Morgunblaðið - 08.09.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.09.1961, Blaðsíða 8
8 MonnrnvTir 4 ðið Fðstudagur 8. sept. 1961 SJÁVARÚTVEGUR í riýútkomnu hefti af V-þýzka tímaritinu „Information fiir die Fischwirtschaft" er skýrt frá veiðitilraunum tveggja þýzkra vélbáta fyrir síld við Noregs- strendur utan fiskveiðitakmarka. í lauslegri þýðingu er frásögnin þannig: ,,í framhaldi af þeim veiðitilraunum, sem gerðar hafa verið tvö undanfarin ár, til þess að leita nýrra fiskimiða fyrir síldveiðiflotann, fóru tvö þýzk mótorskip „Paderborn" og „Essen“ síðari hluta vetrar 1960 til veiðitilrauna á norsku síld- veiðimiðin. Eftir að bátarnir komu á veðisvæðið við Álasund, um mánaðamótin janúar—febrú- ar, höfðu þeir ekki orðið varir við neina síld. Var þá ákveðið að reyna að fara á móti síld þeirri sem kemur frá NA-strönd íslands. En áður en til þess kæmi var ákveðið að fara smáútúrkrók aftur, vestur á bóginn. í fyrsta lagi var nokkur von til þess, að hægt væri að byrja síldveiðar þar fyrr, en áður var þekkt, og í öðru lagi voru möguleikar fyr- ir 'hendi, að komast á slóðir rúss neska flotans, sem nokkur und- anfarin ár, hefir náð góðum veiðiárangri á síldveiðum með tæknilegri breytingu, sem gerð hafði verið á hinum almennt notuðu síldarnetjum og tekist að veiða viðsvegar um Atlantshaf þar sem síldin er í göngu. Fjöldi rússneskra skipa. Á leið sinni í stefnu á Færeyj- ar, komu tilraunabátarnir þann 5. febrúar að miklum fjölda rússneskra fiskiskipa á svæðinu 63' 10" N og 4' 00" V. Þessi floti, sem virtist vera nokkur hundr- Uð skipa — mestmegnis reknetja bátar, en einnig nokkrir stórir togarar, útbúnir með reknetja- tækjum — voru dreifðir þannig í jafnstórum hópum, að ekki sást nema til ca. 50 skipa hverju sinni. Innan um þessi skip sýndu dýpt- armælar „Paderborn" og ,,Essen“ talsverða síld á 200 til 350 metra dýpi. Á kvöldin og þegar kom fram á nóttina, hækkaði síldin sig reglubundið, allt upp undir 100 metra frá yfirborði, og ein- staka tilfellum ennþá ofar. Hvað eftir annað var hægt að veita því athygli, að Rússarnir áttu augsýnilega ekki í neinum vandræðum með, að ná til síld- arinnar þótt hún væri langt und- an við það sem venjuleg reknet myndu geta náð henni. Að minnsta kosti var afli þeirra nokkuð góður (frá 50—100 kg. og þar yfir í hvert net). Það var því hægt að álykta, að Rússun- um tækist að koma netunum óvenjulega djúpt. Þessi ályktun1 fékkst einnig staðfest, þegar skipin fundu rússneska glerkúlu á reki, sem dró á eftir sér rytj- ur af samanslunginni trossu 90 metra á lengd. Öruggt var tal- ið að trossan hefði upprunalega verið enn lengri, en hafi höggv- ist í sundur, sennilega af skrúfu- blaði. Allar tilraunir skipverja á þýzku þátunum, til þess að reyna að eftirlíkja aðferð Rússanna, misheppnuðust vegna þess að ekki voru fyrir hendi nógu burð- armiklar glerkúlur og heppileg ur togdráttur. Tilraunir voru voru gerðar til þess að hnýta saman 3 til 4 trossur og láta þær síga niður, þannig að efri kant- urinn komst niður i 20—26 metra en það reyndist þó ekki vera nægilegt. Veiði á miklu dýpi, virtist aug sýnilega hagkvæm fyrir rek- netjatrossurnar. Jafnvel storm- ur og mikill sjógangur, sem und- ir venjulegum kringumstæðum. hefði eyðilagt eða a- m. k. veru- lega skemmt hin almennu