Morgunblaðið - 08.09.1961, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.09.1961, Blaðsíða 14
14 MORCUNBLAÐ1Ð Fösíudagur 8. sept. 1961 — Rannsóknir Framhald af bls. 13. að. Um hann er naumast hægt að gera nokkra áætlun. — Er hægt að framleiða hér nægilega ódýra orku til stóriðn- aðar? — Já, það er allt útlit fyrir að stærri virkjanir hér geti orðið það ódýrar á orkueiningu að Orka verði samkeppnisfær til stór iðnaðar. Jarðgöng gegnum Búrfell eða framhjá Gullfossi — Hvernig hugsið þið ykkur þessar stærstu virkjanir, Búr- fellsvirkjunina og Tungufells- virkjunina? — Búrfellsvirkjunin verður væntanlega framkvæmd þannig að stífla er gerð nokkuð fyrir ofan Tröllkonuhlaup, og siðan jarðgöng vestur í gegnum Búr- fell. Þau kæmu út í Þjórsá vest- an Búrfells neðst í Þjórsárdal. Jarðgöngin yrðu um 3 km. á lengd og fallið 30 m. í Tungufellsvirkjun verður stífl að nokkuð langt fyrir ofan Gull- foss og gerð allt að 7 km. löng jarðgöng, sem koma út í Hvítá neðarlega í gljúfrunum fyrir neð- an fossinn. Þar er fallið mjög avipað og í Búrfellsvirkjun. — En það sem þið kallið með- alstóru virkjanirnar. Hvernig yrðu þær unnar? — Ef virkjað verður við Hest- vatn, er Hvítá stífluð við Ár- hraun og skurður gerður frá ánni í Hestvatn og síðan annar úr vatninu gegnum haftið við Kiðjaberg, og orkuverið reist sunnan í því. Bláfellsvirkjanirnar verða væntanlega allar neðanjarðar- virkjanir. Sumar stíflurnar geta orðið æði mikil mannvirki, en ekki er vitað eins og stendur um sérstök vandkvæði á jarðgangna- gerð. Ákvörðun nauðsynleg í vetur — Þér segið að ekki sé búið að taka ákvörðun um í hvað af þessu verði ráðist. Verður ekki að fara til þess? — Jú, það þarf undir öllum kringumstæðum að velja á milli á þessum vetri. Væntanlega verð- ur sett vél við ketilinn í varastöð inni við Elliðaárnar, og svo koma til greina viðbótarvélarnar tvær í írafossstöðina og Ljósafossstöðina áður en Sógið er fullvirkjað, sú fyrrnefnda er þegar pöntuð. En næstu aukningu þar á eftir, hvort sem það verður jarðhita- eða vatnsvirkjun, verður undir öllum kringumstæðum að vera lokið haustið 1965. Talið er að taka muni 3Vz ár að koma jarð- hitaorkuverinu upp og ræður af- greiðslufrestur á gufuvélinni mestu um það hve sá tími er langur. Síðan mun sú stöð að- eins gefa þriggja ára frest. En um vatnsvirkjanirnar er það að segja að litla vatnsvirkjun tek- ur skemmri tíma að byggja, en stóra lengri, E. Pá. Eg þakka hjartanlega, börnum mínum, venslafólki og vinum, fyrir góðar gjafir, blóm og heillaskeyti á 75 ára afmæli mínu 4. þ.m. Ástar kveðjur til ykkar allra. Hólmfríður Daníelsdóttir Mínar hjartans þakkir færi ég öllum fjær og nær fyrir gjafir, heimsóknir og skeyti á, 80 ára afmæli mínu. Guð blessi ykkur öll. Kristín Stefánsdóttir, Skjolbra.it 4 Sendum hjartanlegar þakkir börnum, tengdabörnum og vinum fyrir gjafir, blóm og kveðjur í tilefni af gull- brúðkaupi okkar. Guð blessi ykkur öll. María Hálfdánardóttir, Guðmundur Pétursson Jarðarför KRISTlNAR JENSDÓTTUR