Morgunblaðið - 08.09.1961, Blaðsíða 1
24 sihur
miMrtbib
48. árgangur
202. tbl. — Föstudagur 8. september 1961
Prentsmiðja tVforgunblaðsins
Táragas í Berlín
Berlín, 7. sept. — (Reuter) —
LÖGREGLAN í Vestur-Ber-
lín skýrði frá því í dag að
austur-þýzka lögreglan haf i í
gærkveldi varpað táragas-
sprengjum og sprautað vatni
á Vestur-Berlínarbúa á nokkr
um stöðum við landamærin
í borginni.
Þá hafa kommúnistar sett upp
igríðarstórt auglýsingaspjald á
jbökkum Teltow-skurðarins þar
sem heitið er 10.000,00 marka
(108 þús kr.) verðlaunum fyrir
handtöku Willy Brandts borg-
arstjóra. Spjald þetta er beint
andspænis öðru spjaldi vestan
imegin, þar sem heitið er sömu
verðlaunum fyrir upplýsingar, er
Jeitt geti til handtöku austur-
þýzka landamæravarðarins sem
ekaut til bana flóttamann, sem
var að reyna að synda yfir skurð
inn til Vestur-Berlínar fyrir 10
dögum.
?> Sprengjur og vatn
Á einum stað við landamærin
fleygðu austur-þýzkir landamæra
verðir þrem reyksprengjum á
blaðsölutorg á vestursvæðinu til
að dreifa mannfjölda sem þar.
Nehru ræðir
við Krúsjeff
Moskva, 7. sept
(NTB-Reuter)
NITKITA Krúsjeff forsætisráð-
herra Sovétríkjanna og Jawa-
harlal Nehru forsætisráðherra
Indlands áttu í dag 2% stunda
viðræðúr í Moskvu. Samkvæmt
upplýsingum talsmans Nehrus,
ræddu þeir ýms vandamál heims-
ins, þar á meðal Þýzkaj.ands og
Berlínarmálin og tilraunir með
kjarnorkusprengjur.
Ekkert hefur verið látið uppi
um það hvernig Krúsjeff tók
tilmælum þeim frá Belgradráð-
Stefnunni að hann og Kennedy
forseti hittist til að fyrirbyggja
nýja styrjöld.
hafði safnast saman. Brunalið og
lögregla Vestur-Berlínar voru
kvödd á vettvang, og handtók lög
reglan þrjá menn fyrir að egna
til óspekta. Þá varpaði austur-
þýzka lögreglan táragas-sprengj-
um á um 100 Austur-Berlínar-
búa, sem safnazt höfðu saman um
50 metrum frá landamærunum
til að veifa til kunningja og ætt-
ingja fyrir vestan. Mannfjöld-
inn svaraði með því að gera óp
að lögreglumönnunum og kasta
steinum.
Á þrem öðrum stöðum við
landamærin vörpuðu austur-
þýzkir lögreglumenn alls sjö tára
gassprengjum á hópa Vestur-
Berlínarbúa og sprautuðu á þá
vatni með aflmiklum slökkviliðs-
dælum.
Krúsjeff of skynsamur
Grasfræ
London, 7. sept. (Reuter)
BREZKT fyrirtæki, sem verzl-
ar með grasfræ, tilkynnti í dag að
það hefði ræktað nýja tegund
fræs, sem mundi vaxa 50—100%
hraðar en venjulegt gras.
til ad hefja kjarnorkustyrjöld,
segir Adenauer
Bonn, 7. sept. — (NTB-Reuter)
LAURIS Norstad hershöfð-
ingi, yfirmaður herafla At-
lantshafsbandalagsins í Ev-
rópn, átti í dag hálfs annars
tíma fund með Adenauer
kanzlara Vestur-Þýzkalands
og Franz-Josef Strauss varn-
armálaráðherra í Bonn.
Að fundinum loknum hélt
Norstad strax aftur til París-
ar, en Adenauer snæddi há-
degisverð með fréttamönnum
og svaraði þar ýmsum spurn-
ingum þeirra.
