Morgunblaðið - 05.10.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.10.1961, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 5. okt. 1961 MORGVISBLAÐIÐ 13 Tengsl Islands viö NATO verður að efla IJmræðufundur Varðbergs EINS og áður hefur verið greint (rá í blaðinu, var á þriðjudags- kvöld haldinn fundur á vegum Varðbergs, félags ungra áhuga- manna um vestræna samvinnu, um „Íslanid og vestræna sam- vinnu“, eins og í fundarboði eagði. Fundurinn, sem haldinn var í Tjarnarcafé, var mjög fjölsóttur, og voru þar mættir ungir menn úr lýðræðisflokkunum þremur auk gesta þeirra. Guðmundur H. Garðarssoni, við ekiptafræðingur, formaður Varð- bergs, setti fundinn og stakk upp á Degi Þorleifssyni, blaðamanni Samvinnunnar, sem fundarstjóri. Var það samþykkt. Hver er næstur? Þá tók til máls Emil Jónsson, ráðherra. Hóf hann mál sitt á frásögn endurminningar, sem geymzt hefði í minni hans. Fyrir rúmum 13 árum, í febrúarmánuði 1948, hefði hann verið á göngu úti við Vötnin í Kaupmannahöfn. Hitti hann þá Hans Hedtoft, for- sætisráðherra Danmerkur, sem var þar á morgungöngu, niður- lútur Og greinilega áhyggjufullur. Þeir þekktust frá fornu fari, og spurði Emil, hví hann væri svo áhyggjufullur. Hans Hedtoft svar aði: „Veiztu ekki hvað er að ger- ast í Tékkó-Slóvakíu?" Komm- únistar voru þá að hrifsa völdin til sín þar með ofbeldi, og kvaðst Hedtoft ekki hafa þolað að vera innan dyra; hann hefði orðið að fá sér ferskt loft. Var hann að koma af fundi konungs, eftir að hai'a skýrt honum frá tíðind- um. „Hvernig verður þró- unin?“ spurði hann. „Hver verður næstur? Sovézki herinn er aðeins 30 km. frá landamær- unum. Það er sýnt, hvað hann vill, en ekki vitað, hvað hann treystir sér. Hvað getum við gert?“ Hedtoft minntist síðan á hugmynd sína um hernaðarbanda lag Norðurlanda, sem um langt skeið var „kóngsþanki" hans. Eitthvað yrði að gera til að verja f>ær hugsjónir, sem vestrænar þjóðir hafa'þróað með sér og kom ið í framkvæmd flestum hverjum, svo sem skoðanáfrelsi, réttar- öryggi, frelsi einstaklingsins o. s. frv. Hedtoft sveið svo mjög þró- unin í Tékkóslóvakíu, sagði Emil, að seinustu fréttir þaðan voru „sár broddur í holdi hans“. Hlt nábýll Emil Jónsson sagði þennan at- burð hafa haft varanleg áhrif á sig. Danir byggju í nábýli við so- vétveldið, og þótt hætt væri við, »ð fjarlægðin gerði okkur íslend- inga andvaralausa, mættum við samt þakka guði fyrir að vera ekki næstu nágrannar Rússa. Gagnkvæm þýðing Emil Jónsson rakti þvínæst að- öragandann að stofnun Atlants- hafsbandalagsins, Og hvernig sér- Btaða íslands hefði öðlazt full- komna viðurkenningu annarra bandalagsþjóða. NATO væri frið- arbandalag, stofnað til þess að Btemma stigu við útþenslu so- vézka heimsveldisins. Þýðing ís- lands fyrir NATO væri geysi- inikil. Lega landsins væri slík, að frá því mætti hafa úrslitaáhrif á ferðir yfir AtlEUitshaf. Báðar heimsstyrjaldirnar unnust vegna |>ess framlags, sem frá Bandaríkj- unum kom, og ef enn kæmi til stríðs, myndi framlagið að vestan enn skera úr. Hvergi nema héð- an væri hægt að tryggja ferðir um hafið. Þýðing NATO fyrir ís- land væri ekki síðri, því að þjóðir Atlantshafsbandalagsins hafa bundizt heitum um að láta eitt yfir alla ganga. Árás á eina þjóð jafngildir árás á þær allar. NATO er stofnað til að standa vörð um þær hugsjónir, sem við vestrænir menn (að undanskildum komm- únistum) viljum ekki láta hrófla við. „Bardaginn í heiminum í dag, stendur um þessar hugsjónir, — Og ég vil kalla það bardaga", sagði Emil. Kvaðst hann ekki í neinum vafa um það, að