Morgunblaðið - 08.09.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.09.1961, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 8. sept. 1961 Ég lét breyta því. Það var líka það eina, serr. ég gat fyrir hana gert. Grátið gat ég ekki. Það getur vel verið, að einhverjir eigi efti. að gráta, þegar ég dey, af því að þeir munu vita, að þeir eru að fylgja mér .á leið til vítis, úr öskupni í eldinn. En það var sama, hvert mamma var að fara, það gat ekki orðið verra en ævi hennar þangað til. Hún var nú laus við hjartasorg, laus við erfiðleika og þjáingar. Ég fór aftur til Washington, og hélt vinnu minni áfram. Mamma varð þrjátíu og átta ára, þegar ég var tuttugu og fimm. Hún vildi aldrei fá meira en fjögur kerti á afmælistertuna sína. Því var hún enn þrjátíu og átta, þegar hún dó. Ég aetla að fara eins að. Ég ætla að halda áfram að vera um fertugt. Henni var alla tíð sama, hvað almanak- ið sagði, og eins er mér farið. Stundum finnst mér ég vera tvít ug, stundum tíræð. Þegar þannig er ástatt, getur reikningurinn hvorki deyft né fjörgað. 13 Margt getur hent Nú komu stríðsár — óraun- veruleg ár. Langamma mín hafði horft á Þrælastríðið út um gluggana á litla húsinu sínu. Fólk eins og hún vissi, hvernig stríð er, en það var fíest dautt. Við hin viss- um ekki ýkja mikið um, hvað skeði í raun og veru. Hergöngur, stríðsskuldabréf, USO ferðir, skömmtun og bréf með skrítnum frímerkjum — allt 'þetta var langt frá því að vera raunveruleikinn. Áheyrendur mínir höfðu nú breytzt, voru klæddir í khaki í staðinn fyrir samkvæmisföt. Mér fannst alltaf eins og menn hefðu færzt nær hverjir öðrum, eins og fólk sem hefur orðið fyr- ir sama áfallinu. Það var eins og að nýafstöðnum jarðskjálfta, allir töluðu um það sama. En á endanum vöndumst við því, menn geta vanizt hverju sem er. Ég gleymi aldrei því þegar ég fór fyrst í USO-ferð, Ég kom á flugvöllinn, klædd eftir nýjustu tízku. Ég fór dansandi upp stig- ann að herflugvélinni og hafði hundinn minn, Mister, í bandi með mér. Þá kom allt í einu ein- kennisklæddur maður og gelti að mér: „Hvert haldið þér, að þér séuð að fara, ungfrú?“ „Ég er á leið til Florida að syngja, og ég fæ ekkert fyrir það, svu þú skalt ekki vera að setja þig á háan hest,“ svaraði ég á móti. Hann var fljótur að koma mér í skilning um alvöru lífsins. Ég neyddist til að fara aftur niður stigann, fara úr fínu fötunum, troðast í einkennisbúning og skilja hundinn minn eftir. Þeg- ar ég kom inn í flugvélina, skildi ég hvernig í öliu lá. Þar var ekkert inni nema farangurinn tli að sitja á. Hver sat á sinni fall- hlíf og horfði á manninn á móti, sem einnig sat á sinni. Þegar ég loks kom á ákvörðuarstað, leið mér svipað og nýliða, sem hefur lokið við fyrsta daginn í æfing- um í brennandi sólskini. Ekki veit ég, hvað ég ferðað- ist marga kílómetra til að syngja fyrir hermennina, meðan á stríð- inu stóð, með flugvél, lest eða jafnvel í hvíta bílnum okkar. í hvert skipti sem ég leit við, sendi Joe Guy mig upp í aðra flugvél. Eftir að hafa sungið fyrir her- menn verður maður alltof vand látur á áheyrendur til að líka við hina Tandlátu áheyrendur ’heima fyrir. Þeim fannst allt gott sem ég söng, en bezt geðjað- ist þeim þó að „Billie’s Blues“, „Fine and Mellow" og „Body and Soul“. Vart getur aumkunarverðari sjón, en nokkur þúsund stráka einangraða einhvers staðar í sveitahéruðum Suðurríkjanna, án tónlistar, kvenna og alls ann- ars. Eftir hverja sýningu ætluðu þeir að rífa mig í sundur. Þeir tóku blómin úr hárj mér og ’skiptu þeim milli sín, blað fyrir folað. Þeir báðu mig meira að segja um búta úr kjólnum, eða sokkana mína, og sögðu að þeir lyktuðu af konu. Þegar ég kom svo heim ? 