Morgunblaðið - 14.09.1961, Side 16

Morgunblaðið - 14.09.1961, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 14. sept. 1961 dauðhræddar við mig. Þegar ég bað aðra þeirra að útvega mér ibjórflösku, greip hún andann á lofti og sagði mér að það væri andstætt reglunum. Fari það kol að, ég hafði pakka með mér til þess að ég yrði ekki veik. Það var líka á móti reglugerðinni. Hinsyegar vildi engin eiga á hættu að ég yrði fárveik í lest- inni. Loks lét önnur þeirra und- an og fór og sótti fyrir mig bjór flösku. En ég var ekki laus’ við Phila- delphiu. Þeir fóru að fara með mig aftur og aftur þangað frá Alderson til að spyrja mig í þaula. Það fannst mér bölvað. 'Þeir komu svo oft með mig þang að, að stelpurnar í fangelsinu fóru að halda að ég værj spæj-1 ari. Það er ekki til verri staður en fangelsið í Philadelphia, þar sem ég var geymd á meðan. Það var verra en á Velferðareyju, saggasamt, og rotturnar voru eins stórar og ohihuahua-hundur inn minn. Þarna voru konur með berkla og þaðan af verri sjúk- dóma, sem voru að afplána lífs- tíðarfangelsi fyrir morð og ann- 'að þvíumlíkt, og með þeim varð ég að borða og sofa. Þegar þeir voru ekki að reyna að komast að hvað ég vissi, 'komu lögreglumennirnir því svo fyrir, að ég kom þangað á föstu- dagskvöldi og var látin hírast í þessari holu til mánudags, áður en ég var yfirheyrð. Þið skuluð ekki reyna að segja mér frá heilaíþvotti, ég þekki hann. Og til að kóróna allt saman, var ég látin bera vitni, þegar Jimmy Asundio kom fyrir rétt, og aftur seinna, þegar röðin var komin að Joe Guy. Báðir notfærðu þeir sér öll sín réttindi, höfðu góða 'lögfræðinga, og báðir sluppu þeir. Dómurinn yfir Jimmy var endurskoðaður af æðri dómstóli, vegna þess, að sambandslögreglu mennirnir höfðu komið inn í her bergi hans, án heimildar. Kvið- dómur úrskurðaði Joe Guy sak- lausan á nokkrum mínútum. Þá vantaði allar sannanir, dómar- inn sagði þeim það, og kviðdóm urinn samþykkti. Mér fannst ég eins og hver ann ar kjáni meðan á þessu stóð. Eit urlyfjaneytendur eru sjúkir menn En þarna höfum við stjórn ina, eltandi sjúklinga eins og þeir væru glæpamenn. Hún bannar læknunum að hjálpa þeim og dregur þá fyrir rétt, af því þeir hafa ekki borgað skattana og sendir þá síðan í fangelsi. Hugsið ykkur, ef stjórnarvöld in hundeltu sjúklinga með syk- ursýki, legðu skatt á insulin og rækju það þannig inn á svarta markaðinn, bönnuðu læknunum að lækna þá, tækju þá síðan fasta, ákærðu þá fyrir að borga ekki skatt og sendu þá síðan í fangelsi. Ef við gerðum það, myndu allir sjá, að við værum hringlandi vitlaus. Samt gerum við hérumbil það sama hvern dag vikunnar við eiturlyfjasjúkl inga. Fangelsin eru full og vand inn eykst með hverjum deginum. 18 Alein Hefði ég vitað, hvers konar „lækningu“ ég átti að fá í Alder- son, hefði ég tekizt hana ein á hendur — lokað mig bara inni í herbergi og fleygt lyklinum. Það var ekki um neina lækn- ingu að ræða. Skammturinn er ekki minnkaður "við mann smám samap. Þeir henda manni bara inn á spítalrnn, taka hann af manni og horfa svo á allar kval- irnar. Fyrstu næturnar vildi ég helzt deyja. Ég hélt ég mundi springa. En eftir nokkurn tíma er þetta yfirstaðið, rétt eins og allt ann- a‘ö, en það er eins og að