Morgunblaðið - 08.09.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.09.1961, Blaðsíða 10
10 MORGUTSBLAÐIÐ Föstudagur 8. sept. 1961 Viðskiptaskráin 1961 komin út Fly/ur ýmsar nýjungar til báta 'ÚTKOMA Viðskiptaskrárinnar er árlegur viðburður í viðskipta- lífi landsins. Þessi bók er nú orðin flestum svo kunn, að ó- þarfi er að lý-sa henni nákvaem- lega, nema að því leyti sem hún ihefur breytzt frá fyrra ári. Auk breytinga og viðbóta, sem eiga rætur sínar að rekja til breytinga og /axtar í viðskipta- lífinu í landinu, eru nokkrar liýjungar í bókinni, eins og frá er greint í formála hennar. Helztar þeirra eru þessar: Nýr ttppdráttur af Reykjavík í fjór- ttm litum, nýjar loftmyndir af ísafirði og Akureyri með áteikn- ttðu vegakerfi, fasteignamat Kópavogs, og söguágrip allra kaupstaða á landinu, þar sem greint er frá helztu þáttum í jþróunansögu þeirra, hvenær íyrst er getið um byggð, hvenær þéttbýli tekur að myndast, hve- nær þeir fá kaupstaðaréttindi og helztu áföngum í atvinnu- og félagslífi þeirra. Allar þessar viðbætur hafa orðið til þess, að bókin hefur ■lengzt um 40 bls., og með tilliti til þess hve brctið á henni er Mognir óþurrkar HÚSAVÍK, 5. sept. Rigning í gær Og rigning í dag, sama óþurrka- tíðin og verið hefur. Fer nú víða að líta illa út, ef ekki bregður til þurrka, áður en haustannir hefj ast, göngur og réttir, og síðan sláturtíð. Erfitt getur þá orðið að fá fólk í sláurhússvinnu, ef hey önnum er ekki lokið. Hér í ná- grenninu held ég að ástandið sé einna verst í Kelduhverfi, því að hjá sumum bændum þar er enn mikið úti af fyrri slætti, og seinni sláttur að mestu. — Fréttaritari. stórt og letur smátt og þétt, má ætla að lengingin jafnist á við meðalbók. í kaflanum „Atvinnulíf á ís- landi“, sem er að mestu leyti nýr á hverju ári, eru upplýsing- ar um íbúatölu landsmanna og skiptingu þeirra eftir atvinnu- greinum, framleiðslu landbúnað- ar- og sjávarafurða og helztu iðnaðarvara, útflutning lands- manna, búfjáreign, jarðargróða, skipastól o. fl. Útgefandi Viðskiptaskrárinnar er Steindórsprent hf., en rit- stjórn annast Gísli Ólafsson. af kðldu stáli Úlfur Ragnarsson, læknir, hefur sent Morgunblaðinu þessa mynd og meðfylgjandi ljóð. Bendir hann á að ástæða sé til að mynd þessi komi fyr- ir almennings sjónir þessa dagana. Sjá hér í myndamáli mannsbörnin þín. Geisladýrð gervitungla glepur þér sýn. Hermanna harðar grímur horfa á lítinn dreng. Fingratök föðurástar finna þar brostinn streng. P>M»Mtt»tti^ttM>Mtt<ttttA Brosmildi blíðrar móðui barn hlaut í vöggugjöf. Kysstur af köldu stáli kafnar í fjöldagröf. Kærleikslaus kuldafræði krefja sitt gjald. Illt vex af illu sæði Belsen og Buchenwald. honur sem hafa fætt stór börn, er hættara vii) sykursýki en öðrum Menn hefur lengi grun- Fegursti garðurinn í Keflavík AÐ TILHLUTAN fegrunarnefnd ar Keflavíkurbæjar, hefur þar til Skipuð dómnefnd valið fallegasta garð ársins 1961 og varð að þessu sinni valinn garðurinn við Smára tún 40, og eru eigendur hans þau hjónin Trausti Björnsson og Ás- laug Hilmarsdóttir. Dómnefndin gerir þá grein fyrir vali sínu, að þó garðurinn sé ungur að árum ©g trjágróður skammt á veg kom inn, þá sé skipulag allt, miðað við framtíðar þroska mjög gott og gæti þar þekkingar á fyrirkomu- lagi, sem