Morgunblaðið - 20.08.1961, Page 11

Morgunblaðið - 20.08.1961, Page 11
Sunnudagur 20. agúst 1961 MORCVNBLAÐ1Ð 11 '/j&ó&a/bóit/j/i Leyndarmál Lúkasar Ignazio Silone: Iíeyndarmál Lúkasar. Skáldsaga. 173 bls. Jón Óskar íslenzkaði. Al- menna bókafélagið, Reykja- vík, apríl 1961. ÍTALSKA skáldið Ignazio Silone gat sér heimsfrægð fyrir nokkr- ar skáldsögur sem hann skrifaði á útlegðarárum sinum fyrir seinni heimsstyrjöld, þegar fas- istar réðu ríkjum í heimalandi hans. Kunnastar þeirra eru „Brauð og vín“ og „Fontamara". Lýsir hann þar lífi og kjörum alþýðunnar í fæðingarþorpi sínu í Abruzzi-fjöllunum og þó eink um hlutskipti þeirra manna sem ofsóttir voru fyrir skoðanir sín- ar og frelsistilhneigingar. Utan- garðsmaðurinn er af eðlilegum ovsökum sú manngerð sem Sil- one verður tíðræddast um. Svo er enn í „Leyndarmáli Lúkasar“, þó með nýjum hætti sé. Lúkas er ekki pólitiskur flóttamaður eða fórnarlamb, held ur eiga örlög hans sér persónu- legar og að nokkru leyti félags- legar orsakir. Hann verður fórn- arlamb kringumstæðna og atvika sem hann ræður ekki við, af því hann er þannig skapi farinn, að hann gengur hvorki á mála hjá sjálfum sér né öðrum. Tilfinning ar hans og virðing fyrir konunni sem hann elskar banna honum að verja sakleysi sitt. í hinni ágætu ritgerð, sem Sil- one skrifaði á sínum tí-ma í bók- ina „Guðinn sem brást“, lýsir hann fundi í Komintem (hann var sjálfur um skeið einn helzti leiðtogi ítalskra kommúnista) þar sem rætt var um einhver und anbrögð til að túlka línu komm- únistaflokksins. I>á reis enskur verkalýðsleiðtogi á fætur og sagði: ,,En ef við segðum þetta, væri það lygi“ —og það fór hlát- urshviða um allan fundarsalinn. Silone hefur aldrei verið í hópi þeirra sem hlæja að sannleikan- um, hversu veikburða sem hann er. Hann ber meðfædda virðingu fyrir hinu einfalda, ekki síður en Tolstoi eða Shakespeare í „Troilus and Cressida“. „Leyndarmál Lúkasar" fjallar um leitina að sannleikanum sem á rætur sínar í ástinni. í sögunni er fléttað saman lífi nokkurra manna í ítölsku fjallaþorpi, xnanna sem þekkja sannleikann er gera allt sem þeir geta til að leyna honum. Lúkas kemur heim í þorpið sitt eftir 40 fangelsisvist fyrir glæp sem hann er saklaus af. Hrepþs- stjórinn, þorpspresturinn og allir hinir dyggðugu og tvöföldu ná- grannar vita að Lúkas framdi ekki morðið, en þar sem hann gerði enga tilraun til að verja sig, þegar böndin bárust að honum, Ikjósa þeir að líta á hann sem sekan. Þeir óttast hneykslið, sem koma myndi óþyrmilega við marga þeirra, ef sakleysi hans pannaðist. En sálarró þessara forhertu eálna er raskað, þegar ung hetja úr stríðinu kemur heim í þorpið á sama tíma og Lúkas. Andrés er and-fasisti og leiðtogi skærulið- anna úr stríðinu, svo hann verður að fá tilhlýðilega móttöku. Koma Andrésar vekur þorpsbúum líka óþægilegar' kenndir og minning- ar, því afstaða þeirra til fasism- ans hefur verið óhrein, en þeir reyna að breiða yfir það með því að hylla hetjuna á sama tíma og þeir