hafa komizt til vítis. Ég hefði gaman af að heyra um þann, sem hefði kom_zt með eitthvað inn í sambandsfangelsi. Eftir að þeir eru búnir að leita í manni og á, gegnumlýsa magann hvað þá heldur annað, er engin felustaður eftir. Fyrstu dagana er það eins og að vera kominn í herinn. Fang- inn er einangraður og rannsak- aður frá hvirfli til ilja. Það eru blóðprufur, skinnprufur, sjónpruf ur, mergprufur, gáfnapróf og vinnuhæfnispróf. Svona líða 25 dagar og þá fer hann að skoða sig um. Þetta var uppi í sveit, sex hús með 50 eða 60 stelpum í hverju. En það er sama sagan þarna og annars staðar, þrjú hús undir hvítar, þrjú undir litaðar. Þetta gildir þó aðeins um máltíðir og á nóttunni. í vinnunni þræla aft ur á móti hvítar og svartar hlið við hlið. Og þegar marsérað er til og frá vinnu, ganga svartar og hvítar hver í sinni röð. í kirkj- unni gengdi sama máli. Hvítar stelpur báðust fyrir í kórnum, svartar á krókbekk. Eins var það við kvikmyndasýninvarnar. Þrátt fyrir þetta var ekki svo óendanlega miklu betra en Vel- ferðareyja. Þeim hæfustu var slæmt að vera" þarna. Það var kennd spænska, útskurðúr, mats eld, leirkerasmíði og fleira þess háttar. Séníin geta komizt í allt að sex kennslustundir á viku, ef þær eru ekki lurkum lámdar eft ir vinnu. Þegar á leið, bjó ég til heilmikið af skartgripum og leir kerjum og tók það með mér, þeg ar ég fór. Þegar ég kom úr sóttkvínni, fór ég að vinna við búskapinn, tína tómata og annað grænmeti. Ég hafði séð orma og skorkvik- indi áður, en ekki haft neitt sam an við þau að sælda og ég var enn hrædd við þessi kvikindi. En þeir hafa sennilega álitið, að ég hefði gott af að vinna úti eftir að mér uatnaði. Dag nokkurn valt ég um koll með sólsting, eft ir að hafa unnið úti í hitanum. Þá var ég send í sjúkrahúsið og rannsökuð aftur. Loks sagði lækn irinn þeim, að ég væri borgar- 'búi og ætti að fá að vinna eitt- hvað inni. En ekkert skeði, og enginn hættir að vinna þarna nema hann sé veikur og geti sannað, að ’hann sé það. Margar stúlknanna, einkum þær sem voru búnar að vera lengi, voru elskendur og þótti gott að fá útivinnuna, svo að þær gætu verið saman meðan þær ynnu. Að vísu voru þær und ir ströngu eftirliti, en þær gátu skipzt á bréfum og tryggðarpönt um. Eina tækifærið sem þær höfðu til að vera samvistum, var þegar komið var af bíó. Það var eina tækifærið, sem stelþurnar voru ekki látnar marséra í tvö- faldri röð. Þetta var venjulega á kvöldin og þá fengu svartar og hvítar að talast við. Þetta var eina tækifærið, sem elskendur höfðu til að haldast í hendur og þess háttar. Eftir allar þessar gáfnaprufur og hæfnispróf fékk ég annað starf, í svínastíunum. Þar var ég herbergisþerna fyrir hjörð af skít ugum, rýtandi svínum. Ég'hafði aldreí séð svín áður á ævinni, og ég hlýt að hafa haft gáfur til að gera eitthvað sem flóknara var. Kannski þeir hafi bara verið að leggja sig í líma við að taka ekki á mér með silkihönzkum af því ég væri fræg. Hver einasta matarögn, sem notuð var þarna yfir árið, var heimatilbúin, nema kalkúnarnir og eitthvað smávegis fleira, sem við fengum á Marteinsmessu og jólunum. Dag nokkurn var ég orðin svo leið á að hlusta á svínin rýta, að ég skreið upp á þakið á svína- stíunni og steinsofnaði. Ég gæti hafa sofið þar allan daginn, en allt í einu heyrði ég hljóð í sír- enum. Við það vaknaði ég og gekk aftur heim. Þegar ég kom þangað, var ég þrifin og spurð, hvar ég hefði verið. Þá var farið að leita að mér um allt. Tvær stelpur höfðu sloppið í vikunni á undan. „Hvar haldið þið að ég hafi eiginlega verið?