Morgunblaðið - 05.10.1961, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 05.10.1961, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIh Fimmtudagur 5. okt. 1961 ■ Handknattleikur aftur á NÚ fer tímabil vetraríþróttanna senn aS hefjast, en af þeim íþróttum, sem að vetri til eru stundaSar hér á landi, ber hand- knattleikinn hæst. Nýlega er lokið aðalfundi Handknattieiks- ráðs Reykjavíkur og var Birgir Lúðvíksson kjörim formaður fyrir næsta tímabil. Á laugardag- inn kemur verður svo haldið árs- þing Handknattleikssambandsins, en þar er núverandi formaður Ásbjörn Sigurjónsson á Álafossi. * Góð frammistaða Á því starfsári, sem nú er að ljúka hjá handknattleiksmönnum má vissulega segja, að mikið hafi verið um að vera og vel til tekizt. Ber þar hæst frammistöðu lands- liðsins á Heimsmeistarakeppninni í Þýzkalandi í marz s.l. Þar náði ísland 6. sæti og vann afrek, sem lengi verða í minnum höfð. allra vörum er liðið náði jafntefli við Tékkóslóvakíu, sem að margra dómi er sterkasta lið heimsins í dag, þótt ekki næði það heimsmeistaratitlinum. Og eftir þessa frammistöðu liðsins buðu núverandi heimsmeistarar, Rúmenar okkar mönnum til keppni við Balkanlöndin, en hún verður haldin næsta vor. ■Á Fjárhagsvandræði Enn er óvíst hvort hægt verður að taka þessu góða boði, og þá fyrst og fremst af fjárhagsástæð- um, en handknattleikurinn er mjög illa stæður fjárhagslega. Ráða þar mestu vansæmandi húsa kynni, en eina keppnishúsið hér á landi er Hálogaland, sem rúma mun um 500 manns. Handknatt- leiksmenn Og aðrir, sem innan- hússíþróttir stunda horfa því von- araugum til hinnar væntanlegu íþróttahallar, sem fyrirhugað er að reisa í Laugardal. Margt getur skeð ÞAÐ er ekki hægt að segja að dönsk knattspyrna fari fram með mikilli ró. Um síðustu helgi varð að kalla lögreglu, hjúkrunarfólk og beita brottrekstrum af velli í sambandi við knattspyrnuleik- ina. Blóðið er farið að sjóða í Dönum. f Fredrikshavn leið yfir tvo áhorfendur er hálfrotaður knatt- spyrnumaður var studdur af leik- vellinum. Sjúkraíiðið fékk nóg að gera. Þessi mynd hefur birzt mörgum íþróttablöðum er- lendis, hún hún sýnir Gunn- laug Hjálmarsson skora mark gegn Dönum í Heims- meistarakeppninni. ' Lengs t. v. er Karl Jóhannsson, en á miðri myndinni Kristján Stefánsson og fyrirliði Dana, Per Theilmann. ,Við getum ekki setið ic Boð til keppni í Rúmeniu Til dæmis var nafn íslands á Vantar lsekni á innanhúsmótin ÞEGAR KAPPLEIKIR í knatt spyrnu fara fram á íþróttavöll unum í Reykjavik, er föst regla, að læfcnir sé til staðar, ef slys ber að höndum. Þykir þetta sjálfsagt og oft hefur læknirinn mikið að gera. En á Hálögalandi, þar sem öll keppni innanhúss fer fram, er aldrei til læknir, ef á þarf að halda og oft á vetri hverj um þarf að aka m#ð menn á slysavarðstofu, ef eitthvað hefur komið fyrir. Sem betur fer hefur ekki verið um meiri háttar meiðsli eða slys að ræða, en þar sem aðstæður eru eins slæmar og í Háloga landi, lítlð húsrými, en harka og hraði mikill í hverri keppni, er hætt við árekstrum og meiðslum. Vafalaust mælir Mbl. fyrir munn allra keppenda, þegar það nú ber fram vinsamleg til mæli til hlutaðeigandi aðila, / að þeir sjái svo til, að á opinberum mótum í vetur verði læknir ávallt til staðar. í Hróarskeldu urðu leikmenn og starfsmenn að bíða alllengi á vellinum 'eftir að leik lauk. Loks kom lögreglan og kom í veg fyrir að liðsmenn og einkum dómar- inn fengju. það óþvegið hjá áhorfendum sem voru æfir yfir því að tveimur leikmönnum hafði verið vísað úr leito. f Haderslev voru tveir leik- menn fluttir frá knattspyrnuvell- inum. Annar var fótbrotinn hinn hafði hlotið heilahristintg. f Ærþsköbing fékk einn leik- manna skot í auga. Veiðimaður var á næstu grösum að „iðn“ sinni og var óvarkár. í sjúkra- húsinu var haglskot fjarlægt úr auga knattspyrnumannsins. — Já, margt getur skeð! hjá STRÆTISVAGNSBÍLSTJÓRI einn kom á fund