Morgunblaðið - 08.09.1961, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.09.1961, Blaðsíða 22
22 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 8. sepf. 1961 Islandsbikarinn tekinn úr umferö eftir þetta mót j Rikharður og Óti B. eru báðir bjart- synir um að þeirra lið vinni I A SUNNUDAG kl. 3 er úrslita- leikur íslandsmótsins í knatt- spyrnu. KR og Akranes berjast um titilin og hinn gamla og sögufræga bikar. Þetta verður í síðasta skipti sem um þennan bika»- er keppt. Síðan verður bikarinn settur á safn — ann- að hvort verður hann í vörzlu KSÍ eða fer á Þjóðminjasafnið. Það var fyrst keppt um þennan bikar 1913 og síðan hefur hann verið í umferð og hvert það fé- lag er sigrað hefur fengið nafn sitt skráð á silfurskjöld sem á íótstall bikarsins er festur. • Spenningur Geysilegur spenningur _r um leikinn á sunnudaginn. KR og Bikarinn frægi sem nú vinnst í síðasta sinn. Akranes, sem marga baráttuna hafa háð um þennan bikar und- anfarinn áratug og yfirleitt skipzt á um að vinna, tefla fram sín- um beztu mönnum Og koma ýms- ir fram sem áður „gerðu garð- inn frægan" en hafa hvílt sig að undanförnu. Öllu er til teflt — og það er sannarlega gaman að eiga síðasta nafnið á bikarn- um. Í- • Ríkharður bjartsýnn Akurnesingar grípa til Donna og munu setja hann á kantinn. Þórður Þórðar átti einnig að leika með en meiðsli há honum enn svó ekki verður af því, sagði Ríkharður Jónsson er við ræddum við hann í gær. — En þú sjálfur? — Það er svo langt í land með mig, að slíkt kemur ekki til greina. — Og ertu bjartsýnn? — Þetta verður ábyggilega jafn leikur og tvísýnn. Það er bara eitt sem KR hefur í forskot — Það er að þeir töpuðu fyrir okkur síðast. Eg hef tekið eftir því sl. áratug að þessi lið tapa ekki fyrir sama liði tvívegis j röð. Það höfum við ekki gert — og ekki KR heldur. En ég vona nú að það verði breyting á þessu. Eg gæti trúað því að fyrsta markið réði töluverðu um úrslit. Það má búast við að það liðið sem nær því, taki upp gömlu að- ferðina, þessa miður góðu, að leggjast í vörn. En sú aðferð er stórhættuleg, þó hún stundum hafi gefizt vel. Akranes mætir til þessa leiks með það sterkasta lið sem það hefur teflt fram á árinu. Það hefur gengið á ýmsu hjá okkur og við höfum alls teflt fram 19 eða 20 mönnum í 1. deild. Það setur sinn sundrungarsvip á liðið. En nú er aftur komið það sterk- asta, sem við eigum í ár. Eg vona að það dugi.v • Óli B. við öllu búinn Okkur ætlaði aldrei að takast að ná Óla B. þjálfara KR í sím- ann í gærkvöldi. Hann kom ekki í hús fyrr en komið var niða- myrkur. — Við vorum á síðustu æfingu. Það voru allir mættir og mikill hugur í mönnum. Æfíngin var ágæt. — Teflið þið fram „görnlu" stjörnunum? — Það er ekki útséð um það. örn Steinsen er væntanlegur til landsins á morgun. Og hann verð ur með ef hann kemur — og á því eru mestar líkur. , , — Ertu bjartsýnn? k ► — Já, ég er það. Að vísu eru þeir fljótir framherjarnir á Skaganum að þeir geta sett vörn okkar í bobba. Þeir eru þeir einu sem geta það. En það skeður ekki sama sagan og skeði síðast. Núna höfum við búið okkur undir það að Skagamenn gætu komist yfir í byrjun — og ég held að liðið hafi mótleik við slíku. Þannig sögðu þeir þjálfararnir nú. — Þessi leikur verður án efa geysispennandi. — A.St. Björn í lands- fiöinu Á LANDSLIÐSÆFINGU fyrrakvöld komu þau skila- boð frá Þórði Jónssyni, Akra- nesi, að hann sæi sér ekki fært að takast á hendur för með landsliðinu til Englands. Þórð ur mun vera að byggja hús og hefur ekki aðstæður til fararinnar. Landsliðsnefndin valdi í has stað Björn Helgason frá ísafirði, en hann átti prýðis- góðan leik í pressuliðinu sl. sunnudag. Þetta er í annað sinn sem Björn fer utan með landsliði íslands. Hér eru þeir sem unnu bikarinn 1919. Þetta eru KR-ingar en þeir unnu Fram í úrslitaleik með 3 gegn 1. Fimm af þessum mönnum eru látnir og eru þeir hér í upptalningunni á eftir merktir með (x). Fremsta röð frá vinstri: Eiríkur Beck (x), Haraldur Á. Sigurðsson, Jón Þorsteinsson (x). Miðröð f. v.: Bjöm Jónsson, Guðmundur Guðmundsson (x), Þorgeir Hall- dórsson (x). Aftast f. v.: Gunnar Schram, Ben. G. Waage, Ársæll Gunnnarsson (x), Karl Schram, Kristján L. Gestsson. <r Enska knaffspyrnan 1 FYRRI hluta vikunnar fóru nokkrir leikir fram í ensku deildarkeppninni og urðu úrslit þessi: 1. deild Blackpool — West Ham .......... 