Morgunblaðið - 04.10.1961, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 04.10.1961, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 4. okt. 1961 Dorothy Quentin: Þöqlaev . Skdldsaga Ég er ekki annað en venjulegur læknir hér. Sikpstjórinn var að segja mér, að við ættum að verða heiðraðir með heimsókn kvikmyndahóps frá Hollywood.. Rex setti upp grettubros: Þetta er lítill hópur, því að nú er mest hugsað um að spara, sagði hann glaðlega, en við erum öll hrifin af umhverfinu. Okkur finnst það eins heppilegt og það getur verið. André tók þessari kurteisi mannsins, sem var lítið yngri en hann sjálfur, vingjarnlega. Ég vona, að ^ykkur finnist hér ekki alltof frumstætt — hér er ekkert gistihús á allri eynni, nema eitt, sem er aðeins fyrir innlenda menn og varla til að mæla með. Venjulega eru okkar gestir í ein- hverjum erindum fyrir hið opin- bera og gista þá helzt á einka- heimilum. Við erum ekki orðnir eftirsóttir af skemmtiferðamönn- um. Snögglega datt Frankie í hug að svara þessum ummælum og sagði: Það er hægt að gera við því, Rex. Þið getið öllsömun verið hjá mér! Nóg er húsrýmið í Laurier, enda þótt það hafi nú staðið lokað árum saman....En ég get sjálfsagt fengið það gert í stand á tveim dögum, og þá skal það vera mér ánægja að hýsa ykkur, Hún hafði meinfýsnislega á- nægju af gleðinni, sem Rex sýndi við þetta tilboð og eins af ó- ánægjusvipnum í André, sem hann reyndi þó að dylja eftir föngum. Við borðið í borðsal skipsins sátu fimm embættismenn, hvítir og mislitir. Eini írinn og Vestur- Indíamaðurinn heilsuðu Frankie með handabandi og buðu ungfrú Laurier, eiganda Laurier, vel- komna heim, áður en þeir stimpl- uðu skjölin hennar, en Frakk- arnir risu upp, hneigðu sig djúpt og kysstu hönd hennar, eins og André hafði gert. Stúlkan komst við af þessari vinsemd, en kvik- myndafólkið brosti meðan það beið eftir að röðin kæmi að því. Hér ætla ég að kunna vel við mig, sagði Sally Harding og brosti til félaga síns, Jefferson- Jones. Þessir menn kunna að taka á móti konum. Jefferson var stúrinn á svip- inn. Hann mundi þá tíð þegar hárið á Sally var raunverulega eirrautt og grænu augun hennar þurftu enga skugga undir sig til þess að tekið væri eftir þeim. Þau voru öll komin yfir bezta aldur, hugsaði hann, og öll ann- ars flokks. Nema náttúrlega Mall ory, sem var nógu ungur til þess að koma fram í stjörnuhlutverk- um og í sjónvarpi. Bíddu þangað til þú ert búin að kynnast mývarginum og öðr- um eiturkvikindum hérna og bú- in að skera á þér lappirnar á kóralrifjunum og finna málning- una renna af þér í stríðum straumum, sagði hann önuglega. Og þegar þú ert búin að því, skaltu fara að kalla þennan stað Paradís. Ég er búinn að vera það oft við svona starf í hitabeltinu, að ég er kominn yfir mestu hrifninguna af því. Veslings gamli skrjóður! sagði Sally glottandi, en svo bætti hún við í lægri tón: Þú mátt ekki gleyma því, að við erum öll feg- in að fá þetta verk, góði minn, svo að við getum ekki sett nokkr ar mýflugur fyrir okkur. En hitt setti hún fyrir sig, hve Rex var hrifin af Frankie. Ekki vegna þess, að hún þættist sett hjá, fyrir aldurs sakir, heldur hitt, að Rex myndi kannske ekki stunda vinnu sína eins vel fyrir bragðið. André var síðasti embættis- maðurinn, sem þau urðu að tala við. Hann stóð úti við dyrnar í salnum, rannsakaði framhand- legginn á hverjum manni og gaf þeim síðan heilbrigðisvottorð. Þetta