Morgunblaðið - 20.08.1961, Qupperneq 9
Sunnudagur 20. ágúst 1961
MORGVNBLAÐI Ð
9
Sextugur í dag:
Einvarður Hallvarðs-
son bankafulltrúi
í DAG er Einvarður Hallvarðs-
son, starfsmannastjóri Lands-
banka íslands, sextíu ára. Hann
er ættaður frá Mýrum á Snæ-
fellsnesi; kominn af góðu og
gagnmerku dugnaðarfólki í
bændástétt þar vestra. Ungur
markaði hann sér braut til
náms og settist á bekk í Flens-
borgarskólanum í Hafnarfirði.
Ávann hann sér strax í þeim
þjóðkunna skóla vináttu og
hylli skólafélaga og við próf-
borðið komst hann , fremstu
raðir.
Einvarður Hallvarðsson hélt
námi áfram að loknu burtfarar-
prófi úr Flensborgarskóla í
Menntaskólanum í Reykjavík og
varð þaðan stúdent vorið 1925.
Tóku síðan við starfsár hans og
urðu fyrstu árin í ýmsum grein-
um atvinnulífsins.
Árið 1928 réðist Einvarður í
þjónustu Landsbanka íslands og
hefur síðan sléitulaust unnið í
þágu þeirrar stofnunar. Störf
Einvarðs í Landsbankanum
hafa verið margþætt, þýðingar-
mikil og erilsöm þann rúmlega
þriðjung aldar, er hann hefur
þjónað þar.
Einvarður hefur á vegum
Landsbankans unnið ýms trún-
aðarstörf utan veggja bankans.
1932 var hann valinn skrifstofu-
stjóri gjaldeyrisnefndar, er þá
tók til starfa eftir heimskrepp-
una miklu. Úr því vandasama
starfi vann hann sig upp í for-
mennsku nefndarinnar og var
formaður gjaldeyrisnefndar 1937
til 1942.
Eftir það var Einvarður Hall-
varðsson skipaður forstöðumað-
ur gjaldeyriseftirlits bankanna
og gegndi því starfi allt til þess
að hann var fyrir fimm árum
skipaður starfsmannastjóri Lands
banka Islands og gegnir nú þeim
störfum bæði fyrir Landsbank-
ann og Seðlabanka íslands.
Einvarður Hallvarðsson á
langan og farsælan starfsferil í
Landsbanka íslands. Hann hef-
ur með afbrigðum kynnt sig vel
og drengilega. Hann hefur sam-
einað í háttvísi og prúðmennsku
trúnað við bankann og ein-
beittni við að bæta hag starfs-
fólksins. Enda hefur Einvarður
ekki komizt hjá því að hafa
verið flest starfsár sín í Lands-
banka íslands í forystusveit fé-
lagssamtakanna. Lengi var hann
form. Starfsmannafélags Lands-
bankans, síðar einn af braut-
ryðjendum stofnunar Sambands
íslenzkra bankamanna og mörg
ár formaður þeirra samtaka.
Fulltrúi samtakanna hefur hann
verið á mörgum fundum í nor-
rænu samstarfi bankamanna. Af
eldmóði og sönnum áhuga hefur
hann beitt sér fyrir hverskonar
umbótum til handa bankafólk-
inu. og veit ég engann hafa
markað hin raunhæfu spor til
árangurs og samheldni umfram
hin giftudrjúgu störf Einvarðar
á því sviði.
Persónulega hef ég þekkt Ein-
varð Hallvarðsson í nærri þrjá
áratugi. Leiðir okkar hafa allan
þann tíma legið saman í félags-
störfum og hef ég á þeim árum
margt numið og aflað mér
margskonar reynslu og þekk-
ingar. Mér er þó efst í huga á
þessum heiðursdegi Einvarðar
að mega minnast vináttu hans,
einlægni og ánægjulegra sam-
starfsstunda að sameiginlegum
áhugamálum.
Einvarður Hallvarðsson hefur
að auki unnið mikil og góð
störf í öðrum félagssamtökum
og er mér kunnugt að hann
hefur verið ósérhlífinn og ötull
stjórnarmaður Neskirkju og
einn fremsti maður samtaka
þeirra, er nefnast Lionsklúbbar.
