Morgunblaðið - 03.09.1961, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 03.09.1961, Qupperneq 13
Sunnudagur 3. sepí. 1961 MORCVNBLAÐÍÐ 13 Rússneskur kafbátur á hafinu í námunda við ísland. REYKJAVÍKURBRÉF J Reykjavíkur- kynningin Reykjavíkurkynningin af til- efni 175 ára afmælis bæjarins varð mjög vinsæl. Hin mikla aðsókn og áhugi sýningargesta bar þess glöggt vitni. Einstaka nöldursseggir skrifuðu þó í folöð um, að kynningunni og hátíðahöldum hefði mátt fresta þangað til 1986, þ.e. til 200 ára afmælisins. Hætt er við, að ýmsir þeirra, sem nú nutu þess, er þarna var að sjá, verði þá komnir undir græna torfu. — Öllum hefði orðið harla löng sú bið eftir margskonar fræðslu, eem kynningin veitti þeim á auðveldan hátt. Kynslóðir koma og kynslóðir fara. Til þess að eamhengi ’ haldist verður öðru hverju að rifja upp það, sem liðið er, og reyna að gera sér grein fyrir hinu, sem framund- an er. Bæjarfélagið er félags- ekapur allra bæjarbúa og þeir eiga beinan rétt á því að fá að kynnast stjórn málefna sinna. Sýning sem þessi gefur fleirum kost á að gera það á skömmum tíma en með nokkru öðru móti var mögulegt. Virðuleg hátíða- höld og skreyting bæjarins voru til bragðsbætis. Hollt er að Igera sér dagamun inn á milli. Þess verður einungis að gæta, nð það sé gert á hófsamlegan hátt, eins og nú var gert. Víst er, að bæjarbúar eru almennt þakklátir þeim, sem fyrir þess- ari Reykjavíkurkynningu stóðu. Iðnsýning á Akureyri Um síðustu helgi höfðu sam- vinnumenn sýningu á Akureyri á framleiðsluvörum iðnfyrir- tækja sinna. I>ar var margt snot urra og girnilegra hluta að Bjá. Skilningur á vöruvöndun og fagurri áferð fer ört vax- andi hjá framleiðendum iðnað- arvara hér á landi, bæði í þess- um hópi og öðrum. Ánægjuleg- ast var að skoða þær vörur, eem tekizt hefur áð afla mark- aða fyrir erlendis. Vonandi er |þar einungis um að ræða upp- haf meiri hluta síðar. Mjór er mikils vísir. Mjög er áríðandi að vel sé vandað það, sem fram- leitt er. Með útlenda markaði fyrir fleiri iðnaðarvörur mundu framleiðsiumöguleikar okkar stóbatna, því að smæð markað- arins gerir nú oft erfitt fyrir að afla heppilegs vélakosts og koma á þeirri hagkvæmni í rekstri, sem mikil framleiðsla leyfir. Forystumenn SÍS og kaupfé- laganna eru, eins og fram kom í útvarpsþætti fyrri laugardag, ®ð vonum ánægðir yfir upp- gangi þessara iðnfyrirtækja og lemkum útflutningnum. Ein og Magnús Jónsson, alþingismaður, Bagði á héraðsmóti Sjálfstæðis- manna á Dalvík var ekki neinn móðuharðindasvipur yfir frá- Bögninni af því hvernig til hef- Ur tekizt á árunum 1960 og 61. Viðreisnarráðstafanir ríkis- ■tjórnarinnar 1960 urðu öllum íslenzkum iðnaði mikil lyfti- stöng. Án þeirra hefði lítið orðið úr þeim útflutningi íslenzkra iðnaðarvara sem nú er hafinn. Rússar hef ja tilraunir með hjarnorku- sprengjur Tilkynning Sovétstjórnarinnar um, að hún mundi hefja á ny tilraunir með kjarnorkusprengj- ur er alvarlegasta merkið um vaxandi viðsjár í heiminum, og hefur þó ekki skort á ískyggileg- ar fréttir síðustu