leitast við að svæfa sannleik ann sem birtist þeim í persónu Lúkasar. Það hefði verið höfundinum í lófa lagið að gera kaldhæðinn eamanburð á móttöku þessara tveggja manna í þorpinu, en hann hefur kosið að ganga beint til verks og lýsa á látlausan, en Ignazio Silone. áhrifamikinn hátt sambandi þeirra og fálmandi vináttu, sem leiðir til þess að Andrés greiðir úr öllum lygaþráðunum kring- um Lúkas og afhjúpar sakleysi hans. Með þessu er hann jafn- framt að kanna hvatirnar bak við sína eigin viðleitni í þjóð- fél-aginu. ,Leyndarmál Lúkasar" er þann ig saga um sannleikann og ást- ina á fleiri en einu plani. Þegar við komumst að ráun um hið sanna í málinu — þögn Lúkasar fyrir dómstólnum til að vernda heiður konunnar sem hann elsk- aði — þá skiljum við að til er sannleikur sem leitast ekki við að verja sig, heldur er bara til. Hreinleikur hans liggur í varn- arleysinu. Sagan er ekki í flokki beztu bóka Silones, þó hún leyni vissu- lega á sér og sé kannski skemmti legri aflestrar en þær flestar. Hún er á köflum nokkuð gagnsæ og hálfgert reyfarabragð að ýms- um þáttum hennar. Hluturinn er sá að lesandinn veit frá upphafi að Lúkas er saklaus, og þess vegna verður hinn flókni sögu- þráður óþarfur og stundum þreyt andi. Raunar má segja að fyrir skáldinu vaki ekki að sanna sak- leysi Lúkasar, heldur leiða í ljós eðli sannleikans og sakleysisins, sem hvort tveggja eru mjög flóknir hlutir í mannlífinu. Persónur sögunnar eru yfirleitt heldur flatar, þó samtölin séu víða hlaðin mikilli lífsspeki. Það er eins og vanti í bókina eitthvað af safa lífsins. Mér er ekki full komlega ljóst af hverju þetta staf ar, en held helzt að það eigi ræt- ur að rekja til þess að höfundur- inn leggur svo ríka áherzlu á sjálfa rás sögunnar. að líf persón anna verður einhvern veginn út undan — þær verða várla annað eða meira en lampar sem varpa ljósi á vandamálið. Það er eins og þær eigi bágt með að öðlast sjálfstætt líf. Mér finnst þetta t. d. eiga við um Andrés, „aukahetju" sögunn ar sem minnir mig dálítið á .,deus ex machin-a". Hann er látinn koma til sögunnar í þeim tilgangi einum að leysa leyndarmálið, en áhugi hans á málinu er einkenni- lega ógrundaður, þó rakið sé s-amband hans við Lúkas í bernsku. Þegar á söguna líður skreppur hann líka saman með kynlegum hætti. Aðrar persónur sögunnar eru fremur manngerðir en einstakl- ingar, sumar skopstældar, aðrar teknar alvarlegri tökum. Gamli presturinn, séra Serafino, kemst næst því að fá eigið andlit, en samt er það í hálfgerðri móðu. Lúkas er mjög torráðin persóna, en hann ávinnur sér samúð og áhuga lesandans. Það er ekki laust við að frá honum stafi dul- rænir töfrar ■— hann verður eins konar mannlegt tákn þjáningar- innar, fórnarlamb og jafnframt ofjarl hins meiningarlausa í mannlífinu og þjóðfélaginu. Silone virðist í sögunni hallast að hinni frægu indversku kenn- ingu u-m óvirka mótstöðu. En -hún er tvíeggjuð. Sé hann að gefa í skyn að dómsvaldið sé óhæft, ef það tryggir ekki full- komið