Elliheimilinu Grund, fer fram frá Fossvogskirkju í dag 8. september kl. 10,30 Vinir hinnar látnu Mín hjartkæra eiginkona JÓNÍNA EIRlKSDÓTTIR frá Skeggjastöðum verður jarðsungin frá Keflavíkur- kirkju laugardaginn 9. september. — Athöfnin hefst með bæn á heimili hinnar látnu, Kirkjuvegi 12, Kefla- vík, kl. 13. Blóm og kransar afbeðið, en þeir, sem vildu minnast hinnar látnu, gjörið svo vel að láta líknar- stofnanir njóta þess. Björn Kjartansson Þökkum hjartanlega fyrir auðsýnda samúð og vinar- hug við andlát og jarðarför EINARS BERGSTEINSSONAR klæðskera Sérstaklega skal þökkuð öll aðstoð heimilisfólksins í Stóra-Dal. Ingibjörg Bergsteinsdóttir, Guðbjörg Bergsteinsdóttir og aðrir aðstandendur Hjartans þakkir færum við þeim er sýndu okkur sam- úð og vinsemd við fráfall og jarðarför konu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, GUÐRÍTNAR SUMARLIÐADÓTTUR Grensásvegi 2 Gísli H. Guðmundsson, börn, tengdabörn og bamaböm Sjötugur i dag ÞorBeífur F. Friðriksson ÞORLEIFUR Friðrik Friðriks- son frá Litla-Nesi í Árneshreppi, Strandasýslu, er 70 ára í dag. Hann er fæddur 8. september árið 1891 á Kjörvogi í Árnes- hreppi. Foreldrar hans voru þau jhjónin Friðrik Friðriksson og Ingibjörg Magnúsdóttir. Ólst hann upp hjá þeim til fullorð- ins aldurs, fyrst á Kjörvogi, síð- ar í Stóru-Árvík og svo á Mun- aðarnesi og síðan aftur á Kjör- vogi. Var hann þá orðinn 15 ára gamall, og var þá vinnumaður hjá þeim Magnúsi Guðmunds- syni og Guðrúnu Jónsdóttur, sem þá bjuggu þar. Unglingam- ir x þá daga voru ekki gamlir þegar farið var að hafa not af þeim til ýmsrar vinnu. Þá þekkt ist ekkert nema eilíft strit til að hafa fyrir hinu daglega brauði. Þá urðu allir að leggja sitt fram og þýddi ekki að liggja á liði sínu. Á þeim stöðum sem Þorleifur ólst upp á var bæði útræði og búskapur og vandist hann því strax á unga aldri bæði lands- og sjávarstörfum. Ekki mun Þorleifur hafa verið nema 16 ára þegar hann fór að fara í hákarlalegur, þá með hin- um kunna hákarlaskipstjóra og sævíkingi þar um slóðir, Finn- boga Guðmundssyni frá Finn- bogastöðum. Munu þær sjósókn- ir hafa verið hálf svakalegar oft á tíðum, um hávetur í svartasta skammdeginu. En þetta var góð- ur skóli sem kenndi unglingun- um að lifa lífi sjómannsins. Það þýddi ekki að gefast upp og þegar mest og harðast gekk á mun hugurinn aldrei hafa verið ákveðnari, honum svall móður þegar dætur Ægis stríddu hon- um svolítið. Harkan og seiglan var hans mark og mið, með henni skyldi hinu ákveðna tak- marki ná. Þorleifur mun hafa verið í vinnumennsku á Kjörvogi, eins og að framan getur, til 22ja ára aldurs, á sumrin og haustin við bústörfin en á vetrum í hákarla- ferðum og öðrum veiðiskap. Var Þorleifur fljótt jafnvígur til sjós og lands. Um eitt bar hann þó sérstaklega af öðrum samtiðar- mönnum sínum og það var hve góður kletta- og fjallamaður hann var. Man ég, er þetta rita, þegar ég var strákur og sá hann hendast stall af stalli og yfir hvað sem fyrir var, sem sýndist algjörar torfærur, og