Morgunblaðið - 08.09.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.09.1961, Blaðsíða 13
Föstudagur 8. sept. 1961 MORGVNBLAÐ1Ð 13 /n'ntgffslón * £32m Arið 2000 verður Hvítá fullnýtt og hálf Segir Jakob Gíslasun Á AÐALFUNDI Sambands ísl. rafveitna, sem fyrir skömmu var haldinn á Laugarvatni, skýrðu iþeir Jakob Gíslason, roforkumála stjóri, og Sigurður Thoroddsen frá rannsóknum á hugsanlegum vatnsvirkjunarstöðum á Suður- landi, en á undanförnum árum Ihafa geysimiklar rannsóknir á slíkum stöðum farið fram á veg- um Rafórkumálsskrifstofunnar. Þar eð virkjun íslenzkra vatns- falla í náinni framtíð er mál, sem allir landsmenn hljóta að hafa mikinn áhuga á, báðum við raf- Oikumálastjóra að segja ókkur í viðtali frá þessu í stórum drátt- um. — Já, erindið sem ég flutti, fjallaði um raforkuveitusvæði á Suðvesturlandi og leiðir til að fullnægja raforkuþörfinni þar með virkjunum, einkum í Hvítá og Þjórsá, sagði Jakob. Hvítá og Þjórsá eru ásamt öllum þeirra þverám í rannsókn. Virkjunar- um, Tungufellsfallið í Hvítá, sem Gullfoss er hluti af, og Búrfells- virkjun í Þjórsá. Fyrstu virkjanir á báðum þessum stöðum eru hugs aðar 100—120 þús. kw. að afli. Það má geta þess að fáeinar smá- virkjanir í öðrum ám eru einnig í athugun, þ. e. á tveimur stöðum í Brúará, Árbæjarfoss í Ytri- Rangá og Tungufoss 1 Eystri- Rangá. Auk þessara vatnsvirkjana er verið að ljúka áætlun um gufu- virkjun í Hveragerði, en jarð- hitarafstöð þar yrði væntaniega 15 þús. kw. að stærð. Stóriðnaður ræður virkjunar- stað velja í bili virkjunarstað með minna afli, til að fullnægja raf- orkuþörf almennings. Þá er um að velja jarðhitastöð- ina í Hveragerði, smávirkjanirn- ar eða Hvítárvirkjun við Bláfell og Hestvatn. Ef hinsvegar kemur til stóriðnaður, þá koma fyrst og fremst til greina Búrfellsvirkjun, sem gefur um 120 þús. kw. eða Tungufellsvirkjun í Hvítá, sem gefur um 120 þús. kw., nema ef Dettifoss yrði fyrir valinu. En þar rná fá ágæta virkjun af svip- aðri stærð og þessar tvær. Við Gullfoss og Detti JL UOð sæjust ekki mannvirki — En hvað yrði um fossana, Gullfoss og Dettifoss, ef virkj- anir við þá yrðu fyrir valinu? — Við hvOrugan fossinn mundu Hefur verið ákveðið hvaðasjást mannvirki. Hinsvegar hlýt- //Vss^- A tfr-ennshsgöng % 7aSor Kneofr/r ■ Hér sést hvernig Hvítá yrði virkjuð við Guilfoss, stífia nokk- uð langt fyrir ofan fossinn og 7 km. löng jarðgöng fram hjá honum út í gljúfrin fyrir neðan. þó ekki komi stðrið naður til T.i ur óhjákvæmilega að draga úr vatnsmagni fossanna, og suma tíma, einkum að vetrinum yrðu þeir þurrir. Til að varðveita foss- apa vegna fegurðar þeirra og að- dráttarafls fyrir ferðamenn yrði að setja ákvæði um lágmarks- rennsli í þeim á vissum, tiltekn- um tímum árs eða sólarhrings, á sama hátt og gert hefur verið við Niagarafóssana í Norður- Ameríku, sem þegar hafa verið virkjaðir að nokkru og á að fara að fullvirkja. — Þið hafið gert áætlun um orkuþörfina allt til ársins 2000. Hvað yrðum við búin að taka fyrir mikið af þessum virkjun- arstöðum þá, ef orkuþörfinni væri fullnægt? — Áætlun okkar á einkum viS almenna notkun og svipaða aukn ingu og verið hefur víðast hvar í heiminum um langan aldur, þ. e. a. s. tvöföldun á 10 árum. En hér hefur aukningin lengst af verið enn þá örari. Samkvæmt því yrðum við búin að nota Hvítá alla og Þjórsá hálfa árið 2000 Og það sem eftir væri af Þjórsá, færi þá á örskömm- um tíma. í þessari áætlun er nokkur iðnaður, en tæpast það sem gæti flokkast undir stóriðn- Framhald á bls 14. Hér sést áætluð Búrfellsvirkjun í Þjórsá, áin leidd með i stíflu í 3 km. löng jarðgöng undir Búrfell, og út neðst í i Þjórsárdal. — staðir eru nú taldir vera 11 í Þjórsá og 10 í Hvítá, auk hinna þekktu virkjana í Sogi, sem er þverá í Hvítá, sem kunnugt er. — Eruð þið að rannsaka allan þennan fjölda af virkjunarstöð- um í Hvítá Og Þjórsá? — Það er of umfangsmikið verk til að tími og fjárhagur leyfi að þeir séu allir teknir til rannsóknar í einu. Því hefur orð ið að takmarka rannsóknirnar í bili við nokkra valda staði. Þeir eru Hestvatn og Bláfellsvirkj- anirnar í Hvítá, en þær síðar- nefndu eru kenndar við Ábóta, Sandártungu og Bláfellshólma. Þetta yrðu allt meðalstórar virkj anir, 25 þús. til 50 þús. kw. að afli. Ennfremur eru rannsakaðar •tærri virkjanir á tveimur stöð- virkjun verður næst fyrir valinu, hvort það verður gufurafstöðin eða einhver af vatnsvirkjunum? — Nei, það hefui ekki verið ákveðið. Inn í athuganir um val á næstu virkjun blandast spurn- ingin um það, hvort hér er von á orkufrekum iðnaði á næstu ár- um, er veiti öruggan markað fyr- ir verulegt magn af raforku, um- fram venjulega notkun almenn- ings. Ef það væri öruggt, mundi maður velja aflmiklu virkjunar- staðina, jafnvel áður en Hvera- gerðisstöðin kæmi til greina, þ. e. a. s. ef það væri vitað nægilega snemma. Megi hinsvegar ekki treysta á slíkan markað fyrir raforku til stóriðnaðar, þá verð- um við að láta okkur nægja að Þetta kort sýnir þá staði sem eru í rannsókn með tilliti til virkjunar á Suðvesturlandi, og hringir drengir kringum þá helztu. I viðtalinu er t. d. talað um Tungufellsvirkjunina (við Gullfoss), Búrfellsvirkjun, Hestvatnsvirkjun og Biáfellsvirkjanirnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.