menn hér vildu leggja nokkuð á sig til þess að verja þær. Dýrmætt hnoss Pólitíkin á íslandi í dag snerist raunverulega að mestu um komm únisma eða ekki kommúnisma. Kommúnistar reyna að halda því fram, að ekki sé hægt að stjórna íslandi án þátttöku þeirra í ríkis- stjórn. Þeir hafa uppi gengdar- lausan áróður gegn vestrænu sam starfi, og þeim hefur tekizt að tæla ýmsa til fylgis við sig. Það er höfðað til þjóðerniskenndar og til þess, að við séum að leggja okkur í nokkra hættu, en menn verða að gera sér fullljóst, að óþægindin, sem eru samfara þátt töku okkar í NATO, eru smá- vægileg samborin við það, sem verða myndi, ef kommúnistar sigr uðu. Lýðskrumarar gegn-her-í- landi-fólksins hamra á hlutleysi og því, að við legðum okkur í „óþarfa hættu“. En í fyrsta lagi er ekki hægt að búast við því, að við höldum því dýrmæta hnossi, sem við eigum, ef við viljum ekki leggja neitt í sölurn- ar, og í öðru lagi eru engar líkur á þvi, að hlutleysi okkar yrði virt. Lýðræðisflokkamir sammála Lýðræðisflokkarnir þrír á ís- landi hafa verið sammála um að- ildina að Atlantshafsbandalaginu, en þeir hafa ekki alltaf verið á einu máli um nauðsyn þess, að hér sé varnarlið. Þeir voru þó sam mála um það 1951, 1956 og síðan. Óþægindin af dvöl varnarliðsins eru svo lítil og ómerkileg miðuð við öryggið, að ekki er sambæri- legt. V ✓ Taka upp harðari slag Hver er svo árangurinn af starfi NATO? Sá, að Tékkó-Slóv- akía var seinasta landið, sem heimskómmúnisminn hrifsaði til sín, og að þjóðirnar, sem skulfu af hræðslu 1948 og ‘49, eru nú næsta öruggar. Að lokum sagði Emil Jónsson: Hér þarf að taka upp harðari slag og opinberari gegn andstæð ingum NATO. Við höfum verið of meinlausir, og héðan af má ekki sleppa neinu tækifæri til að brýna fyrir landsfólki, hvað í húfi er. Samstarf ' vestrænna þjóða færist óðum á breiðari grundvöll, svo sem í Efnahags- bandalaginu. Tækjum við þátt í þvi, hlyti sérstaða okkar að verða viðurkennd þar, eins og í NATO. Mistökin með S.Þ. Að ræðu Emils Jónssonar lolk- inni tók Jóhann Hafstein, náð- herra, til máls. Hóf hann mál sitt á því að ræða um bandalög al- mennt. Þau væru gömul i mann ERLENDIR fulltrúar Háskól- ans og heiðursdoktorar eru nú sem óðast að koma til lands- ins. Sumir koma snemma til að heilsa upp á gamla kunn- ingja, aðrir til að kynnast landi og þjóð áður en hátíðar- höldin hefjast. Blaðinu er kunnugt um að í gær voru komnir prófessor Hans Kuhn frá Kielarháskóla, H. Bach frá Árósum, rektör L. Holm-Olsen frá Björgvinjarháskóla, L. Hyldgaard-Jensen frá Kaup- mannahöfn, próf. Johnes frá Walesháskóla og próf. Tur- Frófessor Turville-Petre og kona hans. Starfar að útgáfu ísl. fræða í Engiandi Viðtal við próf. Turville-Petre ville-Petre frá Oxford. . ★ 1 gær hittum við að mali próf. Turville-Petre og konu hans Joan, en hann er einn af hinum verðandi heiðurs- doktorunum við Háskóla ís- lands. Prófessorinn er gamall kunningi íslendinga. Hann kom hér fyrst tvítugur að aldri árið 1928, til að læra málið. — Og ég veit ekki hve oft ég hefi komið hér síðan, sagði hann í viðtalinu í gær. Kona mín hefur einnig komið hér áður, árið 1939. Próf. Turville-Petre kennir norrænu heima í Oxförd. Hann segir að nemendafjöldi í þeirri fræðigrein sé nokkuð misjafn, en yfirleitt megi ségja að áhugi fari mjög vaxandi. í fyrra hafi nemendur í raun- inni verið Of margir fyrir einn kennara. Norrænu kennslan er liður í enskudeild háskól- ans, þar eð nemendur geta tekið upp undir þriðjung prófs ins í norrænum fræðum. Víga-GIúmssaga selst vel — Þér gáfuð fyrir nokkrum