var hann þó kominn af léttasta skeiðinu. Magnús Thorlacius hæstaréttarlögmaður. Málflutningsskrifstofa. Aðalstræti 9. — Sími 1-1875. Jóhannes Lárusson héraðsdómslögmaður lögfræðiskrifstofa-fasteignasala Kirkjuhvoli — Simi 13842. Svo rík var þessi íþrótt í Þor- leifi að þegar hann var á sjón- um og dreymdi drauma um fjall göngur og klettahlaup, þar sem hann var hætt kominn í glæfra- legu ferðalagi, þá setti hann það alltaf í sambandi við vont veð- ur á sjónum á eftir og erfið- leika, sem rættust ótrúlega oft. Árið 1947 kvæntist Þorleifur Hjálmfríði Hjálmarsdóttur, dótt- ir Hjálmars Guðmundssonar sjó- manns frá Gögri og Lilju Þor- bergsdóttur. Settust þau hjón að á Gjögri. Eignaðist Þorleifur nú sinn eigin bát, sem hann sótti sjó á á sumrin og haustin. Ekki var farkosturinn stór, aðeins þriggja rúma bátur og búskap- urinn var heldur ekki stór, að- eins örfáar kindur. Ég, sem þessar fátæklegu línur rita, ætla ekki að fara að skrifa ævi- sögu um Þorleif, enda er saga hans saga verkamanns og sjó- manns, sem hóf baráttuna um síðustu aldamót, heldur aðeins geta hans á þessum merku tíma- mótum ævi hans. Eins og áður er vikið að, var þessi búskapur ekki stór, svo annarra tekna varð að leita á fjarlægari slóðir. Fjöldamargar vertíðir reri Þorleifur á ísfirzk- um bátum og margar úr Reykja vík. Alls mun Þorleifur hafa ró- ið 25 vertíðir þar. Meðan sam- göngur voru litlar sem engar var lagt land undir fót og lengst fór hann gangandi frá Gjögri suður í Borgarnes. Ekki mundi okkur þykja þetta beint árenni- legt í dag. Það er ótrúlegt hvað fólk varð að leggja á sig til að hafa til hnífs og skeiðar í þá daga. Yfirleitt var Þorleifur hepp- inn með skiprúm og margar vertíðir, bæði á þorsk- og síld- veiðum, var hann með hinum kunna skipstjóra og aflamanni Guðmundi Jónssyni frá Tungu. Ekki er hægt að segja að lífið hafi brosað blítt við þeim ungu hjónunum í þessum nýbyrjaða búskap þeirra, því árið 1918 missti Hólmfriður heilsuna og er meira og minna heilsulaus til ársins 1956 að hún fékk stór- merkilegan bata á heilsu sinni. Reyndi því mjög á hinn unga maka, eins og að líkum lætur, er húsmóðurinnar nýtur ekki við sem skyldi. Árið 1939 flytja þau frá Gjögri að Litla-Nesi, sem þau fengu sem erfðafestu- leiguland undan Kjörvogi. — Byggðu þau þar íbúðar- og útihús og ræktuðu upp milli 4 og 6 hektara lands, sem þau höfðu til umráða. Aðallega var það sjórinn sem mestan arðinn gaf og búskapurinn ekki hafður meiri en svo að hann nægði fjölskyldunni eða rúmlega það. Ekki er hægt að segja að allt- af hafi blásið byrlega fyrir Þor- leifi og margt var það sem á móti blés, t.d. missti hann 4 báta, sem hann átti, í veður, og var það þung raun efnalitlum einyrkja að afla sér nýrrar fleytu hverju sinni. Ég vil geta þess að sveitungar hans skutu saman fyrir seinasta bátnum sem hann eignaðist og var það mikið og drengilega að verið. Ég tel Þorleif ekki hafa lent á réttri hillu með því að ílengj- ast á æskustöðvum sínum, en enginn sér fyrr en orðið