2:0 Sheffield U. — Tottenham ...... 1:1 Burnley — Leicester ........... 2:0 Ipswich — Blackburn ........... 2:1 Cardiff — Chelsea ............. 5:2 Everton — Manchester City ..... 0:2 Fulham — Bolton ............... 2:2 W.B.A. — Brimingham ........... 0:0 2. deild Brighton — Stoke .............. 2:1 Scunthorpe — Bristol Rovers ... 2:1 Derby — Swansea ............... 6:3 Nortwich — Leeds............... 2:0 Southampton — Walsall ......... 1:1 Evrópukeppni meistaraliða er hafin og t. d. sl. þriðjudag léku Monaco og Glasgow Rangers. Skotarnir sigruðu með þrem mörkum gegn tveimur. Síðari úrslitaleikur í bikarkeppni ensku deildarkeppninnar fór fram sl. þriðjudag. Asteon Villa sigraði Rother- ham 3:0 eftir framlengdan leik. Að venjulegum leiktíma loknum var stað- an 2:0 og þar sem Rotherham hafði sigrað í fyrri leiknum með 2:0 voru félögin. jöfn og því var framlengt. Staðan er nú þessi: 1. deild (efstu og neðstu liðin) Manchester City 6 5 0 1 16:10 Burnley Sheffield W Anægðar Víkingsstúlkur komnar Fannst bezt að vera þar sem minnst var borið i móttökur VÍKINGSSTÚLKURNAR, sem fóru ágæta og velheppnaða keppn isför um Norðurlönd, voru meðal ferþega heim með Heklu í fyrri- nótt. Við hittum tvær þeirra ásamt fararstjórum og forráða- mönnum Víkings í gær og létu allir hið bezta yfir förinni. Hér hafa áður birzt úrslit í öllum leikjum stúlknanna, en leik irnir voru alls tólf. Unnu Vík- ingwstúlkurnar 5 þeirra, 1 lauk með jafntefli og 6 unnu útlend lið. •k Góð blaðaummæli Ferðin gekk í alla staði vel og rómuðu stúlkurnar vel móttökur. Þær sögðu þó að þar sem kannski aðbúnaðurinn var íburðarminnst- ur og lakastur — í Noregi — þar var einhvern veginn bezt að vera. Stúlkurnar fá góða dóma í erl. Með þessu merki fagnaði Grefsen Víking blöðum fyrir leik sinn, einkum í sænsku blöðunum en Gauta- fcorg sigruðu Víkingsstúlkurnar á hraðkeppnismóti þar sem auk þeirra kepptu þau tvö sænsku kvennalið er börðust um Svíþjóð- artitninn á síðasta móti. yfc Sterkir mótherjar Árni Árnason hafði orð fyrir Víkingum í gær. Sagði hann að erlendis hefði verið búizt við öllu sterkara liði en Víkingslið- ið er. Víkingur hóf starfsemi kvennaflokka fyrir 3 árum og á nú fyrst sterkt lið. Það að Vik- ingur komst í úrslit á nýafstöðnu útimóti kvenna og frammistaða liðsins á fslandsmótinu s.l. vetur skaut erlendu gestgjöfunum skelk í bringu og hvergi var stillt upp liði móti Víking, sem í voru minna en 2—4 landsliðsstúlkur viðkomandi lands. Og einn leik- inn lék Víkingur við norska lands liðið í heild — sem var að æfing- um. Ferðalagið var erfitt fyrir hin- ar ungu Víkingsstúlkur sem eru frá 14—19 ára. En þær stóðu sig með afbrigðum vel. Þær unnu sjálfar verulegt starf að því að undirbúa ferðina og greiddu sjálf ar verulegan hluta fararkostnað- ar. Þær hafa Orðið ísl. handknatt leik til sóma — og er þó vegur ,sl. kvennahandknattleiks mikill á Norðurlöndum. „ W olverhamp ton W.B.A. 6 4 11 5 4 0 1 4 112 6 114 16:13 17:7 7:8 4:9 2. deild (efstu og neðstu liðin) Liverpool 5 5 0 0 16:2 Bury 5 4 0 1 10:4 Charlton 5 0 2 3 5:15 Bristol Rovers 6 0 0 0 3:14 S/ór/nn heillaði Axel AKUREYRI, 7. sept. Axel Kvaran lögregluþjónn, sem ný lega hefur lokið Drangeyjar sundi, kom aftur til Akureyr ar í dag. Honum þótti Pollur inn svo sléttur og fallegur, að hann gat ekki stillt sig um að synda úr Veigastaðabás og upp í fjöruna, þar sem gamli slippurinn var. Hann var 42 mín. á leiðinni. í bátnum, sem fylgdi honum, var m.a. Pétur Eiríksson sundkappi. — St. E. Sig. 1000 laxar úr Víðidalsá LAXVEIÐI í Víðidalsá hefur verið mjög góð í sumar. í ágúst- lok höfðu veiðst um 1000 laxar og er það álíka mikið og í fyrra* Þyngsta laxinn, 22 pund, veiddi Geir Bachmann á flugu. 10 menn frá Reykjavík, Akranesi og Borg arnesi hafa haft ána á leigu síð- an 1945. Sl. laugardagskvöld buðu þeir öllum bændum á veiðisvæð- inu, ásamt konum þeirra í kveðju hóf. Fór það fram í veiðimanna- húsinu Tjarnarbflskku og var hið rausnarlegasta. Bergur Arn- bjarnarson stjórnaði hófinu. Sátu það rúmlega 60 manns. — B.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.