Morgunblaðið - 15.08.1961, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.08.1961, Blaðsíða 16
16 MORCVNBLAÐIÐ f>rlð]uðagur 13. ágðst 1961 Atvinna Getum bætt við nokkrum stúlkum til sauma- og annarra iðnaðarstarfa. — Til viðtals að Barónsstíg 10 A'í dag og næstu daga frá, kl. 5—7 e.h. Verksmiðjan Max h.f. Reykjavík Afvinna Reglusamur og áreiðanlegur maður óskast við vara- hlutaafgreiðslu (lagerstörf) hjá Áhaldahúsi Vega- gerðar ríkisins í Reykjavík. Nauðsynleg er góð þekking á vélum og góð rithönd. Starfið er laust nú þegar. Skriflegar umsóknir sendist í Vegagerð ríkisins, Borgartúni 5, fyrir 20. þ.m. Saumastúlkur Vanar saumastúlkur óskast. Heimasaumur kemur einnig til greina. — Leggið nafn, heimilisfang og símanúmer inn á afgr. Mbl. merkt: „Lagersaum— 5230“, fyrir n.k. fimmtudag. Skrifstofuhúsnæði Gott skrifstofuhúsnæði í Miðbænum er til leigu nú í haust. Er hér um fleiri herbergi að ræða, sem fást leigð, tvö eða fiögur eftir þörfum. — Tilboð sendist afgr. Mbl merkt: „Góður staður — 5231“ Einbýlishús (steinhús) á sérstaklega fallegum stað við Tjarnar- götu er til sölu. Fasteignasala EINARS ASMUNDSSONAR hrl. Austurstræti 12 III. hæð. Sími 15407 — Fornritafélagið Framh, af bls. 8. prentari, enginn forleggjari og enginn prófarkalesari geti sér að skaðlausu án verið — nema þær sauðkindur sem sannarlega eru finnanlegar í öllum þessum þrem flokkum og ekki verður við bjargað. Þó minnist ég á þau hik- andi, því ég finn að ég er að gera þessum heiðursmönnum skömm með því að gera ráð fyrir að þeim sé ókunnugt um kver þessi. En ég veit að enginn þeirra hleypur yfir fimmtu bænina í Faðirvorinu þegar hann les það í bólinu sínu á kvöldin, svo mér hlýtur að vera óhætt að tala. Annað kverið nefnist „Rules for Compositors and Readers" en hitt „Authors’ and Printers’ Dictionary"; forleggjari beggja er Oxford University Press. Bæði kverin hafa um langt skeið verið fáanleg hérna í Reykjavík. Þá skulum við nú athuga það sem verða átti efni greinarinnar. Eins og áður var að vikið, vís- aði ríkisprentsmiðjan viðskipta- mönnum sínum á dyr — varð af illri nauðsyn að gera svo. Einum þyrmdi hún samt (til allrar ham- ingju), enda mundi hafa valdið þjóðarhneyksli að gera öðruvísi: Hún þyrmdi Fornritafélaginu og prentar enn fyrir það. Og sé það eitthvað sem við getum bent á sem fyrirmynd í bókagerð á okk ar eigin heimili, þá er ekki um að villast að það eru útgáfur Fornritafélagsins. Þær bækur eru vandaðar að frágangi. En ef hér er einhverja þá menn að finna, sem lesið hafa röksemdir'þeirra dómara, er á Englandi og í Sviss hafa dæmt um bækur á áður áminnstum sýningum, þá getur þeim hinum sömu ekki blandast hugur um það, að ýmislegt mundu þeir herrar hafa við út- gerð þessara gersema okkar að athuga. Og það eru karlar sem velja hugsunum sínum ómjúk Orð, svo ég er hræddur um að okkar Ofurviðkvæmni mundi kannske svíða undan þeim. Sá háttur þeirra að vera meir en lítið orðhvassir, geri ég ráð fyrir að sé upptekinn ekki alveg út í bláinn; það mun tilætlunin að þeir, sem fyrir svipuhöggunum verða, skuli finna svo til þeirra að ekki gleymist þau samdægurs. Með illu skal illt út drífa, og það fannst Páli gamla Ólafssyni góð pólitík, enda hafði hann sína sér- stöku ástæðu til að hrósa henni. Nærri má geta að svo kjark- lítill maður sem ég er, hreyfir ekki óhræddur aðfinnslum við útgerð þessara bóka, því að henni hafa ráðið vitrustu menn þjóðarinnar, og í sameiningu lagt til þess sín hartnær alvísu höfuð í bleyti. „Þegi þú smábarnið þitt þegar vitrir menn tala“ — og þegar miklir menn prenta. En ég HOLLENZKIR KVENSKÓR ENSKIR BARNASKÓR TÉKKNESKIR