ÁFRAM t HERNUM
Sagði Adenauer að ríkisstjórn
in hefði í huga að framlengja
herskyldutíma 36.000 vestur-
þýzkra hermanna, sem áttu að
fá lausn úr herþjónustu seinna
í þessum mánuði. Tólf mánaða
herskylda er í Vestur-Þýzka-
landi og hefur verið rætt um
að auka hana. Aðspurður sagði
Adenauer að lagabreytingar
þyrfti til að lengja herskylduna.
Hann sagði að efri deild þings-
ins kæmi hins vegar saman til
fundar á morgun til að ræða
heimild fyrir ríkisstjórnina til
að kalla í herinn ýmsa sérfræð-
inga á aldrinum 18—60 ára á
hættutímum.
KRÚSJEFF OF SKYNSAMUR ...
Adenauer ítrekaði fyrri um-
mæli sín um að ekki kæmi til
styrjaldar út af Berlín. Varhann
beðinn að gefa frekari skýring-
ar á þessum ummælum, og sagði
þá að hann teldi Krúsjeff of
skynsaman til að hefja kjarn-
orkustyrjöld. Bætti hann því við
að enginn maður vildi hefja
styrjöld, sem einnig tortímdi
Breytt viðhorf
Portsmouth, Englandi,
7. sept. (NTB-Reuter)
Á MNGI brezku verkalýðsfélag-
iinna, (T.U.C.) sem haldið er í
Goulart tekinn við
Brasilía, 7. sept. (NTB-Reuter)
JOAO GOULART tók í dag
við forsetaembætti í Brasilíu
við hátíðlega athöfn. Er þar
með lokið ellefu daga stjórn-
arkreppu í landinu, sem hófst
þegar Janio Quadros fyrr-
verandi forseti sagði óvænt
af sér og sigldi af landi burt.
Allt þar til hátíðahöldin hófust
ríkti mikil spenna í Brasilíu og
kom jafnvel til mála að fresta
embættistökunni, því ekki hafði
tekizt að skipa fyrsta forsætis-
ráðherra landsins. En hingað tfl
hefur forseti Brasilíu farið með
vöid forsætisráðherra, og var
stjórnarskránni breytt fyrir em-
bættistöku Goularts. Samkvæmt
þeim breytingum er mjög dregið
úr völdum forsetans og þau flutt
í hendu rríkisstjórnar, sem er
ábyrg gagnvart þinginu.
í ræðu, sem Goulart hélt við
embættistökuna, sagði hann að
hin nýja stjórn Brasilíu hefði það
efst í huga að tryggja efnahag
landsins og að berjast gegn fá-
tækt og vanþróun.
Portsmouth, samþykktu fulltrú
arnir í dag að styðja varnarmála
stefnu Hugh Gaitskells Ieiðtoga
Verkamannaflokksins. Stefna
Gaitskells, sem nú hlaut hrein-
an meirihluta, er í aðalatriðum
sú að Vesturveldunum beri að
halda kjarnorkuvopnum sínum
meðan Sovétríkin gera það.
Þingið harmar það að Sovét-
ríkin skuli hafa tekið upp að
nýju tilraunir með kjarnörku-
vopn og skorar á Krúsjeff for-
sætisráðherra að stoðva þær.
Þá samþykkti þingið með naum
um meirihluta mótmæli gegn því
að vestur-þýzkir hermenn væru
við æfingar i Bretlandi. Þingið
sitja 1.000 fulltrúar frá 183 verka
lýðsfélögum, en í félögum þess-
um eru um 8 milljónir verka-
manna.
