Morgunblaðið - 12.09.1961, Qupperneq 6
MORGUNBLAÐIÐ
ÞriðjudagUr 12. sep't. 1961
Nýja brúin yfir Mjósund.
Vígsla Miúsundsbmar
!\lerkilegur áfangi í samgongu-
málum Snæfellsness
GrundarfirSi, 11. sept.
KLUKKAN tvö sl. sunnudag fór
fram vígsla Mjósundsbrúar í Eyr
arsveit á Snæfellsnesi. Ingólfur
Jónsson, samgöngumálaráðherra,
vígði brúna að viðstöddu miklu
fjölmenni. Dumbungsveður var
fyrir vígsluháitíðina, en er hún
bófst með ræðu samgöngumála-
ráðherra, létti til og var bezta
veður meðan á athöfninni stóð.
+ Merkilegur áfangi
í vígsluræðu sinni sagði
Ingólfur Jónsson, samgöngumála
ráðherra m.a., að það væri eðli-
legt, að Snæfellingar kæmu sam-
an þennan dag til að minn-
ast merkilegs áfanga í samgöngu
málum héraðsins. Þessi brú, sem
vígð væri í dag, væri sérstök að
því leyti, að hún væri fyrsta brú
á íslandi, sem byggð væri yfir
fjörð.
Snæfellingar gætu minnzt
margra sigra á undanförnum ár-
um í samgöngumálum og hvers
konar uppbyggingu í héraði sínu,
eins og sjá mætti, þegar ferðazt
væri um héraðið.
Snæfellsnes hefði upp á mikla
fegurð að bjóða og andstæður,
annars vegar grösugar og blóm-
legar sveitir með velbyggðum
bændabýlum, hins vegar jökull,
hraun og bruni, eins og staður-
inn, sem vígsla þessarar brúar
færi fram á, .
Þá gat samgöngumálaráðherra
þess m.a., að einnig væri rétt að
minnast mikillar sam,göngubótar,
sem væri vegurinn um Búlands-
höfða, en hann stytti leiðina
milli Grafarness og Ólafsvíkur
um 90 km. Við þá vegagerð yrði
væntanlega lokið á þessu ári.
Óskaði samgöngumálaráðherra
Snæfellingum til hamingju með
brúna á Hraunsfjörð og ýmsar
fleiri framkvæmdir, sem verið
væri að vinna að. Snæfellingar
væru ánægðir yfir því, hvað á
hefði unnizt, um leið og þeir
gerðu sér ljóst, hve mikið væri
ógert í samgöngumálum og ýms-
um málum í héraðinu, eins og
yfirleitt í öllum öðrum byggðar-
lögum á landinu.
íslendingar væru ekki nema
180 þúsund manns og byggju í
stóru landi, þvi væri ekki nema
eðlilegt, að brúargerðir yfir hin
mörgu vatnsföll í landinu Og vega
gerðir tækju nokkurn tíma. —
Þessi fámenni hópur, sem byggði
þetta stóra land legði mikið af
mörkum í samgöngumálum og
annarri uppbyggingu landsins, og
þannig yrði það að vera, til þess
að þjóðin gæti lifað sjálfstæð og
hamingjusöm 1 landinu.
+ Aðrir ræðumenn
Ræðumenn á vígsluhátíðinni,
auk Ingólfs Jónssonar, sam-
göngumálaráðherra, voru Sig-
urður Ágústsson, alþingismaður,
Sigurður Jóhannsson, vegamála-
stjóri Og Halldór Jónsson, odd-
viti í Grundarfirði. Prófasturinn
í Snæfellsnesprófastdæmi, séra
Sigurður Lárusson, flutti bæn og
Lúðrasveit Stykkishólms lék
undir stjórn Víkings Jóhannsson-
ar. Vígsluathöfninni stjórnaði
Hinrik Jónsson, sýslumaður í
Stykkishólmi.