“ sagði ég. „Stein sofandi uppi á þakinu, og nú ætla ég inn í herbergið mitt.“ „Það verður nú lítið af því,“ var sagt við mig. „Þér verður refsað.“ Það reyndist rétt. Ég var ein- angruð og fékk engar sígarettur. Þetta var eins og dýflissan á Vel ferðareyju, bara skárra. Ég fékk að vísu þrjár niáltíðir á dag, en eigi að síður var ég lokuð inni al ein, og það get ég ekki þolað. Fangelsislæknirinn vissi þetta og náði mér út eftir fjóra daga. 'Hann vissi, að ég var haldin inni lokunarhræðslu og minnti þá á að ég væri úr borg. „Það hlýtur að vera eitthvað til handa þess ari stúlku að gera,“ sagði hann við þá. Eftir að hinir miklu menn í fangelsisrstjórninni voru búnir að halda fund til að finna, hvaða verk væri hæfilegt fyrir borgar- búa eins og mig, fékk" ég hlut- verk öskubusku í húsi nr. 6. Ég vann í eldhúsinu við ýmiss konar snúninga. Ég átti að vaska upp, þvo glugga, sækja kol (það er ekkert gas þarna í sveitinni, ekkert nema heljarstór kola-vél) og búa í ofnana á kvöldin með pappír og annarri uppkveikju. Um það leyti sem ég var búin að störfum mínum á kvöldin, var frístundin búin og kominn hátta timi. Svo varð ég að vera komin á fætur klukkan 5 á morgnana, opna borðsalinn, leggja á borð, sjóða hafragraut, hella mjólk í glösin, telja brauðsneiðarnar, fara inn með vatn og laga kaffi. Og þó að þeir ræktuðu allan mat inn sjálfir á ökrunum, fór; þeir með hann eins og beinharða pen- inga. Meira að segja hver gulrót var talin. Okkur var afhent ná- kvæmlega nóg í einn skammi ' 'handa hverri stúlku í húsinu, hvorki meira né minna. Ef íbúa- talan breyttist einhvern daginn, •breyttist matarskammturinn um leið. Ef eitthvað mistókst, svo að maturinn varð of mikill eða of lítill, kostaði það sígarettu- 'skammtinn í einn dag, eðt allt að því viku eftir því hversu alvar- 'legt afbrotið var. Ég lenti alltaf í vandræðum út af kaffinu. Það varð alltaf of gott hjá mér og birgðirnar voru of snemma búnar. Ég stal líka mat fyrir stelpurn! ar, en það komst aldrei upp. Það var einkum fyrir þær, sem voru nývandar af eiturlyfjum. Þegar verið er að venja eiturlyfjaneyt anda af, verður maginn í honumi botnlaus. eftir að hann losnar við uppköstin. Það var erfitt að vera ösku- 'buska, einkum að bera upp 12 fötur af kolum á hverju kvöldi. En mér fannst það ekki svo slæmt, nema síðasta verk kvölds ins, en það var að læsa dyrunum. Jafnskjótt og dyrnar skullu í lás, minntist ég þess, þegar ég var 'lokuð inn á kaþólska heimilinu með líki, og þá rann mér kalt vatn milli skinns og hörunds. Mér fannst vistin ekki mjög slæm, en mér var illa við þessar læstu dyr. SHUtvarpiö Fimmtudagur 14. september 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Tóit leikar — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tón leikar. — 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. -• 12:25 Fréttir og tilk.). 12:55 ,,Á frívaktinni“, sjómannaþáttur (Kfistín Anna Þórarinsdóttir). 