Morgunblaðið - 05.10.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.10.1961, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐlh Fimmtudagur 5. okt. 196} Cftgefandi: H.f Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Árni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: A.ðalstræti 6. Auglýsingar og avgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 3.00 eintakið. URELT STEFNA 1 Þjóðviljanum í gær er svofelld fréttaklausa: „Brezki verkalýðsforinginn Frank Cousins réðist í dag harkalega að stjórn Verka- mannaflokksins fyrir undan- hald í þjóðnýtingarmálum. Gagnrýni sína sétti Cousins fram á landsþingi flokksins í Blackpool. Cousins er for- maður í hinu volduga - sam- bandi flutningaverkamanna“. Þjóðviljinn harmar það auð vitað mjög með Cousins hin- um brezka, að Verkamanna- flokkurinn skuli undir for- ystu Gaitskells hafa horfið frá þjóðnýtingarstefnu sinni. Segir blaðið, að Gaitskell hafi „fengið meiri hluta flokksforystunnar til að slá af stefnunni um þjóðnýtingu framleiðslutækjanna“. Sann- leikurinn er auðvitað allt annar. Ástæðan til þess að brezki Verkamannaflokkur- inn og Jafnaðarmannaflokk- ur Vestur-Þýzkalands, svo dæmi séu tekin, hafa horfið frá þjóðnýtingarstefnunni, er einfaldlega sú, að leiðtogar þessara flokka viðurkenna, að þjóðnýtingin er úrelt fyr- irkomulag, sem heyrir for- tíðinni til, og ekki er hægt / að framkvæma nema helzt í skjóli alþýðulögreglu og grá- vopnaðra herja einræðis- ríkja. Alls staðar þar sem fólkið hefur frelsi til skoð- anamyndunar og áhrif á þjóðfélagsstefnuna, hefur þjóðnýting sósíalismans ver- ið á undanhaldi. Þarf ekki annað en líta á tvö fyrr- nefnd forysturíki í Vestur- Evrópu til að sannfærast um það. Ein höfuðástæðan til þess að jafnaðarmenn í Vestur-Þýzkalandi unnu á í síðustu kosningum mun vera sú, að flokkurinn hélt ekki fram þjóðnýtingarstefnu. Alrangt er hjá Þjóðvilj- anum, að það séu forystu- menn jafnaðarmannaflokk- anna, sem knýja aðra flokks- menn „til að slá af stefn- unni um þjóðnýtingu fram- leiðslutækjanna“. Slíkt hef- ur við engin rök að styðj- ast. Leiðtogar jafnaðarmanna flokkanna hafa einungis ver- ið ,knúðir til þess af hávær- um kröfum fólksins að víkja frá þessari margreyndu, en úreltu stefnu. Það er í dag krafa tímans um allan hinn frjálsa heim. Fólkið hrópar á athafnafrelsi. Það er orðið langþreytt á höftum og frelsisskerðingu 19. aldar stefnunnar. Það skyldu þeir menn hafa í huga, sem sífelldlega lofa svonefnda „vinstri stefnu“ hér á landi. Svo hefur verið að sjá af Tímanum, að ýmsir leiðtogar Framsóknarflokksins vilji ríg halda í það formyrkvaða aft- urhald, sem „vinstri stefn- an“ var. Það virðist kominn tími til, að þessir ágætu menn geri sér grein fyrir, á hvaða öld þeir lifa. íslenzka þjóðin er a.m.k. staðráðin í að kalla ekki yfir sig þær hörmungar, sem af „vinstri stefnunni“ leiddi. ALLS STAÐAR SAMA SAGAN /"|g nú er þjóðnýtingin á undanhaldi í Sýrlandi. Vafalaust eru orsakir bylt- ingarinnar þar margvíslegar og hefur verið minnzt á þær áður hér í forystugreinum blaðsins. Um allan heim þykir þessi bylting stórmerki legur viðburður. í blöðum er bent á ýmsar ástæður til þess, hve vel hún tókst. — Bandaríska stórblaðið New York Times segir, að hún sé m. a. svar Sýrlendinga við síaukinni sósíalískri stefnu Nassers í landinu, og ekki sízt þjóðnýtingaráformum hans. — FÆREYSK LIST Á ÍSLANDI l»að er skemmtileg tilviljun, * að í kjölfar norrænu list- sýningarinnar kemur nú færeysk listsýning. Eins og skýrt er frá'annars staðar í blaðinu eru hingað komnir nokkrir' færeyskir myndlist- armenn til að setja sýning- una upp. Enginn vafi er á, að listsýning Færeyinga mun vekja mikla og verðskuldaða athygli hér á landi. Þó sam- göngur við Færeyjar séu ekki í sem beztu horfi, hafa samskipti íslands og Fær- eyja ætíð verið mjög mikil. Þessar bræðraþjóðir hafa sótt sömu mið og glímt við svipuð vandamál. Einhvers staðar