var heldur flaustursleg rannsókn, þar eð allir farþegarn- ir virtust vera við beztu heilsu. Hann var hærri vexti en allir í hópnum, jáfnvel tækrtimennim- ir. Han svaraði augnatilliti Sally með því að láta þess getið, að hópurinn væri þarna velkominn, og hneigði sig um leið. Er þetta ekki indælt? sagði Sally og skellti á hann brosi, sem hafði einu s*nni verið heims- frægt. Henni fannst hún hafa yngzt um tíu ár við þessa hof- mennsku unga mannsins. Þetta gat orðið síðasta myndin hennar og hún vildi, að hún yrði góð. André kom fram við Frankie nákvæmlega eins og hann hafði komið fram við Sally, og Marion Tromsk, sem var þarna aðstoðar- stúlka. Og Frankie rétti líka að honum beran handlegginn, jafn ópersónulega og ef hún væri að sjá hann í fyrsta sinn á ævinni Merci, mademoxselle Ofurlítill glettnisglampí kom í gráu augun, en hún svaraði hon- u.m alls ekki. Niðri í káetunni hafði hann verið aðfinnslusamur og fjandsamlegur, og hún ætlaði ekki að fara að svara þessari frönsku kurteisi hans, fyrr en hún vissi, hvort honum væri þægð í heimkomu hennar eða ekki. Hún þorði ekki að líta á hann, þegar hann lagði aftur ermina með mjúkum handtök- um„ ef ske kynni að hún læsi sannleikann út úr augum hans, og kannske læsi hann um leið út úr hennar augum þrána að kasta sér í faðm hans og ástina, sem var öðru hverju að snúast upp í hatur. Þau höfðu oft rifizt áður, mundi hún. Æskuvinátta þeirra hafði hreint ekki alltaf verið slétt og felld. Þau höfðu flogizt á og skammazt út af ýmsu, en þó alltaf sætzt aftur, þegar þrætuefnið var á enda kljáð — venjulega með sigri hans. Og jafnan höfðu þau snúið bökum saman gegn umheiminum. Tefðu ekki oflengi hérna, sagði hann og laut niður að henni. Mamma bíður eftir þér til að bjóða þig velkomna heima, Francoise. Hún kinkaði kollj kæruleysis- lega, en þegar hún kom út í sólskinið í landi, varð hún æf er hún hugsaði til þessa hádegis- verðar með gömlu greifafrúnni. Helena de Tourville hafði verið hennar Grýla í barnæsku, og eina manneskjan, sem hún var nokkuð hrædd við. Jafnvel í þá daga hafði Helena verið dramb- söm og illgjörn kerling, sem hélt sér dauðahaldi í horfna dýrð og stjórnaði „Pálmahöllinni“ með járnhendi. Nú væri hún sjálfsagt orðin ennþá drambsam- ari illgjarnari og eldri, hugsaði Frankie. Svona kerlingar batna ekki með aldrinum. Frankie hefði heldur kosið að aka beint heim til Laurier, gamla heimilisins síns. En svona heimboð jafngilti konuglegri fyr- irskipun og dugði ekki annað en hlýðnast. Frankie bjó enn það mikið að uppeldinu sínu, að þetta var henni vel Ijóst. En hún ásetti sér að vera ekkert að flýta sér frá skipinu — ef hún ætti hvort sem væri ekki að hitta André fyrr en í hádegismatnum, lá henni ekkert á í land. Hún bar hönd fyrir auga og horfði á litlu borgina Bellefleur. Hún og André höfðu verið sveitabörn og aldrei kært sig sérlega um borgina — en hvað sem því leið, þá var þetta nú höfuðborgin á Þögluey. Þegar hún leit á borgina nú, eftir allar stórborgirnar, sem hún hafði séð á síðustu árum, sýndist henni hún ennþá minni, ry-kugri og svo ósegjanlega ó- skipuleg. Gömlu, fúnuðu hafnar- bakkarnir voru þarna enn og tollskýlin þakin pálmablöðum, og svo beru rollingarnir, sem komu alltaf til að horfa á skipin, og hundarnir, sem höfðu lagt sig til svefns í skugganum. Þeir ör- fáu menn, sem höfðu komið til að taka á móti skipinu, voru nú inni hjá skipstjóranum og borg- in