aftur í tímann og litast um í flótta- mannabúðunum í Marienfelde í Vestur Berlín. Við innganginn stendur ung ur maður og ung stúlka. Þau hafa komið hvort sína leið frá Austur Berlín. Framtíðin er þeirra, bráðum ætla þau að ganga ,í hjónaband og byrja nýtt líf í nýju landi. Fréttamenn ganga um milli flóttafólksins og spyrja, hvers vegna hver og einn hafi flúið frá Austur Þýzkalandi. Einn- ig ungi maðurinn er spurður — og hann svarar hljóðlega: — Það er ekkert líf handan við mörkin, skiljið þér það ekki? _ Hafi sá er spurði, ekki skilið þá, skilur hann vissu- lega nú — það er ekkert lif handan við mörkin og hið eina, sem yfirvöldin þar taka til bragðs til þess að stöðva ferðir hinna ungu yfir mörk- in, er að loka þá betur inni, herða böndin umhverfis þá og reyna áfram að byrgja þeim sýn. — ★ — í Marienfelde ríkir gleði og von, sorg og kvíði, kvíðinn fyrir því hvernig fara muni fyrir þeim, er heima.sitja og ætluðu að koma síðar. — ★ — Kona heldur á bami á hand- legg sér. Hún er föl og tekin, ungt andlit hennar merkt IVfæður í Marien- felde með börn sín. Þær eru komnar í örugga höfn. þreytu og áhyggjum. Hún er taugaóstyrk og hrædd við fyrirspurnir starfsmanna flóttamannabúðanna. Er hún enn komin til yfirheyrzlu — hún hefur fengið nóg af slíku síðustu árin? En unga konan verður brátt rórri og segir sögu sína. er — Maðurinn minn sat í fangelsi í eitt ár, af því að hann gagnrýndi ríkisstjórnina í vinnunni. Hann var látinn laus í apríilok, en var stöð- ugt undir eftirliti. Nú á hann að vera kominn til V-Berlíc- ar. Hún veit ekki annað, en hefur enn ekki séð hann. Maður gengur um gólf í Mar ienfelde. Hann er á að gizka fertugur, hann heldur á frakka og skjalatözku. Gleði hans er mjög blandin. Konan ekki enn komin til Marien- felde. Hann hafði tvisvar ver ið í fangelsi vegna gagnrýni á stjórnina — og vissi af til- viljun að til stóð að hneppa hann enn á ný í fjötra. Konan hans ætlaði að koma á eftir. Nær hún að komast áður en leiðinni yfir mörkin verður lokið? Við vitum það ekki. — ★ — — Drengirnir okkar hvöttu okkur óspart til þess að flýja vestur yfir. Þeir vildu ekkj lifa áfram í þessu landi — en vildu að við kæmum með þeim. — Svo segir miðaldra kona, er situr í grasinu með tveggja ára dóttur sinni. Ann. ar drengjanna er sautján ára, málaranemi, — hinn tvítugur og hefur brátt lokið trésmíða* námi. Fyrir tíu dögum yfirgáfu bau öll heimili sitt. Móðirin Tvö börn hitt- ast við gadda- vírsgiröinguna. Þau geta talaö saman og gera það oft, en þau geta ekki leikið sér saman. Hvers vegna er hliðið iokað? Mynd þessi sýnir fjölda flótta- manna frá árinu 1946—61. Fram til ársins 1949 er tala þeirra áætl- uð — en eftir það var skráning flóttamanna ítar- legri. Búast má við að þeir séu nokkru fleiri, því að flóttamenn til flóttamanna- koma ekki allir búðanna. Talið er í milj- ónum. JtlNÍ IMI Krúíjeff HoUr APBh, 1980 Síunrrhjobúskair homlff omlonlera & NÓVEMHKR 103« L rtlUa k o.stir K rús,Leí f s í BÞrtíaafmálinu IVTARZ 1057 Ui itarhoht yfir „cmlwrskn&unarsínmRn" MV« 1955 Vá« r.vjá r »;*.m oinsuriun undirriiadur OKKKjVmtvR 1951 ticrl ú adgrrðnm uegm klrkjunni ; JCM líiw 1,’pprrísO í A-I*ýzkataitflí OKTÓBLR 1949 l.ýst yfir stofnun þýzka aiþýðulýðveltlí.sins ■ r Tf' 'i‘j''i' ■'f, yfir landamæri Austur-Þýzkalands árin 1946-61 4,0 MAt WW hurf »n4« rí n n fer ut um lmfur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.