vikurnar. Krúsjeff hafði áður látið í það skína, að Rússar réðu yfir nýju ógnarvopni. í viðræðum við Macloy, ráðunaut Kennedys í afvopnunarmálum, sagði Krúsjeff honum ekki alls fyrir löngu, að Sovétstjórnin kynni nú ráð til að gera sprengjur margfalt öfl- ugri en nokkru sinni áður hefði verið gerðar. Svo er að sjá sem Sovétstjórnin vilji nú gera til- raun með þessa nýju vítisvél, kanna hvort hún er eins kraft- mikil og kenningin segir til um. Nýjustu fregnir herma, að Sovét stjómin hefur ekki látið sitja við orðin ein, heldur er þagar byrjað að sprengja, þótt enn séu sprengjurnar ekki nema af „miðlungsstærð". Jafnframt var tilkynnt, að geimferðir Rússa hefðu sannað, að þeir gætu varpað þessari nýju sprengju niður á jörðina, hvar sem þeim sýndist. Ekki er hægt að misskilja hótunina, sem í þessu felst. En mjög er nú ann- að hljóð í strokknum en fyrir skemmstu var. Hingáð til hefur verið básúnað, að geimferðirnar væru eingöngu í friðsamlegu skyni. Nú þegar Sovétherrarn- ir þykjast báðum fótum í jötu standa, ógna þeir umbúðalaust gervöllu mannkyni með eyðingu ef ekki verði látið að vilja þeirra. Því það mega Rússar vita, að ef þeir ráðast á aðra með slíkum vopnum, verður ekki látið við það sitja. Helzta ástæðan til þess, að menn vonuðu, að tilraun- ir með kjarnorkusprengjur yrðu ekki hafnar á ný, var sú, að nú þegar eru til svo öflugar sprengj- ur, að þær nægja til eyðilegging- ar á báða bóga. Sovétstjórninni hefur ekki þótt nóg af svo góðu. Kafbátar í leyni innan íslenzkrar landhelgi Sama daginn og frétt barst um hin nýju áform Rússa, birti Tím- inn með sínum stærstu stöfum yfir þvera forsíðu fregn um drag- Laugard. 2. sept. nótabát sem „sleit af sér vörp- una á kafbát á 15 metra dýpi undan radarstöð hersins á Stokks nesi.“ Eins Og af fyrirsögninni sást, þótti Tímanum þetta að von- um miklar fregnir. Blaðið sagði svo frá: „Um tíu leytið á mánudags- kvöldið var dragnótabáturinn Mímir RE 250 að veiðum tvær mílur út af Stokksnesi, en þar er radarstöð ameríska hersins. Skyndilega festist varpa bátsins og bæði togin kubbuðust sund- ur.-------- Klst. síðar byrjuðu þeir að slæða eftir vörpunni. Allt í einu komu þeir auga á kafbát rétt hjá sér og var aðeins turn hans upp úr. Kafbáturinn tók þegar strik- ið til hafs og hvarf sjónum þeirra skömmu síðar.“ „Krökkt af þeim“ Þetta var 2 mílur undan Stokks nesi og segir, að er kafbáturinn varð íslenzka bátsins var „stefn- ir hann þegar á fullri ferð til hafs og hverfur um leið.“ Tíminn segist hafa spurt skipverja: ,,Hafið þið séð kafbáta áður á þessum slóðum? — Við sáum kafbát í fyrrasum- ar við Hrollaugseyjar vestan Hornafjarðar. Hann var alveg uppi í landssteinuaa eins og þessi. Það virðist vera krökkt af þeim hérna fyrir austan.