Morgunblaðið - 08.09.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.09.1961, Blaðsíða 1
24 SlUUr 48. árgangur 202. tbl. — Föstudagur 8. september 1961 Prentsmiðja 'dorgunblaðsins Táragas í Beriín Berlín, 7. sept. — (Reuter) — L.ÖGREGLAN í Vestur-Ber- lín skýrði frá því í dag að austur-þýzka lögreglan hafi í gærkveldi varpað táragas- sprengjum og sprautað vatni a Vestur-Berlínarbúa á nokkr um stöðum við landamærin í borginni. I>á hafa kommúnistar sett upp griðarstórt auglýsingaspjald á ibökkum Teltow-skurðarins þar sem heitið er 10.000,00 marka (108 þús kr.) verðlaunum fyrir handtöku Willy Brandts borg- arstjóra. Spjald þetta er beint andspænis öðru spjaldi vestan megin, þar sem heitið er sömu verðlaunum fyrir upplýsingar, er leitt geti til handtöku austur- þýzka landamæravarðarins sem skaut til bana flóttamann, sem var að reyna að synda yfir skurð inn til Vestur-Berlínar fyrir 10 dögum. 4 Sprengjur og vatn Á einum stað við landamærin fleygðu austur-þýzkir landamæra verðir þrem reyksprengjum á blaðsölutorg á vestursvæðinu til að dreifa mannfjölda sem þar. hafði safnast saman. Brunalið og lögregla Vestur-Berlínar voru kvödd á vettvang, og handtók lög reglan þrjá menn fyrir að egna til óspekta. Þá varpaði austur- þýzka lögreglan táragas-sprengj- um á um 100 Austur-Berlínar- búa, sem safnazt höfðu saman um 50 metrum frá landamærunum til að veifa til kunningja og ætt- ingja fyrir vestan. Mannfjöld- inn svaraði með því að gera óp að lögreglumönnunum og kasta steinum. Á þrem öðrum stöðum við landamærin vörpuðu austur- þýzkir lögreglumenn alls sjö tára gassprengjum á hópa Vestur- Berlínarbúa og sprautuðu á þá vatni með aflmiklum slökkviliðs- dælum. Krúsjeff of skynsamur til oð hefja kjarnorkusfyrjöld, segir Adenauer Nehra ræðir við Krúsjeíf Moskva, 7. sept (NTB-Reuter) NITKITA Krúsjeff forsætisráð- herra Sovétríkjanna og Jawa- harlal Nehru forsætisráðherra Indlands áttu í dag stunda viðræður í Moskvu. Samkvæmt upplýsingum talsmans Nehrus, ræddu þeir ýms vandamál heims- ins, þar á meðal Þýzkalands og Berlínarmálin og tilraúnir með kjarnorkusprengjur. Ekkert hefur verið látið uppi um það hvernig Krúsjeff tók tilmælum þeim frá Belgradráð- Stefnunni að hann og Kennedy forseti hittist til að fyrirbyggja nýja styrjöld. Grasfrœ Londön, 7. sept. (Reuter) BREZKT fyrirtæki, sem verzl- ar með grasfræ, tilkynnti í dag að það hefði ræktað nýja tegund fræs, sem mundi vaxa 50—100% hraðar en venjulegt gras. Bonn, 7. sept. — (NTB-Reuter) LAURIS Norstad hershöfð- ingi, yfirmaður herafla At- lantshafsbandalagsins í Ev- rópu, átti í dag hálfs annars tíma fund með Adenauer kanzlara Vestur-Þýzkalands og Franz-Josef Strauss varn- armálaráðherra í Bonn. Að fundinum loknum hélt Norstad strax aftur til París- ar, en Adenauer snæddi há- degisverð með fréttamönnum og svaraði þar ýmsum spurn- ingum þeirra. ÁFRAM I HERNUM Sagði Adenauer að ríkisstjórn in hefði í huga að framlengja herskyldutíma 36.000 vestur- þýzkra hermanna, sem áttu að fá lausn úr herþjónustu seinna í þessum mánuði. Tólf mánaða herskylda er í Vestur-Þýzka- landi og hefur verið rætt um að auka hana. Aðspurður sagði Adenauer að lagabreytingar þyrfti til að lengja herskylduna. Hann sagði að efri deild þings- ins kæmi hins vegar saman til fundar á morgun til að ræða heimild fyrir ríkisstjórnina til að kalla í herinn ýmsa sérfræð- inga á aldrinum 18—60 ára á hættutímum. KRÚSJEFF OF SKYNSAMUR ... Adenauer ítrekaði fyrri um- mæli sín um að ekki kæmi til styrjaldar út af Berlín. Varhann beðinn að gefa frekari skýring- ar á þessum ummælum, og sagði þá að hann teldi Krúsjeff of skynsaman til að hefja kjarn- orkustyrjöld. Bætti hann því við að enginn maður vildi hefja styrjöld, sem einnig tortímdi Breytt viðhorf Portsmouth, Englandi, 7. sept. (NTB-Reuter) Á ÞINGI brezku verkalýðsfélag- anna, (T.U.C.) sem haldið er í Goulart tekinn við BrasíHa, 7. sept. (NTB-Reuter) JOAO GOULART tók í dag við forsetaembætti í Brasilíu við liátíðlega athöfn. Er þar með lokið ellefu daga stjórn- arkrcppu í landinu, sem hófst þegar Janio Quadros fyrr- verandi forseti sagði óvænt af sér og sigldi af landi burt. Allt þar til hátíðahöldin hófust ríkti mikil spenna í Brasilíu og kom jafnvel til mála að fresta embættistökunni, því ekki hafði tekizt að skipa fyrsta forsætis- ráðherra landsins. En hingað til hefur forseti Brasilíu