52. götu í New York, var allt fullt af einkennisklæddum strákum. Ég hélt svo margar brottfarar- veizlur á Famous Door og ann- ars staðar, að ég var hætt að geta talið þær. Þær voru hver annarri líkar þrir eða fjórir stákkettlingar voru alla nóttina á búlunni, við lokuðum, drukk- um með þeim síðustu skálina, og þeir gengu á braut. Nokkrum vikum seinná fékk ég svo bréf frá einhverri úthafseyju, þar sem þeir börðust við sfcordýr og slöngur, hita og fúa. Það var hægt að gráta yfir sumum þessara bréfa. Þau voru frá strákum, sem ég þekkti eig- inlega aldrei neitt og vissi ekk- ert um, en ég gat aldrei hent þeim frá mér. Stundum, þegar þau voru frá strákum, sem ég hafði haldið uppá, sendi ég eftir gömlum grammófón og sendi þeim hann með nokkrum platna mi;nna eða Duke Ellingtons. Sum ir þeirra voru forríkir og gátu fengið allt sem þeir vildu heima fyrir, og samt fannst þeim dá- samlegasti atburður ævi sinnar að fá gamlan grammófónsræfil og plötur fyrir 500 kall. Þeir skrifuðu um eilífa bið, þeir vissu aldrei eftir hverju. Á daginn urðu þeir að vera hálf- naktir en á nóttunni matti ekk- ert standa undan ábreiðunni. ef skorkvikindin áttu ekki að éta þá. Það eina sem þeir höfðu að gera var að hlusta á plöturn- ar sem ég sendi þeim. Það liðu mánuðir, áður en þeir sáu kvenmann aftur, suniir aldr- ei. Mér er óhætt að segja, að margir þeirra hafi verið elsk- hugar mínir á pappírnum. Flesta þeirra sá ég aldrei aftur, og þar var ég heppin, því að þeir sem aftur komu ætluðu að rífa mig í sig. Það var kvöld eitt seint í stríðinu, að strákur kom inn á Blue Note í Ghicago og fór að tala um samkvæmi, sem hafði verið haldið nokkrum árum áð- ur í Famous Door í 52. götu. Ég hlustaði á endurminningar hans, unz ég þekkti hann allt í einu. Hárið á honum var orðið snjó- 'hvítt, og hann leit út fyrir að vera kominn yfir fertugt, samt getur hann ekki hafa verið meira en 25 ára, þegar hann fór. En allt var þetta hálf óraun- verulegt. Ég veit ekki, hvernig mér hefði liðið, ef ástvinur minn 'hefði verið tekinn frá mér í stríðinu. Þetta lá þó yfir mér eins og mara. Ég vissi ekki hvað ég ’helzt ætti að gera. Negrastrákar, sem ég vissi að höfðu verið alla ævina að berjast við að komast norðureftir til að komast áfram, voru svo allt í einu teknir í herinn og hent áftur til Suður- ríkjanna. Ég skal nefna til dæmis strák sem ég þekkti. Hann var eins góður og hver annar og honum hafði liðið vel í Harlem. Hann hafði átt kádilják, glæsilega íbúð og falleg, hvít stelpa bjó með honum. Hann hafði allt, sem 'gnægð fjár getur keypt. Tveim vikum eftir að hann hafði gefið kærustunni kveðju- kossinn á Lexington Avenue, var hann að sveitEist í moldinni í Georgíu. Það var hans fyrsta reynsla af Suðurríkjunun . Hann hafði ekki einu sinni vitað, hvað hann hafði farið á mis við. Hann varð hálfvitlaus. Loks kom að því að hann stóðst ekki lengur mátið og strauk til New York. Þar var hann í leyfisleysi í hálfan mánuð, áðui en vinir hans gátu einu sinni talað við hann. Honum var sagt, hvað yrði um hann, þegar til hans nseðist, en hann gat einungis hugsað um það sem hafði þegar komið fyrir hann. Ekkert gat verið verra en þetta. Loks urðum við svo tauga óstyrkar, kærastan hans og ég, að við hringdum í yfirliðþjálfa hersveitar hans í Georgíu. Við sögðum honum vandræði okkar. Hann sagði, að hans hefði ekki einu sinni verið saknað ennþá, en herlögreglan mundi finnai hann. Ef hann flýtti sér aftur til baka, sagði þessi yfirmaður hans, að ekki væri einu sinni' víst að upp um