Morgunblaðið - 15.08.1961, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.08.1961, Blaðsíða 22
22 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 15. ágðst 1961 Þjóðverjarnir léku sér létt Þjóðverjar unnu landskeppnina með 110 stigum gegn 63 Landskeppnin í frjálsum íþróttum varð stórsigur A- Þjóðverja en sýndi hins vegar átakanlega hve fáir, fá- tækir og smáir við eru í frjálsum íþróttum. í 7 greinum af 16 vinnur B-Iandslið A-Þýzkalands tvöfaldan sigur. Þeir sigra í 13 greinum af 16. Aðeins þremur af okkar mönn- um tekst að ná sigri. Það var Vilhjálmur í þrístökki — og það með yfirburðum, Valbjörn í stangarstökki og Krist- leifur í æsispennandi og jöfnu 5 km hlaupi. Frá ísl. sjónarmiði var Vilhjálmur og Valbjörn menn fyrri dagsins en Kristleifur einn yljaði mönnum um hjartarætur síð- ari daginn. Hins vegar var keppnin í heild ánægjuleg og augu margra opnuðust fyrir því hve skemmtileg er frjálsíþrótta- keppni þar sem náð er góðum árangri — afrekum sem skreytt gætu hvaða mót sem er. Þeim náðu Þjóðverjarnir í mörgum greinum — okkar menn í helzt til fáum. Það var ekki oft sem ánægjusvipurinn var slíkur á íslenzkum andlitum í keppninni. En það glöddust aliir — og óvænt — er Kristleifur sigraði í 4 km hlaupinu. Hér er honum fagnað af Eftir látlausa setningarathöfn þar sem liðin gengu inn á völl- inn fylktu liði undir ísl. fána og fána Austur-þýzka frjálsíþrótta- sambandsins hófst keppnin. Og fylgjum nú hverri grein. 110 m grindahlaup Þessi fyrsta grein keppninnar sýndi vel það regindjúp sem er milli styrkleika þjóðanna í þess- ari grein íþrótta. Að visu gátum við ekki tjaldað okkar beztu mönnum Pétri Rögnvalds og Björgvin Hólm sem veitt hefðu Vanda- mál með fána TIL nokkurs vanda kom í sambandí við landskeppnina er ráða skyldi fram úr hvaða fána skyldi nota fyrir A-Þjóð verja. Vandinn stafaði af því, að ísland hefur ekki viður- kennt austur-þýzka lýðveldið sem sjálfstætt ríki. Af þeim sökum héldu leiðtogar beggja aðila fund með sér eftir komu Íþýzku íþróttamanna og varð þar engin ágreiningur, held- ur samþykkt í friði og spekt að engan fána skyldi nota. ÍÞjóðverjamir skildu þetta vandamál svo vel, að þeir buðu það að ísl. fáninn yrði notaður á fánastöngum vall- arins svo að sjá mætti að þar færi fram mót. Var flaggað með 2 ísl. fánum auk fána Reykjavíkur sem alltaf er uppi þegar eitthvað fer fram á Laugardalsvellinum. Þjóðviljinn reynir á sunnu- daginn að gera sér mat úr þessu fánamáli og snýr öllu á ríkisstjómina — sem kom hvergi nálægt málinu, Jóhannes Sölvason form. FBÍ sagði blaðinu svo frá að skrif Þjóðviljans væri upp- spuni frá rótum og með öllu tilhæfuiaus. Hefði stjóm FBÍ farið fram á það við ritstjóm blaðsins að þessi skrif yrðu leiðrétt. Sannleikurinn væri sá er hér að ofan er lýst. Og Jóhannes bætti við. „Þýzki fararstjórinn Hoffmann, hafði orð á því síðari dag keppn- innar, að hann teldi að FBÍ hefði farið algjörlega rétt að í þessu vandamáli með fán- ann.“ þjóðverjunum keppni. f stað þess hirtum við stigin þrjú gegn 8 stigum þjóðverja. 1. H. W. Regenbrecht 15.4. 2. Wolígang Krehs 15.6 3. Ingólíur Hermannsson 17.1 4. Þorvaldur Jónasson 17.1 I: 3 — A-Þ: 8 1500 m hlaup Svavar stóð vel við sitt í næstu grein. Hann fylgdi þjóðverj- unum vel og á síðasta hring héit hann sér fast við þann sterkari. Hann ógnaði til hins síðasta sigri Billeb, en hafnaði í öðru sæti á sínum bezta tíma í ár. Þarna sást aftur dálítið af hinum keppnisharða Svavari og silfur hlaut hann að launum. 1. Volmar Billeb 3:58.4 2. Svavar Markússon 3:58.8 3. Sigfried Rothe 4:01.7 4. Agnar Levý 4:09.5 1: 7 (4) A-Þ: 15 (T) Kúluvarp Þjóðverjarnir Hensse og Hoff- mann tóku forystu í kúluvarpi í upphafi. uðmundur Hermannsson orkaði þó óþægilega á þá strax í byrjun. Hann átti kast um 16.10 m — lengsta kast keppninnar — sem var ógilt dnmt vegna smá- vægilegs yfirstigs. En það tókst Guðmundi ekki að endurtaka. Hann náði þó snemma 15.89 — 7 sm styttra en sigurkast Hansse. Kúluvarpið varð því spennandi frá upphafi þó úrslit yrði tvöfald ur sigur fyrir Þjóðverjana, sem 'léttilega og auðveldlega hirtu 8 Vilhjálmur stekkur 16,17 m. stig þarna þrátt fyrir ekki sér- lega góðan árangur. 