Morgunblaðið - 08.09.1961, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Foetudagur 8. sept. 1961
Frá listsýningu Listafélags Föroya á Ólafsvökuhátíðinni. — Á myndinni sjást tvö af listaverk-
um Ólafar Pálsdóttur.
íslenzk listakona synir i Færeyjum
(ílöf Pálsdóttir var gestur Lista
fél. Færeyja á Úlafsvökusýningu
IISTAFÉLAG Færeyja
gekkst í sumar að vanda fyr-
Ir stórri listsýningu í Tórs-
havn á Ólafsvökuhátíðinni.
Bauð félagið nú í fyrsta
skipti íslenzkum listamanni,
Ólöfu Pálsdóttur mynd-
höggvara, að taka þátt í sýn-
ingunni sem gestur félagsins.
Tók hún boðinu og sendi
þangað 8 listaverk eftir sig,
ásamt myndum af nokkrum
öðrum verkum sínum.
Listsýningin var mjög mikið
sótt og betur en nokkru sinni
áður. Komst Dimmalætting m.a.
þannig að orði að hún hafi
hrifið áhorfendur. Verk hinnar
íslenzku listakonu vöktu þar
sérstaka athygli.
I formála fyrir sýningarskrá
var listamannsferill Ólafar Páls
dóttur rakinn á þessa leið:
„Ólöf Pálsdóttir er íslendingur
en ekki óþekkt í Færeyjum.
Hún átti heima í Tórshavn á
Stríðsárunum og faðir hennar
var hér íslenzkur konsúll. Hún
er fædd í Reykjavík en hóf list-
nám sitt í Danmörku á Frede-
riksberg tekniske skole árið
1947. Síðan stundaði hún nám
í konunglega danska listaháskól-
anum árin 1949—1955 og var
prófessor Utzon Frank aðalkenn-
ari hennar.
Árið 1955 voru henni veitt
gullverðlaun Listaháskólans.
Árið 1954 stundaði hún í hálft
ár listnám í Egyptalandi og 1957
dvaldi hún í hálft ár við nám í
Róm í boði ítalska menntamála-
ráðuneytisins.
Hún hefur ennfremur stund-
að nám og farið námsferðalög
til Grikklands, Frakklands, Spán
ar, Englands og Bandaríkjanna.
Ólöf Pálsdóttir hefur tekið
þátt í mörgum listsýningum,
eins og t.d. á Charlottenborg,
Haustsýningunni (Den frie) og
Norrænu listsýningunni í Od-
ense 1959. Listaverk hennar
hafa hlotið góða dóma hjá gagn-
rýnendum á Norðurlöndum. —
Ennfremur hefur hún oft tekið
þátt í sýningum á íslandi.
1 haust mun hún taka þátt í
Norðurlandasýningunni í Reykja
vík.
Opinberar stofnanir hafa einn
ig keypt listaverk af henni, m.
a. Búnaðaranki íslands, Lista-
safn ríkisins, Árósaborg, Reykja
víkurbær, Verzlunarskóli ís-
lands og íslenzka aðalræðis-
mannsskrifstofan í Genúa.
Ólöf Pálsdóttir sýnir nú í
fyrsta skipti verk sín í Fær-
eyjum sem gestur Listafélags
Föroya“.
William Heinesen skáld og
listmálari ritaði einnig grein í
sýningarskrána, sem hann
nefndi Listamaðurinn og áhorf-
andinn.
Formaður Listafélags Færeyja
er Hanus við Högadalsá.
Vaxandi æskulýðsstarf
í hinu forna Hólastifti
SIGLUFIRÐI, 5. sept. — Þing
æskulýðssambands kirkjunnar
í hinu forna Hólastifti var háð
hér á Siglufirði um s.l. helgi.
Þingið sóttu 10 prestar en alls
voru þingfulltrúar 37 frá 7 æsku-
lýðsfélögum kirkjunnar, auk
þriggja unglinga frá Bandaríkj-
unum, sem dveljast nú hér á landi
á vegum unglingaskipta þjóð-
kirkjunnar.
l’ingið hófst kl. 4 á laugardag
á kirkjuloftinu, þar sem Gagn-
fræðaskólinn var starfræktur til
skamms tíma. Sr. Ragnar Lár-
usson, sóknarprestur hér, bauð
þingfulltrúa velkomna. En sr.
Pétur Sigurgeirsson á Akureyri
setti þingið og minntist æsku-
lýðsleiðtogans Friðriks Frið-
rikssonar og sálmaskáldsins
Valdemars Snævarrs. Þingið
ræddi einkum eflingu félags-
starfseminnar meðal kristinnar
æsku í landinu og blaðaútgáfu,
en æskulýðssamtök þjóðkirkj-
unnar gefa út málgagn, sem sr.
Sigurður Haukur Guðjónsson
ritstýrir. Auk annarra mála í
sambandi við æskulýðsmótið var
frumsýnd hér kvikmynd um líf
og starf Alberts Schveitzérs,
Óskarsverðlaunamynd, sem
æskulýðssamband kirkjunnar í
Hólastifti á. Þingfulltrúar allir
sátu boð presthjónanna á Siglu-
firði.