síðar verði til að gera garðinn sérkennilegan þegar trjá gróður nær meiri þroska. Blóma- val er mjög fjölbreytt og raðað niður af þekkingu á stærð og iita- vali, en eigendur töldu að það stæði enn til bóta eftir reyi.slu þessa sumars. Hirðing og snyrt- ing garðsins var með afbrigðum góð, ekkert rusl eða skran „á bak við hús“ eða annarsstaðar og gras flatir og kantar í beztu hirðu. Dómnefnd sagði að það væru mörg viðhorf sem réði ákvörðun þeirra og vissulega ættu þau allt eins við unga garða, því aldur og hæð trjágróðurs væri aðeins eitt af þeim atriðum, sem tillit bæri að taka til. Þekking frum- leiki og hirðing væri þungt á metaskálunum. Trausti Björnsson og Áslaug Hilmarsdóttir hafa unnið sjálf að mestu leyti við byggingu garðsins og telja þau að fyrirhöfn og kostn aður sé vel launað þegar blóma- skrúðið angar og hægt er að sjá vöxt og þroska trjáa og runna. Verðlaunin sem garðurinn hlýt ur er sérkennileur steinn, sem á er festur koparskjöldur, sem greinir frá ári því er garðurinn hlaut verðlaun og verður steinin um komið fyrir í garðinum þar sem eigendur velja honum stað. Fegursti garðurinn hefur ver- ið valinn í Keflavík síðan 1958, þá hlaut verðlaunin garðurinn við Smáratún 3 ,eign Magnúsar Sig urbergssonar, 1959 garður Ingi- mundar Jónssonar Kirkjuvegi 22 og 1960 garður Guðjóns Klemens sonar við Vesturbraut 7. Hinir ötulu og smekkvísu garð eigendur í Keflavík hafa nú fyr ir löngu afsannað gamla vantrú, að engin fagur gróður gæti vax ið í Keflavík, en eins og nú horf ir þá getur bærinn orðið „grænn“ innan fárra ára. — Norðan næð- ingurinn svolítið blandaður sjó roki á stundum, er slæmur fyrir veikbyggðan gróður, en versti ó vinurinn eru sauðkindurnar, sem nábúarnir beita á lóðir og garða í Keflavík. Bærinn hefur varið tugum þúsunda til þess að girða bæjarlandið af, og koma upp vegahliðum, en ekkert virðist halda sauðfénu frá, enda ekki um neitt beitiland að ræða nema hina ræktuðu bletti, þetta hefur þær afleiðingar að hver sem vill halda garði sínum i friði verður að víg að, að konum, sem átt hafa stór börn sé hættara við sykursýki en öðrum. Þessi grunur hefur nú sannazt. Rannsókn var gerð á konum í Birm.ngham, sem átt höfðu börn yfir 10% pund að þyngd fyrir þrettán árum. Þriðjung- ur allra þessara kvenna hafði sykursýki eða sýndu merki um sykursýki á byrjunarstigi. Af þeim, sem voru yfir 45 ára aldur gaf meira en helm- ingur jákvæð merki, svo að álykta má, að talsverður hluti hinna eigi eftir að fá veikina. bæði sjúkra og heilbrigðra voru mjög feitar, og rúmur þriðjungur hinna heilbrigðu áttu ættingja með sykursýkL Flestar kvenna þessara höfðu átt mörg börn, 55 ai hundraði áttu sjö eða fleiri. Ekki er að svo komnu máli hægt að segja um, hvort syk- ursýkin var afleiðing a. að hafa gengið með stór börn, eða öfugt. Einnig hefur komið í ljós, að börn sykursjúkra feðra eru færri og stærri en heil- brigðra manna. girða hann með miklum kostnaði og oft til lítillar prýði. Dómnefnd um fegursta garð’' n skipa þau Jóhann Pétursson, klæðskeri, Guðmundur Guðjóns forstjóri, Erna Vigfúsdóttir frú og Kristinn Reyr skáld. Þeim Áslaugu og Trausta Björnssyni á Smáratúni 40 er óskað til hamingju með fegursta garðinn 1961. —hsj—•

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.