1. J. Hensse 15.9Í 2. D. Hoffmann 15.95 3. Guðmundur Hermannsson 15.89 4. Gunnar Huseby 15:33 400 m hlaup Þessi grein undirstrikaði mun- inn frá 110 m grindahlaupinu. Þjóðverjarnir unnu létt tvöfald- an sigur og aftur urðu stigin 8 fyrir Þýzkaland, 3 fyrir okkur. 400 m hlaup: 1. Edgar Benkwitz 50.1 2. Ulrich Frohm 50.5 3. Grétar Þorsteinsson 51.1 4. Þórhallur Sigtryggsson 54.7 1: 13 (3) A-Þ: 31 (8) Þrístökk Þarna var gleðipunkturinn fyrsti. Vilhjálmur var betri en riokkru sinni fyrr í sumar. Hann stökk þrjú stökk lengra en Þjóð- verjarnir og varð næstum metra á undan þeim. Þetta afrek hefði fært Vilhjálmi Norðurlanda meistaratitil ef það hefði unn- izt í Osló. En þetta var álíka mik- ill yfirburðasigur fyrir ísland eins og Þjóðverjarnir unnu mesta í sínum beztu greinum. Þrístókk: 1. Vilhjálmur Einarsson 16.17 2. H. J. Riickborn 15.28 3. K. Barylla 15.28 4. Ingvar Þorvaldsson 14.20 I: 19 (6) A-Þ: 36 (5) 3000 m hindrunarhlaup Þjóðverjarnir voru tveir á móti Kristleifi einum. Þeir hjálpuðu hvor öðrum en Kristleifur gaf þeim engan frið. SvO fór líka að er líða tók á hlaupið þá var það fslendingur og Þjóðverji sem börðust um sigurinn. Hann féll til Dörners, sem bæði hefur meiri reynslu og hefur betri afrek að baki, en Kristleifur var vel að gilfrinu kominn Og stóð vel fyrir sínu að vanda. 3000 m hindrunarhlaup: 1. Rainer Dörner 9:00,7 2. Kristleifur Guöbjörnsson 9:05.9 3. Sigfried Prietzel 9:22.7 4. Haukur Engilbertsson 9:33.3 1: 23 (4) A-Þ: 43 (T) Stangarstökk Þarna var annar ljósi punktur- inn í íslenzkum augum. Valbjörn Og Beyme fylgdust að Og náðu báðir sömu hæð. En fyrir meira öryggi hlaut Valbjörn sigurinn. Heiðar barðist vel en varð að sjá af þriðja sætinu — og eftirsókn- arverðum bronzverðlaunum. 1. Valbjörn Þorlákss«i 4.30 2. G Beyme 4.30 3. J. Tietke 4.10 4. Heiðar Georgsson 4.10 1: 29 (6) A-Þ: 48 (5) Kringlukast Það vakti undrun hve létt og auðveldlega Grieser kastaði kringlunni og hún flaug kast eft- ir kast hjá honum þetta 52 til 54 metra. Þorsteinn Löwe vakti hins vegar meiri athygli þjóð- verjanna en áhorfenda. þjóðverj- amir hópuðust kringum hann, hlustuðu á óp hans við hvert kast I: 10 (3) A-Þ: 23 (8) Kristleifur og Dörner yfir gryfjunni. og imdruðust snaggaralegheit hans og undarlegt fas fyrir hvert kast. Þorsteirm náði öðru lengra kasti en Hallgrímur hafnaði í 4. sæti. 1. Grieser Þ. 54,89 2. Þorsteinn Löwe I. 52,17 Ot létt kringla LEHMNDAATVIK tom fyrir í landskeppninni fyrri dag- inn. Kringlukastararnir höfðu til umráða kringlur er vegn- ar höfðu verið fyrir keppnina og meðal þeirra var kringla er Þorsteinn Löve átti. Var hún hvítmáluð og auöþekkt. Skyndilega uppgötvaðist það í keppninni að tvær hvítmál- aðar kringlur voru í umferð. Kærði olnn keppendanna það til kaststjóra og hafði hann upp á þeirri kringlunni sem svo skyndilega hafði „birzt“ í fórum þjálfara Þorsteins. Er þessi dularfulla kringla var athuguö kom í Ijós að hún vó aðeins 1,7 kg en kringlur eiga að vega 2 kg. Hófst nú rekistefna mikil og fundahöld dómnefndar en sleppt var að tilkynna úr- slit í greininni á laugardag- inn. Fundi nefndarinnar lauk með því að þar sem ekki fengjust óhyggjandi sannanir fyrir því hvort, og í hvaöa til- raunum Þorsteinn eða aðrir hefðu kastaö þessari léttu kringlu, var málið látið niður ’ falla. Þorsteinn sagði að fyrir eiiíhvern misskilning hefði þessi kringla farið í tösku sína en töskuna hafði Þor- steinn m 1 sér í keppnina. Síðan hefði annar Þjóðverj- inn beðið um kringlu Þor- steins að láni, og þá hefði hann tekið hina léttu í stað þeirrar réttu. Þannig hefði hún komizt í keppnina. Aðrir segja, þ.á.m. Hallgrímur Jóns son sem keppti ásamt Þor- steini í kringlukastinu, að á- stæða sé til að ætla aö Þor- steinn hafi áður notað þessa léttu kringlu, hvort sem það sé viljandi eða óviljandi gert. Hefur því málið verið kært fyrir íþróttadómstól og mun einhver bið verða á því að endanleg úrslit fáist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.