er. Ég, sem þetta rita, tel mig heppinn að hafa kynnzt Þorleifi og hef margt gott af honum lært, margt sérstætt af hinum gamla skóla, skóla reynslunnar. Þorleifur hefur verið mikill elju- og atorkumaður og er það ekki orðum ýkt. Einu tók ég þó sérstaklega eftir við mín fyrstu kynni af honum, það var heið- arleikinn. Honum leið illa e£ hann skuldaði einhverjum eitt- hvað. Hann vildi ekki að neinn ætti hjá sér. Vandvirkni og trú- virkni til orðs og æðis. Þetta var það sem unglingamir ólust upp við með hinni ströngu vinnu í gamla daga, en það er eins og einmitt þessir menn verði fyrir barðinu á óheiðar- leikanum, en það er eins og þeir fáist ekki um það, þó hallað sé á þá, bara ef þeir halla ekki á aðra. Þorleifur er vinur vina sinna og er fastheldinn á það sem hann hefur einu sinni tekið, sem sagt: hann er þéttur á velli og þéttur í lund. Ekki var hann hrifinn af að setjast að í bæj- unum, æskustöðvarnar áttu hug hans allan og þar fannst honum sér líða bezt. En sú var nú önn- ur raunin, því árið 1959 brugðu þau hjónin búi og fluttust til Vestmannaeyja. Aðalorsök þess- ara skyndilega brottflutnings þeirra mun hafa verið sú, að fyrir nokkrum árum veiktist Þorleifur af illkynjuðum húð- sjúkdómi, sem ekki réðist við að lækna, þrátt fyrir margítrekað- ar tilraunir læknavísindanna. Svo slæmur var Þorleifur af þessum sjúkdómi að tvö síðustu árin sem þau bjuggu á Litla- Nesi, að hann mátti heita rúm- fastur meira og minna og svo var konan ekki heilsugóð. Það er skiljanlegt að það sé ekki átakalaust hjá eldra fólki að slíta sig upp af þeim stað, sem það hefur algerlega alizt upp á og búið alla ævi. Þau Þorleifur og Hólmfríður eignuðust 4 böm, 3 dætur og 1 son, sem öll eru hin mannvæn- legustu. Þrjú þeirra eru búsett I Vestmannaeyjum og eitt í Andakílsárvirkjun. Svo tóku þau tvö fósturbörn, dreng og stúlku, annað tveggja ára en hitt 9 mánaða, sem þau ólu upp til fullorðmsára. Sýnir það mann- kosti þeirra og fómfýsi að leggja það á sig, eins og þá var ástatt fyrir þeim. En allt bless- aðist þetta. Bættir og betri tím- ar leystu hvern annan af hólmi. Þau hjónin, Þorleifur og Hjálm- fríður, búa nú á Heimagötu 39 í Vestmannaeyjum og vinnur hann í Vinnslustöðinni þar, heill meina sinna og er ekki hægt að sjá að honum hafi nokkurn tíma neitt að verið. Eitt hef ég heyrt eftir Þorleifi, að sér finnist það engin meining að hætta klukk- an 5 á daginn. Það sé engin vinna nema það séu 10—12 tím- ar á dag. Svona er hugurinn og orkan mikil ennþá, þó langixr vinnudagur sé að baki. Nú tel ég Þorleif Friðriksson loksina kominn í örugga höfn, eftir langa og harða útivist. Það er margur sem hugsar hlýtt og minnist Þorleifs á þessum merku tímamótum ævi hans og að end- ingu vil ég óska afmælisbarn- inu hjartanlega til hamingju með daginn, með þakklæti fyrir allt gott meðan leiðir lágu sam- an, með ósk um að sem lengst megi verkalýðsstéttin njóta verka hans. Heill sé slíku af- mælisbarni. Vinur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.