Morgunblaðið - 05.10.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.10.1961, Blaðsíða 1
24 siðut tmfoíéfoifo 48. árgangut 225. tbl. — Fimmtudagur 5. október 1961 Frentsmiðja MorgnnHaðsin* Kennedy og Gromyko Washington, 4. okt. — Það var tilkynnt í dag, að Gromyko mundi koma til Washington á föstudaginn —i til fundar við Kennedy for seta og Dean Rusk, utanríkis ráðherra. Munu þeir ræða Berlínarimálið. — Bandaríkja stjórn hefur kvatt sendiherra sinn í Moskvu heim til skrafs og ráðagerða, en sennilega kemur hann ekki nógu tíman lega til þess að sitja fundinn með Gromyko. Danír rœða við Efna- zt ii sketum í erlí n í gærk veldi i lagið Brussel, 4. ofct. — Danska stjórnin hefur þegið boð ráðherranefndar Efnahagsbanda- lagsins um a@ fulltrúar dönsku etjórnarinnar hefji viðræður við nefndina hinn 25. þ.m. um inn- göngu Danmerkur í bandalagið. — Sagði í orðsendingu dönsku stjórnarinnar, að utanríkisráð- herrann, Jens Otto Krag, yrði formaður sendinefndarinnar, semn mundi skýra afstöðu stjórnarinn ar til bandalagsins. — Jens Otto Krag sagði í New York í dag, að vel gæti verið, að viðræður Dana ©g fulltrúa Efnahagsbandalags- ins tækju langan tíma. Nýtt geimskot London, 4. okt. — t>að liggur í lof tinu, að Rússar séu að undirbúa „geimsýiiingu" í sambandi við flokksþingið í Moskvu í haust. Rússneskir vís indamenn hafa látið hafa það eft ir sér að það, sem þeir hafi nú á prjónunum, muni vekja heims ethygli. Flóttamaður beib bana og a-þýzkur lögreglumaóur særðist Berlín, 4. október. BYSSURNAB voru látnar tala á mörkum Vestur- og Austur-Berlínar í gærkveldi og flóttamaður beið bana, er hann reyndi að komast und- an austur-þýzku lögregl- unni. Atburðurinn átti sér stað í Bernauerstrasse, en þar eins og víðar, á mörkum borgarhlut- anna, stendur margra hæða íbúðarhús austan megin marka- línunnar, en þó svo nálægt, að flóttafólk hefur undanfarið stokkið af þaki og gluggum yf- ir í Vestur-Berlín — og sloppið. Upphaf atburðarins í kvöld var það, að lögreglumenn í V.- Berlín sáu til ferða tveggja flóttamanna á þaki margra hæða íbúðarhúss. — Mennirnir stóðu á þakbrúninni, gerðu vart við sig og biðu þess, að slökkvi- liðsmenn í Vestur-Berlín kæmu á vettvang með segldúk, sem flóttamennirnir ætluðu síðan að stökkva niður í. Sá háttur hef- ur verið hafður á við að bjarga fólki úr húsunum á markalín- unni. Meðan mennirnir biðu komu fimm austur-þýzkir lögreglu- menn auga á þá. Héldu þrir þeirra þegar upp á þakið, en þeir tveir, sem eftir voru byrj- uðu að skjóta yfir höfuð mann- fjölda, sem safnazt hafði saman handan markalínunnar. Vestur-þýzka lögreglan svar- aði skothríðinni þegar í stað. Reyridu vestur-þýzku lögreglu- mennirnir að varna því að a.- þýzka lögreglan kæmist að flótta mönnunum uppi á þakinu. Var skotið af skammbyssum. Áður en yfir lauk varð einn austur-þýzku lögreglumannanna fyrir skoti, féll á þakinu og var dreginn burtu af félögum sínum. Tíu vestur-þýzkir lög- reglumenn beittu skammbyss- um sínum og munu þeir hafa skotið samtals um 50 skotum. I sömu mund og slökkviliðs- menn Vestur-Berlínar komu á vettvang tókst austur-þýzku lög reglumönnunum að handsama annan flóttamannanna uppi á þakinu. Hinn stökk út af þak- inu, en lenti rétt utan við segl slökkviliðsmanna — og beið samstundis bana. Þetta er hin nýja ríkSsstjórn Sýrlands á fyrsta fundi sin- um. Dr. Mamoun Kuzbari, forsætisráðherra, situr fyrir miðju. í stjórninni eru, talið frá vinstri: Ahmed Sultan, dómsmálaráðherra, Fouad Abed, Farhan Jandali heil- brigðismálaráðherra, Leon Zamaria, f jármálaráðh., Dr. Kuzbari, forsætis-, utanrík- is- og varnarmálaráðh., Izzat EI-Nuss, menntamála- ráðh., Awad Barakat, iðnað- armálaráðh., Amin Nazif, landbúnaðarmálaráðh. og Naaman Azhari, sem fer með málefni bæja og þorpa. Tvo ráðherra vantar á mynd ina. Gaitskell vann mikinn sigur „Segöu af