Morgunblaðið - 05.10.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.10.1961, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 5. okt. 1961 MMM» Bridge Spil frá Evrópumeist' aramótinu Að loknum 14 umferðum í opna flokknum er staðan þessi: 1. England .. 76 2. Frakkland ..., 3. Ítalía 4. Danmörk 5. Sviss 6. Island 7. Noregur 8. Svíþjóð .. 52 9. Þýzkaland 10. Egyptaland .. 40 11. Spánn 12. Holland 13. írland 14. Belgía 15. Finnland .. 22 16. Líbanon .. 19 Þrjár umferðir eru eftir í opna flokknum og lýkur keppninni seint í kvöld. Að 9 umferðum loknum á kvennaflokki er staðan þessi: 1. England ............ 45 stig 2. Svíþjóð ............ 42 — 3. frland ............. 38 — 4. Frakkland .......... 37 — 5. Egyptaland ......... 31 — 6. Belgia ............. 31 — 7. Holland ............ 24 — 8. Þýzkaland .......... 23 — 9. Noregur ............ 23 — 10. Finnland ............ 16 — 11. ísland .............. 14 — Tvær umferðir eru eftir í kvennaflokki og á ísl, sveitin eft- ir að mæta Finnlandi og Egypta- landi. — ★ — SPILARARNIR frá Egyptalandi notuðu allir Acol-sagnkerfið með oþnun á 1 grandi sem veika opnun og skipti ekki máli hvort sagnhafi væri á hættu- svæði eða utan þess. Spilið, sem hér fer á eftir, er frá leiknum milli Svíþjóðar og Egyptalands i opna flokknum og sýnir hve hættulegar þessar veiku byrjunarsagnir á 1 grandi geta verið. Spilin voru þessi: A K G 7 ¥ Á D 5 3 ♦ ÁG7 4» 965 ó 85 * 10 3 2 ¥ K 7 6 N y G 9 8 4 ÓK 10 54 V AÓ 9832 t Á K 8 3 g G 2 ájTÁ D 9 6 4 ¥ 10 2 ♦ D 6 ♦ D 10 7 4 Sviarnir Wohlin og Lundell sátu Norður og Suður, en Doche og Zanarini Austur og Vestur. Sagnir gengu þannig: Vestur Norður Austur Suður 1 gr. dobl pass pass 2 4. pass pass dobl pass pass 2 ¥ pass pass dobl allir pass Austur og Vestur fundu ekki bezta litinn, þ. e. tigulinn. — Spilið varð 3 niður og fékk i¥<WMX¥WM>W Svíþjóð 800 fyrir spilið. Á hinu borðinu spiluðu Egyptarnir í N-S 3 grönd og unnu þau og fengu 400 fyrir. Svíþjóð fékk því 400 fyrir spilið eða 9 stig. ÞÝZKU spilararnir fengu strax í byrjun keppninnar orð fyrir að segja of mikið á spilin. Or- sakaði þetta oft mikinn spenn- ing og urðu lokasagnirnar stundum nokkuð hæpnar. Spil- ið sem hér fer á eftir sýnir ljóslega hvaða ógöngur Þjóð- verjarnir komust í: A 73 ¥ K 9 4 3 2 ♦ G9 4. ÁD94 Kristmann og Jón Engilberts A ¥ D 4 2 D 10 8 7 N * K G 9 8 ¥ — 65 V A* D 7 5 3 ♦ 4. 10 8 6 G S * 10 7 6 — 32 A Á 10 6 5 ¥ Á G ♦ Á K 4 2 * K 8 5 Þjóðverjarnir sátu N-S og gengu sagnir þannig: Norður Austur Suður Vestur pass pass 1 ♦ pass 2 ¥ pass 4 4» pass 5 4> pass 6 ¥ allir pass Ekki er hægt að gera sér fulla grein fyrir tveggja hjarta sögn Norðurs og hlýtur hún að byggjast á einhverjum misskiln- ingi. 6 hjörtu er afleit lokasögn og ekki bætti það úr skák að Vestur átti öll hjörtun, sem úti voru. Spilið varð 4 niður og töpuðu Þjóðverjar 14 stigum á spilinu. ÓNAFNGREINDIR menn hafa uppá síðkastið varpað býsna breiðum spjótum að Kristmanni Guðmundssyni. Eitrið á oddana hafa þeir sótt í getgátur um handrit að endurminningum Jóns Engilberts, sem undirritað- ur hefur tekið saman. Jón Engilberts liggur í sjúkra húsi erlendis og kemur því í minn hlut að gera athugasemd við þessi skrif. Herferðin gegn Kristmanni upphófst í Mánudags blaðinu 14. ágúst og náði há- marki nú í sláturtíðinni. í forsíðu greininni 14. ágúst er Kristmann sagður hafa verið samtíða Jóni í Kaupmannahöfn, en þeir voru samtíða