Bankamenn og aðrir vinir
Einvarðar Hallvarðssonar óska
honum af heilum hug til ham-
ingju með afmælið og þakka
tryggð og vináttu liðinna ára
með beztu óskum um bjarta
framtíð.
A. B.
Maður fyrir bíl
Á SJÖUNDA tímanum í gær-
kyöldi varð það slys á mótum
Sundlaugavegar og Laugarnes-
vegar að maður, sem þar var
að vinna við malbikun, Ólafur
Ármannsson, Bakkastíg 6, varð
fyrir bíl og hlaut nokkurn á-
verka á höfði. Bílstjórinn bar
fyrir rannsóknarlögreglunni í
gærkvöldi að Ólafur hefði geng-
ið út á götuna með bikfötu í
hendi. Segist bílstjórinn hafa
’ aldið að Ólafur mundi ætla á-
fram yfir götuna, og því hefði
hann farið að huga að hinum
mönnunum, sem þarna voru við
vinnu, og hefði han því ekki tek
ið eftir því, að Ólafur hefði snú-
ið við yfir götuna aftur. — Ólaf-
ur var fluttur á slysvarðstofuna
og hafði hann hlotið áverka á
hnakka.
AKRANESI, 18. ágúst. _ Átta
dragnótatrillur föru á sjó héðan
í nótt. Flosi og Hagsæll fiskuðu
900 kg hvor, og Sigursæll rúm
300 kg af kola. Lítið var af
þorski. — Björg missti dragnót-
ina. Hún festist í botni og tóin
slitnuðu upp. Hraunskaft hefur
verið þar.. Hinar trillurnar fóru
til Reykjavíkur og seldu af-
mælisbörnunum afla sinn.
Oddur.
N auðungaruppboð
eftir kröfu Dr. Hafþórs Guðmundssonar, hdl. fyrir
hönd Péturs Péturssonar, verður bifreiðin R-8146,
sem er Ford fólksbifreið, árgerð 1958 seld á opinberu
uppboði, sem haldið verður við skrifstofu mína að
Álfhólsvegi 32, mánudaginn 28. ágúst n.k. kl. 15.
Greiðsla fari fram við hamarshögg.
Bæjarfógetinn í Kópavogi
□ ] Reykjavíkur-
kynning 1961
í DAG:
FiJÍ
□ I
Æskulýðsdagur
Sunnudagur 20. ágúst
Kl. 14.00
Sýningarsvæðið opnað
Guðsþjónusta í Neskirkju. Séra Jón
Thorarensen.
Kl. 14,30
„Skrúðfylking" félaga og tómstunda-
flokka á vegum Æskulýðsráðs hefst á
íþróttavellinum á Melunum. Ekið um
bæinn.
Leið: — Frá Melavelli um Birkimel, Hring
braut, Suðurgötu, Sköthúsveg, Frikirkju-
veg, Lækjargötu, Skúlagötu, Borgartún og
stanzað við:
1) Höfðaborg — Sfðan áfram um Borg-
artún og Sundlaugarveg Og stanzað við
2) Laugarlækjarskóla — Þá verður hald-
ið um Laugarásveg, og stanzað við
3) Sunnutorg — Síðan um Langholtsveg,
Skeiðarvog og stanzað við
4) Vogaskóla — Þá haldið áfram um
Gnoðarvog, ilfheima, Suðurlandsbraut,
Grensásveg, Sogaveg, Breiðagerði og
stanzað við
5) Breiðagerðisskóla — Síðan áfram um
Breiðagerði, Grensásveg, Miklubraut,
Lönguhlíð og stanzað við
6) Eskitorg — Þá ekið um Eskihlíð
Miklubraut, Hringbraut, Hofsvallagötu,
Nesveg og inn á hátíðasvæðið í átt að Haga
torgi.
í skrúðfylkingunni verða:
1. Piltar á vélhjólum úr Vélhjólaklúbbn-
um „Elding“.
