Morgunblaðið - 08.09.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.09.1961, Blaðsíða 12
12 MORCUNTtnmÐ Fostudagur 8. sept. 1961 JMttMPHttlrlafrUÞ Ötgefandi: H.f Arvakur, Reykjavik. Frumkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Leshók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: A.rni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og avgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. 16. ÞING S.U.S. j dag hefst á Akureyri 16. þing Sambands ungra Sjálfstæðismanna. — Þessi æskulýðssamtök Sjálfstæðis- flokksins voru stofnuð árið 1930. Fámennur en þróttmik- ill hópur ungra karla og kvenna beitti sér fyrir mynd un þeirra. Pólitísk starfsemi unga fólksins var þá miklu minni hér á landi en nú. En Sambandi ungra Sjálf- stæðismanna óx fljótlega fiskur um hrygg. Fjöldi fé- laga var stofnaður víðsvegar um land. Unga fólkið fylkti sér undir merki sjálfstæðis- stefnunnar. Úr röðum þessa unga fólks komu síð>an marg- ir af þróttmestu baráttu- mönnum flokksins, sem áttu ríkan þátt í að móta stefnu hans og bera hana fram til sigurs. Á árunum 1930—1939, eða í tæpan áratug, voru áhrif Sjálfstæðisflokksins á stjórn landsins lítil. Andstæðingarn ir fóru lengstum á þessu tímabili með forystu í stjórn landsins og farnaðist hún þannig, að margvíslegir erfið leikar sköpuðust og fátækt og atvinnuleysi var almennt í landinu. í lok fjórða ára- tugsins var svo komið að and stæðingar Sjálfstæðism. urðu að beiðast liðsinnis þeirra og samvinnu um stjórn lands- ins. Síðan hafa Sjálfstæðis- menn lengstum tekið þátt í ríkisstjórn. Þetta tímabil hef- ur verið mesta framfara- og uppbyggingatímabil í sögu þjóðarinnar. Undir forystu Sjálfstæðisflokksins og á grundvelli stefnu hans, hef- ur Grettistökum verið lyft í islenzku þjóðlífi. ★ Unga fólkið innan Sam- bands ungra Sjálfstæðis- manna hefur haldið hátt á lofti merki þróttmikillar at- hafna- og framkvæmda- stefnu. Það hefur verið Sjálf stæðisflokknum ómetanlegur styrkur í ábyrgðarmiklu starfi hans fyrir þjóðina. Óhætt er að fullyrða, að þessi samtök sjálfstæðisæsk- unnar hafi aldrei verið öfl- ugri en þau eru í dag. En þótt svo sé ber þó enn brýna nauðsyn til þess að efla og treysta þessi samtök. Þau eru í raun og veru brjóstvörn hinnar frjálslyndu og raun- hæfu uppbyggingarstefnu í landinu. Það er ósk Morgunblaðsins til SUS, er það heldur 16. þing sitt, að það megi enn sem fyrr bera gæfu til þess að berjast fyrir hugsjón | einstaklingsfrelsis og lýð- ræðis, standa trúan vörð um menningararf liðins tíma um leið og það gefur gaum hverri nýjung, er til heilla horfir. „HÁSKÓLABÍÖ" að er íslendingum til mik- ils sóma, hversu vel þeir hafa kunnað að laga tungu sína eftir þörfum hins nýja tíma. Þannig hafa t.d. alþjóð leg orð eins og radio og tele- fon öðlast heitin útvarp og sími, í íslenzku máli. — Fjöldi erlendra tækniorða hefur einnig verið þýddur og fellur vel inn í málið. Það hlýtur því að valda nokkrum vonbrigðum, þegar Háskóli íslands beitir sér fyrir byggingu glæsilegs kvikmyndahúss, þá skuli nið- urstaðan verða sú að því er valið heitið Háskólabíó. Á það hefur verið bent hér í blaðinu, að auðvelt hefði verið að finna íslenzkt heiti á þessa stofnun. Hefur í því sambandi verið bent á ýmis nöfn af rammíslenzkum og norrænum uppruna. Vill ekki háskólaráð taka þetta til nánari athugunar? — Því mundi almennt verða fagnað af öllum, sem unna í senn ís- lenzku máli og vilja veg Há- skóla íslands sem mestan. KEÐJUSPRENG- INGAR RÚSSA ¥>ússar hafa nú sprengt ** fj órðu kj arnorkusprengj - una síðan þeir hófust að nýju handa um kjarnorku- tilraunir. Virðist sovétstjórn- in hafa ákveðið að halda uppi látlausum keðjuspreng- ingum til þess að ógna hin- um frjálsa heimi með dauða og tortímingu. En rússneska þjóðin er ekki látin vita um þessa ráðabreytni valdhafa sinna. Henni er aðeins sagt frá því, að Bandaríkjamenn hafi ákveðið að hefjast handa um kjarnorkuspreng- ingar á ný. Allur heimurinn veit þó, að þessi ákvörðun Bandaríkjastjórnar er fyrst og fremst svar við kjarnorku sprengingum Rússa. Það sætir vissulega engri furðu, þótt þessi framkoma sovétstjórnarinnar vekji ugg og