í Osló. Og tilgangurinn með ritun ævisögu Jóns, ritverki, sem hefst á fæðingu listamanns- ins, á að vera sá, samkvæmt skrif um blaðsins. að klekkja á Krist- manni og gera honum bölvun. Mikið skal til mikils vinna eða hvað? Fleiri kyndug grös er að finna í mýrinni, en þau verða ekki nafngreind hér. Hitt vil ég fjalla ögn um. að á greininni mátti skilja að heimildarmaður blaðsins væri þaulkunnugur hand’ ritinu að endurminningum Jóns, en þegar greinin birtist lá Noregs kafli og Kristmannsþáttur hand- rits okkar Jóns í uppkasti hjá mér á Hvítárbakka í Borgarfirði og hafði enginn utan ég litið kaflann augum — nema ef vera skyldi frægur draugur sem þar í héraði hefur riðið húsum frá gamalli tíð, Írafells-Mfcri, en heimildarmaður blaðsins hefur þá með hjálp sálufélaga síns, Móra gamla, lesið kaflann með sama hætti og sagt er að fjand- inn lesi bíblíuna. Ein vitleysan getur venjulega Lögþingið hækk- aði kennaralaun TÖRSHAVN, 29. sept. — Lög- þingið kom saman í ágústlok, mánuði fyrr en áætlað hafði verið. Ástæðan var sú, að danska félagið Gymnasielærern- es forening bannaði meðlimum sínum hér, kennurum við stúd- entaskóla Lögþingsins, að vinna nema þeir fengju sömu laun og greidd eru í Danmörk. Skólinn gat því ekki hafizt hér að sum- arfríi afloknu fyrr en Lögþing- ið hafði fjallað um málið. tJr- slitin urðu þau, að árslaun kennara við stúdentaskólann hækkuðu um 5 þúsund krónur. — Arge. Vfirlýsítig frá Lækna- félagi Islands STJÓRN Læknafélags íslands mótmælir hér með eindregið! setningu bráðabirgðalaga frá 30.1 sept. 1961 um framlengingu samn! inga milli læknafélaga og sjúkra samlaga. Telur stjórnin, að með því að lögbinda samninga við | sjúkrasamlögin hafi verið gengið mjög verulega á rétt lækna. | Þá skal einnig átalið, að ekki var leitað álits Læknafélags ís- lands áður en gripið var til ofan greindra aðgerða. Stjóm L. í. vill taka það fram, að læknar þeir utan Reykjavík- ur, er heimilislæknisstörf stunda, voru reiðubúnir að ganga til samninga við Tryggingastofnun ríkisins fyrir hönd sjúkrasam- laga. En þar eð fyrirsvarsmenn Tryggingarstofnunarinnar töldu vonlaust að komið yrði til móts við kröfur lækna, voru samning- ar að sjálfsögðu útílokaðir. Stjórn Læknafélags íslands. af sér aðra og sú hefur raunin líka orðið í þessum skrifum. í síðari skrifum fyrrnefnds blaðs er gefið í skyn að Jón hafi látið skrifa endurminningar sínar til að klekkja á Kristmanni fyrir það að hann skuli ekki hafa nefnt hann á nafn í ævisögu sinni. Skýr ingin getur ekki verið einfaldari en hún er. Jón Engilberts kemur ekki við sögu Kristmanns á þeim árum sem skáldið hefur fjallað um i útgefnum bindum ævisögu sinnar. Það verður ekki fyrr en í þriðja bindi, ef að líkum lætur. Hvernig Jón Engilberts fjallar um Noregsár Kristmanns og samveru þeirra þar í landi — og öfugt, mun nálægur tími leiða í Ijós, því að báðar bækurnar, 3. bindi ævisögu Kristmanns og endurminningar Jóns, munu væntanlegar á þessu ári. En skrifin verður að heimfæra undir þjóðarlöstinn gamla — ís- lenzku róghneigðina — sem ætti að vera dauð. Jóhannes Helgi. Aukið við rafstöð í Neskaupstað NESKAUPSTAÐ, 29. sept. — Hér er verið að setja upp nýja samstæðu í rafstöðina oig á hún að geta framleitt liðlega 600 kw. I stöðinni var fyrir sam- stæða, sem afkastaði um 500 kw, en þriðja samstæðan, 75 kw, hefur verið tekin úr og er hin nýja samstæða í hennar stað. Mun rafstöðin afkasta lið- lega 