2. Fánavagn í umsjá skáta.
3. Lúðrasveit drengja. Stjórnendur: Karl
O. Runólfsson og Páll Pampichler.
4. ,„Fjallkonan og fylgdarlið“ í umsjá
Þjóðdansafélags Reykjavíkur.
sjá Ungtemplara.
5. „Ingólfur Arnarson og fylgdarlið“ í um-
sjá Ungtemplara.
6. „Vatnspóstur í Reykjavík" í umsjá hóps
leikáhugafólks.
7. „Tómstundaiðja" í umsjá ungs áhuga-
fólks og leiðbeinenda.
8. „Útilega" í umsjá Farfuglafélags Reykja
víkur.
9. „Garðyrkjustörfin“ í umsjá barna úr
skólagörðunum.
Kl. 16.00
„Skrúðfylkingin" kemur inn á hátíðar-
svæðið.
Dagskrá Æskulýðsdagsins hefst af palli
austan við Melaskóla.
1. Lúðrasveit leikur
2. „Reykjavík fyrr og nú“ Jón Pálsson flyt
ur Og stjórnar.
3. Skemmtiatriði undir stjórn Huldu Val-
týsdóttur og Helgu Valtýsdóttui'.
a) Upplestur „Afmæli Reykjavíkur“
kvæði eftir Kristján frá Djúpalæk.
b) „Þegar drottningin af Englandi fór í
orlof sitt“. — Saga eftir Jónas Hallgríms-
son flutt í leikformi. Leikstjóri Helgi
Skúlason. Leikendur: Helgi Skúlason, Guð
rún Stephensen, Steindór Hjörleifsson og
Helga Bachman. Hirðfólk. Tónlist eftir
Dr. Pál ísólfsson. Svavar Gests og hljóm-
sveit aðstoðar.
c) Svavar Gests skemmtir.
Kl. 20.30
Æskulýðskvöldvaka í Neskirkju
1. Ávarp: Séra Bragi Friðriksson.
2. Samleikur á tvö trompett: Jón Sigurðs-
son og Viðar Albertsson.
3. Einsöngur: Erlingur Vigfússon.
4. Upplestur. —
Þáttur úr „Jörð“ eftir Gunnar Gunnars-
sön, Erlingur Gíslason, leikari.
„Reykjavík" eftir Einar Benediktsson,
Kristín Anna Þórarinsdóttir, leikkona.
5. Söngflokkur þýzks æskufólks syngur
þýzk lög.
6. Orgelleikur: Máni Sigurjónsson.
7. Einsöngur: Guðrún Tómasdóttir.
8. Orgelleikur: Ragnar Björnsson.
Undirleik annast Ragnar Björnsson
Kl. 21.30
Varðeldur skáta á útisvæði austan við
Melaskóla, ef veður leyfir.
Kynnisferðir
Kl. 14.00
Kynnisferð að Sogsvirkjunum. Komið
verður við í Áburðarverksmiðju ríkis-
ins, á Korpúlfsstöðum, Reykjahlíð, ekið
um Grafning að Sogi og rafstöðvarnar
skoðaðar. Veitingar að írafossi. Ekið
heim um Ölfus og Hellisheiði.
Kl. 16.00
Ferð um Gamla bæinn. Lýst upphafi og
þróun. Ferð um Nýja bæinn.
KI. 17.00
Ferð um Gamla og Nýja bæinn og Ár-
bæjarsafn skoðað.
Mánudagur 21. ágúst
Kl. 14.00
14,00 Sýningarsvæðið opnað
Kl. 20,30
Tónleikar í Neskirkju:
1. Strengjasveit undir stjórn Björns Ólafs-
sonar.
2. Einleikur á orgel. Dr. Páll tólfsson.
Kl. 21.00
Kvikmyndasýning í samkomusal Mela-
skólans 3. hæð. — R-eykjavíkunuyndir.
Kl. 22.00
Lúðrasveit Reykjavíkur leikur á paili viA
Melaskólann, eif veöur leyflr, en *Ua. í
Hagaskóla.
F raink væmdanefn din