Morgunblaðið - 05.10.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.10.1961, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtedagur 5. okt. 1961 Dorothy Quentin: Þöglaey Skdldsaga Það er ekki annað en eigin- girni, svaraði hún þessari hrifn- ingu hans. Ég er ekki nema feg- in að hafa fólk hjá mér. Það gæti kannske, hugsaði hún, eytt ein- hverju af dapurlegu endurminn- ingunum um Edvard frænda og föður hennar. Og auk þess er allt fallegasta landslagið á þeim hluta eyjarinnar. Þegar Sol er búinn að sjá það, býst ég við, að öll mótmæli þagni. Vinur þinn læknirinn er víst ekkei€ hrifinn af þessu, sagði Rex tortrygginn. Ég botna ekki almennilega í honum, enda er ég óvanur að umgangast franskan nýlenduaðal. Hann er hógvær, en samt finnst mér eins og allir hér taki tillit til þess, sem hann segir. Ég öfunda hann af þessum meðfædda herrasvip, Frankie. Stúlkan hló og. horfði niður fyrir borðstokkinn í grænan sjó- inn. Hann var svo hreinn, að sterku litirnir á smáfiskunum skinu eins og gimsteinar. Skipið hafði ekki legið þarna nema klukkustund en samt höfðu fisk arnir gleymt ónæðinu, sem af því hafði stafað og nálguðust nú aftur ‘óhræddir. Þetta eru fallegar skepnur, sagði Rex og lagði höndina á hönd Frankies. Þau voru ein síns liðs þarna megin á skipinu og enginn til að horfa á þau. Frankie! Hann nefndi nafnið með ákafa og hún hætti að horfa í vatnið og leit vingjarnlegg á hann. Já.... Ég hef ekki þekkt þig nema í nokkra daga tafsaði hann, en mér finnst þú svo dásamleg. Ef þessi hrokafulli Fransari er að hrella þig, þá.... Bláu augun opnuðust með undrunarsvip. Hvaða ástæðu hefurðu til að halda, að André sé að hrella mig? spurði hún lágt. Hann er gamall og kær vin- ur minn. Þegar við vorum krakk ar, barði hann mig þegar ég átti það skilið. • ' Þú ert ekkert bam lengur, svaraði ungi leikarinn einbeittur, og bætti svo við: Þegar ég kom í káetuna til þín, varstu rétt far- in að gráta. Hana langaði mest að reka upp óhemjuhlátur að þessum riddara, sem hugðist vernda hana gegn harðneskju Andrés, en hún átt- aði sig á því, að Rex var íull alvara. Hún svaraði því hóglega: Þakka þér, en þetta skil ég ekki. André er fjárhaldamaður minn og sér um þessa fasteign mína. Ættirnar Laurier og de Tourville hafa verið vinir í marga manns aldra. Auðvitað hefur André full an rétt til að....gefa mér ráð- leggingar um viðskiptamál. Ef ég hef verið eitthvað miður mín, hefur það verið af allt öðrum ástæðum. Rex starði á hana, en svo var eins og hann væri orðinn ró- legri og glotti. Svo sagði hann: Ef þú þarft á öðrum vini að halda, þá veiztu hvar hann er að finna — en nú er víst bezt að Ijúka af þessari tollafgreiðslu, því að mig er farið að langa í mat! Svarti Michael, kolsvartur negri, sem mældist þrjár álnir á berum hælum, var ennþá toll- þjónn. Auk þess var hann einn duglegasti veiðimaður á allri eynni. Oft hafði hann farið með þau André og Frankie í pramm- anum sínum, til þess að stinga fisk við kyndlaljós, frá kletta- rifinu á þeim tíma, sem ætlast var til, að þau væru steinsofandi í rúminu. Nú heilsaði hann Frankie með breiðu brosi, sem klauf andlitið á honum eyrna milli og kreisti svo hönd hennar í risavöxnu hendinni sinni, þang- að til hana verkjaði. Velkomin heim, mademoiselle! Guð minn góður, hvað þú ert orðin stór. Seinast þegar ég sá þig, varstu .svona lítil... .sagði hann á mállýzku sinni. Það var ánægjulegt