Morgunblaðið - 08.09.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.09.1961, Blaðsíða 3
Fðstudagur 8. sept. 1961 MORCVNBLAÐ1Ð 3 :.;;v • ••• STRÁKARNIR við Réttarholts veginn voru að ljúka við stökk gryfjuna, en voru búnir að reisa stengui'nar. Þær voru 2 m. á hæð, og naglar reknir í þær með 5 cm. millibili. Þver- slána vantar enn, svo þeir nota bara band, þegar þeir stökkva hástökk. — Stekkur nokkur ykkar tvo metra? — Já, flestir. — f langstökki? — Nei, hástökki. — Látið okkur sjá. — Nei, við .stökkum tvo metra í stangarstökki. — Hvar er stöngin? Sverrir Jensson var bezt vaxinn til stökks, hár og grannur ogorðinn 12 ára. (Ljósm. Mbl. km' í „Eg er bara rangeygöur" — Við ætlum niður í bæ á eftir og kaupa hana og þver- slána. — Hafið þið félag? — Já, það heitir Geysir. Það er eiginlega fótboltafélagið okkar, en við notum bara sama nafnið. — Hvað eruð þið margir? — Svona tólf. Allir úr sömu — Jú, marga leiki, en við feit töpuðum oftast. . . . — Hvers vegna? — Það er Matta að kenna, sagði einn þeirra. — Mér? hváði Matti. — Já, þú ert sjálfsmarkari. — Hann er alltaf að góna á Möttu, þegar hann á að ver'a. — Hver er Matta? og ekki heldur Stína og M?’ias Sveinn (Matti) og Rúnar Björgvinsson vor’ dug- Zegir að moka. (Ljósm. Mbl.: km). blokkinni. SvO eru aðrir með aðra velli. — Hvenær byrjuðuð þið? — Snemma í sumar. Við byrjuðum á fótboltavellinum þarna. Svo komu einhver hrekkjusvín og skáru með hnífum inn í stengurnar, svo þær féllu í næsta roki. — Voruð þið ekkert búnir að keppa áður? — Hún er skotin í honum. — En ég er ekkert skotinn í henni, sagði Matti. — Hvers vegna ertu þá allt- af að horfa á hana? sagði einn strákanna. — Eg er bara rangeygður. ■— Er hún feit. -—Nei, hann hefur nú betri smekk en það, sagði einn strák urinn, en Ella er heldur ekki — Þú lýgur, öskraði Matti. — Eru þær kannski feitar? ■—Nei, en ég ekkert skotinn í stelpum. — Hvers vegna ekki? — Þær eru svo vitlausar. —Þær geta verið laglegar samt. — Já, en . . . — Taka þær aldrei þátt í frjálsum íþróttum með ykkur? — Nei, þær geta ekkert. — En hafa gaman af að ‘horfa á? — Já, á fótboltaleiki. — Ætlið þið ekki að reisa stengurnar aftur? — Löggan kom um daginn og sagði, að þetta væri ekki góður staður, því þetta er alveg við veginn. Það hefur líka oft komið fyrir, að bílar hafi ekið yfir boltann. — Strætó? — Nei, þeir stoppa alltaf, það eru helzt trukkarnir. Einn ætlaði einu sinni að lyfta hjól unum, en varð of seinn og ók yfir boltann. Við fáum kannski grasvöll einhvers stað ar, sagði Löggan. — Þá skuluð þið láta Möttu standa í marki andstæðing- anna og láta Matta leika fram- vörð. — Já, þá vinnum við örugg- lega. — Það er ekki víst, að ég verði með, sagði Matti, ég er orðinn þrettán ára. — Hafið þið aldurstak- mark? — Já, eiginlega. Bóbó er til dæmis hættur. Hann var enn verri en Matti. Tvær stúlkur á reiðhjólum bar að. Kannski var önnur þeirra Matta, því Matti varð eitthvað svo kindarlegur á svipinn, en hinir strákarnir lét ust ekki sjá þær, og fóru að stökkva hástökk. Þær stungu saman nefjum. — Hvernig lízt ykkur á þá?, stelpur. — Þetta eru aumingjar, sögðu þær. En það er ekkert að marka, því kvenfólk segir víst ekki það, sem það meinar, og mein- ar ekki það, sem það segir. Og strákarnir héldu áfram að stökkva Og gutu augunum til stelpnanna, þegar þeim tókst vel upp, en litu ekki á þær, ef illa gekk. Þeir voru orðnir kófsveittir. Bergmál frá Moskvu Austur-Berlín, 7. sept. (Reuter) AUSTUR-ÞÝZKA dagblaðið Neues Deutschland vitnaði í dag í grein eftir bandaríska blaðamanninn Joseph Alsop sem sönnun þess að mótmæli Vesturveldanna gegn ákvörð- un Rússa um að hefja að nýju tilraunir með kjarn- orkuvopn hafi frá upphafi verið „viðbjóðsleg hræsni“. Hvorki Neues Deutschland né önnur dagblöð í Austur- Þýzkalandi