Morgunblaðið - 05.10.1961, Síða 11

Morgunblaðið - 05.10.1961, Síða 11
í'immtudagur 5. okt. 1961 MORGUNBLAÐIÐ 11 Brynjólfur Kjartansson fyrrverandi skipstjóri Fæddur 20. des. 1893 Dáinn 20. sept. 1961 í>ANN 20. september sl. lézt í sjúkrahúsi hér í bæ, Brynjólfur Kjartansson fyrrv. skipstjóri eft- ir nokkurra vikna þunga sjúk- dómslegu og var hann jarðsettur 27. septemiber. Hér er fallinn i valinn einn hinna mætustu manna úr sjó- íuenmastétt. Ungur hóf hann nám í menntaskóla og lauk þaðan prófi og hélt síðan áfram námi í læknadeild háskólans um hríð, en hætti þar námi og gerðist sjó- maður. Brynjólfur sigldi á ýms- um skipum og fékk því hald- góða þekkingu á hinum marg- þættu störfum sjóanannsins. Hann lauk farmannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykja- vík árið 1922. Þá lauk hann einnig loftskeytamannsprófi og starfaði sem loftskeytamaður sam hliða skipstjómarstörfum í mörg ár. — Lengst af sigldi Brynjólfur hjá H.f. Shell á m.s. Skeljungi I. og II. eða um 30 ár, fyrst sem stýri- maður og síðustu árin, sem fast- ur skipstjóri. Eftir að Brynjólf- ur hætti störfum hjá H.f. Shell, vann hann um tíma á Keflavíkur- flugvelli en gerðist svo starfs- maður hjá Háskóla. íslands og var þar starfandi til æviloka. Brynjólfur var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Ingveldur Brandsdóttir, sem er látin fyrir mörgum árum. Þau áttu saman tvo drengi, Brand og Gísla, sem báðir eru kvæntir hér í bæ. Seinni kona hans er Elísabet Jóns dóttir og áttu þau saman tvö börn: Bryndisi Kristínu og Leif. Eg átti því láni að fagna að kynnast frænda mínum og vini Brynjólfi all náið. Á U imili móður minnar var hann tíður gestur á hátíðum og tyllidögum, þegar hann gat komið því við vegna starfa sinna á hafinu. Allt- 1 af var framkoma hans jafn ljúf og prúð, í unglingahóp þar sem gleðin réði ríkjum eða þá er sorg og raunir steðjuðu að. Seinna er við áttum samleið á hafinu, komst ég að raun um, að þar gilti sama prúðmennskan á hverju sem gekk. Aldrei minnist ég þess að hafa heyrt blótsyrði af munni Brynjólfs og er það sjaldgæft í sjómannastétt Og er ég ekki að segja þetta öðruom félögum mín- uim til lasts, heldur til þess að sýna hversu vel Brynjólfur hafði stjórn á allri sinni framkomu, bæði í orði og verki. Já, þeir eru margir, skyldir og vandalausir, sem sakna Brynjólfs Kjartanssonar og senda konu hans, börnum og öðrum ástvin- um innilegustu samúðarkveðjur við fráfall hans. Brynjólfur! Við skipstjórnarmenn þökkum þér hlýtt viðmót og gott sam- starf. Svo kveð ég þig kæri frændi með þökk fyrir allt og allt og bið þér blessunar guðs og óska þér fararheilla til stranda eilífðar- landsins, þar sem ég vona að leiðir okkar liggi saman að lok- um. Theodór Gíslason. Húseigendur Húsaleigusamningar fást í skrifstofu vorri Austur- stræti 14, III. hæð. Opið frá 11—12 og 1—7 alla daga nema laugardaga milli 11 og 12. Ilúseigendafélag Reykjavíkur KÚLAPENNINN I ÁR ER <EV<=RSHARP SUPER € HvIHk þægindi, sparnaður og ánægja að skrifa með góðum penna, sem fæst á hóflegu verði EVERHSARP SUPER E er nýjang í pennasmíði, sem sparar yður tíma og óþægind'. Hann er ávalt reiðubúinn til skrifta mjúklega og örugglega. EVERSHARP SUPER E sameinar alla kosti lindarpennans og kúlu- pennans. Munið að kynna yður kosti EVERSHARP SUPER E pennatis, þegar þér ákveðið kaupin á skólapennanum. EVERSHARP SUPER E fæst í helztu ritfanga- og bókaverzlunum. Góður penni, hóflegt verð..............