Morgunblaðið - 15.08.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.08.1961, Blaðsíða 17
 Þriðjudagur 15. agúst 1961 MORCVTSRLAÐIÐ 17 Guðmunda Guðmunds- dóttir frá Arnarnúpi Minning Að Arnarnúpi í Dýrafirði fædd ist hún sunnudaginn 15. ágúst t8&6 og væri því 75 ára í dag, ef hún lifði, en hún lézt 12. maí s. 1. að heimili einnar dóttur sinn ar hér í Reykjavík. Átti hún við vanheilsu að stríða seinustu ár- in, lá í sjúkrahúsum annað slag- ið, svo og heima hjá sér, en hafði ijafnan fótavist þess á milli og gat heimsótt kunningjana. ' Að Arnarnúpi bjuggu foreldr- ar hennar, Guðmundur Guð- imundsson útvegsbóndi og hrepps stjóri og Guðbjörg Bjarnadóttir stórbúi. En Bjarni, faðir Guð- fojargar var hagleiksmaður og stundaði smíðar í tómstundum, og var viðbrugðið, hve hagur foann var, hvort sem efnisviður- inn var málmur eða tré, en sér- staklega var tréútskurður hans rómaður. Eftir daga Guðmundar stjórnaði Guðbjörg áfram búinu af skörungsskap og voru að jafn- aði 20 til 30 manns í heimili hjá foenni. Auk Gúðmundu eignuðust Arnarnúpshjónin tvo syni og eina dóttur. Ólu þau og upp tvær stúlkur. Fleiri börn voru líka á Vegum þeirra um lengri eða skemmri tíma. Af börnum þeirra lifir nú aðeins einn sonur, háaldr aður, svo og fósturdæturnar tvær. i • Tuttugu og tveggja ára gömul giftist Guðmunda Kristjáni Jó- foannessyni, skipstjóra, og settu þau bú að Sveinseyri í Dýrafirði og lenti mest á henni að stjórna því, þar eð maðurinn var oftast j á sjónum. Lífið brosti við þeim, unz fyrsta ' áfallið kom, þegar maður hennar | drukknaði 1012. Börnin voru þá J þrjú, tveir synir og ein dóttir, en yngsti sonurinn aðeins ófæddur. Kristján var skipstjóri á Síldinni frá ísafirði. Hún fórst með allri áhöfn á siglingu inn Dýrafjörð. Æskuvinkona Guðmundu átti mann, er fórst um leið. Stund- aði hún Guðmundu, er hún ól fjórða barnið. Er hún fór, fékk hún að taka einn soninn með sér, sem huggun í raun, en sjálf var hún barnlaus, og ólst hann upp hjá henni. Guðmunda hafði ekki geð í sér að taka hann aftur. Árið 1915 giftist hún í annað sinn, dýrfirskum sjómanni, Benó- ný Stefánssyni, sem auk búskap- arins á Sveinseyri var oftast nær stýrimaður og því eins og fyrri maðurinn mikið að heim- an. Með honum eignaðist hún fjórar dætur, en eina af þeim misstu þau 1947 frá eiginmanni og syni, í blóma lífsins og varð hún öllum harmdauði er þekktu. Hin börnin sjö eru öll á lífi og búa hér í Reykjavík. En sjaldan er ein báran stök. Guðmunda missti heilsuna og varð að liggja á sjúkrahúsum. Va|' þá ekki gott í efni, búið ijýsmóðurlaust og urðu eldri börnin að gera það, sem þau gátu, auk aðkomufólks. Gott fólk hljóp undir bagga, hafði yngstu dótturina fram und ir fermingu, en elztu dóttur þeirra Benónýs annað slagið sem unga og að öllu leyti eftir að hún stálpaðist. Guðmunda náði sér eftir veik- indin, en beið þeirra þó aldrei bætur. Frá Sveinseyri fluttu þau Benó- ný til Haukadals í Dýrafirði og bjuggu þar, unz þau fluttu til Reykjavíkur 1930. íbúðir Byggingarfélags verkamanna verða 390 Benóný hélt áfram að stunda sjóinn og var lengi stýrimaður á vitaskipinu Hermóði. Hann lézt 1952, rúmlega 72 ára. Báðir voru menn Guðmundu atorkumenn af bænda- og sjó- mannaættum komnir að vestan, létt yfir Kristjáni, en Benóný hægur og alvörugefinn og skipti aldrei skapi svo ég vissi tl. Guðmunda var fríð kona sýn- um á unga aldri, og er aldur- inn færðist yfir, höfðingleg, tein- rétt, unz veikindi tóku að buga hana á ný, vel vaxin