Morgunblaðið - 14.09.1961, Síða 8

Morgunblaðið - 14.09.1961, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 14. sept. 1961 ■mk jy || II !■ ^ F I H^HHHHSEgr ^ "—mmr’ “" >*' -yr^ Dr. Sigurour Nordal 7 5 ara i dag ■ —- DR. SIGURÐUR Nordal er 75 ára í dag. Hann er fæddur 14. sept- ember 1886 á Eyjólfsstöðum í Vatnsdal. Foreldrar hans voru Jóhannes Nordal, síðar íshússtjóri í Reykjavík, og Björg J. Sigurð- ardóttir. Sigurður varð stúdent úr Latínuskóla 1906, las íslenzk fræði við Háskólann í Kaup- mannahöfn, varð mag. art. 1912, og varði þar doktorsritgerð um „Ólafs sögu helga“ 1914. Eftir stutta dvöl í Þýzkalandi og Ox- ford, þar sem hann las sálarfræði og heimspeki, fór hann heim til íslands og tók við prófessorsem- bætti í íslenzkum bókmenntum við Háskóla íslands 1918. Hefur hann gegnt því starfi síðan, þegar frá eru talin árin 1951—1956, en þá var hann sendiherra íslands í Kaupmannahöfn. Dr. Sigurður Nordal hefur lát- ið mjög að sér kveða í íslenzkum menningarmálum frá því hann kom heirn frá námi fyrr meira en 40 árum. Má segja að enginn íslendingur hafi sett jafnsterkan svip á menningu þessa skeiðs í heild, enda hefur dr. Sigurður ekki aðeins verið afburðafræði- maður, sem getið hefur sér frægð arorð víða um heim, heldur hef- ur hann líka þjónað skáldagyðj- unni og skilað henni nokkrum verkum, sem reynast munu líf- vænleg í bókmenntunum. Merk- ast þeirra og sérkennilegast er sennilega smásagnasafnið „Forn- ar ástir“ (1919), en leikritið „Upp stigning“ (1946) og leikþátturinn „Á Alþingi 984“, sem sýndur var í Þjóðleikhúsinu við komu 'Ólafs konungs Hákonarsonar á liðnu vori, munu einnig þykja merki- leg framlög til íslenzkrar leik- menntar. bækur hans og kenningar vakið athygli fræðimanna víða um heim, en einnig valdið deilum eins og títt er um fruimlegar skoðanir. Bækur hans á ungum aldri um „Snorra Sturluson“ (1920) og„Völuspá“ (1923) sýndu hvað í manninum bjó og greinar hans þóttu svo snjallar, að brezki bókmenntafræðingurinn W. P. Ker bar þær saman við greinar franska snillingsins Sainte-Beuve. Varð Sigurður og brátt eftirsóttur fyrirlesari á Norðurlöndum, í Ameríku og Bretlandi. T.d. kenndi hann um eins árs skeið (1931—32) við hinn kunna Har- vard-háskóla í Bandaríkjunum. Hér heima varð hann líka kunn- ur meðal alþjóðar fyrir andríka fyrirlestra, einkurn eftir að hann flutti Hannesar Árnasonar fyrir- lestrana um „Einlyndi og marg- lyndi“ 1918. Auk þeirra rita, sem nefnd hafa verið hér að framan, liggja eftir dr. Sigurð Nordal fjölmörg rit önnur um íslenzkar bókmennt ir og meriningu. Meðal þeirra ber fyrsta bindið af „íslenzkri menn ingu“ (1942) hæst, en framhald þess er ókomið. Sama ár gaf hann líka út „íslenzka lestrarbók 1750 —1930“, sem þótti kjörgripur. — Löngu áður hafði hann gefið út „íslenzka lestrarbók 1400—1900“ (1924) og skrifað í hana inngang um „Samhengið í íslenzkum bók- menntum“, sem seint mun fyrn- ast. Þá hefur dr. Sigurður skrif- að marga ýtarlega formála í út- gáfubækur „fslenzkra fornrita“, en það mikla og gagnmerka fyr- irtæki hvíldi lengi framan af einkum á hans herðum. Eru þeg- ar komin út 15 stór bindi í þessu vandaða safni. taka og lenti þá stundum við hörðum deilum. Kunnust þeirra var deilan við Einar H. Kvaran, sem gefin var út 1959 undir