Á sunnudag var hátíðaguðs-
þjónusta og predikaði æskulýðs-
fulltrúi þjóðkirkjunnar, sr. Ól-
afur Skúlason, en hann og kona
hans voru gestir þingsins. Altaris-
þjónustu önnuðust sr. Birgir
Snæbjörnsson og sr. Þórir Step-
hensen. Að lokinni predikun var
altarisganga og önnuðust hana
sr. Ragnar Fjalar Lárusson og
sr. Sigurður Guðmundsson á
Grenjaðarstað. Á sunnudags-
kvöld var kirkjukvöld. Þar flutti
sr. Sigurður Haukur Guðjónsson
erindi um vandamál kirkjunnar
í dag. Kirkjukór Siglufjarðar
söng og bandarísku unglingarn-
ir fluttu kveðjur frá kirkjudeild
um sínum. Að lokinni guðsþjón-
ustu sátu þingfulltrúar og fleiri
boð sóknarnefndar, sem formað-
ur hennar Andrés Hafliðason
stýrði.
Þing þetta var háð í sambandi
við kirkjudag Siglfirðinga, sem
árlega er haldinn í sambandi við
afmæli kirkjunnar um mánaða-
mótin ágúst—september. Þingið
var ánægjulegur vottur um vax-
andi æskulýðsstarf kirkjunnar í
hinu forna Hólastifti. — Stefán.
Kvöldskóli
K. F. U. M.
HINN 1. september hófst innrit-
un nemenda í Kvöldskóla K.F.U.
M., og fór hún fram í verzlun-
inni Vísi, Laugavegi 1.
Kvöldskóli K.F.U.M. er fyrst
og fremst ætlaður piltum og stúlk
um, sem stunda vilja gagnlegt
nám samhliða atvinnu sinni, og
eru þessar námsgreinar kenndar:
íslenzka, danska, enska, kristin-
fræði, reikningur, bókfærsla og
handavinna stúlkna í yngri deild,
en auk þess upplestur og íslenzk
bókmenntasaga í framhaldsdeild.
Inntökuprófs er ekki krafizt,
en skólavist geta þeir hlotið, sem
lokið hafa lögboðnu skyldunámi.
Einnig er þeim nemendum, sem
lokið bafa námi 1. bekkjar gagn.
fræðastigsins, heimilt að sækja
skólann. Að loknu burtfaraprófi
úr Kvöldskólanum hafa þeir full*
nægt skyldunámi sínu.
Skólinn starfar aðeins í tveim
deildum, byrjenda- og framhalds
deild. Er fólki eindregið ráðlagt
að tryggja sér skólavist sem allra
fyrst, en umsækjendur eru tekn-
ir í þeirri röð, sem þeir sækja
um, þar til bekkirnir eru fullskip-
aðir. — Skólasetning fer fram
mánudaginn 2. október kl. 7,30
síðdegis í húsi K.F.U.M. og K,
við Amtmannsstíg.
Nauðsynlegt er að nemendur
hafi meðferðis einkunnaspjöld
síðasta skólaárs Þess er vænzt að
umsækjendur mæti við skóla-
setningu eða sendi einhvern x
sinn stað. Annará kann svo að
fara, að aðrir verði teknir í
þeirra stað.
KAIRO, 6. sept. (NTB-Reuter).
— Talsmaður Arababandalagsins
tilkynnti í dag að umhelginayrðu
3.300 hermenn frá Arabaríkjun-
um sendir til Kuwait til að taka
við af brezka varnarliðinu þar.
ekki verið „auðvaldsáróður"
og hún fékk passann sinn.
• Ánægð með
íslandsferðina
• Hlusta gaumgæfilega
Magnús Finnbogas., mennta
skólakennari, leggur orð í
belg í sambandi við skrifin
um merkingu orðtækisins
,,að þegja þunnu hljóði.“
Kveðst hann vera sammála
bréfritara, sem færði rök að
því að þetta þýddi að leggja
við þunnt eyra eða hlusta
gaumgæfilega, en ekki að
steinþegja, eins og það sé
mikið notað af stjórnmála-
mönnum.
• Ekki auðvalds-
•HHHBHHHMHSHBIMHI
áróður“
Ummæli knattspyrnumanns
ins, sem fór til Rússlands, í
viðtali hér í blaðinu, að allt
hafi virst þar falt fyrir tyggi-
gúmmí, minnti unga sjómanns
konu á eftirfarandi sögu:
Hún fór til Rússlands með
manni sínum ' sumar. í rúss-
neskri höfn fékk hún passa,
sem veitti henni réttindi til
að fara í land. Svo varð henni
það á að gefa barni sem hún
hitti í biðskýli tyggigúmmí.
Einhver hafði kært athæf-
ið og hún var svift landgöngu
passanum.
Skipamiðlarinn g«kk svo í
málið og eftir mikið þref var
það leiðrétt, að þetta hefði
☆
FERDIIMAND
☆
Oft hefur í þessum dálkum
verið fundið að þjónustu sem
ferðamenn fá á íslandi. En í
bréfi ,sem Marian Wells Irwin
dóttir Abigail Þórðardóttur
frá Hattardal I Álftafirði í
Norður-ísafjarðarsýslu skrif-
ar frá Bandaríkjunum kveð-
ur við annan tón. Hún segir:
„Við erum að koma úr
tveggja mánaða ferð um
Evrópu, þar er meðtalin
vikudvöl á íslandi. Eg og son-
ur minn erum sammála um
að ísland tekur öllum 17
löndunum, sem við komum í,
fram.
Starfsfólk Hótel Borgar,
bæði í gistihúsinu sjálfu og í
veitingasalnum, var bæði gest-
risið og mjög kurteist í fram
komu. Verzlanirnar, sem við
komum í, veittu prýðilega
þjónustu og allt afgreiðslu.
fólk var mjög hjálpsamt.
Þeir íslendingar, sem við
bundumst vináttuböndum við
og íslenzk gestrisni þeirra sem
við hittum gerir það að verk-
um að okkur langar svo sann-
arlega til að koma aftur og
erum hreykin af að vera ís-
lendingar.“
Það er ánægjulegt að geta
birt svona bréf.