1100 kw er henni hefur verið komið fyrir. Verið er að steypa 180 metra kafla af aðalgötu bæjarins og er verkið langt komið. Erfiðlega hefur gengið að steypa götuna sökum tíðarfarsins, sem hefur verið slæmt. Snæfell hf. á Eski- firði annast þessar framkvæmd- ir fyrir bæinn og er verkfræð- ingur Ólafur Pálsson úr Reykja- vík. —. Jakob. • B jálkar í auga Velvakanda hefur borizt eft irfarandi bréf frá manni- sem nefnir sig Al.: „Eg vil biðja Velvakanda að koma þeim boðum til garð- eigendá í Reykjavík og víðar, að þeir athugi hvort hætta sé á að trjágróður í görðum þeirra geti valdið slysum á gangandi fólki, sem á leið með lram girðingum við gangbraut ir. Mikil brögð erjr að því, að trjágreinar vaxi í óhirðu út í gangveginn og hætt við að gremar geti rekizt í augu fólks, einkum í myrkri. Vegfarendur eiga líka til að hlífa lítið slík um gróðri Og hreinsa veginn af slíkum vegtálmum á óþyrmi legasta hátt, enda vorkunn. Nefna má garðinn við sýning- arsalinn við Freyjugötu, sem dæmi um áralanga óhirðu (eða frumleik) og tillitsleysi við vegfarendur sem auðsjáanlega hefur verið endurgoldið af þeim, sem rákust á trén. • Þeir sem ekki drekka Ástæða er til að þakka út- varpinu fyrir kvöldsöguna „Smyglarinn", sem er góð lýs- ing á bannárunum í Noregi Og okkur þarft efni til umhugs- unnar og fyrir þá menn, sem berjast fyrir því að þetta á- stand endurtaki sig hérlendis. Áfengismálin hafa verið rædd af kappi um sinn og margir lagt sitt af mörkum. Síðast kom þjóðkunnur maður fram í útvarp og undraðist á þeirri skoðun sumra að „áfengisböl- ið væri þeim að kenna sem drekka ekki.“ í áratugi hafa samtök „þeirra, sem ekki drekka“ bar- izt fyrir að koma á fjölda af höftum og bönnum í áfengis- löggjöfina og tekizt að hafa víðtæk áhrif á ráðamenn lands ins um þessi mál, með þeim árangri að siðlaus ofdrykkja virðist aukast ásamt tilheyr- andi afbrotum, þvert ofan í það sem til er ætlazt. • Áfengisfáfræði er því uppskera þeirra, sem ekki drekka, til handa þeim, sem stundum vilja drekka, hvað sem á dynur. Áfengis- bölið stafar af þeim, sem ekkl kunna meðferð víns vegna Ofríkis óg afskipta bindindis- manna. Áfengissjúklingar eru menn sem þjást andlega og þarf að lækna á þann hátt, en ekki með bannlögum. Koma þarf á fræðslu um meðferð víns og hafa beztu veitingastaðirnir unnið þarft verk í þeim efnum á skömm- um tíma. Mörg vín eru glæst listaverk með aldalanga heill- andi þróunarsögu. Góður fað- ir kenndi börnum sínum að fara með áfengi í stað þess að þau lærðu það af „lýð í port- um,“ hann sagði: „Drekktu aldrei af stút, aðeins úr glasi, helzt úr kristalli". Þetta segir meira en löng bók og mynd- ar nýjan og betri móral, sem snilldarlega er lýst í danskri fyndni, er segir, að í leikhúsi nokkru hafi „allir skemmt sér konunglega, við að horfa á Grænu lyftuna, nema „J“ konsúll, sem Ofbauð hin hjartalausa meðferð á góðum drykkjarvörum.“ . • Kötturinn dauður Nú hefur Velvakandi feng- ið þær fregnir að kötturinn í Kópavogi, sem sagt var frá í blaðinu í gær, sé_ dauð- ur. Á mánudaginn, þegar starfsmenn pósthússins og eigandi hans vissu hvemig hann fór með stúlkuna, var lögreglan látin fjarlægja hann. Kisa mun hafa verið farin að vilja verja heimili sitt heldur rösklega og því fór sem fór. En hann var vinur barnanna sem áttu hann og nú ríkir sorg á heimilinu vegna þess hvern- ig fara þurfti um hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.