Morgunblaðið - 14.09.1961, Qupperneq 3
Fimmtudagur 14. sept'. 1961
MORGUNBLAÐ1Ð
3
Hrafl
af
berjum
ÍÞAÐ er orðin föst venja
að spyrja Þórð Þprsteins-
son á Sæbóli, hvernig
berjaspretta er á haustin.
Eins og kunnugt er tínir
I Þóröur mikið magn af
berjum á hverju hausti og
selur ennþá meira í búð-
Sum sínum á Laugavegin-
um og í Fossvogi. — Má
hann því teljast hinn ó-
krýndi berjakóngur
Reykjavíkur og næsta ná-
grennis.
Þórður var að leggja upp
í berjaferð fyrir helgina, þeg-
ar við náðum símasambandi
við hann. Lofaði hann að
Þórður á Sæbóli vigtar ber.
hér og Þar
láta okkur vita eftir helgina — Þetta er karlinn hann
hvernig ferðin hefði gengið. Þórður, var sagt í símanum,
í gærmorgun hringdi svo ég kom seint í gærkvöldi
siminn: með 830 kíló af berjum.
— Og hvar náðirðu í þessi
ber?
— Vestur í Dölum og á
Vestfjörðum. Við fórum karl
og kerling í fólksvagninum
og komumst vestur í Djúp.
Við tíndum mest uppi í ó-
byggðunum.
— Og hvernig er nú berja-
sprettan?
— Það eru léleg ber, hrafl
svona hingað og þangað,
ekkert sem maður getur
kallað ber.
— En eru ekki 830 kg. af
berjum dágóður afrakstur
eftir helgarferð?
— O, ég tíndi þau nú ekki
öll sjálfur, kepti ber á bæj-
unum þar sem ég kom. Það
eru gömul hjón í Dölunum
sem eru mjög drjúgar berja-
manneskjur og fékk ég væn-
an hlut hjá þeim. Annars er
búið að tína allt þar vestra
núna.
— Hvernig er annarsstaðar
á landinu?
— Allsstaðar sama sagan-
þar sem ég hef komið. Ég
fór austur um, allt norður í
Steingrímsfjörð og fann lítið,
bara hrafl. Um Norðurlandið
get ég ekkert sagt, því þang-
að hef ég ekki farið.
— Hvað selurðu berin dýrt,
Þórður?
Svona frá 20 og upp í 50
krónur, eftir því hvaða teg-
und er um að ræða og hvort
þau eru hreinsuð eða ó-
hreinsuð. Ég kom með 300
kiló af aðalbláberjum núna
og þau eru dýrust.
Ég bið svo að heilsa öllum
þeim kunningjum á Vest-
fjörðum, sem ég hafði ekki
tíma til að hitta, sagði Þórð-
ur að lokum. Segðu það. Við
hjónin lékum okkur allan
sunnudaginn og heimsóttum
kunningjana en dugði ekki
til. Segðu að ég hafi sam-
band við þá næst.
Hg.
Stytta Ingólfs afhent Norö-
mönnum á sunnudaginn
islendiiigar fara með tfeklu í dag
í DAG kl. 17.30 fer ms Hekla
áleiðis til Noregs með þá íslend-
inga, sem verða viðstaddir af-
hjúpun Ingólfsstyttunnar í ætt-
byggð Ingólfs Arnarsonar hinn
17. þ. m. Styttan er afsteypa
af Ingólfsstyttu Einars Jóns-
sonar, sem stendur á Arnarhóli,
og er gjöf íslendinga til Norð-
manna.
Forsaga þessa máls er sú, að
sumarið 1957 bauð norska ríkis-
stjórnin rúml. 30 íslendingum til
Noregs, og ferðuðust þeir um
helztu ættarbyggðir landnáms-
manna fyrir austan haf. M. a.
var komið til Hrífudals (Rive-
I dal) í Dalsfirði á Fjölum í Firða
fylki, en þar var Ingólfur
j Arnarson borinn og barnfæddur. ■
Þar fæddist sú hugmynd meðal!
fslendinganna, að ánægjulegt
væri, að stytta Ingólfs stæði á
j þessum stað. Það var svo 30. maí
, 1958, að fimm þingmenn, sem ver
| ið höfðu í förinni, fluttu þings-
ályktunartillögu um að fela ríkis
stjórninni að hrinda þessu máli
um styttuna. Þessir fluttu tillög-,
una, sem var samþykkt: Bjarni1
Benediktsson, Pétur Ottesen,
Gylfi Þ. Gíslason, Halldór E.
