Morgunblaðið - 15.08.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.08.1961, Blaðsíða 1
24 sáöur WBfacgmMátoib 48. árcrangur 181. tbl. — Þriðjudagur 15. ágúst 1961 PrentsmiSja Morgunblaðsim JARNTJ RISAVAXNAR FANGABIÐIR Gagnráð- stafanir undir- segir dr. Adenauer um Ausf ur Þýzkaland Samgöngur til V. Betlínar stöðvaðar Mótmælaaðgerðum mætt með tóragasi og kylfum af hálfu austur - þýzkxa '• SNEMMA á sunnudagsmorgun var landamær- unum milli Austur- og Vestur-Berlínar og Austur- og Vestur-Þýzkalands nær algerlega lokað fyrirvara- laust höfðu stjórnmálamenn á Vesturlöndum búizt við því, að kommúnistar gripu til þess örþrifaráðs, en þó kom fréttin mörgum í opna skjöldu. • Fréttin um lokun landamæranna kom í kjöl- far síaukins straums flóttamanna frá Austur- Þýzkalandi til Berlínar. Sólarhringinn næstan á undan höfðu 2.400 austur-þýzkir flóttamenn komið til Vestur-Berlínar og hafa þeir aldrei verið jafn margir — ekki einu sinni þegar austur-þýzkir verka- menn gerðu uppreisn gegn kommúnistastjórninni 1953. • f yfirlýsingu, sem Varsjár-bandalagið gaf út um helgina er m. a. komist svo að orði. að Jandamær- unum hafi verið lokað í því skyni, „að fæla lítils- sigldar manneskjur í Austur-Þýzkalandi frá því að svíkjast undan merkjum." • Willy Brandt borgarstjóri Vestur-Berlínar sagði hins vegar, að ákvarðanir kommúnista „sýndu íilgera uppgjöf þeirra manna, sem farið hafa með völd á hernámssvæði Sovétríkjanna í Þýzkalandi". b unar Bonn, París, Washington, Berlín (Reuter-NTB) ADENAUER, kanzlari V.- Þýzkalands, komst svo að orði í ræðu í gærkvöldi, að eftir síðustu aðgerðir austur þýzkra yfirvalda væru Aust ur-Þýzkaland og Austur- Berlín engu líkari en risa- stórum fangabúðum. Væri framferði kommúnistastjórn- arinnar þar glæpur við mann- kynið. — Mótaðgerðir af hálfu vestur-þýzkra stjórn- arvalda eru í undirbúningi og í dag er búist við að Frakk- Roskiirn maður, sem ásanit konu sinni reyndi að komast yfir svæðamörkin til Vestur-Berlínar, sézt hér ásamt austur-þýzku öryggisvörðunum, sem hindruðu för þeirra. land, Bretland og Bandaríkin sendi frá sér sameiginlega mótmælaorðsendingu, þar sem m. a. verði krafist, að samgöngubanninu í Berlín verði þegar aflétt. • Ræða Adenauers f ræðu sem Adenauer kanzlari flutti á kosningafundi í Regens- burg í gærkvöldi, komst hann svo að orði, að þessar síðustu að- gerðir kommúnista væru glæpur við mannkynið. Eftir að samgöngur til V.- Berlínar hefðu verið bann: ðar á sunnudag, væru Austur- Þýzkaland og Austur-Berlín engu líkari en risastórum fangabúðum .— Sagði Adenau er, að vestræn riki yrðu að endurskoða bæði viðskiptaleg og menningarleg samskipti sín við kommúnistaríkin í þessu nýja Ijósi. Þá sagði kanzlarinn, að vest- ræn ríki yrðu að halda áfram að styrkja aðstöðu sína á hernaðar- sviðinu. Viðræður vestur-þýzkra stjórnarvalda við fulltrúa Banda- ríkjanna, Bretlands og Frakk- lands munu halda áfram á morg- un, sagði Adenauer, og bætti við: „Ég veit að samstaða ríkja um að grípa til ráðstafana, sem austur- þýzka stjórnin mun verða vör við." • Kommúnistaríkin í við- v skiptabann Ræddi Adenauer um þann möguleika, að setja öll komm unista rikin í algjört viðskipta- bann, ef Rússar kæmu í veg fyrir lausn Berlínar-málsins. „Við munum ekki veita efna- hagslegan stuðning til fram- Framhald á bls. 23. AUSTUR-þýzkur öryggisvörð- ur með vélbyssu gengur með- fram gaddavírsgirðingunni, sem á sunnudaginn lokaði leið Austur-Þjóðverja til frelsisins í vestri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.