kvíða um allan heim. — Rússneska kommúnistasjórn- in leikur sér nú að voðaleg- um eldi. Stórveldin höfðu hátt á annað ár setið á ráð- • örlögin ráðin í Evrópu Örlög vesturveldanna verða ráðin í Evrópu ekki í Afríku og Asíu eins og margir halda fram. Úrslit baráttunnar milli frelsis Og kúgunar eru undir því komin hver ræður yfir Vestur-Evrópu en ekki undir því hvernig atkvæði hinna ýmsu afrísku ættflokka falla á þingi Sameinuðu þjóðanna. >ví að Evrópa stendur jafn- fætis Bandaríkjunum og miklu framar Rússum að tæknilegum framförum, menntun íbúanna og víðáttu mennta og vísinda. Takist Sovétríkjunum að hrósa sigri yfir Evrópu hefur það eitt að segja: Sigur komm únismans. Sú er orsök þess, að úrslit Berlínardeilunnar eru svo mik ilsverð og sú er orsök þess, að öll Evrópa — eklki aðeins íbúar Berlínar eða V->ýzka- lands — munu hafa vakandi auga með hverri tillögu til samkomulags í Berlín. Virtur sérfræðingur í deilu- efnum kalda stríðsins hefur fjallað um hverjar afleiðing- ar það hefði fyrir hinn frjálsa heim, ef stöðug en hægfara uppgjöf yrði í Vestur-Berlín. íbúar borgarinnar, sem eru 2,2 milljónir, myndu flytjast þaðan og Vestur-Berlín mást út smám saman. Menn myndu hætta að leggja trúnað á tal í Vestur-Berlín, þar sem þessi kirkja hefur verið látin halda sárum heimsstyrjaldarinnar síðari til merkis um hörmungar hennar, verða örlög hins vestræna frelsis ráðin. Hvað leiðir í EFTIRFARANDI grein bend ir bandaríski blaðamaðurinn Kurt Lachmann á nokkur mikilsverð og athyglisverð at- riði varðandi síðustu aðgerðir Rússa í Berlínarmálinu. Lach- mann hefur um margra ára skeið kynnt sér starfsemi kommúnista í Mið- og Vestur Evrópu og skrifar fyrir tíma- ritið U.S. News & World Re- port. riandaríkjamanna um að vilja vernda frelsið og vilji manna í Vestur-Evrópu til þess að spyrna gegn kommúnisman- um myndi mjög veikjast. Ein- staklingar og þjóðir myndu leita öryggis í hlutleysi og stefnu, þar sem reynt var að komast að samkomulagi um bann við kjarnorkutilraun- um. Rússar gerðu allt sem þeir gátu til þess að hindra slíkt samkomulag. Á meðan ráðstefnan sat ennþá að störfum hefja þeir síðan keðjusprengingar úti í gufu- hvolfinu. Þetta atferli Rússa hlýtur að hafa ófyrirsjáanlegar af- leiðingar. Það hefur fært mannkynið nær hyldýpi ó- gæfunnar en nokkru sinni f yrr. < Berlín varnarleysi. Yrði viðl.itni í þá átt sterkust á ítaliu og Norðurlöndunum. Innan Bret lands myndi þeim öflum vaxa fiskur um hrygg, sem krefj,- ast þess, að Bretar leiði Banda ríkjamenn með sér leiðina til eftirgjafar við Sovétríkin. V.- >ýzkaland myndi vafra milli stefnu hlutleysis og stefnu styrkra tengsla við Frakkland en einangrunarstefnu innan Frakklands ykist styrkur. Atl- antshafsbandalagið kynni á- fram að lifa á pappírum en í reynd myndi það liðast sund- ur. Á leiðinni til hlutleysis myndi það freista sérhverrar þjóðar að vinna sér hylli Sovét ríkjanna með efnahagslegri eftirgjöf og tilslökunum. En hver minnsta tilslökun hefur í för með sér auknar kröfur af hendi Sovétstjórnarinnar. >ví eru ekki aðeins örlög Vestur- Berlínar í hættu heldur einnig örlög hins vestræna frelsis. Hið kommúníska einræði svar ar veikleika með ágengni en staðfestu með tilhliðran. Hvað verða kann er að miklu leyti undir Bandar'íkja- mönnum komið. Standi þeir fast við réttindi sín í Vestur- Berlín mun ekki aðeins borgin lifa heldur einnig vestrænni menningu verður borgið. ★ Berlín hætti að vera höfuð- borg >ýzkalands í lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Vonin um að gera Berlín aftur, að höfuðborg Sameinaðs >ýzka- lands hefur smám saman dofn- að. En aðrar borgir, svo sem Feneyjar og Vínarborg, hafa lifað af að missa stöður sínar sem slíkar Og halda áfram að blómgvast. Jafnvel með því ástandi sem nú ríkir í Berlín — þ. e. a. s. skiptingu borg- arinnar hefur vestri hlutinn haldizt stærsta borg Vestur- >ýzkalands Og eystri hlutinn stærsta börg Austur->ýzka- lands. Fangelsismúrinn, sem nú hefur verið reistur um- hverfis Austur-Berlín hefur rænt Vestur-Berlín stöðu sinni sem vin frelsisins í Austri — Framhald á bls. 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.