BARNASKÓR Nýjar vörur — IWjög ódýrar • Skóverzíun Þór^ar Péti irssonar Aðalstræti 18 *** %JLLT A Slffl STA§Þ ■ ■ ■ Sparið tíma, eldsneyti og peninga. — Notið CHAMPION KRAFTKERTIN H.F. EGILL VILHJALMSSOIM Máiiútu;. skal gæta hófsemi í aðfinnslum og þegja um ýmislegt sem ég veit að áðursagðir Englendingar og Svisslendingar mundu ekki láta liggja í láginni. Samt mun sagt að ég mæli af hroka. Þá rétt- lætingu hefi ég fyrir hroka mín- um, að síðan 1917 hefi ég að stað- aldri lesið bækur um bókagerð; en þar með er það vitanlega ekki sannað að ég hafi lært nokkuð um það efni. . * Eitt sinn bar svo undir að Hall- dór Hermannsson, sem þá var hér á ferð, var staddur í búð minni er mér voru færð nokkur eintök af nýútkomnu bindi frá Fornritafélaginu, en ég hafði fá- eina áskrifendur, innan lands og utan. Eins og vænta mátti, tók Halldór eintak og fletti því, og þá var víst enginn sá íslendingur, sem gleggra auga hefði fyrir bók- um. Það fyrsta sem hann rak augun í var það, að myndir stóðu þar í rauninn á höfði. Það gera þær, ég held í öllum þeim fimmtán bindum, sem út eru komin. Þegar mynd er þar prent- uð langsetis á síðu, er hún látin horfa til vinstri, í stað þess að hún á að sjálfsögðu að horfa til hægri. Þá þarf ekki nema lítil- lega að halla bókinni sólarsinnia til þess að lesa undir myndinni, en ella þarf a§ snúa henni hálf- hring andsælis, sem er frámuna- lega úrhendis og ankannalegt. Halldór hló kuldahlátur og sagði eitthvað á þá leið að lengi segði það til sín handbragðið í bóka- gerð okkar íslendinga. Og úr þvl að svona gat farið um hið græna tréð, útgáfuna sem svo var vel feðruð, þá þarf ekki orðum að því að eyða hve altítt þetta er í íslenzkum bókum. Það er hvim* leitt, en þó er hitt ennþá and- styggilegra og aulalegra þegar sá háttur er hafður (og hann er ekki fátíður hjá okkur) að I mynda-opnu er skýringarorðið annaðhvort kjalarmegin á báðum síðunum, eða útjaðarsmegin á þeim báðum. Þá verður lesarinn blátt áfram að láta bókina dansa. „Slyngt yrði þér um margt, frændi, ef eigi fylgdi slysin með.“ — Gyðingar Framh. af bls. 15 unurn" lífð léttara, er þeir gátu þekkt stöðvarnar í gegnum loft- götin. Loks, þegar að því kom, að dyrnar voru opnaðar, við fanga- búðir í norðurhluta Austurríkis, voru flest okkar orðin svo þraut pínd, að við fögnuðum sólskin- inu og lifsloftinu einungis að nafninu til, af fræðilegum ástæð um — vegna þess að vissa minn- inganna sagði okkur, að þessar lífslindir væru hollar. En breytingin, þegar við stauluðumst út og reyndum að standa á fótunum sveif á okkur og gerði okkur máttlaus og rugl* uð í kollinum. ★ Eins og vörubögglar Ég man, að ég starði lengi á saurinn í vagninum sem við vorum nýstigin úr, og aftur kom yfir mig sama óhugnanlega óraunveruleikatilfinningin. Við biðum eftir því, að verða flutt til ens og yörubögglar, en vorurn þó í rauninni við því búin, að okkur yrði hent aftur inn í vagn inn — og að við yrðum látin dúsa þar að eilífu. í næsta vagni við okkar var lík, hið fyrsta, sem ég hafði séð. Ég horfði á það án minnstu geðbrigða. Stór- ir, gulleitir fætur — kona á miðj um aldri. Hvaða máli skipti það? Þetta tilfinninga- og sinnuleysi var mér alveg ný reynsla. Ég held, að það hafi verið þorstinn, sem vakti mig til lífs- ins. Ég sá.mann úr fangabúðun- um, sem bar fötu með vatni. Ég hljóp til hans og ég dýfði krús- inni minni umsvifalaust niður I fötuna. SS-maður öskraði til mín, en þá var ég búinn að drekka. Þá fyrst fann ég, að gott var að vera sloppinn úr gripa- vagninum. / (Observer. __ Öll réttindi áskilin). y

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.