að sjá alla vinsemdina, sem skein út úr þessu svarta andliti og Frankie svaraði líka í sama. Já, það er gott að vera komin heim, Micha- el. Þú hefur ekkert breytzt og eyjan er eins og hún hefur alltaf verið.... Svarti Michael ranghvolfdi í sér augunum. Frændi þinn er dá- inn — friður veri með sálu hans, og þú munt sjá, að Laurier er t orðið öðruvísi en áður var. aÞð var aldrei jafngott eftir að þú fórst og hann var mjög veikur. Mér þykir leitt, ef þér finnst Laurier leiðinlegur bústaður, en það er ekki skemmtilegt fyrir unga stúlku að vera alein.... Frankie flýtti sér að segja honum, að hún ætlaði að hafa gesti í Laurier, eftir tvo daga, og hann virtist þeim tíðindum feginn. Hún spurði hann margra spurninga um fólk, sem hún þekkti og það gladdi hana að heyra, að það var allt í bezta gengi, eftir því sem þarna var um að gera. Séra Filuppus væri enn sóknarprestur þarna, en orð inn býsna gamall. Bill Kerryns, vitlausi írinn, hefði ennþá eina bílaverkstæðið þarna. Og nú höf- um við ágætan, nýjan lækni og fínan spítala, sagði hann og hlát- urinn drundi í honum. Herra greifinn gætir okkar ágætlega, og Pálmahöllin er ágætis sjúkra- hús....nú er bara orðið gaman að vera veikur! Frankie kinkaði kolli og hún minntist vesaldarlega sjúkra- hússins, sem áður var í Belle- fleur, undir stjórn Moynihan gamla læknis, sem var oftar en ekki fullur. Það var staður, sem André hafði oft dregið harta á, þegar hún var á líknarferðalagi. Allir þeir, sem skár voru stæðir á eynni, höfðu forðazt þennan stað. Þá þegar var André búinn að ákveða að verða læknir og hafði skammað hana fyrir tepru- legan viðbjóð hennar á veikind- um, óþef og sóðaskap. Vertu ekki svona mikill bjáni, Franc- oise. Fólkið lyktar svona illa, af því að það er veikt og húsið er að grotna niður — einhverntíma ætla ég að byggja almennilegt sjúkrahús hérna, þar sem nunn- urnar geta litið eftir þeim eins og þarf. Og hann hafði kreppt grönnu hendurnar, en framtiðardraum- arnir skinu út úr augum hans og svo brosti hann af vorkunn yfir tepruskap hennar. Þetta er fólk, alveg eins og ég og þú og Claud- ette. Heldurðu, að það hafi gam- an af að vera í þessu sóðabæli Og hún hafði farið með hon- um. Alltaf fór hún með honum og líklega hefði hún elt hann á heimsenda, ef hann hefði farið fram á það. Og sumip- draumar hans höfðu rætzt. Hann var orð- inn læknir og það góður læknir, ef hún þekkti André rétt. Þegar hann skorti fé til að reisa nýtt sjúkrahús frá grunni, hafði hann gefið heimili sitt til sjúkrahús- halds. Hún logaði öll af hreykni af André, þegar hún brosti til Michaels — á þessu sviði voru þau að minnsta kosti sammála. Hún gleymdi alveg gjánni, sem hafði opnazt milli þeirra fyrir einni klukkustund, þegar henni fannst rétt eins og þau töluðu sitt tungumálið hvort. En bráð- um, þegar hann gæti talað við hana um starf sitt og hún við hann um Mayne-stofnunina, mundu þau komast eins nærri hvort öðru og þau höfðu verið áður fyrr. Farangurinn ungfrúarinnar er þegar kominn í bíl herrans, og Tom bíður eftir að aka yður heim til hans, þegar þér eruð búin að fá yðuf- morgunverð. Hún dinglaði lyklunum sínum á fingrinum. Já, en Miehael, þú ert ekki búinn að tollskoða far- angurinn minn. Ég gæti verið að smygla einhverju í land.... Nei, mademoiselle, ég er alveg óhræddur, svaraði hann og hristi ullarhausinn. Því tryði ég ekki, þó aldrei nema þér séuð búin að vera tíu ór í