réttlæti jafnvel þeim sem n-eita að verja hendur sínar, þá er hann í vissum skilningi rót- tækari en stjórnleysingjarnir. Hann virðist dást að þeim stað- fasta ásetningi Lúkasar að segja ekki neitt fyrir réttinum. Og vissulega er hann aðdáunarverð- ur á þeirri forsendu, að Lúkas er að vernda heiður ástmeyjar sinn- ar eins lipur eða vönduð og ég hefði búizt við. Samtölin eru En fráleitt væri að áfellast ™jög stirðleg og hjákátlega , . . i hatiðleg, og stillinn yfirleitt dómarann fyrir að framfylgja^ klunnalegur. Verður það augljós settum lögum. Þögn Lúkasar er j íega að skrifast á reikning þýð- hetjuleg, en hún er lögum og dómsvaldi algerlega óviðkom- andi. Hann er að verja einka- sannleik sem lögin ná ekki tU. „Leyndarmál Lúkasar“ er arans. Víða er tekið næsta kyn- lega til orða: „ráða þeim frá að vera viðstadda“ (31). ,,leysa af sér tvo hárpinna sem voru fyrir ofan gagnau-gun" (40), „húsin fyrst og fremst heimspekileg j tylltu sér upp um klettótta hlíð- skáldsaga um sannleikann og ást- ina" (103), „að hann hefði í ina og vandamál hins illa,,varn- j hyggju að fara um hæl aftur“ arleysi einstaklingsins gagnvartj (123), „Þama Voru allir aðsjá- óvæntum atlögum Ufsins, um taki anúi“ (125), „Hann líktist bónda m-arkaðan skilning þjóðfélagsins að hvíla sig“ (161), (leturbr. min- inslant chicken soup/ DULFRANCE Dulirance IIUSTAMT siipur Dulfrance súpurnar eru ljúf- fengustu og bezia supu- kaupin. — eru ódýrustu súpur sem fáanlegar eru. — eru þægil-egar í ferðalög um. — eru þægilegar í notkun, og kosta litla fyrirhöfn. Vandlátir neytendur kaupa því Dulfrance súpur. Fást í flestum matvöruverzlunum. Verð kr. 8.90. Umboðsmaður á hinum flóknu spurningum um sekt og sakleysi. u-m ótta manns- ins við hið ókunna og margræða. Silone virðist gefa í skyn að þjáning hins saklausa fyrir hinn seka geti verið vegur til sann- leikans, og vissulega er Lúkas sigurvegarinn í sögunni: hann hefur bæði yfirunnið sjálfan sig og eignazt hjarta konunnar, sem hann elskar, óskipt. Þýðing Jóns Óskars er ekki ar). Mér þykir tilvísunarfornafn ið „er“ ævinlega hvimleitt, en alveg óþolandi í samtölum, því þannig talar jú engin lifandi sál á þessu landi. Atli Már hefur gert skemmti- lega kápu og titilsíðu á bókina, og er ytri frágangur hennar góð- ur, þegar frá er talinn prófarka- lesturinn sem er vægast sagt hörmulegur. Sigurður A. Magnússon. Atvinna Ungur maður með tæknilegan áhuga óskast til að sjá um varahlutapantanir. Májakunnátta nauðsynleg. Upplýsingar kl. 4—6 e.h. á morgun. GUNNAR ASGEIRSSON H.F. Suðurlandsbraut 16 Dodge ,59 Lítið ekinn glæsilegur einkabíll til sölu. — Tilboð óskast í bifrciðina er verður til sýnis við Leifsstytt- una í dag (sunnuðag) kl. 1—3. Löybcrg — Heimskrmgla Eina íslenzka vikublaðið í Vesturheimi. Verð kr. 240 á ári. Umboðsmaður : SINDRI SIGURGEIRSSON P. O. Box 757, Reykjavík. HVEITIÐ SEM HVER REYND HÚSMÓÐIR ÞEKKIR 2 _ 5 og 10 lbs. ... OG NOTAR í ALLAN BAKSTUR GM—1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.