Morgunblaðið - 15.08.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.08.1961, Blaðsíða 20
20 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 15. ágúst 1961 l brýðissömu dækju með sér til hússins, sem ég var geymd í, svo þokkalegt sem það nú var. En enn átti það eftir að versna. Löggurnar drógu Dick með sér til stöðvarinnar. Ég var alblóðug og grátandi í fanginu á mömmu, en við voram látnar koma líka. Þegar þangað kom, vorum við mamma ekkj meðhöndlaðar eins og fólk, sem hefur orðið að kalla á lögregluna til hjálpar, með mig var farið eins og ég hefði drepið mann. Mömmu var ekki ileyft, að fara með mig heim. Hr. Dick var á fimmtugsaldri, en ég var aðeins tíu ára. Lög- regluliðþjálfinn hefur kannski litið á brjóstin á mér og leggina og reiknað aldur minn af þeim, ég veit það ekki. Hvað sem því líður býst ég við, að hann hafi áJitið, að ég hafi tælt þennan gamla geithafur inn í pútnahús, eða eitthvað i þá áttina. Hitt veit ég, að mér var kastað í fangaklefa. Mamma grét, æpti og bað, en ekkert dugði, henni var bara ýtt út. Ég var fengin í hendur feitri, hvítri varðkonu. Þegar hún sá, að ennþá blæddi úr mér, vorkenndi hún mér og gaf mér mjólk að drekka. En enginn annar gerði neitt fyrir mig, nema að gefa mér ógeðs- legar augnagotur og smjatta í kampinn. Bftir nokkra daga f fangelsi var ég dregin fyrir rétt. Hr. Dick fébk fimm ár, ég var dæmd á kaþólska uppeldisstofnun. Þeim stað gleymj ég aldrei. Hælið er rekið af kaþólskum nunnum, sem aldrei fara út fyr- ir veggi þess. Þegar maður kem- ur þangað er maður færður í bláan og hvítan einkennisbún- ing og fær dýrlingsnafn. Ég fékk nafnið St. Theresa. Þarna voru um hundrað stelpur, flestar fyrir þjófnað og fjarveru frá skóla. Þær vissu, að ég var þarna vegna karlmanns, og þess végna var litið á mig sem meiri háttar persónu. Þegar einhver gerði eitthvað af sér á þessum stað var hún ekki barin eins og hjá Idu frænku. Refsingin var fólgin í því að við vorum færðar í rauð- ar fatadruslur og þá máttu hin- ar ekki tala við þá seku eða koma nálægt henni. Aldrei gleymí ég fyrstu stelp- unni, sem ég sá færða í rauðu lurfurnar. Hún var reglulega tryllt og hún var alein í bak- garðinum og stóð í rólu. Hún sveiflaði sér æ hærra, æpti og gólaði og sveiflaði sér hærra og hærra. Hún erfiðaði svo að hún blés af mæði. Krakkarnir stóðu allir í hóp og horfðu á hana. Augun' ætluðu út úr höfðum þeirra. Forstöðukonan reyndi að halda börnunum á hreyfingu og dreifa gapandi stelpunum. Sú í rauðu lörfunum hélt bara áfram að sveifla sér og öskra. Sennilega hefur hún haldið, að meðan hún héldi sig í rólunni og sveiflaði sér gæti enginn snert hana. Gæzlukonan leit á hana horfði síðan á okkur og sagc': „Þið megið vera vissar um að guð refsar henni.“ Örfáum sekúndum síðar heyrð ist hræðilegur brestur. Um leið og hún sveiflaði sér eins hátt og rólan leyfði brast sætið og stelp- an flaug æpandi yfir girðinguna. Hryllilegur dynkur heyrðist, og síðan varð þögn. Þegar að var gætt var hún hálsbrotin. Ég var í fyrsta skipti færð í rauða kjólinn á páskunum. Mamma kom í heimsókn og hafði með sér heljarstóra körfu með tveim steiktum kjúkling- um, tylft af harðsoðnum eggjum og allra handa góðgæti. Syst- urnar gáfu hinum stelpunum allt, sem var í körfunni, af því að ég var í rauðu fötunum. Síð- an neyddu þær mig til að horfa á meðan hinar átu upp úr körf- unni. Þetta var þó ekki nægileg refsing. Ég fékk ekki að sofa í svefnsalnum með hinum stelp- unum. önnur stúlka var dáin og ég var lokuð inni með henni alla nóttina. Kannski hefur það verið sú, sem hálsbrotnaði, ég man það ekki greinilega. Hið eina, sem ég skynjaði var líkið. Síðan langamma c.i með mig í fanginu hafði ég ekki getað kom ið nálægt dauðu fólki. Ég æpti og barði á dyrnar og hélt vöku fyrir öllum lýðnum. Ég hamað- ist á dyrunum unz blæddi úr höndum mínum. í næsta skipti, sem mamma kom í heimsókn sagði ég henni, að ef hún vildi sjá mig aftur lifandi yrði hún að ná mér út af þessum stað. Ég held, að hún hafi séð, að mér var alvara. Að minnsta kosti fengu þau afi lög- stóreflis körfu fulla af hænsna- fræðing. Einhver ríkur, hvítur maður, sem hún vann fyrir hjálpaði henni. Eftir því, sem dómarinn sagði, átti ég að dúsa þarna