stendur á prenti, að lífið sé saltfiskur. Slík fullyrðing, á vel við í kommúnísku ríkjunum, þar sem listin er ófrjáls og framleidd eins og hver annar varningur og sérhver frjó hugsun er drepin í dróma. En allir vita, að Færeyingar eiga kjarngóðar og sterkar bókmenntir, bæði nýjar og gamlar, sem hafa Nína og Nikita md ekki milli sjd, hvort verra er EINS og kunnugt er, hefur Nikita Krúsjeff, forsætisráð- herra Sovétríkjanna, ferðazt meira um hinn vestræna heim en aðrir kommúnista- leiðtogar hafa lagt í vana sinn. — Kona hans, Nína, hefur oft farið út fyrir „landsteinana" með manni sínum — og hefur, að sínu leyti, vakið engu minni at- hygli en hann. Menn hafa mjög reynt að gera sér grein fyrir, hvers konar manneskja Richard Nixon — ekki hrif- inn af Kreml-frúnni. þessi brosmilda og „heima- lega“ kona sé. Hafa margir hallazt að því, að hún sé hin mesta heiðurskona, ljúf á flesta lund, — og viljað þakka henni að nokkru, þeg- ar Krúsjeff hefur reynzt með blíðara móti í viðskipt- um sínum við vestræna leið- toga. Richard Nixon, fyrrum varaforseti Bandaríkjanna, og kona hans fóru í opinbera heimsókn til Sovétríkjanna fyrir nokkrum árum, eins og menn muna, og hafa þau því sennilega kynnzt þeim Krú- sjeff og Nínu meira en flest- ir aðrir vestantjalds. Og Nixon er hreint ekki þeirrar skoðunar, að Nína Krúsjeff sé „hinn góði andi“ 1 Kreml — síður en svo. 1 ræðu, sem Nixon hélt ný- lega í Denver í Colorado, drap hann m.a. á það, hvern- ig sér hefði komið Nína Krú- sjeff fyrir sjónir. — Hún er kommúnisti fyrst — síðan kona, sagði hann — og bætti við: — Hún er kaldlynd og hið mesta hörkutól, engu síð- ur en maður hennar.... Nina Krúsjeff — brosmild, en mesta körkutól. Vogun vínn- ur-vogun tapar F Y R S T eftir byltinguna í Sýrlandi var landamærunum lokað og þeirra gætt strang- lega. Gerði þetta m.a. það að verkum, að erfitt reynd- ist að afla ýtarlegra frétta frá landinu til að byrja með — og um myndir var ekki að ræða, nema þær fáu, sem tókst að smygla úr landi með einhverjum hætti. Að sjálfsögðu var hægt að ná myndum af landamæra- vörðunum og bryndrekum þeirra, en það var stranglega bannað — og hótað hörðu hverjum þeim, er reyndi að brjóta bannið. — Nokkrir létu þó freistast og laumuð- ust til að smella af mynd út um bílgluggann sinn ef færi gafst, um leið og þeir óku meðfram landamæralínunnL — ★ — Þannig er þessi mynd til komin. Ókunnur ferðamaður i tók hana einhvers staðar við landamæri Sýrlands og Líb- anon sama daginn og bylt- ignin var gerð. Sú mynda- taka hefir eflaust borgað sig vel — en sennilega hefði ljós myndarinn orðið af með myndavél sína, og kannski haft enn verra af, ef hann hefði ekki verið svo heppinn, að landamæravörðurinn sneri sér frá honum á réttu andartaki. — Vogun vinnur — vogun tapar. borið hróður þeirra til fjar- lægra landa. — íslendingar þekkja margir hina auðugu ljóðlist Færeyinga, og önnur bókmenntaverk þeirra hafa náð heimsfrægð. Það verður því skemmtilegt að kynnast nýrri hlið á/færeyskri menn- ingu, þegar listsýningin verð ur opnuð í Reykjavík. íslend ingar bjóða færeysku lista- mennina velkomna. Bondurískat flugstöðvor LONDON 3. okt. (AP) — Eugene Zuckert, aðstoðar hermálaráð- herra Bandaríkjanna, skýrði frá því í dag að vegna alvarlegs á- stands í heiminum hafi verið hætt við að leggja niður fjórar flugstöðvar Bandaríkjanna í Bretlandi. Ráðherrann sagði á fundi með fréttamönnum að samkvæmt til« kynningu Bandaríkjastjórnar frá Því í sumar hafi átt að leggja þessar flugstöðvar niður í apríl n.k. og hefði það lækkað útgjöld Bandaríkjanna í Bretlandi um 40 —50 milljónir dollara. Þá var til kynnt í París í dag að tvær sveit ir af bandarískum orustu- sprengjuþotum af gerðinrii F-100 Super Saber fái aðsetur í Frakk landi til bráðabirgða. Allar banda rískar herflugvélar voru fluttar fá Frakklandi á síðasta ári vegna ágreinings.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.