árum út merkilega fornís- lenzka bókmenntasögu, próf. Turville-Petre. Leggið þér hana til grundvallar kennsl- unni? kynssögunni, en hefðu ýmist ver- ið stríðsbandalög hérkónga, sem hygðust leggja undir sig lönd í sameiningu, eða friðarbandalög, sem mynduð hefðu verið að styrj öld lokinni, eins og t.d. Þjóða- bándalagið gamla. Atlantshafs- bandalagið, langmikilvægasta bandalag vestrænna þjóða, væri af öðrum toga, og mætti é.t.v. segja, að það væri sprottið af mis tökum Sameinuðu þjóðanna. Þær hefðu verið stofnsettar, meðan samikomulag sigurvegara virtist — Ég legg aldrei neinar bækur til grundvallar kennsl- unni. En ég nota þessa bók, sem nefnist Origins of Ice- landic Litterature og fjallar um elzta tímabilið. — Þér hafið sjálfur gefið út Viga-Glúmssögu. Hvernig seldist hún í Englandi? — Fyrsta útgáfan er upp- seld. Þessvegna kom í fyrra út önnur útgáfan, sem er með orðasafni og miklu stærri. — Hafið þér gefið út fleiri íslenzkar sögur? *■ — Ég samdi skýringar og orðasafn við Hervararsögu, en sá ekki sjálfur um textann. Svo hefi ég unnið mikið fyrir Viking Society Text Series. Þeir gefa út ódýrar bækurmeð skýringum og öðru því sem þarf fyrir enska nemendur. Það er skortur á kennslubók um á ensku. Útgáfan hefur m. a. gefið út bók eftir próf. Ein ar Ól. Sveinsson, sem ekki hef ur komið út á íslandi. Ég þýddi hana úr handriti. Bók- in nefnist Dating the Ioeland ic Sagas. — Og hvað hafa þeir helzt á prjónunum núna? — Þeir eru að gera ýmis- legt. Ensk kona, Ursula Brown Dronke, er t.d. að vinna að Eddukvæðunum fyrir okkur, en ég er aðalritsjóri fyrir verkinu. Ætli Eddukvæðin komi ekki út einhvern tíma á næsta ári. Ensk bók um norræna goðafræöi. Þau hjónin komu til lands ins í fyrrinótt. Frúin kennir fornensku við háskólann í Ox ford og skilur vel íslenzku, sem prófessorinn talar án votts af erlendum hreim. Þau hyggjast dvelja hér í tvær vikur. — Það verður varla tími til að gera mikið, segir prófessor Turville-Petre. Það er ýmis- legt sem ég þarf að sjá í þjóðminjasafninu og tala við þjóðminjavörð um. Ég er að vinna að bók um norræna goðafræði og það er ýmislegt sem hann getur vafalaust frætt mig um. Hve langt hún er komin? Ég er búinn að skrifa svona 300 blaðsíður, en bókin verðiír mun stærri. Þau hjónin segjast eiga marga kunningja hér sem þau langar til að hitta, en vera talsvert tímabundin í þetta sinn. Skólarnir fara að byrja. Þau þurfa fyrst að fara heim til Englands, en í byrjun nóv. fer prófessorinn Turville- Petre til Noregs, þar sem hann heldur fyrirlestra við háskól- ana í Osló og Bergen um nor rænt eða hálfnorrænt efni, eins og hann komst að orði. ríkja, en neitunarvaldsbeiting Sovétríkjanna hefði spillt starf- semi þeirra svo stórlega, að á timabili voru Rússar á góðum vegi með að gereyðileggja SÞ. Sterk bönd Rakti Jóhann síðan, hvernig Sovétríkin hefðu á fyrstu árunum eftir stríðið lagt undir sig hverja þjóðina á fætur annarri, innlimað sumar, en bundið aðrar í lepp- stjórnakerfi sitt. Þær síðarnefndu telja 92 milljónir manna. Lýð- kjörnir leiðtogar í löndum þess- um voru líflátnir eða urðu land- flótta. Komintern var endurvak ið í Kominform, en markmið þess var að brjóta lýðræðið á bak aft ur í frjálsum löndum. Þá var At- lantshafsbandalagið stofnað til að verjast frekari árásum. Eins og Ólafur Thors hefði sagt, væri það sverð og skjöldur vestrænnar menningar, vígi til varnar helgi- dóm.um hennar, og sáttmáli þess væri merkasti sáttmáli sögunnar. Þá minnti ræðumaður á orð Framh. á bls. 15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.