rek- net, hafði engin áhrif til tjóns á hin djúpsettu reknet Rússanna, og virtist heldur ekki rýra veiði hæfni þeirra. Síldveiðiflotinn flutti sig hægt en stöðugt austur á bóginn, með hraða og hreyfingu síldartorf- anna. Þegar báðir þýzku tilrauna veiðibátarnir, lögðu aftur af stað þann 8. febrúar, upp að norsku ströndinni, voru flestir rússnesku bátarnir um 20 gr. vestur lengd. Enda þótt „Paderborn“ héldi áfram veiðitilraunum á Ála- sundsmiðum fram undir 18. febr., náðist enginn hagkvæmur árang ur, einkum þar sem síldarganga sú sem vonazt var eftir, virtist ekki koma á miðin. Fjárhagstjón af verkfalli. í sjómannaverkfallinu í Hull og Grimsby, er hófust eftir ára- mót og höfðu staðið í 42 daga, er þeim lauk í maí s.l. er talið, að launatap sjámanna á Grims- by-togurunum hafi numið sem svarar ca. 400.000 stpd. (ísl. kr. ca. 50 milj.). Útgerðarfyrirtæk- in reikna með að í verkfallinu hafi heildarstöðvun á umsetn- ingu í fjármagni numið ca. 50, 000 stpd. á dag, en það samsvar- ar um 2 milj stpd yfir tímabil- ið íísl. kr. ca. 250 milj.). Verkfallið hafði, einkum í upp hafi veruleg sveifluáhrif á verð- lag á fiski, en þó þótti athyglis- vert, að hækkunin varð yfirleitt ekki svo mikil ,að verulegar um- kvartanir kæmu frá húsmæðr- um. Löndun á fiski úr erlendum skipum, ekki hvað sízt úr íslenzk um skipum, varð til þess að vega upp á móti eftirspurn á fiski. Einnig hafði það veruleg áhrif á fiskmarkaðinn, að í Danmörku voru um þetta leyti verkfoll í járnbrautar og flutningakerfinu, svo að danskir fiskibátar fóru með afla sinn til Englands. Fjárhagsstyrkur til hrezkra fiskveiða. Brezka þingið hefir nýlegá staðfest lög um fjárhagsstuðning til brezka fiskveiðiflotans, heild- arupphæðin sem veitt er úr rík- issjóði í þessu skyni er 4.250.000 stpd. (ísl. kr. ca. 500 milj.). Tal- ið er að samningar þeir sem Bret land hefir gert við ísland og Nor eg um landhelgistakmörk, skerði aflamöguleika brezkra skipa á fjarlægum miðum um 25%. Auk þess koma svo nýjar takmarkan ir á veiðum brezkra skipa við Færeyjar, sem talið er að muni valda um 2 milj. stpd. (ísl. kr. ca. 240 milj.) aflaverðmætis skerðingu. Talið er vart mögu- legt að vinna upp tapið af þess- um fyrri veiðisvæðum, fyrst um sinn, þó leitað sé til annarra fiskimiða ,og er fjárhagsstuðn- ingurinn að verulegu leyti af- leiðing af þessum kringumstæð- um. H. J. ÆVINTÝRINU um prinsess- una og kúrekann er lok- ið. — Brúðkaupsklukkurnar klingdu aldrei, prinsessan er rokin til Monte Carlo og kú- rekinn til Hollywood. Um ástæðuna veit enginn. Prinsessan er hin fagra Soraya, fyrrum Persíudrottn- ing, kúrekinn er kvikmynda- og sjónvarpshetjan Hugh O'- Brian. Þau urðu ástfangin við fyrstu sýn. Hugh O’Brian Soraya í Monte Carlo — kúrekalaus. (Jti er ævintýri fleygði sporastígvélunum út í eitt horn og hattinum í ann- að, tók fyrstu þotu til Ev- rópu og gerðist fylgdarmað- ur Sorayu. Þau fóru í skíða- ferðir til Sviss, syntu í Mið- jarðarhafinu og dönsuðu vangadans í Madrid. Kúrek- inn sagði við blaðamenn: —» Hún er dásamlegasta kona veraldar. Nú segir hann aðeins: — Við erum góðir vinir. Hugh O’Brian er kominn aftur til Bandaríkjanna og rekur nautpening á tjald- inu í sporastígvélum og með kúrekahattinn. Og Sor- aya svífur á milli spila- og skemmtistaðanna í Monte