okkar í gær dag og dró upp úr vasa sín- um útþanið umslag. „Þetta er frá okkur strætia vagnsstjórum og til Ríkharðs Jónssonar. Við sendum hon- um beztu kveðjur og óskir um velheppnaða för til lækn- jnga. Við gátum ekki setið hjá, þegar tækifæri gafst tii að þakka honum góðar stunð ir. Og með þessum krónum viljum við láta fylgja ósk um, að við eigum eftir að sjá hann heilan á vellinum aftur — eða að minnsta kosti heilan heilsu“. Og við töldum í umslag- inu. í því voru 1525 krónur, sem við munum koma til skiia. _ -• Harald veldur miklu hugarrdti Danska Jbjóðin stendur á öndirmi ut af „augasfeini" sínum EINN af dáðustu knattspyrnu mönnum Dana síðasta áratug inn er án efa Harald Nielsen, sem náði afar skjótum og mikl um frama sem miðherji í danska landsliðinu og átti ekkj hvað minnstan þátt í vel gengni Dana á Olympíuleikun um í Róm Hann var á sl. vetri fyrsíur Dana til að falla fyrir gyllá- boðum agenta ítalskra knatt spyrnufélaga, sem buðu hon- um gull og græna skóga. Fyr ir undirritun samnings við ít alska liðð Bologna fékk Har- ald 200 þús. d. kr. auk góðra vikulauna em samningurinn var til 2ja ára. Danir voru að sönnu montnir af þessum unga landa sínum sem eftir að hafa orðið ímynd frama og frægðar í augum ungra Dana og dáður af öllum löndum sínum, virtist ætla að leggja Ítalíu að fótum sér. Það kom því sem reiðarslag á dögunum er það spurðist að þjálfari Bologna hefði sett hann út úr A-liðd Bologna. Lið inu hafði ekki gengið vel það sem af er keppnistímabilsins — og ráð þjálfarans var að taka hinn unga Dana úí“ úr lið inu. Tug eða hundruð þús- únda Dana ætluðu að ærast út af þess „hneyksli". Dönsku blöðin veltu sér upp úr þess- um atburði og ýmis þeirra sendu blaðamenn sína á vett- vang — til Bologna. Og sá sem settur var í liðið í staðinn fyrir Harald Nielsen stóð sig með prýði og skoraði sigyrmark Bologna í þeim leik sem hann keppti í. Orð þjálfarans sönnuðust. Liðið var öllu beittara án Haralds. Hann var því ekki með í næsta leik — og engin veit hvenær hann verður notaður næst. En það er að sjálfsögðu ekkert verra gert einum há- launuðum atvinnumanni í knattspyrnu, en að telja hann ekki nógu góðan’ til að leika. Dönsku blaðamennirnir þjörmuðu að þjálfaranum, en hann segir aðeins „Kannski verður IJarald með næst — kannski hinn á’fram. Ég veit það ekki.“ Sjónvarpið danska fór á vettvang vegna hins mikla spennings í Danmörku út af þessu máli. Það vildi fá að sjónvarpa næsta leik sem átti að vera í gærkvöldi En sjón- varpið vildi fyrst gjarnan vita hvort Harald yrði með, því annars yrðu vonbrigði' heimamanna í Danmörku mik il, að sjá ekki „hetjuna“ sína. En þjálfarinn sagði: „Kannski verður Harald með — kannski ''ekki. Ég vpit það ekki ennþá. Ég varð að setja hann út úr liðinu vegna kröfu fólksins, vegna kröfu blaðamanna og vegna stjómarmanna Bologna félagsins.“ Dönsku blöðin eru uþpfyllt af samtölum við Harald, þjálf arann og fleiri. Sum afsaka þetta. Kenna um erfiðleikum þjálfarans og Haralds að skilja hvorn annan. Ekkert blaðanna segir, eða rennir grun í, að Harald skorti hæfi leika til að uppfylla kröfur ítala. Og málið heldur áfram. Dan ir standa á öndinni. Harald sjálfur segir. „Það var hollt fyrir mig að sitja á varamannabekknum. Ég ætla að komast aftur í liðið. Það er að vísu leiðinlegt að vera „settur af“, og ég tel það ó- verðskuldað. Af 6 mörkurn Bolögna til þessa hefi ég skor að tvö en öll hin verið skoruð úr vítaspyrnu sem dæmdar voru Bologna eftir brot fram in gegn mér á vítateignum." Og öllum Dönum finnst Har ald hafa lög að mæla. Það er aðeins þeir sem borga sig inn og greiða honum kaup sem eru á öðru máli. Og þetta mál — hvort Har ald fær að leika eða ekki næstu leiki, hefur umhverft dönsku blöðunum sumum og eyðilagt hugarró ótal ,Dana. liarald_áhyggjufullur MMHMMMHHMMNUBMMMMMMMMMMHMPHMMHMMMIMMUMMinMBMW

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.