Heyfengur
í meðallagi
VALDASTÖÐUM, 8. sept. _
Undanfarna daga hefur verið
ágætis veður og suma dagana
góður þurrkur. Bændur hafa
því náð inn töluverðu af þurru
heyi, sem bæði var flatt og upp-
sætt. Annars eru flestir að slá
túnin aftur, og er það hirt jafn-
óðum. En háarspretta er ekki
góð. Vera má að heyfengur
verði í meðallagi. Útengi var
heldur illa sprottið. Hey munu
ekki mikið hrakin þó að vot-
viðrasamt hafi verið.
Laxveiðin mun hafa verið
með betra móti í sumar, en
ekki hefur mér tekizt að fá
heildartölu yfir veiðina.
Fáir eru ennþá byrjaðir að
taka upp kartöflur nema í mat-
inn. Þó veit ég um einn. Eirík-
ur nágranni minn í Sogni er
búinn að taka upp hjá sér og
segir hann sprettu ágæta. Ann-
ars er það nokkuð misjafnt frá
einum bæ til annars, eins og
alltaf vill verða. — St. G.
Sigurðsson og Hannibal Valdi-
marsson. Nefnd var skipuð til að
sjá um framkvæmdina, og eiga
í henni sæti fjórir flutnings-
manna auk ráðuneytisstjóra ut-
anrí’kisráðuneytisins.
Um miðjan júní í ár var svo
endanlega gengið frá því, hvern-
ig afhending styttunnar færi
íram. Var þá afráðið að afhenda
styttuna með viðhöfn 17. seþt-
ember nú í haust, og Bjarni
Benediktsson afhenti hana fyrir
hönd islenzku þjóðarinnar. Jafn-
framt var ákveðið að efna til
hópfarar fslendinga til Noregs í
sambandi við afhendinguna.
Ferðaskrifstofa ríkisins og Skipa
útgerð ríkisins sjá í sameiningu
um ferðina.
Um 150—160 íslendingar eru
skráðir til þátttöku, eða eins
margir farþegar og skipið rúm-
ar. Ýmsir þingmenn fara í ferð-
ina. Auk Bjarna Benediktssonar,
má nefna frú Auði Auðuns,
Halldór E. Sigurðsson, Hannibal
Valdimarsson og Guðlaug Gísla-
son. Nokkrir fyrrverandi þing-
menn taka þátt í förinni, svo
sem Bjarni Snæbjörnsson, Hann-
es Jónsson og Sigurður Þórðar-
son. Auk þess má nefna ráðu-
neytisstjóra utanríkisráðuneytis-
ins, Agnar Kl. Jónsson, og Othar
Ellingsen, konsúl.
Eins og áður segir. verður lagt
af stað frá Reykjavík kl. 17.30 í
í framkvæmd og gefa Norðmöm
dag. Komið verður til margr;
staða í Noregi, ferðast fram mei
ströndum og ferðir skipulagða
upp um landið. M. a. verðu
komið til Björgynjar og Stafang
urs. Frá síðarnefnda staðnun
verður farið frá Noregi fimmtu
daginn 21. þ. m. og komið ti
Þórshafnar í Færeyjum á laug
ardagsmorgun. Þar verður dval
izt í nokkra klukkutíma, og far
þegum m. a. gefinn kostur á a<
heimsækja Kirkjubæ. Til Reykj;
víkur verður komið um mið
nætti aðfaranótt mánudags.
Þess skal að lokum getið, a<
afsteypan er gerð í Kaupmanna
höfn, en norskur listamaður
Stale Kyllingstad gerir fótstall
inn. Framan á hann er letrað
,,Ingolfr Arnarson", á vinstr
hlið: ,,Ingolfr Arnarson frá Dals
firði, fyrsti landnámsmaður í
íslandi“, en á hægri hliðina
„Gjöf frá fslendingum. Vin sín
um skal maðr vin vera“.