þér, Nasser" Áró&ursherferð gegn Nasser í Sýr- landi Damaskus, Amman og Kairó, 4, október. — ALLT virðist með kyrrð í Sýr- landi mg útgöngubannið, sem Rilt hefur um nætur í Damask- us, var afnumið í dag. — Dr. Kuzbari, forsætisráðherra, sagði i dag, að Sýrland mundi fylsja hlutleysisstefnu, en leita náins Bamstarfg við Arabaþjóðirnar. Hina vegar mundu Sýrlending- nr ekki þola nein afskipti Araba bandalagsins at innanríkismál- um Sýrlands. Útvarpið í Damaskus hélt í dag áfram taumlausum áróðri gegn Nasser. Hann var kallaður blóði drifinn afbrotamaður, sem hefði drýgt glæpi gegn hinum arabíska heimi. Útvarpið í Amman útvarpaði einnig látlausum áróðri gegn Nasser í dag og skoraði á hann að bjarga sjálfum sér undan dómi sögunnar og segja af sér hið skjótasta. Hann væri þegar búinn að valda nógu mikilli bölvun. Stórveldisdraumar hans væru hrundir og enginn vildi neitt með hann hafa, því hann væri einræðisseggur af verstu tegund. 1 Kairó var sams konar áróð- ur rekinn gegn Sýrlandi. Blöð- in sögðu, að blóðugir bardagar væru nú háðir í Sýrlandi. >jóð- in þar vildi halda sambandinu við Egyptaland og ofbeldismenn irnir, sem stæðu fyrir valda- ráninu, hefðu framið hin verstu ódæði og bæru ábyrgð á misk- unnarlausum blóðsúthellingum. Einn af talsmönnum uppreisn- armanna í Damaskus sagði í dag, að byltingin hefði lengi verið að búa um sig. Sennilega hefði ekkert orðið úr henni, ef Nasser og Amer hefðu fallizt á að veita Sýrlendingum meira sjálfsforræði. Það væri úr lausu lofti grip- ið, að einhver pólitísk samtök stæðu að byltingunni. Blackpool, 4. okt. — Gaitskell vann stórsigur á árs- þingi verkamannaflokksins í dag, þegar tillagan um nauðsyn þess að Bretar haldi kjarnorkuvopn um sínum áfram, efli varnir og treysti samstöðuna með NATO- þjóðunum var samþykkt með yfir gnæfandi meirihluta atkvæða. í ræðu sinni ræddi Gaitskell einkum varnarmálin og kvað brýna nauðsyn þess, að NATO- ríkin stæðu einhuga gegn ógn- unuim og yfirgangi kommúnism, ans. Það væri glapræði að leggja kjarnorkuvopnin til hliðar eins og nú er ástatt. Það geta vestur- veldin ekki gert fyrr en fullt samkomulag hefur náðst um ör uggt eftirlitskerfi. Ef Bretar veiktu varnir sínar þýddi það ein ungis, að Bandaríkjamenn yrðu að styrkja sínar varnir enn meira. Tillagan var samþykkt af full trúum, sem höfðu 4.5 millj. atkv. en á móti voru 1.7 millj atkv. Leiðtogi flutningaverkamanna, 17 sprenging Rússa Washington, 4. okt. — Rússar hafa nú sprengt 17. kjarnorkusprengjuna. Þessi sprenging var gerð í gær á norðurslóðum, eins og margar fyrri, mjög hátt í lofti yfir Novaja Semlja. Afl sprengj- unnar jafngilti mörgum millj. tonna af TNT sprengiefni en ekki er fullljóst hvort hér er uim öflugustu sprenginguna til þessa að ræða. > Frank Cousins, flutti mikla ræðu og mælti fyrir munn þeirra, semi höfnuðu tillögunni, en hano hlaut litlar undirtektir. Nauðungar- flutningar í A-Þýzka- landi BONN, 4. okt. — Víðtækir nauð ungarflutningar á fólki eru nú hafnir í Austur-Þýzkalandi. — Fregnir hafa borizt um það til Bonn, að halarófur af vörubif- reiðum, sem hlaðnar eru hús- munum og kvikfé, hafi undan- farna daga sézt víða í Bayern og svipaðar fregnir berast einn- ig frá Norður- og Mið-Þýzka- landi. Austur-þýzka lögreglan er að flytja fólk úr sveitum og bæjum, sem næst eru marka- línunni á milli Austur- og Vest ur-Þýzkalands. Ekkert þykir benda til þess að íbúar heilla bæja eða sveita séu fluttir brott, aðeins þeir, sem ekki eru taldir „pólitískt áreiðanlegir". i JtövtQMtiblabib NÚ ERU skólarnir að byrja og veldur það miklum breyt- ingum á útburðarstarfsliði blaðsins. Má búast við að þetta valdi talsverðum erfiðleikum við að koma blaðinu til kaup- enda, a.m.k. fyrstu daga októ ber, en að sjálfsögðu verður allt gert, sem hægt er til þess að það gangi sem greiðlegast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.