Á þingi verkalýðsfélaganna í
fyrra var stefna Gaitskells í
minnihluta og vildu þá fulltrú-
arnir að Bretar afsöluðu sér kjarn
orkuvopnum.
honum sjálfum. Þetta hindraði
að vísu ekki að styrjöld brytist
út vegna mistaka, en hin ótta-
legu vopn nútímans hafa leitt
til þess að mennirnir, sem
stjórna þeim, eru sérstaklega
aðgætnir.
ií gær hófst hér í Reykjavík
ráðstefna yfirmanna viðskipta
deilda utanríkisráðuneytanna
á Norðurlöndunum. . Fjallar j
ráðstefna þessi um viðskipta-j
mál Norðurlandanna almennt,]
en stærsta mál hennar
þessu sinni verður sjálfsagt af (
staða Norðurlandana til mark-
aðsbandalaganna í Evrópu i
þá eiifkum Efnahagsbandalag*]
ins. Ráðstefnunni lýkur 1]
kvöld. — Mynd þessa tók l.jós-
myndari Mbl. KM á fundi
hennar í gærdag.
Utanríkisráðherrafundur í
Reykjavík næsta vor
Kaupm.höfn, 7. sept. — (NTB)
RÁÐSTEFNU utanríkisráð-
herra Norðurlandanna laukí
Kaupmannahöfn í dag. —
Ákveðið var að næsta ráð-
stefna verði haldin í Reykja-
vík næsta vor. í fundarlok i
dag gáfu ráðherramir út
sameiginlega yfirlýsíngu þar
sem þeir harma það að tíl-
raunir með kjarnorkusprengj
ur eru hafnar að nýju eftir
nærri þriggja ára hlé. Segja
ráðherrarnír að aldrei fyrr
hafi verið jafn mikil þörf
fyrir raunhæfar viðræður
um almenna afvopnun.
í tilkynningunni segir m. a.:
• Skylda smáríkjanna
í viðræðunum urn afvopnunar-
málin voru allir sammála um að
eins og ástandið er í heiminum
í dag væri meiri ástæða en nokk-
urntíma fyrr að koma af stað
raunhæfum viðræðum um al-
menna afvopnun undir virku eft-
irliti. Það varðar jafnt fram-
tíð smáríkjanna og stórveldanna
að dregið verði úr spennunni og
afvopnun hafin. Smáríkjunum
ber skylda til að þessum mál-
um verði haldið vakandi og að
komið verði á viðræðum og samn
ingum. Utanríkisráðherrarnir
vona að þær viðræður, sem enn
fara fram um þessi mál, muni
leiða til þess að umræðurnar á
16. Allsherjarþingi SÞ beri já-
kvæðan árangur. Utanríkisráð-
herrarnir eru einhuga í að lýsa
harmi sínum yfir því að kjarn-
orkutilraunir eru hafnar að nýju
eftir nærri þriggja ára hlé. Þeir
telja ástæðu til að leggja áheyilu
á nauðsyn þess að kjarnorkuveld
in nái sem fyrst samningum uro
að hætta tilraunum og hvetja ein
dregið til þess að viðræðum verði
tafarlaust haldið áfram með þetta
fyrir augum. Utanríkisráðherrarn
ir leggja ennfremur áherzlu á
að æskilegt sé að leysa vandamál-
ið varðandi inntöku Kína í Sam-
einuðu þjóðirnar.
# Fundur í Reykjavik
Varðandi Kongó segjast ráð-
herrarnir hafa rætt um þó stað-
festu sem komin er á stjórnmála-
líf landsins eftir að þingræðis-
stjórn tók þar við völdum. Þetta
er veigamikið spor í þeirri stefnu
sem SÞ ákváðu varðandi Kongó.
Utanríkisráðherrarnir urðu sam-
mála um að styðja framboð
danska stjórnmálamannsins Her-
mod Lannung sem formanns
Framh. á bls. 23
Skýring
Krúsjeffs
MOSKVA, 6. sept. (NTB
Reuter). — Á sunnudag hefst
í Bandarikjunum ráðstefna
vísindainanna víða að og sendi
Krúsjeff forsætisráðherra ráð
st efnunni kveðju súta í dag.
i orðsendingunni segir Krú
sjeff að Sovjetríkin hafi með
miklum söknuði og harmi á
kveðið að hefja að nýju kjarn
orkutilraunir. En hann kvaðst
jafnframt vona og trúa þvi að
þessi ákvörðun yrði til þess
unnt væri að koma í veg fyrir
I nýja heimsstyrjöld.