virtist næstum manntóm. Fá- einir ræfilslegir bílar biðu rétt utan við hafnarhliðin, en bílstjór arnir lágu út af á heitu malbik- inu og voru að spila eitthvert fjárhættuspil. Lágar og breiðar raddir þeirra báust til Frankie í logninu og hún brosti ósjálfrátt. Þetta voru regluleg sólarbörn, miklu sælli en menntuðu svert- ingjarnir í Ameríku, þetta var hennar þjóð — og Andrés. Þá mátti Þöglaey hafa mikið breytzt ef þar var ekki ennþá höfðingja- stjórn. Og André var einn hinna sjálfkjörnu erfðahöfðingja .... Hann kynni að vera hrokafullur við jafningja sína, en það hafði hann aldrei verið við innlenda menn — og það var eitt gremju- efni af mörgum í augum Helenu, að Frankie og André höfðu um- gengizt innlend börn eins og jafningja sína. Helena hafði allt- af verið heilli öld á eftir tíman- um, fannst Frankie. Hún fór að hugsa um, hvort gamla konan vildi ennþá lifa í fornöldinni og líta á svertingja eins og þræla í huga sínum. Morgunkyrrðin var trufluð er hegrarnir tóku að losa úr for- lestinni á skipinu. Fyrst komu flutningabílarnir, sem tilheyrðu kvikmyndahópnum. F r a n k i e brosti aftur, er hún sá Mike Purcell og Colly Barnes, hljóm- upptökumennina, hlaupa niður landganginn til þess að sjá um uppskipunina á hinum dýrmæta farangri sínum. Brátt gengu ljósmyndararnir £ lið með þeim og á skammri stundu hafði heill hópur safnazt þarna saman til þess að horfa á og gefa góðar ráðleggingar,, hlæja og bölva, þegar gömlu hegrarnir titruðu og skulfu, og svo safnast saman kring um þennan framandlega flutning. Mikil börn gátu menn verið — hvítir jafnt sem svartir —■ þegar vélaleikföng voru ann- arsvegar! Hún gekk út að þeim borð- stokki skipsins, sem sneri frá bakkanum. Þaðan gat hún séð blossatréð í fullum blóma og risavaxnar magnólíur fram með krókótta stígnum, sem lá upp að klaustrinu og kirk'junni. Frankie heyrði hljómfögru messuhring- inguna, þegar hlé varð á hávað- anum á skipinu og henni fannst hljómurinn huggandi og róandi. Þarna uppfrá var friður og regla og djúp óhagganleg trú, sem stóð af sér allar heimsstyrjaldir og fellibylji, engu síður en tækni- þróunina — þarna uppfrá höfðu þau André jafnan verið stillt og prúð, hvernig sem hegðun þeirra hafði verið annarsstaðar, undir vökulum augum mannanna og séra Filippusar. Allt í einu greip hana þrá eftir þessari ró og reglu trúnni á eilíf verðmæti, sem engin jarðnesk umbrot gátu haggað, þessari innilegu gleði, sem tók fram öllu öðru, jafnvel ást hennar til Andrés.... Pálmarnir meðfram sjónum skrjáfuðu hæðnislega þegar Rex kom eftir þilfarinu til hennar og hún setti sig ósjálfrátt í stelling- ar, eins og til að dylja ixxnstu hugsanir sínar. Mér finnst þessi eyja þín himneskur staður. Rex brosti eins og unglingur, en augu hans rannsökuðu andlit hennar. En var þér virkilega alvara, að þú gætir hýst okkur — öll tólf? Ég var að tala um þetta við Sol núna og hann sagði, að það kæmi ekki til nokkurra mála. Það værí svo mikill átroðningur. Frankie brosti. Þetta er stórt hús og mestur hluti þess hefur staðið ónotaður, árum saman. Jafnvel meðan foreldrar mínir áttu þar heima hjá honura frænda, notuðum við aðeins eina álmuna. Forfeður okkar voru svo barnmargir, að þeir þurftu að byggja stórt. Tólf er nú sæmilega stór barna hópur sagði Rex og glotti. Húsið hefur ekki nema gott af því, að einhver búi í því aftur, svaraði hún einbeitt og benti um leið á hrörlegu húsin fram með höfninni. Og hversu vesælt, sem það kann að vera, er það þó alltaf skárra en þetta — gisti- húsið hans Tonys.... Mér finnst þetta dásamlegt af þér.... sUíltvarpið Miðvikudagur 4. október 8:00 Morgunútvarp (Bæn: Séra Jakob Jónsson. — 8:05 Tónleikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar. 