farið með vöid forsætisráðherra, og var stjórnarskránni breytt fyrir em- bættistöku Goularts. Samkvæmt þeim breytingum er mjög dregið úr völdum forsetans og þau flutt í hendu rríkisstjórnar. sem er ábyrg gagnvart þinginu. í ræðu, sem Goulart hélt við embættistökuna, sagði hann að hin nýja stjórn Brasilíu befði það efst í huga að tryggja efnahag landsins og að berjast gegn fá- tækt og vanþróun. Portsmouth, samþykktu fulltrú- arnir í dag að styðja varnarmála- stefnu Hugh Gaitskells leiðtoga Verkamannaflokksins. Stefna Gaitskells, sem nú hlaut hrein- an meirihluta, er í aðalatriðum sú að Vesturveldunum heri að halda kjarnorkuvopnum sínum meðan Sovétríkin gera það. Þingið harmar það að Sovét- ríkin skuli hafa tekið upp að nýju tilraunir með kjarnorku- vopn og skorar á Krúsjeff for- sætisráðherra að stöðva þær. Þá samþykkti þingið með naum um meirihluta mótmæli gegn þvi að vestur-þýzkir hermenn væru við æfingar í Bretlandi. Þingið sitja 1.000 fulltrúar frá 183 verka lýðsfélögum, en í félögum þess- um eru um 8 milljónir verka- manna. Á þingi verkalýðsfélaganna í fyrra var stefna Gaitskells í minnihluta og vildu þá fulltrú- arnir að Bretar afsöluðu sér kjarn orkuvopnum. honum sjálfum. Þetta hindraði að vísu ekki að styrjöld brytist út vegna mistaka, en hin ótta- legu vopn nútímans hafa leitt til þess að mennirnir, sem stjórna þeim, eru sérstaklega aðgætnir. t gær hófst hér í Reykjavík , ráðstefna yfirmanna viðskiptal deilda utanríkisráðuneytarma I á Norðurlöndunum. Fjallari ráðstefna þessi um viðskipta-j mál Norðurlandanna almennt, ] en stærsta mál hennar aðj þessu sinni verður sjálfsagt af ( staða Norðurlandana til mark- j aðsbandalaganna í Evrópu og) þá einkum Efnahagsbandalagt ] ins. Ráðstefnunni lýkur ij kvöld. — Mynd þessa tók ljós- ] myndari Mbl. KM á fundi' hennar í gærdag. Utanrikisráðherrafundur i Reykjavík næsta vor Kaupm.höfn, 7. sept. — (NTB) RÁÐSTEFNU utanríkisráð- herra Norðurlandanna laukí Kaupmannahöfn í dag. — Ákveðið var að næsta ráð- stefna verði haldin í Reykja- vík næsta vor. í fundarlok í dag gáfu ráðherramir út sameiginlega yfirlýsingu þar sem þeir harma það að til- raunir með kjarnorkusprengj ur eru hafnar að nýju eftir nærri þriggja ára hlé. Segja ráðherrarnir að aldrei fyrr hafi verið jafn mikil þörf fyrir raunhæfar viðræður um almenna afvopnun. í tilkynningunni segir m. a.: • Skylda smáríkjanna í viðræðunum um afvopnunar- málin voru allir sammála um að eins og ástandið er í heiminum í dag væri meiri ástæða en nokk- urntíma fyrr að koma af stað raunhæfum viðræðum um al- menna afvopnun undir virku eft- irliti. Það varðar jafnt fi'am- tíð smáríkjanna og stórveldanna að dregið verði úr spennunni og afvopnun hafin. Smárikjunum ber skylda til að þessum mél- um verði haldið vakandi og að komið verði á viðræðum og samn ingum. Utanríkisráðherrarnir vona að þær viðræður, sem enn fara fram um þessi mál, muni leiða til þess að umræðurnar á 16. Allsherjarþingi SÞ beri já- kvæðan árangur. Utanríkisráð- herrarnir eru einhuga í að lýsa harmi sínum yfir því að kjarn- orkutilraunir eru hafnar að nýju eftir nærri þriggja ára hlé. Þeir telja ástæðu til að leggja áhe^lu á nauðsyn þess að kjarnorkuveld in nái sem fyrst samningu-m um að hætta tilraunum og hvetja ein dregið til þess að viðræðum verði tafarlaust haldið áfram með þetta fyrir augum. Utanríkisráðherrarn ir leggja ennfremur áherzlu á að æskilegt sé að leysa vandamál- ið varðandi inntöku Kína í Sam- einuðu þjóðirnar. • Fundur í Reykjavík Varðandi Kongó segjast ráð- herrarnir hafa rætt um þá stað- festu sem komin er á stjórnmála- líf landsins eftir að þingræðis- stjórn tók þar við völdum. Þetta er veigamikið spor í þeirri stefnu sem SÞ ákváðu varðandi Kongó. Utanríkisráðherrarnir urðu sam- mála um að styðja framboð danska stjórnmálamannsins Her- mod Lannung sem formanns Framh. á bls. 23 Skýring Krúsjeffs MOSKVA, 6. sept. (NTB — Reuter). — Á sunnudag hefst í Bandaríkjunum ráðstefna vísindamanna víða að og sendi Krúsjeff forsætisráðherra ráð stefnunni kveðju sína í dag. 1 orðsendingunni segir Krú sjeff að Sovjetríkin hafi með miklum söknuði og harmi á kveðið að hefja að nýju kjarn orkutilraunir. En hann kvaðst jafnframt vona og trúa því að þessi ákvörðun yrði til þess unnt væri að koma í veg fyrir nýja heimsstyrjöld. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.