Að athöfninni lokinni fór
fjöldi manns út í Grundarfjörð
Og drakk þar kaffi í barnaskóla-
húsinu í boði sýslunefndár Snæ-
fellsness- og Hnappadalssýslu,
sem annaðist undirbúning að
vígsluhátíðinni.
♦ Brúin
Mjósundsbrú er, eins og fram
kom í tilvitnun í ræðu samgöngu
málaráðherra, fyrsta brú á ís-
landi, sem byggð er yfir fjörð.
Með til komu hennar styttist leið
in út í Grafarnes um 5 km. og
áður þurfti að sæta sjávarföllum
til að komast fyrir botn fjarðar-
ins og olli það tíðum miklum
erfiðleikum og töfum í ferðum.
Hafizt var handa um undir-
Framhald á bls. 23.
Afmœlisvísur
til skáldsins tíjálmars á Hofi
Úr hæðum kominn ofan ert,
á þig meyjar störðu.
Blessaður og sæll þú sért,
sendur vorri jörðu.
Ótal mörgum ert þú kær,
öidnu föðurlandi.
Háiin grána, himni nær
hefst þá skáldsins andi.
Björt er draumadísin þín,
duliðsmál vill tala.
Sérhvert ljóð þitt lifir, skín
í lundum himinsala.
Hátt við blámans heiði ber
hof, sem leiðir varðar.
Veizt þú, fjallið Esja er
undur vorrar jarðar.
Veitti þér ei fögnuð, frið
fagur morgunroði.
Um þig sveif þá englalið,
árdagssendiboði.
Hreif þig nóttin ljós og löng,
lygni særinn víður.
Bar þér ekki svanasöng
sumarblærinn þýður.
Ilman dylur eyrarrós
undir köldum frera.
f nöpru frosti norðurljós
Nirði vitni bera. —
Himnaríki eilíft er
ofar svölum straumi.
Á bláu fjalli birtist mér
blíður guð í draumi. —
Lofum nótt, hvern liðin dag,
þótt lífið kalt oss græti.
Þér um sælast sólarlag
Sigurhetj an mæti.
Sigfús Elíasson.
• Akvegur kringum
Snæfellsnes
Um síðustu helgi var vígð
brúin yfir Hraunfjörð á Snæ-
fellsnesi. Brúin sú styttir veru
lega leiðina út í Grundarfjörð
inn. Þetta er einn áfanginn í
að koma upp góðum vegi
kringum nesið. Einnig er að
koma í gagnið vegurinn yfir
Búlandshöfða, og þá verður
hægt að aka norðan megin á
nesinu milli Stykkishólms og
Ólafsvíkur. Einnig er fær veg-
ur meðfram allri suðurströnd
nessins og fyrir jökulinn. Ein-
asti farartálminn á hinni
skemmtilegu leið kringum
Snæfellsnes er þá Ólafsvíkur-
enni, en þar er hægt að kom-
ast á fjöru á góðum fjallabíl-
um, minni bílum er það ekki
fært.
Ég fór alla leiðina kringum
Snæfellsnes um sl. verzlunar-
mannahelgi. Við vorum á
Dodge-Weepon bíl með drifi á
öllum hjólum, svo Ólafsvíkur-
ennið var ekki farartálmi,
heldur ekki Búlandshöfðaveg-
urinn, sem ekki var búið að
bera ofan í þá og því ekki
leyfð umferð um hann.
Þetta er stórkostlega
skemmtileg leið og tilhlökk-
unarefni, þegar hún verður
fær öllum bílum. Ferðamála-
sérfræðingur einn erlendur,
sem kom hingað til að athuga
hvernig bezt yrði hagað upp-
byggingu ferðamála hér, á að
hafa sagt, að við íslendingar
ættum að snúa okkur að því
að byggja góð hótel og bæta
aðstæður til að taka á móti
ferðamönnum á þremur stöð-
um á landinu, en láta aðra
staði bíða. Þessir þrír staðir
væru Þingvellir, Mývatn og
Snæfellsnesið.