Carlo. Ævintýrið er úti. >f >f jsiglfirzka teipan með fuiia greínd framlagi frá Reykjavíkúr. Lionsklúbb MORGUNBLAÐIÐ sneri sér í gær til Brairds Jónssonar, skólastjóra Málleysingjaskól- ans, og bað hann að skýra frá blindu og daufdumbu telp- unni Sólveigu Jónsdóttur Dýrfjörð, sem fór til Banda- ríkjanna s.l. mánudag til rannsókna og lækninga, ef mögulegar eru. Brandur sagði að tilfelli Sólveigar væri hið eínasta sem kunnugt væri um hér á landi. Upphaf máls þessa hefði verið, að barnið hefði fæðst blint og heyrnarlaust á Siglufirði 4. júlí 1955. Uppskurður á augum. Þegar barnið var komið á fjórða ár, var komið með það til Málleysingjaskólans í Reykjavík og leiatð þar ráða. Um svipað leyti var fram- kvæmdur uppskurður á aug- um barnsins. Málleysingjaskólinn gat lít- ið gert, þar sem enginn hér- lendis hefir lært að kenna börnum, sem svona er ástatt fyrir. Var talið ráðlegt að 99 Fái slík born ekki kennslu, verða þau að engu i og myrkri 64 bíða átekta eftir uppskurðinn og sjá hversu hann tækist. Sl. haust var enn komið með barnið til skólans og þá framkvæmdur fjórði og síð- asti uppskurðurinn á augum þess. Með því, að ekki þótti líklegt að bamið fengi sjón, þannig að það gæti lært líkt og sjáandi heyrnarleysingi, leitaði Málleysingjaskólinn ráða hjá hinum heimskunna Perkinsskóla fyrir blinda, mállausa og heyrnarlausa í Boston. Barnið með fulla greind. Mr. Daniel Burns. sem þá var forstöðumaður þeirraí deildar Perkinsskólans, sem kennir börnum, sem hvorki heyra né sjá, bauðst til þess að koma hér við á leið sinni frá Evrópu í febrúar s.l., og kanna hvort barnið hefði fulla greind, en um slíkt er mjög erfitt að segja, er svona stend- ur á. Mr. Burns taldi barnið hafa fulla greind, og bauð að það mætti koma til ársdvalar í Perkinsskólanum. Því skyldi fylgja kennari, sem lærði að kenna slíkum börnum, og skyldi dvöl kennarans kostuð, en hinsvegar yrði að greiða 4,500 dollara fyrir barnið. Stofnað ti' samskota. Var þá leitaö til ýmissa góðgerðastofnana um fram- lög í þessu skyni, og er skemmst frá því að segja að svo vel var tekið þeirri mál- leitan, að nú eru komnar í sjóð ca. 240 þúsund krónur, frá ríkisframfærslu, Odd- fellowreglunni í Reykjavík, Minningarsjóði Margrétar Þorláksdóttur, Lionsklúbbn- um á Siglufirði, Verkalýðsfé- lagi Siglufjarðar og von er á Aðmírálshjónln frétta um telpuna. Þá er það að aðmírálshjón- in Moore frétta um þetta til- felli og hafa þau frá upphafi sýnt málinu einstaka hjálp- semi og velvild, boðið barn- inu og kennara þess að sjá þeim fyrir ókeypis ferð til Washington, ókeypis rann- sóknir og læknisaðgerðir, þær sem mögulegar kynnu að reyn ast, hjá mjög þekktum sér- fræðingi í flotasjúkrahúsinu í Bethesda í Maryland. Brandur Jónsson sagði að þakka bæri aðmírálshjónun- um, svo og þeim, sem lagt hefðu fé af mörkum og loks Perkinsskólanum fyrir vel- vild þeirra, því án aðstoðar hefði ekkert verið hægt að gera. „Með því, sem hinir banda- risku aðilar hafa gert í þessu máli, hefur hið bezta, sem heimurinn á völ á, verið gert fyrir þetta barn. Fái slík börn ekki viðeigandi kennslu, verða þau að engu í þeirri þögn og þvi myrkri, sem þau eru fædd í, og ná engum and- legum þroska“, sagði Brand- ur Jónsson, skólastjóri að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.