þangað til ég yrði tuttugu og eins árs eða dæi. En þeim tókst að ná mér út. Ég kom þangað aftur mörgum árum seinna, þegar ég þarfnað- ist gagna til að sanna, að ég hefði fæðst í Baltimore til að geta fengið vegabréf til að fara úr landi. Ég hafði sagt starfsmönnum hins opinbera, að ég væri fædd á spítala í Baltimore,' þar sem mamma hafði skúrað gólf og borið vatn, þegar hún var aðeins þrettán ára gömul, en mér var ekki trúað. Saroa forstöðukonan var þarna og þrjátíu árum áður. Ég skoðaði staðinn, þar sem ég hafði sofið, skírð, fermd, og þar sem ég hafði barið hendur mín- ar til blóðs þegar ég hafði ver- ið lokuð inni með líkinu af dauðri stelpu. f 2 Illar minninffar Sumarið 1927, þegar ég fór ein frá Baltimore til New York voru allir að tala um flug Lind- berghs til Parísar. Yið mamma vorum búnar að fá okkur fullsaddar af Baltimore daginn, sem ég kom út af ka- þólska hælinu. Eftir þetta tilfelli með Hr. Dick var ekki lengur um leigjendur að ræða. Það var ekki um annað að ræða fyrir mömmu en að fara aftur að þræla sem innistúlka. í Balti- | more gat hún ekki fengið hálf laun á við það, sem hún fékk norðar. Þessvegna fór ég aftur að dragnast með burstann minn og fötuna hús úr húsi til að reyna að vinna mér inn það, sem á vantaði til að við gætum verið saman. Kvöld eitt kom ég heim í myrkri með aðeins þrjátíu kall eftir heils dags vinnu. Mamma leit á mig og fór að gráta, svo uppgefin var ég. Ég reyndi að hugga hana og segja henni að allt yrði £ lagi morgiminn eftir, en hún hélt bara áfram að gráta og segja „Það hlýtur að vera eitthvað betra til en þetta.“ Við vissum báðar, að það væri ekki í Baltimore við yrðum að halda norður á bóginn. Hún fór norður. Ég fór aftur til Idu frænku, mannsins henn- ar, ömmu, afa, Henrys litla frænda og Elsie — til að bíða eftir þeim degi, er mamma gæti sent eftir mér til að koraa til New York. Ævi mín hjá Idu frænku varð hin sama og áður. Ég gat varla beðið eftir því að henni lyki, og samt fannst mér hún ekki eiga að eins og raun varð á. Ida var einhver sú versta svarta dækja, sem guð hefur skapað, en hún átti ekki að deyja eins og raun varð á. Stækkaðir skjaldkirtlar voru í ætt mömmu. Mamma var svona, en Ida var verst. Skjald- kirtillinn í henni var ofboðslega stór og ógeðslegur, hann hékk henni niður á bringu. Svo var það dag nokkurn að hún var að köfnun komin, og enginn var í húsinu til að hjálpa henni nema eiginmaður hennar, og hann lá afvelta og ofurölvi. Hún dó eins og hundur, á fjórum fótum í bar áttu við að anda. Læknirinn sagði, að hefði maður hennar rankað við sér, þó ekki væri nema til að opna glugga, hefði það getað bjargað henni. En hann var meira að segja of slompaður til þess. Þó að hún væri slæm, var mér ógeðfellt að hún skyldi deyja á þennan hátt. Á þessum árum var vani að láta greftrunina bíða í hálfan mánuð svo að ættingjarnir gætu vakað og syrgt yfir líkinu. Ida frænka og maður hennar voru baptistar, og voru alltaf að hnýta í okkur mömmu af því að við vorum kaþólskar. Við vorum alltaf ásakaðar um að álíta okk- ur betri en baptistana. Þau hædd ust að mömmu þegar hún fór til kirkju til að brenna kertum og biðjast fyrir. Svo þegar ég neit- aði að fara að horfa á líkið af Idu frænku héldu þau, að það væri af trúarástæðum. Ég fékk ekki að vera í friði. Loks tók einhver mig með valdi og dró mig að kistunni og neyddi mig til að horfa á líkið. Ég kastaði upp. Þegar Ida frænka var dauð var enginn til að líta eftir Elsie og Henry, hvað þá heldur mér, svo að mamma bað mig að koma til New York. Ég var búin með tólf ára bekk og um leið og skólanum lauk setti afi stórt spjald um hálsinn á mér. Á því stóð hver ég væri og hvert ég væri að fara. Amma gaf mér steik og ' harðsoðnum eggjum. Það hefði verið nóg fyrir Lind- bergh yfir Atlantshafið. Afi fylgai mér til stöðvarinnar. Ég var með farseðil til Long Branch, en þar átti mamma að taka á móti mér. Jafnskjótt og ég var orðin ein í lestinni sagði — . . . og hérna höfum við svo rúmgóðan og bjartan kjall- ara. Hátt til lofts, finnst ykkur ekki? Mér þykir leitt með dýrin, [ Markús. Við verðum áreiðanlega ó varðbergi fyrir þig, og látum þig vita ef vð sjáum eitthvað. Heyrðu, hversvegna ferðu ekki upp í turninn og