Morgunblaðið - 08.09.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.09.1961, Blaðsíða 15
 Fðstudagur 8. sept. 1961 MORGVNBLAÐIÐ 15 Guðmundur varð nr 10 í 9. umferð tefldi ég með svörtu gegn Parma. Fékk ég snemma slæmt tafl og tapaði í 24 leikjum. Önnur úrslit í A-flokki: Gheorghiu vann Nagy. Kuindzhi Westerinen, Zuidema Kinnmark, Calvo Thomson og Pfleger Gul- brandsen. í 10. umferð áttust við þeir Parma og Gheorghiu. Var skákin lengst af mjög tvísýn, en svo fór að lokum, að Parma tókst að ná vinnandi sókn með vel reiknaðri manns fórn, Eg hafði hvítt gegn Pfleger og tapaði. H-afði ég þar með tapað öllum skákum mínum með hvítu í úrslitun- um. Úrslit urðu annars þau í A-flokki, að Kuindzhi og Zuidema gerðu jafntefli, en Gulbrandsen vann Thomson, Calvo Kinnmark og Wester- inen Nagy, sem nú hlaut sitt 6. tap í röð, eftir að hafa hlot- ið 3 v. í 4 fyrstu umferðun- um. Nagy er ágætur skák- maður, en segist vera þreytt- ur. í 11. umferð tapaði ég fyr. ir Gheorghi-u í stuttri, en skemmtilegri skák. Parma tefldi gegn Westerinen, og var honum nóg að gera jafntefli til að tryggja sér 1. sætið. Hins vegar virtist Júgóslavinn tefla til vinnings. Hefði hann getað sparað sér bæði tíma og áhyggjur með því að semja auðfengið jafntefli eftir fáa leiki, því að hann lenti í tap- hættu, en tókst þó að halda jafntefli með nákvæmri tafl- mennsku. Önur úrslit í A- flokki urðu þau, Kuindzhi vann Calvo, Nagy Zuidema, Pfleger Thomson, en Kinn- mark og Gulbrandsen gerðu jafntefli. Lokastaðan er því þessi: 1. Parma (Júg.) 9 v. 2. Gheorg- hiu (Rúm.) 8Vz v. 3. Kuind- zhi (Sovétr.) 8 v. 4.—5. Pfleger (V-Þýzkal.) og Zui- dema (Holl.) 7 v. 6. Wester- inen (Finnl.) 5Vz v. 7. Calvo (Spáni) 5 v. 8. Gulbrandsen (Noregi) 4Vz v. 9. Nagy (Ungverjal.) 4 v. 10. Guðm. Lár. 3 v. 11. Kinnmark (Svíþ.) 2% v. 12. Thomson (Skotl.) 2 vinningar. Gheorghiu varð annar Sigurvegari í B-flokki varð Phillips frá Nýja-Sjálandi, en í C-flokki Pólverjinn Schmidt. Þó að ég sé ekki fyllilega ánægður með taflmennsku mína í úrslitunum, þá tel ég, að ég geti unað vel við það, að verða 10. af 29 keppendum á þessu móti. af 29 kepp- endum Eg læt svo eina skák frá mótinu fylgja hér að lokum. Skýringar eru eftir Argen- tínska stórmeistarann Gui- mard, sem var landa sínum Rubinetti til aðstoðar á mót- inu. Hvítt: Gheorghiu. Svart: Kinnmark. 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 Bb4+ 4. Rbd2 d5 5. e3 0—0 6. Dc2 c6 (Betra var 6.—b6.) 7. Bd3 Rbd7 8. 0—0 Bd6 (Jafnvel þó hvíta drottning- in væri á dl, stæði hvítur mun betur. Líklega var 8. —He8 bezt. Síðar mætti e. t. v. leika Bf8) 9. e4 dxe4 (Eða 9. —e5 10. exd5 cd5 11. cxd5 exd4 með yfirburðastöðu.) 10. Rxe4 Rxe4 11. Bxe4 h6 12. b3 (Rétt hugsað.) 12. —e5 (Betra var 12. —Rf6. Svart- ur hefur ekki efni á því að opna taflið, því að menn hvíts standa mun betur.) 13. Bb2 exd4 14. Bxd4 Rc5 15. Bh7 + Kh8 16. Hadl Dc7 17. h3! (Sviptir byskupinn á c8 sín- um eina góða reit.) 17. —a5 (Betra var líklega að leika Re6 og síðan Bd7 og Hd8.) 18. Bb2 Re6 19. Bf5 b5 (Eftir þennan leik er svartur glatað- ur. Hann hyggst nú leika b4 og svipta hvítu drottningunni reitnum c3. En þetta tekur of langan tíma.) 20. Hel b4 21. Re5 Rc5 22. Hxd6! (Bæði rétt hugsað og fallegt.) 22. — Dxd6 (Eða 22. — Bxf5 23. Hxh6+ o. s. frv.) 23. Rxf7 + Hxf7 24. He8+ Df8 (Eða 24. — f8 25. Dd2!, og svartur get- ur ekki varið reitina d6, f8 og h6 alla í einu.) 25. HxD+ HxH 26. Dd2! Kg8 27. Dd4 Hf7 28. Bxc8 Hxc8 29. Dxc5 n Afgreiðslustnlko óskast strax í bakarí Jóns Sveinssonar h.f* Bræðraborgarstíg; 16 Til leigu við Laugaveg á bezta stað 60 ferm. salur fyrir verzlun, iðnað, sýningar o. fl. — Einnig 1 til 3 skrifstofuherbergi. Upplýsingar í síma 13799. Hcf8 30. Bd4 og svartur gafst upp. Guðm. Lárusson. Sigurvegarinn, Parma, teflir við Guðmunð SKIMAUTGCRB RIKISINS Ms. SKJALDBREIÐ fer til Ólafsfjarðar, Grundarfjarð ar Stykkishólms, og Flateyjar 10 þ. m. Tekið á móti flutningi í dag. — Farseðlar seldir á föstu-i dag. Skipaútgerð ríkisins. Málflutningsskrifstofa JÓN N. SIGURÐSSON hæstaréttarlögmaður NOTIÐ: HARPO HÖRPU SILKI HÖRPU JAPANIAKK HÖRPU BÍLALAKK HÖRPU FESTIR Maipa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.