Ég hefi alltaf vitað að Þing-
vellir og Mývatnssveitin væru
svo sérstæðir staðir í veröld-
inni, að þeir gætu dregið fólk
að langar leiðir, og eftir að
hafa farið um Snæfellsnesið
er ég ekki hissa á þó hinn vani
ferðamálamaður teldi það
með.
• Jökull, hraun og
fögur fjöll
Falleg hraun teygja hvar-
vetna anga sína niður í sveit-
irnar, hár fjallgarður með
sérkennilegum formum og lit-
um er alltaf á aðra hönd og
hafið, víða með hraundröng-
um út í á hina og úti á nes-
oddanum Snæfellsjökullinn
sjálfur hvítur og tignarlegur.
í fyrrnefndri ferð ókum við
norður yfir Mýrasýsluna og
út nesið sunnanvert, að Búð-
um. Þar er skemmtileg bað-
strönd með fíngerðum sandi
og ágætis hótel. Þangað er
þægileg dagleið úr Reykjavík
fyrir þá sem vilja ferðast ró-
lega. Nokkru utar á nesinu er
komið að stapa þar er lítil
sérkennileg höfn, stór kletta-
drangur gnæfir upp á endan-
um á steynsteyptri bryggj-
unni, sem fiskibátar vagga
við. Og út með sjónum eru
☆
FERDIMAIMD
☆
c c
c «
c i X
1 +
'—di c < | -
< c —
39
y % -
c <
c c
£ < -
kynlegustu katlar niður í berg
ið, sem sjórinn gengur upp í
að neðan verðu frá og utan í
klettaveggjunum í þessum göt
um situr fuglinn á hverri sillu.
Þegar við komum þarna
snemma í ágúst, sátu misstór-
ir rituungar þar í hverju skoti.
Og loks kemur sérkennilegi
drangurinn stóri með gatinu í
gegnum, sem prýðir almanak
Eimskipafélagsins í ár á mynd
Magnúsar Jóhannssonar.
Á Helln-um er þetta fallega
holuberg þéttsetið fugli, og
nokkru utar er gengið af veg-
inum niður að Lóndröngum,
yfir úfið, en mosagróið hraun
niður að háum hraundröngun-
um úti við sjóinn. Samskonar
landslag er ekki á hverju strái
í veröldinni og ef það væri
þekkt mundu férðamenn áreið
anlega leggja á sig langa ferð
til að kynnast því, svo ekki
sé talað um náttúrufræðinga,
sem þarna finna hreinasta
Gósenland.
♦ Annar „hringur“
Ég ætla ekki að rekja þetta
ferðalag okkar lengur. Við
ókum sem leið liggur fyrir
jökulinn að Sandi. og vorum
svo heppin að koma þar um
fjöru, svo við gátum haldið
áfram til Ólafsvíkur eft-
ir fjörunni neðan við hátt
bergið á Ólafsvíkurenni.
Þetta er ekki langur
spotti, en mér er sagt að
hann sé erfiður til vegagerð-
ar, þar eð fara verður með
veginn upp í múlann. Frá
Ólafsvík liggur Búlondshöfða-
vegurinn, sem nú er að verða
til, og þá verður ekki lengur
nauðsynlegt að fara suður um
Fróðárheiði og sömu leið eftir
nesinu sunnanverðu, heldur
hægt að halda áfram alla leið
í Stykkishólm norðanmegin,
eins og við gerðum, og siðan
út Skógaströndina, ef vill, og
um Bröttubrekku ofan í Borg-
arfjörð. Er þá hægt að aka all
an hringinn og fara aldrei
sömu leið.
Ég er visis um að þessi leið
á eftir að verða ekki síður vin
sæl, en „hringurinn“ frægi,
um Þingvelli, Hveragerði og
Hellisheiði, sem sjálfsagt þyk-
ir nú að allir ferðamenn, inn-
lendir og erlendir fari.