8TAKSTEIIVAR
Einurð eða uppgjöf
í fyrradag birtust í Morgunblaft
inu og Þjóðviljanum ályktanir
tveggja æskulýðssamtaka um al-
þjóðamálefni, ályktun Sambands
þings ungra sjálfstæðismanna og
áiyktun Æskulýðsfylkingarinnar
í Reykjavík. Má segja, að eðlis-
munur þessara tvcggja samtaka
hafi sjaldan komið skýrar í ljós.
Þegar ÆFR hefur túlkað sjón-
armið Ráðstjórnarríkjanna af
mestu kostgæfni er niðurstaða
félagsins þessi:
„Fundurinn álitur, að síðustu
atburðir í alþjóðamálum sýni
okkur íslendingum glöggt, hvílík
Hvernig á að
svara þessu?
hætta okkur er
búin af erlend-
um herstöðvum
og hernaðar-
bandalagi, sem
hefur að aðal-
vopni viðbjóðs-
legustu múg-
morðstæki sög-
unnar. Hlutlaust
og friðlýst fs-
land er því krafa fundarins."
Þannig vilja ungkommúnistar
bregðast við þeim skefjalausu
ógnunum, sem yfirboðarar þeirra
austur í Kreml hafa sýnt heims-
friðnum að undanförnu, nákvæm
lega, eins og til er ætlazt þar
eystra.
„Hlutlaust ísland“ er sameigin-
leg „krafa fundarins“ og Krúsj-
effs.öllum er nú ljóst, hver til-
gangur Kremlverja er með ógn-
unum þeirra. Hann er sá að
skelfa lýðræðisþjóðirnar til und-
anlátssemi og „hlutleysis“ gagn-
vart ofbeldinu, og ungkommún-
istar uppi á íslandi eru ekki sein-
ir á sér að bergmála þessa kröfu.
Eflum NATO
Ungir SjálfstæÖismenn gera séí
ekki síður ljóst eðli ógnananna.
En viðbrögð þeirra eru á annan
veg:
ir „Þar eð Norður-Atlants-
hafsbandalagið hefur megnað að
forða hinum vestræna heimi frá
kommúnískri yfirdrottun, álítur
þingið, að íslendingum beri að
auka stuðning sinn við bandalag-
ið með öllum þeim hætti, er
verða má.
ií Þingið tekur fram, að ekki
komi til mála, að varnarliðið
hverfi úr landi meðan ástand er
jafn ótryggt í heimsmálum og
nú er, og einræðisöfl ógna friði
og frelsi svo geigvænlega.
★ Þingið leggur áherzlu á, að
varnir íslands séu sem traustast-
ar“.
Leggjum fram okkar skerf
Nokkru síðar í ályktun sinni
svara ungir Sjálfstæðismenn svo
síðustu hótunum Ráðstjórnar-
ríkjanna:
★ „Þingið fordæmir harðlega
nýhafnar kjarnorkusprengingar
Sovétríkjanna og telur, að þess-
um ógnunum verði að mæta af
fullri einurð og hvergi hopað á
hæl.
★ Lýðræðisþjóðirnar mega ekki
hvika á verðinum um frelsi sitt,
og íslendingum ber skylda til að
leggja fram sinn skerf til varnar
frelsi og lýðræði.“
Þessi tvenns konar viðbrögð
eru lærdómsrík. Ungkommúnist-
ar krefjast uppgjafar og „hlutleys
is“ gagnvart hinum austrænu
ógnunum.
Ungir Sjálfstæðismenn gera sér
hins vegar ljósa hættuna.
Þeir leggja áherzlu á, „að varn-
ir íslands séu sem traustastar.“
Ungir Sjálfstæðismenn svara
ógnununum af einurð: „ÍSLEND-
INGUM BER SKYLDA TIL
ÞESS AÐ LEGGJA FRAM SINN
SKERF TIL VARNAR FRELSI
OG LÝÐRÆÐI.“
Hér er komið að kjarna máls-
ins, og væntanlega gefst tæki-
færi til þess að ræða þetta síðar.