hann kæmist. Þetta dugði til þess, að við gát- um fengið hann til að snúa aftur 'í leikinn. Og leikur var það. Meira að segja eftir Irving Berlin. Þegar hann kom til baka var hann sendur beint upp á svið til að „reyna sig á danshlutverki í „This is the Army“. Það sem eftir var striðsins var hann í dansskónum, og kaérastan fylgdi honum stað úr stað. ★ En verr -fór fyrir öðrum. ^eg- ar ég hugsa um stráka eins og Jimmy Davis get ég grátið af að hugsa um öll þau mannslíf og hæfileika, sem við misstum í stríðinu, og enginn veit einui sinni um. Jimmy var í hernum, þegar han samdi „Lover Man“ og kom með það beint til min. 1 Ég var hrifin af laginu og vildi syngja það inn á plötu. En áður en ég gat komið því í verk, var búið að senda hann til Evr- ópu og ég hef ekki séð hann síðan. Hann hlýfur að vera kom- inn undir græna torfu. Ég fór með lagið til Milt Gabler hjá Decca og grátbað hann á hnjánum um að fá að syngja það inn. Ég vildi ekki' syngja það með venjulegum sex- tett. Ég sagði Milt, að ég yrði að fá fiðluundirleik. Ég held, að Milt Gabler hafi komizt inn á' Decca vegna mín og plötunnar „Strange Fruit“, en ég varð að skríða í duftinu til að fá þetta lag rétt inn á plötu. Ram Ram- ’irez hefur fengið al’lt lofið fyrir „Lover Man“ en það er aftur ailltvarpiö Föstudagur 8. september 8:00 Morgunútvarp. 12:00 Hádegisútvarp. 13:15 Lesin dagskrá næstu viku. 13:25 ,,Við vinnuna": Tónleikar. 15:00 Miðdegisútvarp. 18:30 Tónleikar: ÍÞjóðlög frá ýmsum löndum. 18:50 Tilkynningar. 19:20 Veðurfregnir. 19:30 Fréttir. 20:00 Tónleikar: Fjórar sjávarmyndir úr óperunni „Peter Grimes" eftir Benjamin Britten (Consertgebo- uw hljómsveitin í Amsterdam leikur; Eduard van Beinum stj.) 20:15 Efst á baugi (Björgvin Guð- mundsson og Tómas Karlsson). 20:45 „Meyjaskemman", lagasyrpa eft* ir Schubert-Berté (Austurrískir- listamenn syngja og leika). 21:00 Upplestur: Kvæði eftir Fornólf (Baldur Pálmason). 21:10 Píanótónleikar: „Skógarmyndir** nr. 1—9 op. 82 eftir Schumann (Svajatoslav Rikhter leikur á píanó). 21:30 Utvarpssagan: „Gyðjan og ux- inn" eftir Kristmann Guðmunds- son; IX. (Höf. les). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Kvöldsagan: „Smyglarinn" eft- ir Arthur Omre; VI. (Ingólfur Kristjánsson rithöfundur). 22:30 I léttum tón: Mitch Miller og blásarar hans leika. 23:00 Dagskrárlok. Laugardaginn 9. september. 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Tónleikar. — 10.10 Veðurfregn- ir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónl. — 1225 Fréttir og tilkynningar). 12:55 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sig- urjónsdóttir). 14:30 Laugardagslögin. — (Fréttir kl, 15.00 og 16.00). 16:30 Veðurfergnir. 18:30 Tómstundaþáttur barna og ungl inga (Jón Pálsson). 18:55 Tilkynningar. — 19:20 Veður- fregnir. 19:30 Fréttir. 20:30 Tónleikar: Tvö fiðlu- og hljóm- sveitarverk eftir Saint-Saénd (Aaron Rosand og hljómsveit útvarpsins 1 Baden-Baden leika, Rolf Reinhardt stj.) a) Havanaise op. 83. b) Introduktion og Rondo Capriccioso op. 28. 20:20 Upplestur: „Blautu engjamar 1 Brokey", smásaga eftir Jón Dan (Brynjólfur Jóhannesson leik- ari). 20:35 Laugardalstónleikar: a) Konsert fyrir básúmi og hljómsveit eftir Tibor Serlo (David Shuman og hljóm- sveit leika undir stjórn höf- undar). b) Memphis-kvartettinn syngur negrasálma. 21:10 Leikrit: „Harmonikan", gaman- leikur með söngvum eftir Osk- ar Kjartansson. — Leikstjóri: Helgi Skúlason. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Danslög. — 24.00 Dagskrárlok. Lítil veiðisaga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.