Ameríku. Þakka þér fyrir, sagði hún veiklulega og átti bágt með að ráða við tárin, sem ætluðu að brjótast fram. Svo sneri hún við og gekk inn í borðsalinn. Þar fann hún kvikmyndahópinn, sem var himinlifandi yfir heimboði hennar — allir nema Sol, sem vildi ógjarna níðast á gestrisni hennar, fyrr en hún samþykkti, að þessi viðskipti skyldu fara fram á hreinum verzlunargrund- velli. Þau skyldu kosta mat sinn sjálf og svo þá húshjólp, sem með þyrfti aukalega. Og jafnvel með því móti, sagði Sol, þá léttirðu af okkur miklum kostnaði og leggur mikið erfiði á þig sjálfa. Þetta er gamalt hús og mjög stórt, sagði hún, og mestur hluti þess hefur ekki verið notaður árum saman en það gæti nú samt orðið skárra en hjó Tony. Svo. er ég fegin að þið hafið af fyrir mér á kvöldin og loks er allt landslagið, sem þið þurfið að nota, rétt á næstu grösum. Þú ert of fljót á þér með þessa gestrisni þína, sagði hann í að- vörunartón og brosti um leið. Ég býst við, að það taki einn tvo daga að koma húsinu í lag, sagði hún hressilega. Ég verð að ná mér í bíl og safna að mér mat arbirgðum. Eigum við að segja á fimmtudag, Sol? Augu litla Pólverjans glömp- uðu glettnislega. Hann ýtti skál með ávöxtum í yfir borðið til hennar. Finndu bara lyktina af þessu, Frankie. Appelsínur, ban- anar og ananas....ég sá þetta flutt um borð rétt áðan. Það er æðimiklu betra en þessir ísuðu og innpökkuðu ávextir, sem mað ur fær í Ameríku, finnst þér ekki? Jú, það finnst mér, samþykkti hún og augun ljómuðu eins og i barni, sem er í samkvæmi. Já, það verður gaman, Sol, að koma heim og svo fá ykkur öll fyrir gesti.... Já, það getur orðið gaman að sjá, hvort verður yfirsterkara, erfða-eiginleikar .... eða skóla- gangan og umhverfið, svaraði hann þurrlega, en augun voru jafn vingjarnleg og áður. Þú ert orðin amerískari en þér dettur í hug, barnið gott. Rétt núna sá ég glampa í augunum í þér — þú varst að hugsa um bíla og matvörur og rúmfatnað og kæli- skápa....þú varst að búa allt undir að taka á móti okkur. Frankie hló lágt. Og hvað ef svo væri? Mér finnst eyjunni ekki veita af svolítilli lagfær- ingu; hér er allt svo frumstætt. Þið fáið bæði olíulampa og bala til að baða ykkur í, þegar þið komið til Laurier — það er engin hætta á, að þið fáið ekki að sjá eitthvað nægilega úrelt Hún hló og stóð síðan upp til að kveðja skipstjórann og skips- höfniha. Nú þegar hún gat ekki dregið það lengur að fara í land, kom í hana ferðahugur. Hún vildi komast heim, jafnvel þótt það kostaði heimsókn til Helenu gömlu í leiðinni. Hún þekkti aftur gamla bílinn, sem faðir Andrés hafði átt, en Á á I — Sirrí! hvar ertu? I Og eldurinn nálgast enn timbur I I Á meðan, í turninum: | turninn. brosleiti ungi maðurinn, sem stóð við hann, var henni ókunn- ur, nema ef vera skyldi, að hann væri einn krakkanna í búgarð- inum og nú orðiim uppkominn. Velkomin heim, ungfrú! sagði hann og brosti vingjarnlega og hneigði sig um leið og hann hengdi blómsveig um háls henni. Þetta er frá okkur öllum á bú- garðinum, sagði hann, blátt á- fram. Henni fannst rétt eins og hún væri prinsessa, sem væri að koma heim. Þau höfðu einmitt kallað sig prinsinn og prinsess- una af Þögluey, þegar þau voru krakkar, hún og André, og hall- irnar þeirra sem horfðust í augu yfir ána, höfðu verið kastalarnir þeirra. Öll eyjan hafði verið kon ungsríkið þeirra. Þegar hann var fjórtán ára og hún sjö, hafði hann einusinni sagt: Einhvern SHtltvarpiö Fimmtudagur 5. október 8:00 Morgunútvarp (Bæn: Séra Jakob Jónsson. — 8:05 Tónleikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar, 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12:25 Fréttir og tilk.). 