Morgunblaðið - 05.10.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.10.1961, Blaðsíða 10
10 MORCUNLLAÐIÐ Fimmtudagur 5. okt. 1961 Frá Evrópumeistara- mótinu r I Mynd þessi er frá leikji- um miili íslands og Frakk lands. Xil vinstri sést Stefán J. Gudjohnsen og á móti honum Jóhann Jóns- son. . Frönsku spilararnir eru C. Deruy snýr að myndavélinni) og L. Mala- bat. — ☆ bridge Mynd þessi sýnir fyrirliða íslenzku kvennasveitarinn- ar, Laufeyju Þorgeirsdótt- ur, í þungum þönkum. ☆ Sænski spilarinn Jan Wo- hlin vakti ávallt mikla at- hygli ekki eingöngu fyrir hve mikill vexti hann er, Hér sést hann í djúpum hugleiðingum í leiknum milii Svíþjóðar og Egypta- lands. Lárus Karlsson keppir nú í 8. sinn á Evrópumeistara móti og þekkir því marga keppendur. Hér er Lárus í anddyri keppnishússins. ☆ ☆ Fjórar af íslenzku döm- unum á leið tii keppni. — Þær eru, talið frá vinstri: Ósk Kristjánsdóttir, Vigdís , Guðjónsdóttir, M a g n e a ‘ Kjartansdóttir og Hugborg Hjartardóttir. Myndin sýnir mesta áhrifa mann í bridgeheiminum, Baron Robert de Nexon. Auk þess sem hann er for- seti alþjóðasambandsins er hann forseti Evrópusam- bandsins og ávallt fyrir- liði franskra bridgesveita í alþjóðlegum keppnum. KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR + KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR , Q rV' 3 kvikmyndir * skrifar um kvikmyndir * kvikmyndir innar þar, hana óhæfa til starfs- ins. En Gladys gefst ekki upp. Hún ræðst sem þjónustustúlka til uppg j af aembættismanns og safnar þannig fé til þess að kom- ast til Kína upp á eigin spýtur. Þegar þar að kemur leggur hún leið sína yfir Rússland og Síberíu. Eftir langa og erfiða ferð kemst hún loks til Kína, þar sem við henni blasir allsstaðar eymd, tor tryggni, mannúðarleysi og van- þekking. Gladys hittir nú kristni- boðann frú Lawson, sem býr i borginni Wangcheng og sezt að hjá henni. Gladys tekur þegar til starfa Og sýnir bæði dugnað og hugrekki í margskonar erfiðleik- um og hættum sem steðja að úr öllum áttum. Mandarininn í borg- inni fær mætur á þessari ungu og heilsteyptu konu og tekur hana í sína þjónustú. Hún hittir einnig fyrir gjörvulegan höfuðs- mann Linnan, sem er kinverskur í aðra ættina en hollenzkur í hina. Innrás Japana í Kína er yfirvof- andi og höfuðsmaðurinn ræður Gladys til að hverfa úr landi þeg- ar í stað. Hún neitar því, — hún hefur fengið kínverskan þegnrétt og hún kveðst vilja dveljast með þjóð sinni þar til yfir lýkur. Jap- anir gera árás á borgina, en Gladys gerir þá hetjudáð að flýja með hundrað börn yfir fjöll og firnindi, marga daga ferð, við miklar þrautir, ög kemur þeim á öruggan stað. Þar hittir hún fyrir forstjórann frá London, sem dæmdi hana óhæfa til kristniboð3 ins í Kína. En nú lofsamar hann dáð hennar eins Og allir aðrir. Og hún bíður betri tíma með Linnan höfuðsmanni, — manninum, sem hún elskar og sem elskar hana. Þetta er stórbrotin mynd og vel gerð Og leikur Ingrid Berg- man í hlutverki Gladys er frábær og ógleymanlegur. Einnig er af- burðargóður leikur Roberts Don- ats í hlutverki mandarinsins og Curd Júrgens, er leikur Linnan höfuðsmann, fer einnig vel með það hlutverk. Ég mæli eindregið með þessari áhrifamiklu mynd. Gamla Bíó: SKÓLAÆSKA Á GLAPSXIGUM MIKIÐ hefur verið um það rætt og ritað hversu óhugnanlega fari í vöxt að unglingar verði eitur- lyfjanautninni að bráð. Einna mest mun þessa gæta meðal æsku fólks í Bandaríkjunum, enda mun það ærið mikið Og alvarlegt vandamál þar í landi. — Um þetta mál fjallar mynd sú, sem hér er um að ræða. Atburðirnir gerast meðal nemenda í menntaskóla í smáborg á vesturströnd Banda- ríkjanna. Skólavistin þar er dýr og