nafn- inu „Skiptar skoðanir". Þá skrif- aði hann og stórmerkar greinar um Egil Skallagrímsson, Grím Thomsen, Þorstein Erlingsson, Stephan G. Stephansson og aðra. Ritgerðin um Stephan G. kom út hjá Helgafelli í bókarformi árið 1959. Öðrum greinum hans var safnað í ritið „Áfangar“ I-II (1943 —44), en „Líf og dauði“ var safn útvarpserinda um heim- speki og trúmál. Lífsstarf dr. Sigurðar Nordals er orðið mikið að vöxtum og verð ur ekki réttilega metið af öðrum en fræðimönnum í þeim greinum, sem hann hefur einkum fjallað um. Hann hefur átt sér öfundar- menn og andstæðinga, eins og títt er um mikilhæfa menn, en hann hefur borið gæfu til að móta og örva fjöldann allan af þeim mönnum, sem tekið hafa við starf inu þegar hann var kallaður til annarra verkefna. Munu þeir flestir samdóma um að betri og uppbyggilegri kennara hafi þeir ekki átt völ á. Morgunblaðið ósk- ar dr- Sigurði Nordal hjartanlega til hamingju með afmælið og væntir þess, að ísland og íslend- ingar megi enn um langt skeið njóta krafta hans og leiðsagnar. DK. SIGUK.DUR NORDAL Bókmenntasaga Stefáns Einarssonar á fstenzku Mestur hefur vegur dr. Sigurð- ar hins vegar orðið á vettvangi vísinda og íslenzkra fræða. Hafa Dr. Sigurður lét einnig bók- menntir líðandi stundar eða næstu kynslóðar á undan til sín Fiskiskip óskast Vil taka á leigu fiskibát 80—150 tonn. Þarf að vera með síldarleitartæki og kraftblökk. Tilboð sendist Morgunbl. merkt: „Síldarskip — 5343“ fyrir 17. þ.m. Vöruskemma ca. 240 ferm. á góðum stað í bænum til sölu. Lyst- hafendur leggi nöfn sín á afgr. Mbl. fyrir 20. sept. merkt: „Vöruskemma — 5837“ Skrifs fofuh úsnœ ðf Til leigu um 80 ferm. húsnæði fyrir skrifstofu í Mið- bænum. Tilboð sendist afgr. blaðsins fyrir mánu- dagskvöld merkt: „Skrifstofuhúsnæði — 1572“. Atvinnurekendur Ungur vel menntaður maður með reynslu í skrifstofu störfum og bókhaldi óskar eftir starfi, nú þegar eða síðar eftir samkomulagi. Þeir atvinnurekendur, sem vildu sinna þessu leggi tilboð inn á afgreiðslu blaðs- ins, merkt: „Bókhald — 1571“. Lokað í dag vegna jarðarfarar frá kl. 1—4. Verzlunin Sóla Laugavegi 54. Stórt og vandaó rit í DAG kemur á markaðinn frá forlagi Snæbjarnar Jónssonar & Co. h.f. „íslenzk bókmenntasaga 874—1960“, eftir Stefán Einars- son prófessor við John Hopkins háskólann í Baltimore í Banda- ríkjunum. Eins Og kunnugt mun vera, samdi Stefán Einarsson ís- ienzka bókmenntasögu á ensku fyrir nokkrum árum, og kom hún út í New York árið 1957. Var sú bók tvívegis endurprentuð í Bandaríkjunum, enda fyrsta bók- in sem samin hefur verið um ís- lenzkar bókmenntir frá upphafi fram á þennan dag. Stefán Einarsson hefur nú snú- ið bókmenntasögu sinni á ís- lenzku, og jafnframt endurbætt hana og lengt, þannig að hún nær fram til ársloka 1960. Til þessa verks hefur hann hlotið sérstakan styrk frá The American Philosophical Society í Fíladelfíu. Hafa íslendingar þá loks fengið á eigin tungu einustu bókina sem til er um bókmenntir þeirra í heild sinni. Meginkaflar bókarinnar Bókin er 519 bls. í stóru broti Og sérlega vel til útgáfunnar vandað. Bókmenntasögunni er skipt í marga kafla og hverjum kafla aftur í fjölmarga smærri kafla. Gefa kaflafyrirsagnir nokkra hugmynd um efnisskipun, en þær eru þessar: Inngangur, Eddukvæði, Dróttkvæði, Helgi- kvæði, Veraldarlegur skáldskap- ur frá síðmiðöldum, Bókmenntir klerka, Fyrstu sagnaritarar, Konunga'sögur, Sögurnar, íslend- ingasögur, Sturlunga saga, Forn- aldar sögur, Riddarasögur og lygisögur, Siðaskipti, fslenzk end urreisn, Veraldlegur kveðskapur 1550—1750, Upplýsing eða ný- klassik 1750—1830, Þjóðrækni og rómantík 1830—1874, Raunsæis- stefna til ný-rómantíkur 1874— 1918, Erfðir og nýmæli milli styrjalda 1918—1940, Eftir aðra heimsstyrjöld 1940—1960, Vestur- íslenzkir höfundar. — Að lokum er geysilöng bókaskrá og mjög ýtarlegt registur, sem nær yfir a. m. k. 4000 uppsláttar-atriði. Margvísleg ritstörf Stefán Einarsson hefur á und- anförnum árum varið sumarmán- uðunum til að safna örnefnum á Austurlandi með styrk frá áður- nefndum félagsskap, Og er hann staddur á Austfjörðum um þess- ar mundir. Stefán er fæddur 9. Stefán Einarsson júní 1897 að Höskuldsstöðum í Breiðdal. Hann lauk gagnfræða- prófi á Akureyfí 1914 og stú- dentspróf i í Reykjavík 1917. Meistaraprófi í norrænum fræð- um við Háskóla íslands lauk hann árið 1923, stundaði nám við háskólann í Helsingfors 1924—’25 Og varð doktor við Oslóar-há- skóla 1927. Sama ár fluttist hann vestur um haf og varð kennari við John Hopkins háskólann í Baltimore. Síðan 1945 hefur Stefán verið prófessor í Norður- landabókmenntum við þann há- skóla. Hann hefur verið ræðis- maður íslands í Baltimore síðan 1942. Ritstörf Stefáns Einarssonar eru mikil að vöxtum og marg- vísleg. Árið 1927 gaf hann út í Osló „Beitráge zur Phonetik der islándischen Sprache“ (doktors- rit. önnur helztu rit Stefáns eru: „Saga Eiríks Magnússonar“ (1933), „Icelandic Grammar, Texts, Glössary“ (1945), „History of Icelandic Prose Writing“ (’48), „Breiðdæla“ (1948), „Skálda- þing“ (1948), „Linguaphone Ice- landic Courses“ (3 bindi, 1955) og svo bókmenntasaga á ensku 1957. Þá hefur hann gefið út margar smærri bækur, m. a. tvær Ár- bækur fyrir Ferðafélag íslands. Hann hefur ennfremur séð um útgáfu margra rita Og skrifað for- mála fyrir þeim. Aragrúi greina eftir Stefán hefur birzt í blöðum Og tímaritum á Norðurlöndum, í Bandaríkjunum og hér á landi. Stefán Einarsson var sæmdur riddarakrossi Fálkaorðunnar 1939. Tileinkuð Sigurði Nordal fslenzka útgáfan á Bókmennta sögu Stefáns er tileinkuð Sigurði Nordal, sem á 75 ára afmæli í dag. í formála segir höfundur- inn m. a.: „Nú stendur svo á að minn fyrsti ög bezti kennari í norrænum fræðum, Sigurður Nordal, verður hálfáttræður í haust. Hefur mig Oft angrað það, að ég skuli aldrei hafa staðið fyrir afmælisriti honum til handa, og með þeim mun glaðara geði helga ég honum þessa bók. En hvað þessi bók skuldar honum, mun auðsætt hverjum er les frá Agli og Snorra til Einars Bene- diktssonar og Stephans G. Stephanssonar. Hitt geta menn líka þakkað eða kennt Sigurði, að hann gerði úr mér bókmennta- sögumann í stað málfræðings, þótt aldrei gæti ég vænzt þess að kómast þar með tærnar, sem meistarinn hafði hælana, þar sem ég hef verið óvanur því að sjá heilagan anda ög oft ekki séð skóginn fyrir trjám.“ I.O.G.T. Stúkan Frón nr. 227. Fundur í kvöld kl. 20.30. Rætt um vetrarstarfið. Fréttir úr sum arfríinu o.fl. Kaffi eftir fund. — Mætið vel á fyrsta fundinum. Æ. t.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.