12:55 „A frívaktinni“, sjómannaþátt- ur (Sigríður Hagalín). 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:05 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og tilk. — 16:05 Tónleikar. -r 16:30 Veð- urfregnir). 18:30 Tónleikar: Lög úr óperum. 18:55 Tilkynningar. 19:20 Veðurfregnir. 19:30 Fréttir. 20:00 Samleikur á saxófón og píanð (Marcel Mule og Matha Lenom leika). 20:20 Háskóli Islands fimmtíu ára: Af- mælisdagskrá. a) Erindi: í>ættir úr sögu há- skólans (Guðni Jónsson prófessor). b) Stofnanir háskólans: Frásagn ir og viðtöl. c) Tónleikar. 21:40 Einsöngur: Leonie Ryssanek syngur óperuaríur. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Kvöldsagan: ,,Smyglarinn** eftir Arthur Omre; XVII (Ingólfuir Kristjánsson rithöfundur). 22:30 Frá tvennum tónlistarhátíðum i Evrópu: a) Frá Schwetzingen í maí s.l.f Sinfónía nr. 23 í D-dúr. K181 eftir Mozart (Sinfóníuhljóm- sveit suður-þýzka útvarpsins leikur. Carl Schuricht stjórn- 7 b) Frá Salzburg í júlí s.l.t Sinfónía nr. 48 í C-dur eftil Haydn (Filharmoniska hljóm- sveitin í Vínarborg leikur; Wolfgang Sawallisch stjórnar- 23:05 Dagskrárlok. 4 Föstudagur 6. október 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Tón leikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tón leikar. — 10:00 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp. (Tónl. — 12:25 Fréttir, tilk. og tónl.). 13:15 Lesin dagskrá næstu viku. — Tón leikar. 13:50 Afmælishátíð Háskóla Islands (útv. frá háskólabíói): Ræðu flyt ur rektor háskólans, próf. Ar- mann Snævarr. — Avörp flytja forseti Islands, menntamálaráð- herra, borgarstj. í Reykjavík og forseti Þjóðræknisfél. Islend- inga í Vesturheimi. — Kveðjur flytja forseti Vísindafél. Islend- inga, varaform. Bandalags há- skólamanna, form. Stúdentafél. Reykjavíkur, form. Stúdentaráðs háskólans og fulltrúar erlendra háskóla. — Blandaður kór, Þuríð- ur Pálsdóttir, Arni Jónsson og Sinfóníuhljómsveit Islands flytja kantötu við háskólaljóð Davíðs Stefánssonar og fleira eftir Pál Isólfsson; höf. stj. — Rektor þakk ar. — Sunginn þjóðsöngurinn. 16:30 Veðurfregnir. 18:30 Tónleikar; Þjóðlög frá ýmsum löndum. 18:50 Tilkynningar. 19:20 Veðurfregnir. 19:30 Fréttir. 20:00 Tónleikar: Konsert í A-dúr fyrií selló og strengjasveit eftir Tairt- ini (I Musici leika). 20:15 Efst á baugi (Björgvin Guðmunds son og Tómas Karlsson). 20:45 Operettulög: Anneliese Rothen- berger og Rudolf Schock syngja lög úr ,,Betlistúdentinn“ eftir Millöcker og „Boccaccio** eftir Suppé. 21:00 Upplestur: Steindór Hjörleifsson leikari les ljóð eftir Jón úr Vör, 21:10 Píanótónleikar: Clara Haskil leik 'ur. — a) Tvær sónötur í Es-dúr og h« moll eftir Scarlatti. b) Sónatína fyrir píanó eftií Ravel. 21:30 Utvarpssagan: „Gyðjan og ux- inn“ eftir Kristmann Guðmunds- son; XVI. (Höfundur les). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Kvöldsagan: „Smyglarinn** eftir Arthur Omre; XVIII; (Ingólfur Kristjánsson rithöfundur). 22:30 I léttum tón: a) Rússneskt kvennatríó leikur á bandúra og syngur. b) „Hammond" Olsen leikur á bíóorgel lög eftir Foster. S3:00 Dagskrárlok

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.