það er EVERSHARP Kristín Eiríksdóttir Fædd 28. júlí 1868 Dáin 29. sept. 1961 í DAG verður til moldar borin ein elzta og mætasta kona þessa bæjar, Kristín Eiríksdóttir, Berg staðastræti 7, Reykjavík. Hún var fædd á Vatnsnesi við Keflavík, en foreldrar hennar voru Eiríkur Sveinsson og kona hans Þuríður Nikulásdóttir. Kristín var tvígift, fyrri maður hennar hét Magnús Zakaríasson. Reistu þau glæsilegt heimili í Keflavík, en sambúð þeirra varð stutt, því tæpum tveim árum eftir brúðkaupið and aðist Magnús. Son áttu þau einn, Þórð Magnússon, er starfað hefur á skrifstofum Reykjavíkurbæjar í fjölda ára. Hann ólst upp hjá móður sinni og hefur dvalið hjá henni alla tíð. Semna giftist Kristín Þórgeiri Pálssyni. Bjuggu þau fyrst í Kefla vík, en fluttust til Reykjavíkur árið 1903. Reistu þau húsið Berg- staðastræti 7 og þar átti Kristín heima til dauðadags. Börn Kristín ar eru þau Magnús stórkaupmað- ur Þorgeirsson í Pfaff og Emelía kaupkona Þorgeirsdóttir. Öll eru börn Kristínar prýðilega vel gefin og ágætisfólk. Þorgeir og Kristín slitu samvistum, en hún bjó á- fram með börnum sínum á Berg- staðastræti 7 og setti þar á stofn matsölu. Haustið 1921 bar fundum okkar Kristínar fyrst saman. Eg kom þá frá námi í Kaupmannahöfn og var ekki allt Of vel f jáður. Spurði ég því góðan kunningja minn, hvort han ngæti ekki bent mér á matsölustað, þar sem ég gæti fengið að skulda fæðið að minnsta kosti í einn mánuð. Hann fór þegar með mig til Kristínar, þar sem hann borðaði sjálfur. Samn- ingar tókust mjög greiðlega milli mín Og þessarar hæglátu, en þó fjörlegu, eldri konu, og hjá henni borðaði ég þar til ég stofnaði mitt eigið heimili. Kristín hafði marga ágæta kosti sem matselja. Hún var hagsýn og hafði ódrepandi dugn- að við að útvega sér það bezta, sem hún þurfti til starfseminnar. Hún hafði alltaf hlýlegt viðmót við alla. Mér fannst aldrei, að ég væri að koma inn á matsöluhús, þegar ég kom tli Kristínar, held- ur inn á hlýlegt og notaíegt heim ili, og þannig held ég að því hafi verið varið með alla, sem þar borðuðu. Og nú, þegar við kveðjum Kristínu Eiríksdóttur hinstu kveðju, þá fylgir henni hlýr hug ur og þakklæti okkar allra, sem hún fóstraði í lengri eða skemmri tíma af æfi okkar. Blessuð sé minning hennar. V.S. „Dömur" SAMKVÆMISSJÖL SAMKVÆMISJAKKAR SAMKVÆMISTÖSKUR HVÍTIR SKINNHANZKAR STÍF SKJÖRT Hjá Báru Austurstræti 14 Glæsílegt einbýlishus í SKERJAFIRÐl. — Húsið er fullpússað að innan. Allar hurðir nema útihurðir fylgja. Einnig öll hreinlætistæki og nokkuð af öðru efni. Upplýsingar á skrifstofunni, (ekki í síma). FASTEIGNA & FISKISKIP Bankastræti 6 — Sími 19764, Barnaskóli H afnarfjarðar verður settur í Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 6. okt. kl. 6 síðdegis. SKÓLASTJÓRI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.