“ Auðvitað er það tilviljun, að íslenzkur fiskibátur skuli kom- ast í slíkt tæri við kafbát, er liggur í leyni langt innan ís- lenzkrar landhelgi. Hitt er eng- in tilviljun, að rússneskir kaf- bátar séu hér á' ferð. Svo bar við, að einmitt sama dag og Tíminn einn blaða birti kafbáts- fréttina vitnaði Morgunblaðið til ummæla í nýútkomnu rússnesku tímariti, þar sem segir: „Þetta sýnir hina hernaðarlegu þýðingu íslands, sem liggur við mikilvægar samgönguleiðir á sjó, sérstaklega kafbátaleiðir.” „Augljóst brot gegn fullveldi64 Enn íhuglisverðara er, að sama daginn, hinn 28. ágúst, og þessi kafbátur var staðinn að verki innan íslenzkrar landhelgi, birt- ir Tass-fréttastofan rússneska tilkynningu, sem talin er vera beint frá Sovétstjórninni. Þar er sagt, að vart hafi orðið við kafbáta í kafi innan rússneskrar landhelgi og af því tilefni kom- ist svo að orði: „Ef kafbátur í kafi kemur inn í landhelgi annars ríkis án leyf- is, er það augljóst brot gegn full- veldi þess ríkis og brýtur gegn almennt viðurkenndum reglum alþjóðalaga. Sovétstiórnin hefur laet fvrir varnarmálaráðuneytið að gera ráðstafanir til að eyðileggja hinn óboðna gesti, ef kafbáta í kafi verður framar vart innan sovézkr ar landhelgi.“ Á að lifa við áþján og shömm? Þessir atburðir sanna enn það. sem margvitað var áður, hversu íslendingar eiga mikið undir að friður haldist í heiminum. Kaf- bátaleiðir Sovétstjórnarinnar út á úthöfin liggja beggja vegna við strendur fslands. Það er barna- skapur svo mikill, að engu tali tekur, að halda, að varnarlaust ísland geti komizt hjá því að dragast inn í nýja stórstyrjöld, ef sú ógæfa henti, að hún brytist út. Þess vegna megum við sízt af öllu láta varnarkeðjuna bresta í landi okkar. Öflugar varnir er hið eina mál, sem ofbendismenn skilja. Ráðagerð Sovétstjórnarinnar sýnist vera sú að hræða alla frjálshuga menn svo, að þeir þori sig ekki að hræra. Þeir kjósi fremur að lifa við áþján og skömm en tortímast í gereyðing- arstyrjöld. Þetta er ekki í fyrsta skipti, sem mikið vald hefur stigið handhöfum þess til höfuðs. Engu að síður hefur máttur frels- isins aldrei verið meiri í heimin- um en nú. Einbeittur vilji til að láta ekki kúgast, mun nú, eins og oft áður, bægja hættunni frá. Afsagður bæði af Stalin o" Dulies Menn verða að skilja eðli hætt- unnar og af hverju allur óskapa- gangurinn stafar. Um samskipti austurs og vesturs hefur margt verið skrifað á undanförnum ár- um. Enginn hefur gert það af meiri sanngirni eða betri yfir- sýn en Bandaríkjamaðurinn George F. Kennan. Hann er nú á milli fimmtugs- og sextugs og hefur lengi verið einn mikilsvirt asti maður í bandarísku utanriík- þjónustunni, bæði sem ráðunaut- ur í stjórnmálum og sendiherra. M. a. gat hann sér frægðarorð sem sendiherra í Moskvu og reyndi þá að bera sáttarorð á milli. En þegar tortryggnisæði Stalíns fór að nálgast hámark lét hann afsegja Kennan sem sendi- herra og vakti það mikla undrun á sínum tíma. Kennan lét það ekki á sig fá heldur hefur ætíð verið öflugur talsmaður þess, að reynt yrði að leysa vandamálin með samningum. Vegna ágrein- ings við Dulles, hvarf Kennan úr utanríkisþjónustu Bandaríkjanna og gerðist prófessor við banda- rískan háskóla og hefur ritað nokkrar bækur um samskipti Sovétríkjanna og Bandaríkjanna. Nú í sumar kom út bók eftir hann: „Russia and the West, und er Lenin and Stalin“ (Rússland Og Vestrið undir Lenin og Stalín). Eftir valdatöku Kennedys gekk hann aftur í utanríkisþjónustuna og er nú sendiherra í Júgóslavíu. „Ekkert er fortakslanst66 f ályktunarorðum sínum í hinni nýju bók, sem ber af öðrum, er um þetta efni hafa erið skrifaðar, segir Kennan: „Sú mynd, sem ég vona, að ég hafi sýnt, er af alþjóðalífi, þar sem ekkert er fortakslaust i sjálfu sér; líf, þar sem eng- in vinátta er án nokkurs í- vafs af andúð; engin óvin- átta án nokkurra sameigin- legra hagsmuna, ef þeir fengju að þróast með eðlilegum hætti; eng- in góðviljuð íhlutun, sem ekki hefur einnig rangindi í sér fólg- in; engin öfuguggaháttur, ekkert svo vont, þótt illt sýnist, að ekki sé hægt-------að greina í því nokkum „anda af góðu.“ Ekki er um’að villast, að sá, sem svo skrifar, reynir að firra vandræðum jafnframt því, sem hann af raunsæi gerir sér grein fyrir örðugleikum, sem við er að etja. „Norska stjórnin ekki betri en Franco4" Kennan gerir sízt lítið úr skyss um lýðræðisríkjanna í samskipt- um þeirra við Sovétstjórnina. En hann skýrir einnig, hvernig á því stendur, að hún er svo treg til samstarfs. Hann segir: „Kommúnistar hötuðu vestræn ar stjórnir vegna þess, sem þær voru, án tillits til þess, sem þær gerðu. Þeir gerðu þetta löngu áð- ur en til var nokkurt sósíalistiskt ríki, sem kapitalistar gátu gert nokkuð gegn. Hatur þeirra breyttist ekki eftir samsetning, stefnu eða gerðum einstakra ekki-kommúniskra stjórna. Það befur aldrei farið eftir þessu. Stjórn Hitlers var ekki verri eða andstyggilegri í augum Moskvu en stjórn Stóra-Bretlands. Brezku verkamannastjórninrar voru ekki að neinu leyti fremri frá sjónarhól Moskvu en íhalds- stjórnirnar. Sænsku og norsku stjórnirnar hafa að verulegu leyti náð almennu sósíalistisku marki; frá sovézku sjónarmiði var þó ekki hægt að viðurkenna, að þær væru að einu leyti skárri, við skulum segja, en stjórn Francos hershöfðingja. Baltnesku stjórn- irnar fengu engan ávinning í Moskvu fyrir það að vera hin- ar fyrstu til að koma samskipt- um sínum við Sovétsambandið í lag; þær voru þvert á móti hin- ar fyrstu, sem Moskva gleypti í samræmi við samninginn við Hitler 1939.“ Því minna metnir sem þeir beygja sig meira Kennan heldur áfram: „Hvaða betri sönnun er hægt að fá fyrir því, að andstaða Moskvu gegn ekki-kommúnísk- um ríkjum byggðist ekki á hegð- un þeirra heldur á sjálfu eðli þeirra, svo sem Moskva mat það? f augum Moskvu gátu ekki-kom- múnískir stjórnmálamenn alls ekki gert gott af ásettu ráði. Ef þeir af tilviljun gerðu eitthvað, sem var Moskvu til hags, var það vegna þess að atvikin og þeirra eigin skammsýni neyddu þá til þess. Af 30 ára kynnum af opinberum sovézkum skrifum minnist ég ekki eins dæmis um, að ekki-kommúnísk stjórn hafi fengið viðurkenningu fyrir göf- ugan eða sæmilegan ásetning eitt einasta skipti. Allar gerðir slíkra stjórna, sem hafa verið í '■■'tnræmi við sovézka hagsmuni Framhald á bls 14.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.