svipast um? Svo vildi ég gjarnan kynna þig fyrir Ruth konu minni. Þið sjáið sannarlega alla Týndu skóga héðan. Já, Markús. Við getum fylgst með öllu, sem skeður þarna niðri. ég við sjálfa mig. Til fjandans með Long Branch, ég ætla að sjá Harlem í leiðinni. Svo tók ég af mér stóra spjaldið og á- kvað að stíga af lestinni í New York og fara með neðanjarðar- brautinnj til að skemmta mér rækilega og leita mömmu svo uppi. Ég var ekki nema þrettán ára, en ég þóttist vera hasarskutla. Ég hafði lítinn farangur, nema kjúklingakörfuna, en ég var þó á ferðalagi. Þegar ég kom á Pennsylvania Station í New York hafði ég aldrei séð svo stór húsakynni. Ég ráfaði um og skoðaði allt, sem mig langaði tifll Það hlýtur að hafa verið sjón að sjá mig rölta um, gapandi af undrun með litlu töskxma í ann- arri hendinni, en kjúklinga- körfuna í hinni. Að minnsta kosti sá þessi velgjörðakona mig, og var ekkj í nokkrum vafa um að ég væri týnd. Nú var orðið dimrnt. Konan var hvít, en eins alúðleg og mað ur gat óskað sér. Hún spurðil mig hvaðan ég kæmi, hvert ég værj að fara, og hvað ég héti. En ég vildi ekkert segja henni, ekki einu sinni hvað ég héti. Enginn skyld: hindra mig í að komast til Harlem. Það kom $ ljós, að þessi kona var frá Barna verndunarfélaginu. Hún ætlaði að fara með mig í hús sem það hafði til umráða, en nú var orðið alltof framorðið, aiíltvarpiö Þriðjudagur 15. ágúst 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Tón leikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar. — 10:10 Veðurfr.). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. 12:25 Fréttir og tilkynningar). ( 12:55 ,,Við vinnuna": Tónleikar. 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:05 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og til-k. 16:05 Tónleikar. — 16: 30 Veður- fregnir). 18:30 Tónleikar: Þjóðlög frá ýmsum löndum. 18:55 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir. 20:00 Tónleikar: Konsert fyrir píanó og hljómsveit eftir Pavel Borko- vec. — Antonin Jemelik og tékk neska fílharmoníuhljómsveitin leika. Alios Klima stjómar. 20:20 Erindi: „Ef starfinu linnir, e& hjartanu hætt“ (Hannes J. Mag- nússon skólastjóri). 20:50 Tónleikar: Frá söngmóti Kirkju- kórasambands Suður-Þingeyjar- prófastsdæmis. Fjórir kórar syngja. Söngstjórar: Páll H. Jón- son, Þóroddur Jónasson, Sigurða ur Hallmarsson og Sigfús Hall- grímsson. 21:10 tJr ýmsum áttum (Ævar R. Kvaran leikari). 21:30 Roger Wagner-kórinn syngur brezk þjóðlög. 21:45 íþróttir (Sigurður Sigurðsson)4 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Lög unga fólksins (Jakob Möller) 23:00 Dagskrárlok. Miðvikudagur 16. ágúst \ 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Tón leikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar. — 10:10 Veðurfr.). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12:25 Fréttir og tilkynningar), 12:55 ,,Við vinnuna”: Tónleikar. 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:09 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og tilk, 16:05 Tónleikar. — 16: 30 Veður- fregnir). 18:30 Tónleikar: Öperettulög. 18:55 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr, 19:30 Fréttir. 20:00 Tónleikar: Píanósónata nr. 11 fl B-dúr op. 22 eftir Beethoven. — Wilhelm Kempff leikur. 20:25 Frásöguþáttur: Kvöld í Arnar- firði (Hallgrímur Jónasson kenn- ari). 20:45 Léttir kvöldtónleikar: a) Hilde Gúden syngur óperettu- lög með kór og hljómsveit Híkisóperunnar í Vínarborg. b) I>rjú stutt hljómsveitarverle eftir Stravinskij: 1) Sirkus-polki og Flugeldar. fantasía. — Fílharmoníu- hljómsfveitin í New Yorlc leikur; höf. stj. 2) „Ibenholt-konsert". — Woody Herman leikur á klarínettu ásamt hljóm- sveit sinni; höf. stj. 21:20 Um slysavarnamál — síðara erw indi (Garðar Viborg erindreki). 21ý40 Tónleikar: Strengjakvarttett fl D-dúr op. 64 nr. 5 („Lævirkja- kvartettinn") eftir Haydn. Janacek-kvartettinn leikur. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Kvöldsagan: „Osýnilegi maður inn“ H. G. Wells; XVI. (Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur). 22:30 „Stefnumót í Stokkhólmi": Nor- rænir skemmtikraftar flytja göm ul og »ý lög. 23:00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.