því stunda þar nám nær ein- göngu synir og dætur auðugra foreldra. Dag einn finnast mari- júrana vindlingar á skólalóðinni og veldur það miklu uppnámi. Ríkislögreglan kemst í málið, en kennarar skólans og foreldrar nemendanna hugsa fyrst og fremst um það að koma í veg fyrir að þetta verði að opinberu hneykslismáli. Dollarinn er mátt- ugur og málið er þaggað niður. En nú b ætist í hópinn nýr nem andi, Tony Baker. Þetta er hressi- legur ungur piltur, orðhvatur við kennarana ög aðsópsmikill í hví- vetna og hefur auk þess peninga eins og sand. Hann tekur brátt forystuna meðal skólasystkina sinna, sem dáðst að djarflegri framkomu hans. En Tony er ekki allur þar sem hann er séður. Hann verður þess brátt áskynja, að ein af ungu stúlkunum er eit- urlyfjaneytandi og hann ákveður að taka málið í sínar hendur og rannsaka hverjir það 7 séu, sem sjá unglingunum fyrir eitrinu. Hann beitir við það bæði kænsku og dirfsku og tekst að lokum að koma upp um bófana. í myndinni blasir við áhorfand anum ofsafengið Og taumlaust líf þessa unga fólks, sem hugsar ekki um annað en skemmtanir, æðis- genginn dans og jazz-músik og hraðann bílaakstur. Vafalaust er þetta meira og minna ýkt í mynd inni, en þó satt og rétt inn við kjarnann. Og maður sannfærist um að þetta taumlausa líf hafi óhjákvæmilega óholl áhrif á sálar líf unglinganna og leiði þá á villi- götur, jafnvel til eiturlyfjanotk- unar, því alltaf þarf að auka á spennuna og leita nýrra og sterk- ari nautna. Mynd þessi er áhrifarík, •— þung ádeila og alvarleg varnaðar- orð, serh allir unglingar hafa gott áf að sjá Og hugleiða, svo að þeir komist í skilning á því hver voði þqjm er búinn, sem, ef til vill af forvitni eða í augnabliks léttúð reykja fyrstu eitursígarettuna eða taka við fyrstu heroin-innspýting unni. Myndin er ágætlega gerð og leikur unga fólksins prýðísgóður. Einkum er athyglisverður leikur Russ Tamblyn’s í hlutverki Tony’s og Diane Jergens, er leik- ur ungu stúlkuna, sem hefur orð- ið eiturnautninni að bráð; Og for vitnilegt er að sjá þarna fleiri leikara með þekkt nöfn, svo sem John Barrymore, yngra, Charles Chaplin, yngra og Jacki Coogan. sem leikur aðal-bófann. Nýja Bíó: GISTIHÚS SÆLUNNAR SJÖTTU MYND þessi, sem er amerísk og tekin í litum og Cinema-Scope, er byggð á sögunni „The Small Wom an“ eftir Alan Burgess, en sagan hefur komið út í íslenzkri þýð- ingu bæði í Úrvali og Vikublað- inu „Fálkanum“. — Segir hér frá ungri stúlku, enskri, Gladys Aylwand, sem hefur brennandi áhuga á að komast til Kína og gerast þar trúboði. Þegar hún kemur til London, dæmir for- i stöðumaður kristinboðsstofnunar Félagslíf Frá Farfuglum Mynda- og skemmtikvöldið verður fimmtudaginn 12. október nk. í Breiðfirðingabúð uppi. —. Þeir félagar sem vildu lána „Slides" til sýningar eru vinsam- legast beðnir um að hafa sam- band við skrifstofuna að Lindar- götu 50, í kvöld kl. 8.30—10. — Sími 15937. Stjórnin. Knattspyrnudeild Vals Æfingar fram að áramótum eru sem hér segir: Meistara- og 1. flokkur: miðvikud: kl. 8.30. 2. flokkur: föstud. kl. 10.10. 3. flokkur: miðvikud. kl. 7.40. 4. flokkur: miðvikud. kl. 6.50. 5. flokkur C-D: sunnud. kl. 1. 5. flokkur A-B: sunnud. kj. 1.50. Stjórnin. Knattspyrnudeild Vals 4. flokkur B. Haustmeistarar 4. flokks B. —. Myndataka verður á föstudags- kvöld kl. 9. Mætið stundvíslega með búning. Þjálfarar. Knattspyrnudeild Vals Haustmeistarar 2. flokks B. — Myndataka verður á föstudags- æfingunni kl. 10.10. Mætið allir stundvíslega með búning. Þjálfarar, Skíðadeild Víkings heldur aðalfund sinn í kvöld kl. 8.30 í Víkingsheimilinu. — Félagar fjölmennið. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.