og sómdi sér vel. Frekar alvörugefin, og mun lífsreynsla hennar hafa mót að skapgerðina að einhverju leyti. þó gat hún verið gaman- söm í vinahópi, hafði yndi af sögum og ljóðum, en af þeim kunni hún feiknin öll, var ætt- fróð og las mikið. Margs konar fróðleikur fór, því miður í gröfina með henni, en seinustu árin rifj- aðist ýmislegt gamalt upp fyrir henni, eins og oft vill verða. Á unga árum lærði hún karl- mannafatasaum, svo og alls kon- ar hannyrðir. Kom það sér vel fyrir konu með mikinn hóp barna og barnabarna, er á æfina leið, því að oft var til hennar leitað, Aðalfundur Byggingafélags1 verkamanna í Reykjavík var hald inn 9. ágúst 1961 í Tjarnarkaffi. Fundarstjóri var kosinn Helgi Hannesson og fundarritari Sigur oddur Magnússon. Formaður félagsins Tómas Vig- fússon flutti skýrslu stjórnarinn- ar, og skrifstofustjóri þess Sigurð ur Kristinsson las reikninga og skýrði þá. M. a. kom fram í skýrslu stjórn arir.nar, að í maí s. 1. hefði verið lokið byggingu 10. flokks, sem eru 32 íbúðir við Stigahlíð. En nú stendur' yfir bygging 11. enda snillingur í höndunum eins og móðurafi hennar. Samfara því, gerði hún miklar kröfur til annarra um vandvirkni. Hún var hrein og bein og hafði sínar ákveðnu skoðanir og hvik- aði ekki frá þeim, ef hún áleit sig hafa á réttu að standa. Heit var hún trúkona og hall- aðist seinustu árin mest að spírit- isma, og voru kenningar hans henni að lokum vissa. Hún bar hag barna og barna- barna mjög fyrir brjósti, enda hændust þau öll að henni. Svo er sagt, að hver og einn eigi að verða eins og viðri á fæðingardegi hans. Eftir því gætu firðirnir vestra hafa verið spegil- sléttir að morgni, Ægir, hafa far- ið að ygla sig utan við Barða og Sléttunes og sent ólgu inn firð- ina upp úr hádegi, en lygnt síð- an aftur að kveldi ágústdaginn sem Guðmunda fæddist. Dýrafjarðarfjöllin eru altaf fögur og tignarleg. Eins mun verða minningin um Guðmundu frá Arnarnúpi. B. Th. flokks, sem einnig er 32 íbúðir, og þegar honum er lokið, hefir félagið byggt alls 390 íbúðir. Að auki hefur félagið byggt skrif- stofu- og verzlunarhús að S ór- holti 16 og hefur félagið þar að- setur sitt. Svæði það, er félagið fékk út- hlutað við Stigahlíð, er nú full- byggt. Félagið hefur nú sótt um lóðir fyrir fjölbýlishús við Ból- - staðarhlíð. Þá kom fram tillaga, um að skora á bæjarstjórn Reykjavík- ur, að haldið verði fast við fyr- irframgerða áætlun um lögn hitaveitu í Rauðarárholtið. áður en ráðizt verður i hitaveitufram- kvæmdir í nýrri bæjarhverfum. — Tillagan var samþykkt sam- hljóða. f stjórn félagsins voru endur- kjörnir: Magnús Þorsteinsson, Alfreð Guðmundsson, Bjarni Stefánsson, Jóhann Eiríksson. Formaður er Tómas Vigfússon. Enginn Trujillo 1 framhoði CIUDAD, Trujillo, Dominikanská lýðveldinu 9. ágúst. (Reuter) — Fbrseti Dominkanska lýðveldis- ins Joaquim Balageur tilkynnti í gærkvöldi, að enginn ættingi hins látna einræðisherra yrði í «framboði við forsetakosningar, sem fram eiga að fara í landinu nú á næstunni. Jafnframt til- kynnti forsetinn, að óskað hefði verið eftir að nefnd bandarískra manna yrði senda til landsins til þess að aðstoða stjórnina við und irbúning og skipulag kosning- anna. SÍÐASTA SKEMMTIFERÐIIV í SUMAR VERÐUR FARIINI A MORGUINI, MIÐVIKUDAGININI 16. ÁGÚST. - ÞRJÁR SÍÐUSTU í FÖTSPOR EIRÍKS RAUÐA Þ3IGGJA DAGA FERÐ FERÐIRINIAR VORU FULL- SETNAR OG SÉRLEGA VEL HEPPNAÐAR. ÖRFÁ SÆTI LAUS í FERÐINA Á MORGUN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.