15:00 Miðdegisútvarp. (Fréttir. — 15:05 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og tillc — 16:05 Tónleikar. — 16:30 Veð- urfregnir). 18:30 Tónleikar: Lög úr óperum. 18:55 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir. 20:00 ,j skugga djassins'*: Musica Nova kórinn í Berlín syngur þrjú tón- verk: Hermann Handerer stj. a) ,,Agengnin“ (Der Ubergriff) eftir Otto-Erich Schilling. b) ,,Sensemayá“, söngur um slöngudráp. c) ,,Palmström“-svíta eftir Fran* Herzog. 20:30 Erindi: Fræðslumál og þjóðfélags kerfi í Englandi (Julyan Watts lektor) 21:05 Tónleikar: Hljómsveitin Phil- harmonia í Lundúnum leikur; Herbert von Karajan stjórnar. a) Ungverskur mars úr „Útskúf- un Fausts“ eftir Berlioz. b) Ungversk rapsódía nr. 2 í cis moll eftir Liszt. 21:20 Erlend rödd: Christian Zervos ræðir við Picasso (Guðmundur Steinsson rithöfundur). 21:40 Fiðlulög: Thomas Magyar leikur. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Kvöldsagan: „Smyglarinn'* eftir Arthur Omre; VIII. (Ingólfur Kristjánsson rithöfundur). 22:30 Frá Sibeliusar-vikunni í Helsinkl í júní s.l.: Píanókonsert nr. 2 í B-dúr op. 83 eftir Brahms (Claud io Arrau og sinfóníuhljómsveit finnska útvarpsins leika, Tauno Hannikainen stjórnar). 23:25 Dagskrárlok. Föstudagur 15. september. 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Tón leikar — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tón leikar. — 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. -• 12:25 Fréttir, tilk. og tónl.). 13:15 Lesin dagskrá næstu viku. 13:25 „Við vinnuna": Tónleikar. 15:00 Miðdegisútvarp. (Fréttir. — 15:05 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og tilk — 16:05 Tónleikar. — 16:30 Veð- urfregnir). 18:30 Tónleikar: Þjóðlög frá ýmsum löndum. 18:55 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir. 20:00 Tónleikar: Concertino nr. 1 í G- dúr eftir Pergolesi (I Musici leika). 20:15 Efst á baugi (Tómas Karlsson og Björgvin Guðmundsson). 20:45 Einsöngur: Jan Kiepura syngur, 21:00 Upplestur: Guðmundur Jósafats- son fer með kvæði og stökur eft ir Hjálmar Þorsteinsson á Hofi. 21:15 Píanótónleikar*: Alfred Brendel leikur fantasíur eftir Liszt yfir lög úr ýmsum óperum. 21:30 Útvarpssagan: „Gyðjan og ux- inn“ eftir Kristmann Guðmunds son; XI. (Höf. les). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Kvöldsagan: „Smyglarinn** eftir Arthur Omre; IX. (Ingólfur Kristjánsson rithöfundur). 22:30 íslenzkir dægurlagasöngvarar; —« Erlá Þorsteinsdóttir syngur. 23:00 Dagskrárlok. Datt mér ekki í hug! Þetta er skattreikningurinn okkar! L á ' s A BROKEN ARROW/.;. ' WITH LUMINOUS PAINT ON IT... ÍAl BE SO IT CAN BE FOUND IN THE - .. t DARK/ ^ BUT WHV WOULD HE USE A BIRD ARROW FOR THE LARGE ANIMALS HE'S BEEN TAKING?/ ANDV PROBABLV KNOCKED IT OUT OF THE THIEF'S HANDS BEFORE HE COULD SHOOT/ — Brotin ör! Með sjálflýsandi málningu . . . Hlýtur að vera til jþess að unnt sé að finna hana í myrkri! Andy hefur sennilega skyldi hann nota svona léttarj hefur verið að stela? slegið hana úr höndum Vjófsins örvar á þau stóru dýr, sem hann * áður en hann gat skotið! En því TRÚLOFUNAR H R 1 N G A R ULRICH FALKNER AMTMANNSSTÍG t

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.