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. 12:25 Fréttir og tilk.). 12:55 ,,Við vinnuna": Tónleika-r. 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:05 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og tilk. — 16:05 Tónleikar. — 16:30 Veð- urfregnir). 18:30 Tónleikar: Operettulög. 18:55 Tilkynningar. 19:20 Veðurfregnir. 19:30 Fréttir. 20:00 Islenzk tónlist: a) Dómkórinn syngur lög eftil* íslenzka höfunda (Páll Isólfs- son stjórnar). b) Svíta eftir Skúla Halldórsson (Hljómsveit Híkisútvarpsins leikur. Bohdan Wodiczko stj.) 20:20 Erindi: „Þar sem að bárur brjóta hval á sandi" (Arnór Sigurjóns- son rithöfundur). 20:45 Konserttónlist fyrir málmblásara og strengjasveit eftir Hindemith (Sinfóníuhljómsveit Vínarborgair leikur; Herbert Háffner stj.). 21:05 Tækni og vísindi; XI. þáttur: Radíóstjörnufræði og fleira (Páll Theódórsson eðlisfræðingur). 21:25 Samleikur á fiðlu og píanó: Són- ata í g-moll eftir Debussy (Christ ian Ferras og Pierre Barbizet leika). 21:40 Ferðaþáttur: Ur Víðidal; síðari hluti (Björn Daníelsson skóla- stjóri á Sauðárkróki). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Kvöldsagan: „Smyglarinn'* eftia Arthur Omre; XVI. (Ingólfur Kristjánsson rithöfundur). 22:30 Dans- og dægurlög. a) Willy Berking og hljómsveit hans leika. b) Gitta Lind og Christa Willi- ams syngja með hljómsveit Arno Flor. 23:00 Dagskrárlok. Fimmtudagur 5. október 8:00 Morgunútvarp (Bæn: Séra Jakob Jónsson. — 8:05 Tónleikar. —• 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar. 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. —• 12:25 Fréttir og tilk.). 12:55 „A frívaktinni“, sjómannaþátt- ur (Sigríður Hagalín). 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:05 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og tilk. — 16:05 Tónleikar. — 16:30 Veð- urfregnir). 18:30 Tónleikar: Lög úr óperum. 18:55 Tilkynningar. 19:20 Veðurfregnir. 19:30 Fréttir. 20:00 Samleikur á saxófón og píanó (Marcel Mule og Matha Lenom leika). 20:20 Háskóli Islands fimmtíu ára: Af* mælisdagskrá. a) Erindi: Pættir úr sögu hiá- skólans (Guðni Jónsson prófessor). b) Stofnanir háskólans: Frásagn ir og viðtöl. c) Tónleikar. 21:40 Einsöngur: Leonie Hyssanek syngur óperuaríur. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Kvöldsagan: „Smyglarinn'* eftir Arthur Omre; XVII (Ingólfuir Kristj ánsson rithöfundur). 22:30 Frá tvennum tónlisrtarhátíðum I Evrópu: a) Frá Schwetzingen í maí s.l. f Sinfónía nr. 23 í D-dúr. K181 eftir Mozart (Sinfóníuhljóm- sveit suður-þýzka útvarpsina leikur. Carl Schuricht stjórn- ar). , b) Frá Salzburg I júlí s.l.: Sinfónía nr. 48 í C-dúr eftiP Haydn (Filharmoniska hljóm- sveitin í Vínarborg leikur; Wolfgang Sawallisch stjórnar, 23:05 Dagskrárlok. — Ég skil ekki hvers vegna Anna frænka er enn ekki komin! — Eg næ ekki sambandi við — Flýttu þér Davíð . . . Eld- I Á meðan nálgast eldurinn I — Sirrí! . . Getur þú hjálpað slökkvistöðina Markús ... Ég urinn breiðist ört út! | brunatrurninn | mér? Sirrí! verð víst að fara eftir hjálp!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.