hafa minnzt einu orði á það að Rússar hafi þegar hafið tilraunirnar. Neues Deutschland segir að Alsop hafi ritað grein, sem birt- ist í New York Herald Tribune degi áður en Kennedy forseti tilkynnti að Bandaríkin muni einnig hefja tilraunir með kjarn orkusprengiur. í ereininni seeir Alsop að Kennedy hafi tekið þessa ákvörðun áður en tilkynn- ing Rússa var birt. „Þetta sannar að stjórnend- umir í Banndaríkjunum höfðu þegar ákveðið að hefja kjarn- orkuvopnakapphlaup, meðan Sovétríkin voru þolinmóð og eft- irgefanleg í Genf að reyna að ná samningum um að hætta öllum tilraunum með kjamorkuvopn.“ Þá segir blaðið ennfremur: — Bandaríkin hörmuðu alls ekki tilkynningu Sovétríkjanna, helc. ur þvert á móti tóku henni feg- ins hendi sem ástæðu til að geta siálfir hafið tilrannir ouaitarnir byrjuóu á ein- um ínetra, en hækkuðu brátt upp í 1,17. (Ljósm. Mbl.: km) SMSTEIMR Eymdin á Akureyri í blaði Sjálfstæðismanna á Akureyri, íslendingi, er m. a. kom izt að orði á þessa leið sl. föstu- dag: „í Þjóðviljanum sl. fimmtudag (24. ágúst) er birt viðtal við tvo verkalýðsleiðtoga á Akureyri, þar sem lýst er eymdarástandi í at- vinnumálum bæjarins. Báðum ber þessum verkalýðsfrömuðum saman um, samkvæmt óskhyggju Þjóðviljans, að hreint eymdar- ástand ríki á Akureyri í atvinnu- málum vegna aðgerða núverandi ríkisstjórnar. Trésmiðir og húsa- smiðir, sem aldrei hafa haft tíma til að sinna verkbeiðnum lieima hjá sér, hafi farið hópum saman á sild í sumar. Við skulum vona að þeir verði tilkippilegir í haust, þegar íeitað verður til þeirra, ef síldargioðinn er þá ekki svo mik- ill að skattskýrslan þoli ekki. Svo mikið er víst, að á meðan ein- stakir húseigendur hér í bæ, sem byggja á breytingar eða viðgerð- ir á húsum sínum, fá engan tré- smið eða húsasmið vegna ann- ríkis þeirra, segja Björn og Tryggvi að þeir búist við að fá meira út úr síldinni. ef hún veið- ist. Þeir Björn og Tryggvi um það, hvort eymdin í atvinnumál- um Akureyrar er sú, er þeir lýsa að ósk Þjóðviljans." Fréttaflutningur í Sovét Þegar þetta er ritað, hafa hvorki blöð né útvarp í Sovétríkjunum sagt rússnesku þjóðinni frá því, að Rússar séu byrjaðir að sprengja kjarnorkusprengjur. Hinsvegar hef- ur útvarpið í Moskvu býsnast yfir því, að Bandaríkjamenn séu byrjaðir að sprengja neðan- jarðar! Þetta er nú fréttaflutningur í lagi. Almenn- ingur í Rússlandi fær ekkert um það að frétta, að valdhafar Sovét- ríkjanna hafa tekið þá ákvörð- un að rjúfa samkomulagið um bann við kjarnorkutilraunum. Því er haldið vandlega leyndu. Þegar svo hinvegar Bandaríkja- menn svara kjarnorkusprenging- um Rússa í gufuhvolfinu með því að ákveða sprengingar neðanjarð ar, þá er rússneska þjóðin látin halda að það séu Bandaríkja- menn, sem séu að hefja kjarn-^. orkusprengingar!! Þannig hafa kommúnistar jafn- an endaskipti á hlutunum. Þeir segja svart hvítt og hvítt svart. Hér heima á íslandi reynir 5. herdeild kommúnista einnig í lengstu lög að breiða yfir þá staðreynd, að Rússar hafi orðið fyrstir til þess að hefja kjarn- orkusprengingar að nýju. Átök innan Framsóknar Ágreiningur um afstöðuna til utanríkis- og öryggismála verður stöðugt djúptækari innan Fram- sóknarflokksins. Leiðtogar flokks ins vilja halda áfram dekrinu við kommúnista og treysta sem meat bandalagið við þá, en yngri menn flokksins telja slíkt atferli glap- ræði. Mikill meirihluti yngri manna í Framsóknarflokknum að hyllist eindregið vestræna sam- vinnu og þá stefnu í utanríkis- og öryggismálum, sem lýðræðis- flokkarnir í landinu hafa sam- eiginlega markað á undanförnum árum. Hermann, Eysteinn og Þórarinn hvetja hinsvegar flokks menn sína til þess að skrifa upp á Moskvuvíxilinn og styðja kommúnista í hverskonar mold- vörpustarfí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.